Eintak

Útgáva

Eintak - 10.02.1994, Síða 28

Eintak - 10.02.1994, Síða 28
Ævisaga mín á tíu bókum Bragi Ólafsson, skáld og sykurmoli, rekur ævisögu sína í gegnum tíu bækur úr bókaskápnum heima. FQRMÚú' , OEOpU’ ■S&S- ’**«*$’*&* *MQL Ptyt’SCH f{ "°3en?nTi; El kitsch espanol í ritstjórn Antonio Sánchez Casado Kostuleg samantekt á spænskri smekkleysu. Hér er öllum tilraunum Spánverja til að þykjast vera aðrir en þeir eru gerð skil, og það verður að segjast að flest fer þeim betur en að klæmast á sjálfum sér. Sambærileg bók þyrfti að vera til um Islend- inga. The Endless Knot eftir Kurt Diemberger Ótrúlega áhrifamikil frásögn af hinu „svarta sumri“ á næsthæsta fjalli þessa heims, K-tveimur. Sum- arið 1986 lögðu níu leiðangurshóp- ar af stað upp á tindinn, samtals 27 manns, og höfundur þessarar bókar, sem var einn af einungis fjórtán sem sneru til baka, veitir hér djúpa innsýn í líf og hugsun- arhátt prófessjónal fjallgöngu- fólks. Besta hugsanlega bók til að lesa í hlýjunni heima hjá sér. Une Pére heure au Lachaise Drullusokkur eftir Vincent de Langlade og Renaud Marchant Eins konar leiðarvísir um hinn fræga hinstuhvíldarstað Pére Lachaise í Parísarborg. Þar var upphaflega byrjað að jarðsetja árið 1804 en garður- inn komst í tísku, ef svo má að orði komast, þegar ríthöf- undurinn Honoré de Balsac hóf að senda þangað sögu- hetjur að lokinni dvöl í bókum sínum. Sjálfur var hann jarðaður þar 1850 og í dag er þessi garður, sem í senn má kalla kirkju- garð, listasafn og ffiðsælt fallegt þorp, ein vinsælasta atraksjónin í París, jafnt á meðal túrista og annars fólks. Meðal yngri kynslóðanna er hann aðallega þekktur sem hvílustaður Jim Morrisons en einnig hvíla þarna Sarah Bernhardt, Sully Prudhomme, Edith Piaf, Paul Eluard, Gérard de Nerval, Francis Poulenc, Eugene Delacroix, Apollinaire, George Bizet, Seurat, Maria Callas, Bellini, Max Ernst, Chopin og Oscar Wilde, svo aðeins fáein nöfn séu nefnd. Eg mæli sérstaklega með þessum stað við þá sem eiga leið um París. eftir Einar Örn Benediktsson Eitt persónulegasta skáldverk á íslenskri tungu. Edgar Allan Poe lét eitt sinn þau orð falla að sá maður sem þyrði að skrifa bók af algerri hreinskilni hlyti að skapa meistara- verk. Baudelaire, sálufélagi Edgars, komst nálægt því með dagbókum sínum en það er spurning hvort Einar komist ekki nær því með Drullu- sokknum. Þetta er ein af þeim mörgu bókum sem bíða þess að verða prentaðar í stærri upplögum, en upplag þessarar var tíu eintök. Stærðfræðisleg formúluljóð' eftir Einar Bogason Bók sem er samin í þeim til- gangi að létta stærðffæðiskuss- um heimalærdóminn en tvö- faldar í rauninni erfiðið því kveðskapurinn í henni er oftar en ekki mun meira torf en sjálfar formúlurnar. Hér er dæmi: Ummálsreglan. (Lag: Hve satt er það sem sagði Lúther forðum). Tangens hálfs horns eins þríhyrnings - mun sanna- hannjafn kvaðratrót margfeldis - það kanna - mismuna aðlœgja hornsins og ummáls þríhyrnings hálfs, hér með deildum margfeldi hálfs ummáls þri- hyrnings sjálfs og muninum