Eintak

Tölublað

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 4

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 4
Fimmtudagurinn 24• febrúar Ég held aö stjórnin springi ekki. Ég hitti Össur niður í bæ. Hann reyndi aö tá upp úr mér hvaö Davíð væri að hugsa og romsaði út úr mér einhverri romsu um hvernig Davíö væri aö spila á bænda- flokkinn í þingflokknum. Eins og ég hafi hugmynd um hvaö Davíö er aö hugsa. Hann hefur ekki talaö viö mig 38 daga. Og 20 tímum betur. En Össur virtist feg- inn aö Davíð ætlaöi ekki aö springa enda nýsestur í ráöherrastól og fólk næstum farið aö taka mark á honum. Hann virö- ist því óttast Davíð meira en Jón og þaö bendir til aö kratarnir ætli ekki að sprengja. Föstudagurinn 2§. febrúar Ég held aö stjórnin springi. Ég fór í Vesturbæjarlaugina og þar sat Jón i pottinum með sitt púkalegasta glott og talaði viö einhverja menn. Ég lagðist á bekk stuttu frá pottinum, þóttist vera I sólbaði en gafst upp eftir þrjár mínútur. Paö var svo helvíti kalt. Reyndi þá aö hlera hálfur í kafi frá laugarbarminum en Jón sá mig. Synti 200 metrana og fór í sturtu. Laugardagurinn 26. febrúar Ég heid að stjórnin springi ekki. Ég hitti Kjartan I Valhöll og hann sagöist halda aö stjórnin springi ekki. Davíð talar stundum viö Kjartan. Hann hlýtur aö vita þetta. Fór á kaffihús og hélt því fram að stjórnin mundi ekki springa. Vissi alveg ástæðuna og fór því fljótt heim. Sunnudagurinn 2/. febrúar Ég held að stjórnin springi. Sá Egil Jénsson í sjónvarpinu eldrauðan í fram- an og með útblásinn skrokk. Ef hann heldur á fjöreggi ríkisstjórnarinnar þá springur hún með honum einn daginn. Eins og Egill talar þessa dagana er lík- legast aö þaö veröi úr monti. Mánudagurinn 28. febrúar Stjórnin springur ekki. Jón Baldvin sagöi þaö í ellefu fréttunum eftir aö hafa sagt þaö rétt fyrir átta að stjórnin mundi ekki sþringa. Eg varö guðslifandi feginn. Ekki vegna þess aö mér sé ekki sama um kratana og löngu búinn aö sætta mig við aö Davíð ætlar í stjórn meö Halldóri. Heldur vegna þess aö úr því aö Jón haföi ekki hugmynd um hvort stjórnin springi eöa springi ekki þá var ég ekki sá eini sem hef verið ruglaður undanfarna daga. Þriðjudagurinn 1. mars Dreymdi að ég hefði sótt um Seðla- bankastöðuna. Sat á stól fyrir framan bankaráöiö og beiö eftir því aö banka- ráðsmennirnir greiddu atkvæöi um mig. Frammarinn kaus Steingrím. Allaballinn kaus Ólaf Ragnar til aö losna við hann. Kratinn kaus sjálfan sig. Ég var í svita- kófi þegar kom aö sjálfstæðismönnun- um og vaknaöi viö að þeir kusu Stein- grím. Ég verö að ná tali af Davíð. Mér líöur eins og hann treysti mér ekki leng- ur. Miðvikudagurinn 2. mars Hugsaði um drauminn frá því nóttunni áöur. Kannski ætti ég aö sækja um Seðlabankann til aö láta á það reyna hvaö Davíð finnist um mig. Hvort hann geti fengið sig til þess aö taka Stein- grím fram yfir mig eins og hann hefur talað um hann. Kallaö hann hættuleg- asta fjárglæframann íslands og allt. Hitti Björn Bjarna og sgurði hann hvaöa sjens ég heföi í bankanum. Hann hló. Og þegar Björn hlær þá er eitthvað mjög fyndiö. fiiN spretta © Kristilegar kaffistofur © Georg Guðni gerir það gott í Svíþjóð © ísis varð að íris © Nýr kynningarfulltrúi hjá Tryggingastofnun