Eintak

Tölublað

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 14

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 14
1 Skoðanakönnun SKáís fyrir eintak um viðhorf Reykvíkinga til frjáls innflutnings á landbúnaðarafurðum Mikill meirihluti Reykvíkinga telur kjarabót fylgja fljálsum innflutningi á landbúnaðarvörum en tæpur meirihluti vill samt ekki leyfa hann Samkvæmt skoðanakönnun sem Skáís gerði íyrir EINTAK helgina 19.-20. febrúar eru 46,2% Reykvík- inga fylgjandi frjálsum innflutningi á landbúnaðarvörum en 53,8% andvígir. Eftirfarandi spurning var lögð fyrir 600 manna úrtak úr Reykjavík: Ertu fylgjandi eða and- víg(ur) frjálsum innflutningi á landbúnaðarvörum? Svörin skipt- ust þannig að fylgjandi voru 41,4%, andvígir 48,1%, 8,6% gátu ekki gert upp hug sinn og 1,9% neituðu að svara spurningunni. Þegar aðeins er tekið tillit til þeirra sem tóku af- stöðu er skiptingin 46,2% með en 53,8% andvígir, eins og áður segir. Einnig var fólk spurt hvort það teldi að frjáls innflutningur á land- búnaðarvörum myndi fela í sér kjarabót fyrir neytendur. Svör þeirra sem tóku afstöðu skiptust þannig að 63,1% sögðu já en 36,9% nei. Ef öll svör eru telcin með er skiptingin þannig að 54,9% svör- uðu spurningunni játandi, 32,1% neitandi, 11,2% voru óákveðnir og 1,9% neituðu að svara. Loks var fólk beðið að leggja mat á gæði íslenskra‘lanbúnaðarvara. Spurt var: Telur þú íslenskar land- búnaðarvörur almennt betri að gæðum og betri á bragðið en er- lendar? Niðurstöðurnar voru afger- andi. 85,4% þeirra sem tóku af- stöðu töldu íslensku landbúnaðar- vörurnar betri en 14,6% voru á öndverðum meiði. Mismunandi túlkun Ofangreindar niðurstöður vekja ýmsar spurningar. Er að myndast meirihluti fyrir frjálsum innflutningi? Ýmis rök hníga að því. I könnun sem DV gerði á landsvísu árið 1989 voru niðurstöðurnar á þá lund að 30% aðspurðra voru fylgjandi frjálsum innflutningi en í sambærilegri könnun síðasta haust voru þeir orðnir 47%. Könnun EINTAKS staðfestir þá viðhorfsbreytingu. Þá má velta fyrir sér hvort meirihluti sé ekki í raun fyrir innflutningi á landbúnaðarvörum þar sem tæpur helmingur vill hafa hann alveg frjálsan sem hvergi tíðkast í hinum vestræna heimi. Einnig vekur athygli að svo virð- ist sem’ Reykvíkingar telji að kjara- bætur einar nægi ekki einar sér til að réttlæta innflutning þar sem ekki er samræmi í því hvort fólk telur kjarabætur fylgja frjálsum innflutningi og hvaða afstöðu það SlGHVATUR BJÖRGVINSSON VIÐSKIPTARÁÐHERRA. „Á meðan talsmenn íslenskra launamanna skilja ekki hvernig stendur á þessu hneykslanlega matvöruverði er skiljanlegt að það standi eitthvað í almenn- ingi. “ hefur til frjáls innflutnings. Loks er athyglisvert hversu mikla trú fólk hefur á gæðum íslenskra landbúnaðarafurða. Niðurstöður skoðanakönnunar- innar voru lagðar fyrir tíu þjóð- þekkta íslendinga sem tengjast inn- flutningi á landbúnaðarvörum á ýmsan hátt og þeir beðnir að rýna í þær. „íslendingar furðuieg- ir í afstöou sinni“ „Þetta er heldur betri niðurstaða en ég átti von á,“ segir Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra, sem hefur verið einn ákafasti tals- maður frjálsari innflutnings á land- búnaðarvörum á Alþingi. „Islend- ingar hafa verið furðulegir í afstöðu sinni til frjálsra viðskiptahátta þrátt fyrir að framsýnir stjórnmálamenn hafi barist fyrir þeim allt frá því Jón Sigurðsson forseti hvatti til viðskiptafrelsis. Það er eins og ís- lendingar hafi ekki trúað því að viðskiptafrelsi færði þeim hagsbæt- ur. Mér finnst því gott að tæpur helmingur Reykvíkinga telur frjálsa verslun af hinu góða.