mótlcegju hornsins - lœrðu - og hálfs ummáls þríhyrningsins - þáfœrðu - eitt horn hans sjálfs. Engu að síður afskaplega vel meint við- lleitni. Les onze mille The Pre History of the f ar Side frozen in Time eftir Gary Larson Líffræðingurinn Gary Larson er án efa einhver dá- samlegasti húmoristi sem hefur kosið að tjá sig í skrípa- myndum. I þessari bók rekur hann tíu ára sögu The Far Side, sem eflaust margir hér á landi eru kunnugir og lætur fylgja með sínar eftirlætismyndir sem og myndir sem ekki sluppu í gegnum ritskoðun San Fransisco Chronicle og annarra blaða sem daglega birta hugverk hans. Larsson getur með sönnu kallast listamaður á undan sinni samtíð. Og langt á eftir. eftir Owen Beattle og John Geiger Hjartnæm og einstaklega skemmtilega skrifuð bók um leyndardómsfull örlög leiðangurs Sir John Franklins á Norður-heimskautið 1845-1848. Prýdd ljósmyndum af líkum þriggja ungra leiðangursmanna sem fundust 138 árum eftir dauða þeirra, nánast óskemmd í sífrerinum. Það sem er mest heillandi við rannsókn höfundanna á endalokum þessa ffæga leiðangurs er nálægðin við for- tíðina og viðfangsefnið; líkin sem mæna á mann upp úr einnar og hálfrar aldar gömlum gröfunum. verges eftir Guillaume Apollinaíre Fullkomlega blygðunarlaus erótík, eða Jdám, eftir eitt allra besta skáld [ þessarar aldar. Apollinaire tengdi nafn sitt aldrei þessum sögum, sem heita „Ellefu þúsund limir" og „Hetjudáðir ungs Don Juans“. Hann skrifaði þær til að eignast pen- inga og lengi vel fram eftir öidinni voru þær ósnertanlegt feimnismál meðal betri borgara sem annars kunnu að meta fegurstu ljóð skáldsins. Nú á dögum er jafnvel deilt um hvort rétt sé að fjalla um þær í skólum þar sem verk Apollinaires eru til umfjöllunar, svo svæsnar eru þær. Til dæmis er ekki á þær minnst í frekar nýlegri bók um ævi og verk skáldsins. Hér er um að ræða spænska þýðingu, útgefna af hinu ágæta forlagi í Barcelona, Lóðrétta brosinu.O Sögukaflar eftir Guðmund Hará!3sson Ekki endilega besta bók höfundar en algerlega ómissandi fyrir alla þá sem unna skemmtilegum ritstíl. Fyrir utan að vera ómetanleg heimild um sjálfan höfundinn. Það er fyrir löngu orðið tíma- bært að safna saman kverum Guðmundar, sem flest ef ekki öll eru ófáanleg, og gefa út á einni bók. Sögukaflar og kvæði er, svo ég haldi mig við ó fýrir framan lýsingar- og atviksorðin, óborg- anleg lesning. Skellur á skell ofan eftir Grétar Birgis Þegar þessi skáldsaga kom út skrifaði Jóhanna Kristjóns- dóttir í Morgunblaðið að verri bók hefði hún aldrei lesið. Nokkrum árum síðar rakst ég á bókina á einhverjum markaðnum og keypti hana, minnugur orða Jóhönnu. Ég er algerlega ósammála henni, sé hún enn á sömu skoðun. Skellurinn er hafinn yfir alla gagnrýni. Engin bók er skrifuð af jafnmiklum innblæstri og sannfæringarkrafti og þessi bók, aldrei hefur höfundur verið jafn miskunn- arlaus við sjálfan sig og aðra eins og hér, aldrei mun nokkurri bók verða líkt við bók sem þessa. kvæði °y laralci 28 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.