I ý kaffi- hús I halda áfram að spretta upp í bænum og að sögn aðstand- enda þeirra ganga þau vel. í næsta mánuði hyggst Vegurinn, kristilegt samfélag I Kópavogi, leita fanga á þessum markaði og er að innrétta húsnæði fyrir ofan verslunina Blóm og ávexti við Ftafn- arstræti. Kaffihúsið verður opið fyrir almenning en um helgar verður lok- að snemma og húsnæðið opið unglingum og vandalausum og þeim kynntur boðskapur frelsarans. Þeir sem fíluðu krossasýninguna á Mokka um jól- in fá nú tækifæri til að drekka kaffi með Kristi árið um kring... EORG GUÐNI myndlistar- maður sýnir um þessar mundir í Galleri Lars Bohman í Stokkhólmi en það er eitt virtasta galleríið þar í borg. Lista- maðurinn hefur þegar selt sex myndir af sýningunni og einn kaup- endanna er Listasafnið ÍMalmö. Nýlega keypti Moderna Museet í Stokkhólmi sjö myndir eftir Georg Guðna úr einkasafni svo lausnin á sölutregðu á mynd- list á íslandi virðist vera útflutningsleiðin margumrædda... jm- I síðasta eintaki var leiðinleg villa í skrifum Guðmundar Andra Enn sker Stöð 2 niður og nú imbana og kokkinn Enn eru breytingar fyrirhugaðar á rekstri Stöðvar 2 og er um það bil 4 prósenta hækkun fyrirhuguð á af- notagjaldi stöðvarinnar. Viðskipta- vinir greiða nú 3190 krónur en hún verður von bráðar orðin um 127 krónum hærri. Auk þess verður útsendingum fækkað um 20 klukkustundir á viku. Nú í fyrstu viku marsmánað- ar heldur Stöð 2 uppi útsendingum í um það bil 83 klukkustundir svo búast má við að þeim fækki niður í um það bil 63 klukkustundir. Inn- lend dagskrárgerð verður fyrir barðinu á sparnaðinum og verður niðurskurðarhnífnum nú brugðið á háls Sigurðar Hall og Imbakassa-manna. Að- standendur Imbakassans gerðu þó samning við stöðina til vors um vikulega þætti. Þeir eru sendir út á laugar- dögum, eru hálftíma langir og endurteknir á sunnudög- um. Sigurður er með þátt- inn Matreiðslumeistarinn í rúman hálftíma á mánu- dögum. Ekki hefur mikil áhersla verið lögð á inn- lenda dagskrárgerð á Stöð 2 svo ekki er laust við að muni um þessa tvo þætti. Af þeim föstu þáttum sem þá eru eftir er þátt- ur Eiríks Jónssonar, Popp og kók, Falleg húð og frískleg, frétta- þátturinn Á slaginu, barnaþátturinn Með afa, líkamsræktar- þáttur og svo ýmsir þættir á vegum íþróttadeildarinnar. Thorssonar um Dag SlGURÐARSON. Þar nefndi Guðmundur Andri til sögunar Freyju, Maríu og l’sis, egypsku jarð- argyðjuna. fsis breyttist hins veg- ar í Irisi og missti þar með guðdóm- inn... UNDARLEQ VERÖLD HILMARS ARNAR Æk uc Æm fu ^^ríl uglýst var staða kynningar- ^fulltrúa í Tiyggingastofnun ríkisins fyrir skömmu og hafa nú tvær konur verið ráðnar. Það eru þær SVANA JÓNSDÓTTIR sem lærði almannatengsl í Bandaríkjun- um og Ingibjörg Stefáns- DÓTTIR sem nam hagnýta fjölmiðl- un við Háskóla íslands. Heyrst hef- ur að umsækjendur hafi verið á ní- unda tug og þar af einhverjir sem sagt var upp á fréttastofu Stöðvar 2... Afgreiðslan á Freud og lúabragð Lórenu Bobbitt í árdaga mannkyns þegar ég var ungur lagði maður ýmislegt á sig til þess að hafa fyrir lífinu og mesta fjörið var að kafa ofan í ýmiss kon- ar leyndardóma. Ég og vinur minn tókum períódur í margs konar pæ- lingum og sú sem ég minnist með einna mestri hlýju var sú