Eintak

Tölublað

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 24

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 24
Húbert Nói Nálægðin við náttúruna mótaði mig mikið á þessum árum, elt- ingaleikur við iax í Elliðaánum, hættulegur ísinn á stíflunni og stillurmeð mófuglasöng, römmuðum inn með silúettu af Esj- unni, eru tilfinningaminni sem ég er enn að taka út úr mér og .............. skoða í ýmsu Ijósi. “ anum bjó Bergþóra Ingólfsdóttir: „Ég hugsa aftur til þess tíma þeg- ar ég var barn að alast upp og ‘stækka með Safamýrinni. Margar myndir birtast. Flestar ef ekki allar eru persónulegar upplifanir. Hvert barn upplifir sína veröld. Þess vegna eru allar æskuminningar úr einstökum heimi þess sem lifði þær. Ein sterkasta myndin er útsýnið úr svefnherbergisglugganum mín- um. Þar bar helst fyrir augu skiltið á Borgarapóteki með misbiluðum ljósastöfum og Lyngás. Ég fann til með börnum og unglingunum sem voru þar á daginn vegna þess að þau voru geymd innan girðingar. Aðra mynd man ég líka vel. Hún er af manni sem iíka var innan girðingar þó hún væri ekki jafn sýnileg og girðingin umhverfis Lyngás. Ég fmn enn til með þeim manni. Mig langar að segja söguna af honum. Heimili mitt var eitt af þeim ör- fáu í Safamýrinni sem keypti Þjóð- viljann. Við systkinin dreifðum efni fyrir Alþýðubandalagið í kosning- unum til borgarstjórnar og Alþing- is. Eitt árið lét Alþýðubandalagið gera veggspjald með mynd af löpp- um sem allar gengu í vinstri átt. Á því stóð „Til vinstri í vor - alla leið X-G“. Þetta veggspjald bar ég út í Safamýrinni til alíra sem máttu kjósa í fyrsta sinn í þessum kosn- ingum. Veggspjaldið. var í pappa- hólki sem var aðeins of stór í bréfa- lúgurnar svo ég mátti hringja bjöll- unni og afhenda veggspjaldið með bros á vör. Þá kemur þessi maður til dyra. Hann tekur á móti veggspjaldinu fyrir hönd sonar síns. Háhn lítur á myndina og tekur svo á rás á eftir mér niður tröppurnar á húsinu sínu, öskrandi með pappahólkinn á loftl. Síðan hef ég fundið til með þessum manni og öðrum sem eins er komið fyrir. Þeir sem ekki geta unnt öðrum að vera annarrar skoðunar en sinnar eru afgirtir." ARBÆRINN Húbert Nói Sveit í borg „Þegar foreldrar mínir tóku þá ákvörðun að flytja úr Vesturbæn- um í hálfbyggt Árbæjarhverfíð var ég ekki inntur álits enda aðeins fimm ára gamall. Þó lét ég skoðun mína sterklega í ljós þegar ég fékk tækifæri til, hangandi á hliði leik- skóla við Tjörnina öskrandi á frels- ið. Þá var búið að kynna mig fýrir öllu stærri leikvelli sem var þetta nýja hverfi til sveita. Þessi heimur hafði þó sín endi- mörk í höfuðáttunum sem voru Elliðaárnar í suðri, Árbæjarsafnið í vestri, kartöflugarðarnir í norðri og Rauðavatnið í austri. Að fara út fýr- ir þennan heim var að fara út úr heiminum og þaðan áttu fáir aftur- kvæmt. Að búa í Árbænum var líkt því að búa í þorpi út á landi, allir þekktu prestinn, kaupmanninn, bakarann, og bóksalann. Þessi nálægð skapaði sérstakt andrúmsloft sem hafði sína kosti og galla eins og þekkt er úr litlum samfélögunum. Árbæjarhverfíð innihélt á þess- um tíma yngstu hús á íslandi, og Hverfið mitt... þau elstu sem voru hluti af Árbæj- arsafni. Þangað var farið með nesti sem var maulað undir hlöðnum vegg og stelpur kysstar, ef einhverj- ar voru. Á17. júni fóru íbúar hverf- isins í skrúðgöngu að safninu og stilltu sér upp á danspalli fyrir framan yfirbyggt svið og horfðu á skemmtiatriði úr höfuðstaðnum. Þessi lýsing hljómar forn en er ekki fjarri lagi og því til sönnunar var ég og sóknarbörnin í hverfínu fermd í torfkirkju í Árbæjarsafni. Þarna geisuðu veður eins og maður kynnist til fjalla; fjúkandi þakplötur og vinnuskúrar ásamt skólabörnum voru daglegt brauð. Mér finnst aldrei hreyfa vind eftir að ég flutti aftur í Vesturbæinn. Snjóþyngsli voru einnig