Eintak

Tölublað

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 20

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 20
Teg. 51765 Litir: Svart eða brúnt leður Stærðir 36-41. Verð kr. 4.995,- Teg. 51764 Litir: Svart eða brúnt leður Stærðir 36-41. Verð kr. 4.730,- Teg. 52133. Litur: Brúnt leður Stærðir 36-41. Verð kr. 4.820,- Teg. 52134. Litur: Svart leður Stærðir 36-41. Verð kr. 4.820,- Teg. 52099 Litir: Svart eða brúnt leður Stærðir 36-41. Verð kr. 4.375,- Teg. 52100. Litur: Svart leður Stærðir 36-41. Verð kr. 4.375,- Teg. 2694. Litur: Svart leður Stærðir 36-A1. Verð kr. 4.130,- Teg. 2667. Litur: Svart leður Stærðir 36-41. Verð kr. 4.495,- ^ÓVEKSLlj^ PÓKÐA1Z gceðí/ crfy pj&nuita/ Kirkjustræti 8. Simi 14181 Laugavegi 41. Simi 13570 Ljósu súlurnar sýna hlutfali þeirra sem töldu best að búa í viðkomandi hverfi, en hinar dökku sýna hvar menn vildu síst búa. v>. m >• - ft : xC'-'-c < ISIæÍff 17,3% 17,9% ,*tfÍll«É*l*l 17,9% {gmtsssHoar - >• Vesturbær og Skerjafjörður Skoðanakönnun Skáís fyrir eintak Flestir rtefndu Vesturbæ sem það hverfi sem best væri að búa í en það var jafnframt nefnt næst oftast sem versta hverfið. Breiðholtið var oftast nefnt sem vont hverfi en næst oftast sem gott hverfi. Það hverfi sem naut mestrar aðdáunar án þess að vera forsmáð í leiðinni var Fossvogurinn. Heima er best. Eða þannig á það að vera. En þannig er það ekki allt- af. Stundum er grasið grænna hin- um megin. Eða jafnvel einhvers staðar enn lengra í burtu. Þegar Skáls gerði könnun meðal Reykvíkinga um afstöðu þeirra til framboðslistanna fýrir borgar- stjórnarkosningarnar voru þeir jafnframt spurðir í hvaða hverfi í Reykjavík væri best að búa. Og í hvaða hverfi þeir vildi síst búa. I stuttu máli voru niðurstöðurn- ar þessar: Flestir, eða rúm 17 prósent, sögðu best að búa í Vesturbænum. Hins vegar sögðust ívið fleiri eða rétt tæp 18 prósent að þeir vildu síst af öllu búa í þessum sama Vesturbæ. Vesturbærinn er því bæði vinsælasta hverfið og líka meðal þeirra óvinsælustu. Hann er álíka óvinsæll kostur og Miðbær- inn og Grafarvogurinn. Og hefur næstum tvo þriðju af óvinsældum Breiðholtsins. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að flestir nefndu Breiðholtið sem slæman kost. Breiðholtið er, fyrir þá sem búa í gömlu Reykja- vík, eins konar samheiti yfir út- hverfi, sem þeirra vegna gæti til- heyrt Hafnarfirði eða Keflavík. Á sama hátt og Vesturbærinn er fyrir fólkið í úthverfunum táknmynd um sjálfsbirgingslega Reykvíkinga sem hefur tekist að líta niður á þá sem búa ofar. En Breiðholtinu er síður en svo alls varnað þrátt fýrir að rétt rúm- lega 30 prósent Reykvíkinga vildu síst búa þar. Tæplega 16 prósent sögðu best að búa í Breiðholtinu og lenti það í öðru sæti yfir vinsæl- ustu hverfin. Hins vegar er ekki hægt að líta fram hjá því að hverfíð er óhemju fjölmennt og því má ætla að stór hluti þeirra sem lýstu sig ánægða með hverfið búi þar. Og það er líka athyglisvert að þeir sem höfðu skömm á hverfinu voru næstum helmingi fleiri en þeir sem höfðu á því aðdáun. Ef Vesturbær- inn telst vera umdeilt hverfi vegna jafnra óvinsælda og vinsælda verð- ur að segja að Breiðholtið sé ekki umdeilt heldur lítilsvirt af öðrum en þeim sem búa þar. Þessir tveir pólar í bænum, Gamli bærinn og Breiðholtið, koma líka í ljós þegar skoðað er hvar þeir sem sögðu best að búa í Breiðholti finnst verst að búa og hvar aðdáendur Vestur- og Mið- bæjar vildu síst búa. Nær undan- tekningalaust sögðu þeir sem helst vildu búa í gamla bænum að þeir vildu síst búa í Grafarvogi eða Breiðholti og var Breiðholtið held- ur oftar nefnt. Þeir sem helst kusu Breiðholtið svöruðu alveg öfugt; þeir vildu síst búa í Vestur- eða Miðbæ. Sama var upp á teningn- um hjá þeim sem vildu búa í Graf- arvogi. Flestir þeirra hafa lítið álit á Vesturbænum. Eini munurinn á Grafarvogsmönnum og Breiðhylt- ingum er að nokkur hluti þeirra sem lýstu yfir aðdáun á Grafarvog- inum höfðu skömm á Breiðholt- inu. Það hverfi sem kom næst á eftir Vesturbæ og Breiðholti að vin- sældum, var Fossvogurinn. Rétt tæp tólf prósent þeirra sem tóku afstöðu töldu best að búa þar. Það sem sker Fossvoginn frá Vesturbæ og Breiðholti er að enginn hefur neitt á móti Fossvoginum. Hann var aldrei nefndur þegar fólk var spurt um versta hverfið. Síðan komu hverfin hvert af öðru. Hlíðarnar fengu atkvæði rúmra 10 prósenta, Vogahverfið 8 prósenta og Miðbærinn rétt tæp- lega það. Eins og áður sagði var Miðbærinn meðal þeirra hverfa sem fólki var mest í nöp við en hvorki Hlíðarnar né Vogahverfið vöktu óhug hjá fólki. Þessi hverfi eru eins og Fossvogurinn. Það er bara gott að búa þar. Ekkert vont. í sjöunda sæti vinsældalistans kom síðan Árbærinn og þar á eftir Grafarvogurinn. Nánast enginn munur var á þeim hverfum sem á eftir komu. Skoðanir fólks á því í hvaða hverfi væri verst að búa dreifðust ekki eins mikið. Eins og áður sagði var Breiðholtið þar efst á blaði og þar næst jöfn að stigum Vestur- bær, Miðbær og Grafarvogur. Af öðrum hverfum fékk aðeins Ár- bærinn teljandi mótbyr en þó langtum minni en ofangreind hverfi. Það er því ekkert vont að búa i öðrum hverfum, aðeins mismun- andi gott. Á næstum síðunt greina nokkrir Reykvíkingar frá því hvað felst í því að búa í alvöru hverfi. Og í hverju tilfelli er það hverfi viðkomandi.O 20 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.