freudíska. Við lásum öndvegisritið „Um sál- greiningu" upp til agna og tókum til við að kanna sálardjúpin. Næst festum við kaup á bók Freud um tengsl brandara við dulvitundina (líklega, segir mér freudískt innsæi, í þeirri von að þar væru góðir dónabrandarar), en þó hún sé ör- ugglega jafnleiðinlegasta bók sem ég hef lesið var ekki gefist upp held- ur önglað saman fyrir Magnús vill afnerta hvalkjötinu Tímaritið Núllið, sem gefið er út af Máli og menningu hefúr vakið athygli fyrir að fara ekki troðnar slóðir í útlitshönnun. Það á jafnt við umgjörðina um efni blaðsins svo og auglýsingarnar sem eru margar ansi nýstárlegar. Marga les- endur blaðsins rak í rogastans þeg- ar þeir flettu nýjasta tölublaðinu en þar er heilsíðu mynd af Magnúsi Skarphéðinssyni talsmanni hvalavina, og texti með stórum stöfum sem segir: „Ég hefði ekki trúað því að hvalkjöt væri svona NAFNSPJALD VIKUNNAR Þeir sem hafa faríð i bió i Regnboganum þekkja þann sem er eigandi nafnspjalds vikunnar að þessu sinni. Halldór Ómar Sigurðsson heitir maðurinn og hefur verið yfirdyravörður Regnbogans i mörg ér og meðal annars fylgt bióinu i gegnum eigendaskipti. Starfs- heiti Halldórs hefur reyndar breyst örlítið siðan nafn- spjaldið var gert því núorðið er hann titlaður yfirmót- tökustjóri. Þegar maður kemur i Regnbogann tekur Halldór 3 móti manni í dyrunum og rifur ábúðarfullur af aðgangsmiðanum. Hann er ávallt vel til fara; einkennisbúinn, i dökkbláum jakkafötum með gylltum borðum, i hvitri skyrtu og með svart bindi. í jakkaboðungnum er Halldór síðan með spjald þar sem nafn hans og titill eru letruð með gylttum stöfum á svörtum grunni. gott fyrr en ég prófaði það sjálfur.“ Við textann er stjarna sem vísar til lítillar neðanmáls- greinar en þar stendur; Jón Jónsson eftir ánægjulega máltíð á Þremur frökkum. Magnús sagði í samtali við EINTAK að sig hefði rekið í roga- stans þegar hann sá auglýsinguna og sér þyki þetta ósmekklegt, íaust við að vera fyndið og högg undir beltisstað. Hann vissi ekki hvort hugmyndin af auglýsingunni væri komin frá veitingastaðnum eða að- standendum tímaritsins en þau orð sem honum séu þarna lögð í munn hafi ekki verið borin undir hann né notkun myndarinnar. „Ég er búin að ræða við lögfræðinga mína,“ segir Magnús, „og þeir segja að það sé ekki vafi á því að þetta sé brot á lögum. Mér er annt um málfrelsið í landinu og er því enn að hugsa hvað ég geri, en eins og staðan er í dag tel ég 80 prósent líkur á að ég fari í mál við blaðið“ © g a m 1 a 1 mannsins sem fékkst í ódýrri vasa- brotsútgáfu í bókaverslun Snæbjarnar. Þá fór þetta fyrst að verða gaman: æsi- spennandi læknasögur af baráttu Sig- mundar við und- irdjúpin, slöng- urnar hennar Önnu O. og svo auðvitað úlfamað- urinn. Þetta var annar úlfamaður en sá sem Oliver Reed lék í Hafnar- bíó, ójá, sögðum við vini okkar sem var orðinn forvitinn um öll þessi orð eins og „reðurtákn" og „fóts- áraduld" (hann spilaði á gítar og var í íþróttum og við grenjuðum af hlátri yfir því hvað hann tók til sín og hvað ekki) og síðan sögðum við honum söguna af einu svæsnasta keisi Freud sem hafði í frum- bernsku komið að foreldrum sín- um í tiltekinni samfarastellingu og breyttist í hinn ægitjúllaða úlfa- mann fyrir