“ I skoðanakönnuninni kemur fram að umtalsverður meirihluti telur að frjálsum innflutningi myndu fylgja kjarabætur en samt er minnihluti meðmæltur honum. Þetta misræmi var borið undir Sig- hvat. „Islendingar eru ekki enn búnir að gera sér grein fyrir hvernig á því stendur að þeir greiða hæsta matar- JÓHANNESGUNNARSSON FORMAÐUR NEYTENDASAM- TAKANNA. „Þessi könnun sýnir að fólk er orðið langþreytt á því verði sem því er gert að greiða fyrir land- búnaðarvörur. “ verð í heimi. Þeir hafa ekki áttað sig á að viðskiptahömlur á matvöru skipta þar mestu máli. Ef menn vilja lægra vöruverð verða þeir að sættast á frjálsari viðskipti. Það er með ólíkindum að verkalýðshreyf- ingin, sem lætur hátt og mikið um 1-2% kauphækkun, skuíi ekki berj- ast fyrir frjálsari viðskiptum með matvörur. Á meðan talsmenn ís- lenskra launamanna skilja ekki hvernig stendur á þessu hneykslan- lega matvöruverði er skiljanlegt að það standi eitthvað í almenningi." Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna, tekur undir með Sighvati. „Þessi könnun sýnir að fólk er orðið langþreytt á því verði sem því er gert að greiða fyrir landbúnaðar- vörur. En hún sýnir okkur líka að Reykvíkingar eru jákvæðir gagnvart íslenskum landbúnaði og jafnframt að íslenska þjóðin er seinþreytt til vandræða. Vissulega hefur verð á landbúnaðarafurðum lækkað á undanförnum árum en það verður að lækka mikiu meira. Ef landbún- aðurinn stendur sig ekki verður meirihluti fýrir því að innflutning- ur verði gefinn frjáls á landbúnað- arafurðum. Þetta er því að miklu leyti komið undir landbúnaðinum sjálfum.“ Jóhannes telur að hugarfars- breyting hafi orðið á landsbyggð- inni. „1989 var 16,6% landsbyggðar- fólks meðmælt frjálsum innflutn- ingi í könnun sem við létum gera en 39,6% íbúa á höfuðborgarsvæð- ÓSKARMAGNÚSSON FORSTJÓRI HAGKAUPS. „Það er tæpast ágreiningur meðal þjóðarinnar um að það eigi að leyfa innflutning en það er ágreiningur um hvernig standa eigi að honum. “ inu. Þetta bil virðist nú vera að hverfa." „Ekki lítill minnihluti sem er að stynja yfir ástandinu“ Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, telur að viðhorfsbreyt- ing sé að verða til innflutnings á landbúnaðarvörum. „Hafa verður í huga að það er mikill stuðningur við frjálsan innflutning, þetta er ekki lítill minnihluti sem er að stynja yfir ástandinu.“ Óskar segir það þó misskilning að Hagkaupsmenn séu að berjast fyrir óheftum innflutningi á land- búnaðarvörum. „Sú barátta, ef svo mætti kalla, sem við höfum að ein- hverju leyti verið í fararbroddi fyr- ir, gengur ekki út á að leyfa óheftan innflutning einn, tveir og þrír. Við viljum að bændur fái tíma til að að- laga sig breyttum aðstæðum og ná fram hagræðingu. Ef fólk væri spurt um afstöðu sína til innflutn- ings með þeim fyrirvara held ég að riiðurstaðan yrði allt önnur. Það er tæpast ágreiningur meðal þjóðar- innar um að það eigi að leyfa inn- flutning en það er ágreiningur um hvernig standa eigi að honum. Sennilega vill þó stór hluti þjóðar- innar að það gerist hægt og