Eintak

Tölublað

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 23

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 23
Hverfið mitt... sleit. Seinna óku okkur þeir Vil- bergssynir, Jói, Gummi, Villi og Siggi á Gagarín, grænum Vípon, í sama tilgangi. Frá því snemma í nóvember stóð smíðin yfir og þegar konr fram í desember og kösturinn stækkaði skiptum við liði og vöktuðum allar næt- ur. Mömmurnar úr hverfinu komu þá gjarnan með heitt kakó og pönsiur handa okkur. Um áramótin sjálf var svo stór- hátiðin, blysför og stolist á kenderí. Heinr á svalirnar á númer eitt komu svo ná- grannarnir og vinir og hélst sá siður alla tíð meðan pabbi og mamma bjuggu þar. Þegar voraði og útþráin jókst hófust stríðsleikirnir. Roj Roggers og Hefgön Viltravel ásamt Lon Reinjer voru á hátindi síns ferils, þó var ég sjálfur hriíhastur af David Krokket og tók traustataki billiardkjuða frá pabba, sem ég notaði sem riffil. David Krokket notaði bara framhlaðn- ing og passaði ég vel upp á að hlaða kyrfilega eftir hvert skot. Þetta var taf- kúptur og á nokkrum stöðum var hann brotinn þannig að sást inn í myrkur og hlýju. Á vetrarkvöldum var það djarfur leikur að labba á stokknum og eiga það á hættu að mæta einum eða fleiri ljótum og tröllauknum villiköttum sem bjuggu í honum. Munnar mann- gerðu kattahellnanna sáust oft löngu áður en komið var að þeim vegna heitrar gufunnar sem steig upp. Geðshræringin magnaðist þegar nálgaðist gufustrókinn og náði hámarki þegar stíga þurfti í gegnum gufuna yfir opið og horfa í glyrnurnar á villidýrinu. Toppur- inn var ef kettirnir settu á sig kryppu og hvæstu djöfullega. Borgin keypti Bústaði þegar byggðin fór að þrengja að og bónd- inn fékk í staðinn íbúð í blokk. Þar sem bærinn hafði staðið var opnuð sjoppan Ingaskýli í skúr serh var mikill menningarauki fýrir okkur krakkana, enda var þetta eina sjoppan í Fossvoginum þar til verslunarmiðstöðin Grímsbær var reist. Linda í sjoppunni var og er ofsa hress en hún tók við sjoppunni af föður sínum. Strætó hefur alltaf stoppað þarna eftir að hann byrjaði að keyra Bústaðaveginn, á sama stað og mjólburbíllinn áði áður. Lífið breyttist með aukinni byggð og sveitin vék fyrir sollinum. Fyrsta kærastan mín (með brjóst) átti heima í hinum enda Fossvogarins þannnig að þegar ég nálgaðist löndin sem byrja á B fór um mig skjálfti. Þangað var farið í partí með kók og saltstangir, aðal- vangalögin voru Yak-etty-yak með Magnúsi og Jóhanni og Angie með Stones. Ég man ennþá líkams- lyktina af kærustunni og eftir nokkra dansa voru ljósin slökkt og allir í sleik. Á mánudögum var helmingurinn af skólanum í rúllu- kragapeysum. Mín fyrsta kynlífsreynsla var svo þremur árum seinna í Fossvoginum eftir árshátíð ífíéttó. Strákarnir með smokka og stelp- urnar tyggjó Svo kom Bobby Fischer og bjó í DAS-húsinu sem var næsta hús við okkar. Eina nóttina gat ég ekki sof- ið og sat við herbergisgluggann minn og horfði út. Ég heyrði hurð skellt og Fischer kom arkandi út á íslenskum leistum. Ég velti fyrir mér að fara og tala við hann en hætti við þegar ég sá hvað hann var í þungum þönkum. Stuttu seinna kom Sæmi rokk út og þótti nóg komið af útiveru á leistunum hjá verðandi heimsmeistara i skák. Daginn eftir bauð pabbi mér og bróður mínum á