Eintak

Tölublað

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 9

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 9
meinis. Á hæðinni fyrir ofan ís- lensku íbúðina bjó, að sögn Einars, eitt sinn vitlgus kerling á níræðis- aldri og greiíynja í þokkabót. Hún var að því er virtist í óða önn að eyða síðustu aurunum úr erfðabú- inu með þjónustufólk á þönum í kring út og suður. Hún sló um sig líkt og gamla aðalskerfið væri enn í fullum blóma og hún hefði aldrei heyrt um byltingu borgaranna. Einari var eitt sinn boðið í mikla brúðkaupsveislu til fransks generáls sem bjó í einni íbúð hússins. Þar var helsta umræðuefnið íþróttin tennis, og frásögn generálsins af því þegar han tók nokkrar hrinur með Alfon sáluga, afa Juans Carlosar Spánarkonungs. Við endann á stofunni í íslensku íbúðinni er svokölluð „rotunda11, eða hringlaga borðstofa. Hún gagn- aðist borgarastéttinni fyrir tón- : ■ ■ V ' -- v ' ' > v' V; Útsýnið yfir Avenue Foch séð frá svölunum. leikahald á þeim tímum þegar engir voru grammafónarnir enda er hljómburðurinn þar sérlega góður. Einar, sem var duglegur við að halda samkvæmi fyrir landa sína í bústaðnum í sendiherratíð sinni, tók stundum þennan sið til fyrir- myndar og hélt þarna konserta þar sem íslenskir tónlistarmenn komu fram. Að sögn Einars telja einhverjir sig hafa orðið varir við návist fram- liðinna í bústaðnum. Hann segist þó sjálfur ekki hafa orðið var við nokkurn draugagang enda hafi hann og hans fólk ávallt sofið vel þar og átt góðar stundir. Eins og áður segir var þetta sendiherrabústaður Þjóðverja (Vestur-Þjóðverja) eftir stríð fram til 1967. Þarna er ákaflega virðulegt gestaherbergi sem konungbornu fólki væri sæmandi. Þetta herbergi gengur undir nafninu Adenauer- herbergið enda mun kanslarinn sálugi hafa gist í þessu herbergi þegar hann var á ferð í París, líklega á þeim tímum er hann gegndi starfi borgarstjóra. Dýrasta íbúðarhúsnæði Islend- inga er nú til sölu. Um er að ræða sendiráðsbústaðinn í París, en það er sex hundruð fermetra íbúð í ein- hverju fínasta hverfi Parísar. íbúðin var aðsetur þýskra nasista í síðari heimsstyrjöldinni á hernámstím- um Þjóðverja í París. Síðar varð hún sendiráðsbústaður Þjóðverja fram til 1967, þegar hún komst í eigu kotríkisins íslands sem lifir á því að selja þorsk. Fyrsti sendiherr- ann sem dvaldi í íbúðinni var Hen- rik Sv. Björnsson. I kjölfar hans fylgdu Einar Benediktsson, Tóm- as Á. Tómasson, Haraldur Kröy- er og nú síðast Albert Guðmunds- son. Von er á Sverri Hauki Gunn- laugssyni, tilvonandi sendiherra, til Parísar í apríl og niun hann að öllum líkindum flytja í íbúðina. Talið er að sala á jafn dýrri íbúð muni taka marga mánuði. Sam- kvæmt fjárlögum er íbúðin metin á um 250 milljónir króna. Saga hússins íslenski sendiherrabústaðurinn er í húsi númer 43 við Avenue Foch, sem er ákaflega breið gata og einhver sú glæsilegasta sem liggur út frá Sigurboganum. Við götuna eru hýbýli ríkasta og fínasta fólks- ins í París; greifa, greifynja og ann- arra sem lifa á fornum aðalstitlum, arabískra olíukónga, stórgróssera af gyðingaættum, svo ekki sé minnst á sendiherra og diplómata stórveld- anna, að hinum íslenska sendiherra ógleymdum. Islenska sendiherra- íbúðin er ein af átta í húsalengj- unni. Þar af eru þrjár af svipaðri stærð og sú íslenska, og fjórar minni. I sextánda hverfi úir og grúir af húsum af svipaðri stærð og það sem sendiherra íslands býr í, en þau voru byggð á svokölluðu Belle