Eintak

Tölublað

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 20

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 20
Barbie á þrjátíu og fimm ára afmæli nú í febrúar. Hjálmar Sveinsson er einn þeirra sem hefur fellt þessarar mest seldu og kynþokkafyllstu dúkku sögunnar. Hann skrifar henni hér afmælisgrein. hug til brjóstin og færði hana síðan úr minipilsinu og silkínærbuxunum. Barbie er ekki aðeins mest selda dúkka allra tíma, heldur líka sú kynþokkafyllsta. Ken var að spila tennis. Já, hún Barbie! Hún verður þrjátíu og fimm ára núna í febrúar og það hafa verið skrifaðar afmælisgreinar um ófrægara fólk. Hún er fyrsta og eina brúðan sem hlýtur þann heiður að vera stillt upp á vaxmyndasafninu í París. Og á 200 ára afmæli Bandaríkj- anna árið 1976, var hún sett í innsiglað hólf ásamt nokkrum öðrum hlutum til að hjálpa forn- leifaffæðingum framtíðarinnar. Þegar hólfið verður opnað við hátíðlega athöfn í fjarlægri framtíð verðum við mold en Barbie mun stíga út með sitt geislandi bros og stinna líkama og hún mun veifa til fjöldans. I tilefni afmælisins var um daginn opnuð sýning í Berlín með dyggum stuð- ningi Mattel- fyrirtækisins. Fær- ustu hárgreiðslumeistarar Þýska- lands voru fengnir til að greiða afmælisbarninu og fatahönnuðir látnir klæða hana upp. Eins og við var að búast er sýningin pempíu- leg og hvorki fugl né fiskur. En í bæklingi sem fylgir, má lesa að til séu 700 milljónir Barbiedúkkur í veröldinni og ef mér bregst ekki reiknilistin, þýðir það að til séu um 1500 milljónir Barbieskór, Fyrir fáeinum árum ætlaði þýski kynlífsfræðingurinn prófessor Dr. Puppenstein að hafa myndir af Barbie og Ken í nýrri og end- urbættri útgáfú að bók sinni „Til- raun um kynlífið“. Bókin er ætluð þýskum unglingum og meiningin var að Barbie og Ken sýndu þeim kynlíf í praxís; unaðssemdir þess og vandamál. En þegar fulltrúar bandaríska fyrirtækisins „Mattel“ - fyrirtækisins á bak við Barbie- dúkkuiðnaðinn - fréttu um fyr- irætlan prófessorsins lögðu þeir blátt bann við að Barbie og Ken yrðu berháttuð og sett í dónalegar stellingar. Barbie og Ken eru brúður fyrir stúlkur á aldrinum fimm til tíu ára, sögðu fulltrúarn- ir, þau voru sköpuð án kynfæra og af þeim sökum ekki nothæf í kynfræðslu. Er ekki eitthvað loðið við þenn- an málflutning? Það er reyndar satt og rétt að engin kynfæri eru sjáanleg, við erum öll löngu búin að ganga úr skugga um það. En þýðir það að hún Barbie sé kyn- laus? Já, hún Barbie, með þessa löngu og spengilegu fótleggi, rauð- lakkaðar táneglurnar og brjóstin stór og stinn - svo ekki sé minnst á silkinærfötin, minipilsið og háhæluðu skóna. Sjálfúr átti ég aldrei Barbiedúkku né heldur litla systur sem lék sér með Barbie. En ég kom stundum í heimsókn í hús þar sem Barbie og allt liðið var saman komið og stalst með hana afsíðis. Ég klæddi hana úr blúndu- skyrtunni, renndi fingri yfir nema einhverjir hafi týnst. Já, hún Barbie! Hún leit fyrst dagsins ljós á leik- fangamessunni í New York í febrúar árið 1959 og var kynnt fyrir heiminum með þessum orðum: „Teenage fashion model- a new kind of doll from real life“. Sagan segir að gestum kaupstefnunnar hafi þótt lítið til þessarar leggja- löngu dömu koma. En börnin sem voru svo heppin að fá Barbie í afmælisgjöf eða jólagjöf þetta árið voru frá sér numin. Og nú hófst mikil sigurför því Ruth Handler, konan sem hannaði Barbie, vissi að börnin eru ánægðust leika full- fólk. Barbie átti að gera litlum stúlkum kleift að leika fullvaxnar dömur. En ekki bara einhverjar dömur, heldur alvöru dömur sem eiga fullan skáp af smart fötum og fylgjast auðvitað grannt með Parísartísk- unni. Barbie kom fram sem söng- kona í næturklúbbi strax fyrsta árið sitt og var þá klædd síðum og svörtum pallíettukjól og háum svörtum hönskum með axlirnar berar. Kjóllinn hét „Solo in the Spotlight11. Síðan