bítandi. Óskar segist ekki sjá teikn á lofti um að gjá sé að myndast milli höf- uðborgarsvæðisins og landsbyggð- arinnar vegna deilna um innflutn- ing á landbúnaðarvörum og stefn- una í landbúnaðarmálum. „Fjölmargir bændur hafa áttað Haukur Hjaltason FRAMKVÆMDASTJÓRI DREIFINGAR HF. „Fólk er með lífið í lúkunum yfir þvíað landbúnaðurinn myndi hrynja þrátt fyrir þessi miklu gæði. “ sig á þróuninni þrátt fýrir að þeir eígi öflug hagsmunasamtök og hafi sterka stöðu á þingi. Þegar fram í sækir held ég því að það verði engin gjá milli landsbyggðarinnar og höf- uðborgarsvæðisins þótt innflutn- ingur komi til sögunnar.“ Haukur Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Dreifingar hf., sem reyndi nýlega að flytja inn soðnar kjúklingabringur, segist ekki vera í nokkrum vafa um að meirihluta- vilji sé fyrir því hjá þjóðinni að leyfa innflutning á ýmsum unnum mat- vælum. „Þannig getum við haft hag af fjárfestingum erlendra aðila og stórum mörkuðum úti. Það er þó Ijóst að fólk getur til dæmis ekki sætt sig við innflutning á lamba- kjöti frá Nýja Sjálandi þar sem það kæmi við stolt íslendingsins. En í þessari könnun er ekki gerður greinarmunur á hrámeti og tilbún- um matvælum sem hefur áhrif á niðurstöðurnar.“ Haukur er matreiðslumeistari að mennt og segist vera alveg sammála meirihluta aðspurðra í könnuninni að íslenskar kjötvörur séu í hæsta gæðaflokki. „En þá kemur upp spurningin af hverju menn eru svona hræddir. Fólk er með lífið í lúkunum yfir því að landbúnaður- inn myndi hrynja þrátt fýrir þessi miklu gæði. Ef við förum að bakka út úr GATT-samningunum með tæknilegum hindrunum fýlgir því fjárhagslegur skaði. Það eru líka miklu meiri hagsmunir fólgnir í þessum samningum og EES fýrir landbúnaðinn en fólk gerir sér al- Haukur Halldórsson FORSETI STÉTTARSAMBANDS BÆNDA. „Það er lítil kjarabót fólgin íþví að fá ódýrari matvæli ískiptum fyrir það að missa vinnuna og þurfa að kaupa þau fyrir at- vinnuleysisbæturnar. “ mennt grein fyrir. Þeir veita bænd- um tækifæri til útflutnings í stórum stíl. Innan örfárra ára ættum við að geta flutt út lamba- og hrossakjöt fýrir 4 milljarða króna á ári. En það miðast við heilsársslátrun og að að- eins sé flutt út ferskt fyrsta flokks kjöt en ekki frosnir dilkar. Með þessum hætti hefði ég trú á að land- búnaðurinn gæti orðið sjálfbær á nokkrum árum.“ „Stór hluti Reykvík- mga gerir sér ekki Sjrein fyrir mikilvægi andbunaðarins“ Haukur Halldórsson, forseti Stéttarsambands bænda, segir að umræðan um innflutning á land- búnaðarvörum að undanförnu hafi verið villandi í stað þess að vera upplýsandi. „Ef tekið er mið af könnun DV frá í haust, þar sem 47% voru fylgjandi frjálsum inn- flutningi á landsvísu, sýnist mér að þeim fari fækkandi því þessi könn- un náði aðeins til Reykjavíkur. Skoðanakannanir sem Félagsvís- indastofnun hefur gert árlega sýna nefnilega að það er mikill viðhorfs- munur milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar á þann hátt að fýlgjendur óheffs innflutnings eru miklu fleiri í Reykjavík. Fólk á landsbyggðinni áttar sig betur á tengslum landbúnaðar og atvinnusköpunar. I þorpum og bæjum skynja íbúarnir þetta betur en fólk á höfuðborgarsvæðinu vegna þeirrar þjónustu sem veitt er þar við landbúnaðinn og úr- 14 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.