Epoque-tímabili, það er um 1880. Þá var mikill uppgangstími í París sem fylgdi í kjölfar fransk-prúss- neska stríðsins og stóð hann til 1914 þegar heimsstyrjöldin íyrri hófst. Frá þvi á tímum Prússa áttu Þjóðverjar mikið og glæsilegt sendiráð í París líkt og önnur stór- veldi. Sendiráð þeirra var staðsett á vinstri bakkanum, hinum megin við Concorde-torgið og var á stærð við frönsku forsetahöllina. Eftir seinna stríð tóku Frakkar sendiráð Þjóðverja eignarnámi í hefndar- skyni. Síðar keyptu Þjóðverjar (þá Vestur-Þjóðverjar) íbúðina við Av- enue Foch 43 og því bjuggu um nokkura ára skeið þýskir sendiherr- ar í þessum núverandi sendiherra- bústaði Islands en Þjóðverjar höfðu þá ekki mjög hátt ris í Frakklandi. Það var svo þegar vinskapur mörg hver orðin svo ljot að þau bíða þess eins að komast á sölu í Kolaportinu. Ekki bætir úr skák að í gluggakörmum baka til í íbúðinni úir og grúir af dúfnaskít og fugla- hræjum sem engum hefur dottið í hug að fjarlægja, altént á þessum áratug. Aðalsfólk á hverri hæð I húsinu þar sem íslenski sendi- herrabústaðurinn er eru átta íbúð- ir, þar af eru þrjár af svipaðri stærð- argráðu og sú íslenska og fjórar ívið minni. Þótt sendiherrar geti yfir ýmsu kvartað, eins og fátæklegum framlögum frá utanríkisráðuneyt- inu, þreytandi kokteilboðum, vondu kampavini og fleiru, þá gætu þeir í París vart hafa kvartað yfir lit- lausum nágrönnum. Á efstu hæð- inni bjó eitt sinn arabískur prins og fyrir neðan hann bjuggu tveir ír- anskir bræður af ætt keisarans, sem höfðu flúið land sitt eftir fall hans og valdatöku Ajathollah Kho- Iverustaður nasista á her- námsárunum fbúðin við Avenue Foch tengist ekki einungis þýskum sendiherrum því Þjóðverjar munu hafa lagt alla húsalengjuna undir sig á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar á með- an hernámi Þjóðverja stóð í París. Fjölmargir íbúar neyddust þá til að yfirgefa íbúðir sínar en aðrir fengu að búa þarna áfram i skjóli nasist- anna. Þarna var rnjög virk starfsemi nasista á hernámsárunum og jafn- vel er talið að pyntingar hafi farið fram í núverandi sendiherrabústað Islendinga. © Gestaherbergið eða Adenauer-herbergið. ille Frakklandsforseta fyrir sendiráðið í Neuilly. íbúðin sr kanslara Vestur- við Avenue Foch var seld á mjög iði hámarki og stjórn- hagkvæmu verði. Hún var keypt ii milli Frakka og fýrir andvirði hússins í Neuilly og komið á að nýju, á gott betur, þvi einnig var hægt að í sjöunda áratugarins, kaupa töluvert af nýjum húsgögn- fengu sendiráðshöll um jafnframt því að afgangi var 5asti þýski sendiráðs- skilað heim í þjóðarbúið. Ibúðin bjó við Avenue Foch var í finu standi þegar hún var nd von Braun en keypt, að sögn Einars Benedikts- ðir eldflaugasérfræð- sonar, sendiherra, sem kom þar ers von Braun sem nokkrum sinnurn á þessum tíma. daríkjanna og starfaði Hann dvaldi þar seinna sem sendi- herra, eða ffá 1976 til 1981. Henrik n tíma og Þjóðverjar Sv. Björnsson var fyrsti sendiherr- ue Foch voru Islend- ann á Avenue Foch og hélt smekk- Inngangurinn. Höfundur, eins og dvergur, fyrir framan vegiegar dyr. Flestum er kunnugt um að sendiherrar íslands í útlöndum búa ekki í neinum blokkaríbúðum. Færri gera sér sjálfsagt Ijóst hvers kon- ar glæsiíbúð íslenska ríkið á undir sendiherrann í París. Þessi íbúð hefur verið sett á sölu lægra verð en 250 milljónir króna. GLÚMUR BALDVINSSON skoðaði íbúðina fyrir EINTAK. FIMMTUDAGUFS 3. MARS 1994 9

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.