miklu meiri en hér niður á sléttunni og oft komu foreldrar ekki heim úr vinnu fyrr en seint á kvöldin eftir að hafa læst sig í velþroskaðan skafl á Bæj- arhálsinum. Nálægðin við náttúr- una mótaði mig mikið á þessum ár- um, eltingaleikur við lax í Elliðaán- um, hættulegur ísinn á stíflunni og stillur með mófuglasöng, römmuð- um inn með silúettu af Esjunni, eru tilfinningaminni sem ég er enn að taka út úr mér og skoða f ýmsu ljósi. Þetta umhverfi hefur eflaust ver- ið innblástur í andlegan líkama sveitunga minna eins og Georgs Guðna málara, Guðna Franzson- ar klarinettuleikara og Ragnars Axelssonar, alías RAX, ljósmynd- ara. En úr þessu umhverfi blésu líka út efnislegir likamar eins og til að mynda Jón Páll Sigmarsson og Hjalti Úrsus Árnason. Jón Páll var yfirlýstur sterkastur allra í þessum micro cosmos sem hverfið var og hélt þeim titli út í gegnum macro cosmos. Það var gott að standa í skugganum af Jóni Páli ef ógn stóð af óvildarmönn- um, þótt mér vitan- lega hafi hann aldrei slegist eða verið fyrir slagsmál Kvikmyndahús var starfrækt í hverfinu, Kofabíó, sem var gamalt samkomuhús í miðju hverfinu. Þar voru sýndar þöglar myndir og gömul hjón sem sáu um reksturinn seldu heimagert poppkorn við dyrnar. Þótt ég sé alinn upp í yngsta hverfinu í Reykjavík rétt um 1970 þá minnir margt á kringumstæður fyrr á öldinni og þessi samþjöppun í tíma hefur reynst mér mikil nær- ing. SKERJA- FJÖRÐURINN Jón Birgir Pétursson Litli Skerjó Litli Skerjó er eitt borgarhverfa Reykjavíkur, og tvímælalaust það merkasta og hefur til þessa verið sýndur allt of lítill sómi. Hvenær kom forsetinn þangað til dæmis síðast? Jú, Ásgeir Ásgeirsson rölti þangað stöku sinnum, en það var eftir að hann lét af störfum og var sestur að í næsta nágrenni í prófess- orabústöðunum. Jú annars, Eisen- hower ók um hverfið, og veifaði til okkar krakkanna, en þá var hann ekki heldur orðinn forseti, bara borðalagður hershöfðingi. Hverfið Litli Skerjó byggðist upp á árunum upp úr 1930. Það átti uppbygginguna því að þakka að Einar Ben., þjóðskáldið og maður- inn sem reyndi að selja norðurljós- in, fór á hausinn nokkru fyrr, og lóðum fyrirtækisins hans varð að koma í eitthvert verð. I hverfmu voru liðlega 30 hús við fimm litlar götur, þegar stríðið var búið að fara höndum um það. Allar bera göt- urnar nöfn sem minna á Einar Ben., sem ætlaði að byggja höfn og hafnarhverfi við Skerjaíjörð, - vegna þess að þaðan var styttra til Bretlands en frá núverandi hafnar- stæði! Þetta var samfélag fólks sem ber margs konar svipmót og alls- konar áhugamál. Þarna voru for- stjórar, iðnmeistarar, sjómenn, kennarar, og verkamenn, þarna voru fulltrúar flestra stétta. Þegar hinn konunglegi breski her hafði hertekið landið 1940 datt ein- hverjum vitleysingnum í verk- fræðideild hersins i hug að búa til flugvöll í fúamýrinni, versta stað sem fyrirfannst. Ein brautin, sú sem heitir í dag á fagmáli 04, datt ofan í Skerjafjarðarbyggð miðja og klauf hana í herðar niður. Húsin sem þarna stóðu voru annað hvort rifin, eða þeim dröslað inn í Laug- arneshverfi þar sem þau standa enn. Eftir stóðu tvö byggðarlög, Litli og Stóri Skerjó, vinabæir. Aðrir ná- grannar okkar í Litla Skerjó voru hinir böldnu og hrekkjóttu Gríms- staðarhyltingar, Holtarar, steinsnar í burtu, aðskildir af Skildinganes- hólum, ævafornum ísaldarklöpp- um. I þeirra hverfi voru matvöru- búðir og mjólkurbúðir sem Litlu Skerfirðingar þurftu að sækja. Eng- inn slapp þaðan með matbjörgina ólaminn. Margir Holtaranna urðu síðar lögregluþjónar! Unga fólkið upp úr stríðslokum var furðu margt í svona litlu hverfi eins og Litla Skerjó, fjölskyldur voru sæmilega barnmargar og kunnu vel að bjarga sér, höfðu hænsn, og jafnvel kindur og kýr í útihúsum til að drýgja tekjurnar. Margur vaskur sveinninn óx upp í þessu litla