einvígisskák þeirra Fischers og Borisar Spas- sky í Laugardalshöllinni. En Fi- scher mætti ekki og gaf skákina. Kannski honum hafi orðið kalt, þrátt fyrir ullarleistana? Allt virðist nú vera eins í Foss- vogi. Húsin eru öll eins og máluð í sömu litum. Trén virðast ekkert hafa stækkað; hekk og lítil greni- og birkitré í görðunum. Blokkir efst, raðhús í miðju, einbýli í dalbotnin- um í góðu skjóli. Ekkert hefur breyst nema ég. SKJÓLIN Ólaíur B. Schram Stórorrustur „Að vera Skjólari þýddi að þú varst annað hvort í Sörlaskjóli út að Sunnubúð, eða í Faxaskjólinu. Þeir sem bjuggu lengra út með Sörla- skjólinu voru kallaðir ytri-Skjólar- ar. Á árunum frá ‘55- ‘65 bjó þarna sægur af krökkum. Strákarnir á mínum aldri gátu fullskipað tvö knattspyrnulið og nokkra áhorf- endur að auki. Fótboltavöllurinn var í krikanum sem þessar tvær götur mynduðu. Liðið hét Fálkarn- ir og lékum við leiki við nágranna- lið. Aðal leikvöllurinn var þó mó- inn og fjaran fram af honum. Samheldnina hjá okkur krökk- unum má eflaust rekja tii brennu- smíða um hver áramót. Árgangarn- ir á undan okkur höfðu verið frum- herjar brennusmíði í Reykjavík og stolt hverfisins var að eiga stærstu brennu um hver áramót. Pabbarnir voru líka metnaðarfullir og keppt- ust við að leggja til efni. Helgi og Dóri sem á þessum tíma óku fyrir herinn, áttu sinn hvorn vörubílinn og voru ólatir við að hendast méð okkur niður í Ellingsen eða út í Örfirisey eftir brennuefhi. Ösku- haugar bæjarins voru þar sem nú er Sólarlagsbrautin og gengum við margar ferðirnar dragandi sleða á eftir okkur þangað út eftir í efni- KK „Kiddi sódó var með fyrstu klámbúðina á landinu bak við búðar- borðið á versl- un sinni á horninu við hliðina á hljóð- færaverslun- inni fíin. “ samt og var ég margfelldur svona illa vopnaður. Hitt var og að Ívar Hlújárn og Riddarar hringborðsins voru líka stórkarlar og tókum við upp siði þeirra og börðumst með sverðum og skjöldum. Mikill metnaður var lagður í útlit skjald- anna og voru þeir skreyttir fögrum skjaldamerkjum. Efni í sverðin voru tekin úr girðingunni á Sörló 12 en þar bjó einmitt sætasta stelpan í hverfinu Kristín Ottós. Á Faxó 12, hjá Díu, Kötu og Árna eru stóreflis svalir með stiga niður í garðinn. Þetta var kastalinnn og mér er í dag gersamlega óskiljanlegt það lang- lundargeð sem þessir frábæru ná- grannar sýndu okkur krökkunum. Þar bjó líka Gallí, stór scheffer, eini hundurinn í hverfinu. Við þessar æfingar urðu til skylmingasnilling- ar sem unnið gátu sér hylli Re- bekku hvenær sem var. Kannski 40 stykki í blóðugum bardaga langt fram á kvöld. Úr þessu hlaut að skipast her, óvígur her og svo varð úr að innri átök stæltu svo karl- mennskuna að án landvinninga var enginn tilgangur í góðum laugar- dögum. Bóbó, Biggi, Rúnar, Dússi, Villi og fleiri skipuðu her- foringjaráð og okkur yngri var skipt GAMLI AUSTURBÆRINN Krístján Kristjánsson Ekkert „s!