Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 8
Arthúr Björgvin Bolla-
SON hefur ekki þurft að kvíða
aðgerðaleysi eftir að Heimir
Steinsson, útvarpsstjóri, vék
honum frá störfum. Nú er hann að
þýða vinsæla þýska skáldsögu fyrir
Mál og menningu sem fjallar um
mann sem verður einn af mestu
heimskautakönnuðum sögunnar,
þrátt fyrir mikinn mótbyr. Arthúr
Björgvin hefur fengið sinn skammt
af mótbyr að undanförnu, en hvort
hann stefnir á Norðurpólinn eins og
söguhetjan skal ósagt látið. Þá er
hann að undirbúa dagskrárgerð fyr-
ir þýsku útvarpsstöðina NDR sem
ætlar að láta gera nokkra Islands-
þætti í tilefni lýðveldisafmælisins.
Tveir þættir koma í hlut Arthúrs og
munu þeir fjalla um Halldór
Laxness og íslenskar samtíma-
bókmenntir. I sumar ætlar hann að
lóðsa erlenda ferðamenn um landið
og verður jafnframt með vikulega
dagskrá fyrir útlendinga á Hótel
Örk. Með haustinu tekur svo við
dagskrárgerð fyrir Ríkisútvarpið.
Skipulags- og dagskrárráðgjafan-
um fyrrverandi er nefnilega ekki
með öllu brottrækur úr útvarpshús-
inu í Efstaleiti þótt hann sé ekki tal-
inn æskilegur á efri hæðunum...
506.slu
Þorsteinn Gylfason
sem gaf út Ijóðaþýðingarnar
Sprek afreka hjá Máli og
menningu fyrir síðustu jól á
marga vini og vill deila því
með unnendum ijóða-
þýðinga. Alls eru 28
mönnum tileinkaðar
þýðingar í bókinni og
gætir Þorsteinn sig á
að hafa þar þjóð-
frægt fólk í meiri-
hluta. Meðal þeirra
eru borgarskáldið
Tómas Gudmunds-
son, tónlistarfólkið Haf-
LIÐI HALLGRÍMSSON,
Helga Ingólfsdóttir,
Þorkell Helgason og Ólöf
Kolbrún Hardardóttir, Vig-
dís Finnbogadóttir
forseti, GuðrÚN
Helgadóttir al-
þingiskona,
Steinunn Sig-
URÐARDÓTTIR
rithöfundur,
Sæmundur
Norðfjörð
athafnamaður,
Hjördís Há-
KONARDÓTTIR
listakona, Garð-
AR CORTES
söngvari, SlGFÚS
Halldórsson tón-
skáld, SlGRÍÐUR
Ella Magnús-
DÓTTIR söng-
kona, skáldin
Nína Björk
Árnadóttir og
Kristján
Karlsson,
SVERRIR HÓLM-
ARSSON þýðandi
og síðast en ekki síst
bókmenntagagnrýnandinn hugum-
prúði Kolbrún Bergþórsdótt
IR. Kannski hefur Þorsteinn Gylfa-
son ekki síma til að senda vinum
sínum kveðjur eða segja þeim hvað
hann metur þá mikils...
L
-j r orrettir
J Queso Fundido Bræddur ostur, hveititortolla og guacamole kr. 360-
25. FEBRÚAR Moíletes Brauð með baunum, osti og mexíkóskri sósu kr. 290.-
TIL Tacos Fritos Djúþsteiktar Tacos með kjtíklingafyllingu kr. 410.-
6. MARS 1994 Ceviche kr. 380-
Fiskur í sítrónulegi með lauk, avokado og tómötum
CJL& alréttir
Carne a la tamþiquena kr. 1,990,-
Nautalundir með baunum, enchilada, guacamole ogþaþriku
Mole þoblano con arroz kr. 1,890.-
Kjúklingur í gómsætri sósu (Mole) og mexikóskum hrísgrjónum
Bacalao kr. 1,430.-
Saltfiskur á mexikóska vísu
HÓTEL
LOFTLEIÐIR
Pescado al mojo de ajo kr. 1,430.-
Fiskur steiktur í hvítlauk með mexikósku grænmetissalati
Pollo en achiote kr. 1,790.-
Kjúklingur í achiotesósu
Chile con came kr. 1,650.-
Svínakjöt með baunum, rauðri sósu og tortillu
sími 22321
Chiles ennogada kr. 1,390.-
Fylltar þaþrikur (nautahakk og ávextir) með rjómalagaðri
M exikós
og mat
8
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994