vikið. Nokkrum dögum síðar dró hann okkur inn á klósett í frímínútum og sýndi okkur tímarit sem hét Acrobatsex, ef ég man rétt, og sagði iss hvernig haldiði að hann hefði orðið ef hann hefði séð þau gera svona... Þótt fúrðulegt megi virðast varð þetta til þess að við misstum trúna á mannkyninu en ekki Freud og eftir þetta voru sálgreiningarhug- tökin ekki höfð í jafn miklum flimtingum. Á laun sálgreindum við hvorn annan í gríð og erg og reyndum að grafa upp eins margar duldir og mögulegt var svo við gæt- um losað okkur við þær hið snar- asta því við vorum hundleiðir á að vera komplíseruð ungmenni. Draumadagbækurnar voru lifandi og fullar af skemmtilegum táknum og ekki leið sá dagur að við fundum ekki einhverja stórkostlega skýr- ingu á ýmsum meginþáttum per- sónugerðar okkar. Allt þangað til að okkur rak í rogastans. Ég hafði fundið innra með mér flest það sem getur misfarist í mannlegu sálarlífi, en þegar kom að því að kafa ofan í geldingaróttann og ræsta hann út var allt stopp. Geldingarótti, bíddu aðeins, sagði ég, jú ég man þegar ég var ellefu ára og stelpa sem hét Em- elía sparkaði í punginn á mér í fót- boltaleik og ég fór alveg í keng. Og fannstu ekki fyrir óttanum og ang- istinni, spurði vinur minn. Nei, þeta var hálffáránlegt vegna þess að hún var stelpa, sagði ég og reyndi allt hvað ég gat að grafa eitthvað upp, jú, og svo var ég held ég hálf- skotinn í henni. Það er masókism- inn, við erum búnir að afgreiða það, sagði vinur minn önugur, en sama hvað við reyndum, ekkert vildi upp og út. En dulvitundin lætur ekki að sér hæða, — mörgum árum síðar fatt- aði ég lausnina í einni svipan: Freud var gyðingur í Vínarborg og nær allir hans sjúklingar komu úr gyðinglegu umhverfi. Og hvað er það sem sveinbörn gyðinga eiga sameiginlegt? Jú, rétt í þann mund sem þau eru farin að njóta þess að vera kominn í heiminn (mig minn- ir að fæðingartrámað sé frá Adler en ekki Freud) kemur einhver karl og sker framan af typpinu á þeim... Lógísk niðurstaða fyrir dulvitund- ina: Geldingarótti. Á þessum tíma var vinur minn búinn að parkera Freud fyrir aðra tvo gyðingadrengi, þá Marx og Trotskíj og hafði eng- an áhuga á því hvort að umskornir væru reknir áfram af einhverjum óræðum innri öflum sem þeir óumskornu slyppu við. Ég hug- leiddi um tíma að leggja stund á sálarfræði eða geðlækningar og frelsa hinn óumskorna hluta karl- manna við þennan ótta sem var alltaf verið að troða upp á þá, sér- staklega eftir að femínistar tóku hugtakið upp á sína arma, en ákvað svo að ég nennti hvorki að leggja stund á statistík eða líffærafræði og að það sem menn vissu ekki gæti ekki skaðað þá. En þá kom Lórena Bobbít til skjalanna og öll dagblöð hins vest- ræna heims tóku við sér. meira að segja Mogginn og DV. Ég fletti í úr- klippusafninu og fann að minnsta kosti 20 eldri tilfelli sams konar lík- amsmeiðinga. Hvað hafði Lórena sem hinar höfðu ekki, hvað hafði John sem hinir höfðu ekki (jú það tókst að græða typpið á hann að nýju sem hafði ekki tekist í flestum hinum tilfellunum) og hvernig stóð á því að karlmenn af öllum stærð- um og gerðum fóru að finna fyrir hinum áður goðsögulega geldinga- rótta? Meira í næsta EINTAKI. 4 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.