ömm“ Kristján Kristjánsson tónlist- armaður, flutti til Reykjavíkur frá Bandaríkjunum árið 1966. Hann bjó fyrst í húsi afa síns og ömmu á Freyjugötu 37. „í næsta húsi hafði Þórbergur Þórðarson rithöfundur, búið. Bakgarðurinn hjá okkur var sjálft Skólavörðuholtið. Þar lék ég mér. Safn Einars Jónssonar var rétt hjá og garðurinn þar var mjög vin- sæll leikvöllur. Ékkja Einars bjó þarna ennþá. Hún rak okkur út úr garðinum ef hún varð vör við okk- ur þar. Verið var að byggja Hall- grímskirkju og þar lékum við okk- ur líka. Síðar flutti ég á Þórsgötu 21. í næsta húsi við það býr Megas núna. Ég var alltaf í Austurbæjarskól- anum. Kennarinn minn var Gunnar Magnússon barnabóka- höfundur. Hann var góður kenn- ari og sagði okkur margar sögur. Sigurbjörn biskup gekk mjög títt um hverfið. Hann var yndislegur og talaði alltaf við okkur krakkana. Á Skólavörðuholtinu sat Gunnar Huseby, Evrópumeistari í kúlu- varpi, ásamt félögum sínum. Þar sátu líka alltaf einhverjir rónar fyr- ir augum túristanna þegar þeir komu til að berja styttu Leifs Ei- ríkssonar augum. Á horni Týs- götu og Njarðargötu var sjoppa rétt hjá eins og nú. Þar seldist Admiral-rakspíri mjög grimmt. Ég varð ekki var við neinn ríg á milli hverfa og ekki var litið á mitt hverfi sem neitt „slömm“. Ég bjó svo á Frakkastígnum þangað til ég flutti út í lönd. Þar í kring bjuggu ýmsir skemmtilegir menn. Siggi gamli var einn þeirra. Hann gekk við staf og safn- aði viði íyrir hörðu tímana. Það var dálítið skrýtið því hann var vel efnaður. Helgi gúmm fékk sitt viðurnefni af því hann var alltaf með vindilstubb milli varanna sem aldrei var kveikt í. Hábær hét bar þar sem nú er Hótel Leifs Eiríkssonar. Þar var fyrsta hommabælið. Haukur Morthens spilaði þar í garði við hliðina á staðnum sem nefndur var Kínverski garðurinn eða Garð- ur hins himneska friðar. Þar fékk ég fýrsta „giggið mitt“. Ég var í hljómsveitinn Óli Fink og spiluð- um við í pásunum hjá Hauki. Svo fór staðurinn að slömmast niður. Haukur hætti að spila þar en við héldum áfram. Gólfið var orðið svo fúið að fólk var farið að detta niður um gólfið. Þá var því hent út því dyraverðirnir héldu að fólkið væri orðið svo fullt að það væri farið að detta um koll. Kiddi sódó var með fyrstu klámbúðina á landinu bak við búðarborðið á verslun sinni á horninu við hliðina á hljóðfæra- versluninni Rín. I Rín var ég tíður gestur. Magnús Eiríksson vann þar og Þórir Baldursson var þar líka í dálítinn tíma. Þeir voru orðnir hundleiðir á öllum þessum krökkum sem komu til að spyrja hver væri ódýrasti gítarinn i búð- inni. Einu sinni komum við félag- arnir inn í búðina og þá var þar enginn maður sjáanlegur. Aftur á móti var kveikt á segulbandstæki á borðinu með spólu í sem lesið hafði verið inn á: „Góðan daginn. Ódýrasti gítarinn kostar þetta og þetta. Ekki snerta þá og farið svo út“. Neðst á Frakkastígnum var Lindargötuskólinn sem var gagn- fræðaskóli upp í 5. bekk. Franski spítalinn hafði áður verið í húsinu en þaðan dregur stígurinn nafn sitt. Hinum megin var Lindar- göturíkið. Þess var ekki langt að bíða að ég og mínir félagar færum að sækja þangað. Við báðum rón- ana um að kaupa fyrir okkur brennivín. Stutt frá Ríkinu bjó Hemmi flöskukari. Hann vann hjá bæn- um við að safna rusli. Hemmi var svo frægur að andlitsmynd af hon- um var sett á plötuumslag með annað hvort Spilverkinu eða Stuð- mönnum. Þegar Miðbæjarskólinn var lagður niður komu margir krakk- ar þaðan í Austurbæjarskólann. Þau virtust vera af betra fólki en við hin. Jú, kannski þetta hafi ver- ið hálfgert slömm!