brá hún sér í frí til Spánar, setti upp sólgleraugu og fór í dressið „Roman Holidays“. Já, hún Barbie, hún var frá upp- hafi með á nótunum og meðlimur í módelsamtökunum. Og hún var á þessum fyrstu árum sínum dá- lítið franskari en bandarískar stöll- ur hennar. Það var því afskaplega vel til fundið fyrir fimm árum hjá Yves Saint Laurent, Karl Lager- feld, Oscar del la Renta og fleiri meisturum að heiðra Barbie á þrí- tugsafmælinu með því að sérhanna á hana nokkur sett af drögtum. Þetta var kannski há- punkturinn í lífi hennar hingað til, lífi sem virðist ekki þekkja neinar lægðir heldur aðeins hápunkta. Mattel-fyrirtækið heldur því statt og stöðugt fram að Barbie sé ekki aðeins dæmigerð nútímakona heldur hafi hún líka verið brautryðjandi kven- frelsishreyfingar- innar. Það er sjálf- sagt satt og rétt. Barbie á að vísu nóg af heimilisgræj um, og eldhús sem hún teiknaði sjálf, en hún hefur alltaf verið hálf áhugalaus um heimilisstörfin og hver láir henni það? Af því meiri áhuga og krafti hefur hún hellt sér út í atvinnulífið. Og nú skal stiklað á stóru og aðeins minnst á það helsta: 1961 - Árið sem Ken kemur inn í líf hennar gerist hún ekki aðeins hjúkrunarkona og baller- ína, heldur líka flugfreyja (Amer- ican Airlines). Hún hefur sáralít- inn tíma til að vera með Ken en kaupir sér þó fatasettið „Time for Tennis“ til að hafa hann ánægðan. 1965 - Mikilvægt ár fyrir Barbie því nú fær hún beygjanleg hné. Það liggur beinast við að gerast geimfari, kennari og tísku- hönnuður. Og hún kymnist Mid- get sem er með freknur og ekki al- veg eins falleg og þess vegna besta vinkonan. 1973 - Barbie skellir sér í skurðlækninn. 1985 - Það eru uppgangstímar og Barbie gerist bisnesskona, sjón- varpsfréttakona og aerobickennari - já, og dýralæknir, þvi' einhver verður að lækna Barbiehestana ef þeir veikjast. 1991 - Golfstríðið er í algleymingi og Bar- bie hikar ekki við að ganga í ameríska loftherinn á þessari örlagastundu; en hún gegnir líka ábyrgðarstöðu við Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna og kemur fram sem rappsöng- kona um helgar. Þannig mætti lengi telja og ekki hægt annað en að dást að dugnaðinum í henni Barbie. Það verður hins vegar að segjast eins og er að framleiðendur hennar og umboðsmenn mættu sýna henni meiri nærgætni. Fæturnir á henni eru svo skelfing smáir og þannig í laginu að hún getur hvorki staðið né gengið nema á háhæluðum skóm. Kannski voru þeir einhvern tímann reyrðir líkt og gert var í Kína í gamla daga. Þetta er full- urfræðilegu sjónarmiði en dálítið óhentugt í vissum störfúm Ef ég þyrfti að fara í uppskurð þætti mér unaðslegt ef Barbie væri til í að taka það að sér. En auðvitað fynd- ist mér betra að hún væri stöðug á fótunum meðan á uppskurðinum stæði. Já, hún Barbie! Ilún hefúr alltaf spjarað sig en hún hefúr reyndar aldrei þurft að þola þungbæra sjúkdóma eða líða skort. Og samt er hún fórnarlamb. Hún er fórnarlamb fegurðarinnar. Lífið hefur sem sé ekki bara verið dans á rósum fyrir Barbie, þrátt fý'rir alla velgengnina. Og hún hefur svo sannarlega mætt andúð í gegnum tíðina. Hún var til að mynda bönnuð á vinstri sinnuðum kúltúrhermilum. Já, hún var gerð að tákngervingi fyrir neysluæði, kvenfyrirlitningu og heimsvaldastefnu Bandaríkja- manna. Strákar á þess háttar heimilum fengu aldrei byssur og stelpurnar enga Barbie. Eg hef reyndar áreiðanlegar heimildir fyrir því að þegar litlar stúlkur frá slíkum heimilum komu í heim- sókn til vinkvenna sinna sem áttu Barbie og Ken, hafi þær alltaf stol- ist til að klæða glæsiparið úr ogláta það ríða. Kannski hefur prófessor dr. Puppenstein frétt þetta líka. Barbie, já hún Barbie - og Ken!© Eftir kynni sín af Barbie flutti Hjálmar Sveinsson til Berlínar þarsem hann leggur stund á heimspeki og bjórdrykkju. FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.