“ í legiónur. Svo var þrammað af stað. Ytri-Skjólarar voru okkar bandamenn og slógust í lið með okkur. Eins voru Ægisíðingar og Nesarar okkar menn eftir að þeir höfðu verið barðir til hlýðni. Gran- ararnir áttu og tvær, þrjár legiónur í liðinu og svo var lagt upp í herfar- irnar. Tveimur stórorrustum man ég einna gleggst eftir. Annars vegar gersigur okkar á Kömpurunum og svo mikill var hraðinn á liðinu að við stoppuðum ekki fyrr en Ásvell- ingar og Sólvellingar báðu griða, en þá vorum við komnir langleiðina upp að Bræðraborg. Hffl V3T orrustan við Holtar- ana, sú var illvígari, puttaskæðari og hauskúlufleiri en gott þykir. Eftir linnulaus átök upp um alla Hagana, um Há- skólasvæðið og til baka niður á Ægisíðu barst leikurinn inn í hús s^m var þá í byggingu. Komið var gler í glugga og forláta útihurð hafði nýlega verið sett í. Inn í þetta hús flúðu Holtararnir, styrktir af einhverjum Melurum og Skerfirð- ingum, rammlega læstu nýju hurð- inni og hlóðu sementspokum við dyrnar. Dugðu nú engin vettlinga- tök og sóttur var síma- eða raf- magnsstaur og honum brugðið á hurðina miðja. Helst vil ég sleppa við að rifja upp endalok þessarar orrustu en ég held að þetta hafi markað endalok skylmingaleikja meðan mér entist óvitaskapur til þeirra verka. Strætóhraðferðir 16 og 17 gengu þá og þurfti að kalla „Já takk, opna að aftan". Stundum fór ég úr á Jó- fríðarstöðum og kom við á KR- svæðinu en þangað sótti ég æfmgar fram effir unglingsárum. Ég man líka þegar fyrsta sjón- varpið kom í hverfið, það var hjá Adda, (Antoni í Glerborg). Þang- að var haldið reglulega tvö kvöld í viku til að fylgjast með Bonanza og „The Önntötsebúls". Útileikir voru vinsælir, stórfiskaleikur og „fallin spýtan“. Eftir að við fengum bílpróf stofnuðum við líklega fyrsta fjalla- bílaklúbbinn, „Litli jeppaklúbbur- inn“ hét hann. Við vorum allir á Willys jeppum, Finnsi, Raggi, Siggi og Helgi og fórum í nokkrar ferðir upp til fjalla. Skjólararnir frá þessum tíma halda ekki formlega hópinn í dag en það væri ekki vitlaus hugmynd að kalla liðið á eitt ærlegt skrall og rifja upp gamla tíma. Annað eins er nú gert.“ HÁALEITI Bergþóra Ingólfsdóttir Fram, frægðarmenn og dónar Framara-hverfið hefur ekki að- eins átt eitt besta knattspyrnulið landsins heldur líka sinn eigin dóna. Hann bjó í kjallaraíbúð í blokk í Álftamýrinni á 8. áratugn- um og var kallaður „typpakallinn". Börnin í hverfinu söfnuðu liði og fóru í miklar skoðunarferðir út í Álftamýri til að sjá manninn bera sig úti í glugga. Einn daginn var hann fluttur og typpið náttúrulega með. Fleiri frægðarmenni hafa búið í Háaleitishverfinu. Þar á meðal eru þau Ómar Ragnarsson fréttamað- ur og skemmtikraftur sem bjó í raðhúsi á Háaleitisbrautinni árum saman, Daníel Ágúst Haralds- son, söngvari í Nýdönsk, eyddi æskuárunum í blokk á Háaleitis- brautinni sem og Hallgrímur Helgason myndlistarmaður og rit- höfundur og bróðir hans Gunnar Helgason leikari og rithö'fundur, Sigurður A. Magnússon rithöf- undur bjó árum saman í næstu blokk við þá bræður, Jón Stefáns- son skáld eyddi æskuárum sínum í Safamýrarblokkunum og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra býr enn í blokk á Háaleitisbraut- inni. í neðsta Safamýrarbotnlang- FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 23

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.