samfélagi, sem og mörg meyjan. Ibúar hverfisins hafa und- anfarin misseri hist á veitingahús- um eina kvöldstund, og þar hafa mætt á annað hundrað manna og rifjað upp gamlar Skerjósögur. Flugvöllur Bretanna boðaði þáttaskil hjá íbúunum. Sérstaklega eftir að Ameríkanar komu okkur til hjálpar 1941. Þá kynntust ungir menn hernámsgróðanum fyrir al- vöru. Hópar hermanna komu úr hádegismat á slaginu klukkan eitt, og þá var um að gera að standa við Þjórsárgötuna þar sem ekið var inn á flugvöllinn, því Kanarnir sendu frá sér skæðadrífur af sælgæti til lýðsins og höfðu gaman af. Þessu höfðu Bretarnir aldrei tímt. Og flugstarfsemin hafði sínar skugga- hliðar. Tvívegis horfði greinarhöf- undur á flugvél farast. I fýrra skipt- ið lenti orrustuflugvél á næsta húsi í aðeins 10-15 metra fjarlægð frá glugganum þar sem hann var að leik. Þá fór nú um kappann, sem kastaði sér niður stigann ofan af hæðinni, beint í fang föður síns. I seinna skiptið horfði hann á flugvél stingast lóðrétt niður í mýrina við nýja stúdentagarðinn. Eins og ég sagði, fólkið var með ýmsu svipmóti og margrar gerðar í Litla Skerjó. Þetta var ekki beinlínis samvalið og staðlað lið eins og ger- ist í vel skipulögðum hverfum borgarinnar í dag. Kelling ein afgömul hafðist við í pínulitlu einbýlishúsi ásamt syni sínum, afburða skákmanni og fót- boltamanni, og var sögð brugga besta landa bæjarins og selja á böll- um suður með sjó. Hún átti það til að æða um göturnar með öxi í hönd á eftir æpandi krakkaormum. Hún var ævinlega full af sæmsæris kenningum og tjáði foreldum mmum eitt sinn að sonurinn væri í slagtogi við glæpaflokkj sem væri undir stiórn eins af gullaldarhetj- BLESUGRÓFIN Valdís Óskarsdóttir Fátæktarhverfi Blesugrófin er lítið hverfi innst í Fossvogi rétt vestan við Reykjanes- braut við markalínu Kópavogs. Valdís Óskarsdóttir kvikmynda- klippari sleit þar barnsskónum en flutti í burtu árið 1969 þá 19 ára gömul. Hún segir að eftir á að hyggja þá virðist hverfið hafa orðið til án mikils skipulags og flestir íbúanna verið af verkalýðsstétt og fremur litlum efnum búnir. „Húsin í Blesugrófmni báru fá- tækt íbúanna vissulega vitni,“ segir Valdís. „Flestir bjuggu í timbur- húsum eða hjöllum og eftir því sem fjölskyldurnar stækkuðu var byggt við og oft endaði það með því að upprunalegu húsin voru rif- in og fólk flutti inn í nýbygging- arnar sem orðið höfðu til á mörg- um árum. Hverfið var nokkuð af- skipt frá borginni og ég minnist þess að þegar kviknaði í kom slökkviliðið ekki á staðinn fyrr en allt var brunnið til kaldra kola. Húsin voru mörg skrautleg og frjálsleg frá byggingarlistarlegu sjónarlniði og eitt af þeim var kall- að kastalinn. Kastalinn nafði upp- runalega verið breskt neðanjarðar- byrgi á stríðsárunum sem breytt hafði verið í íbúðarhús. I kastalan- um bjuggu hjón og krökkunum í hverfinu stóð mikil ógn af kastala- karlinum. Ef að bolti fór inn á lóð- ina hjá honum var hann afskrifað- ur, slíkur var óttinn. Kerlingin var hins vegar ljúfari og ég man að þegar ég var að selja merki þá beið ég átekta og fylgdist með karlinum fara út en vogaði mér ekki að knýja dyra fyrr en hann var kominn í ná- munda við skeiðvöllinn sem stóð töluvert í burtu. Kerlingin opnaði þá dyrnar og keypti af mér en sagði mér óttasleginni röddu að flýta mér í burtu áður en karl kæmi aft- ur í kotið. Göturnar báru ekki eiginleg heiti heldur voru A gata, B gata og þannig koll af kolli.' Hverfið skipt- ist í efri- og neðri Blesugróf en hæð á milli A- og D götu stóð á milli byggðakjarnanna. Við hæðina bjó hrekkjusvínafjölskylda sem öðrum börnum Blesugrófarinnar stóð mikil ógn af. Annars var mikið um leiki meðal krakkanna og sam- heldni í hópnum sem taldi um 30- 40 börn. Helstu leikirnir voru fall- in spýtan, kíló og strikapíla og á veturna var farið á sleða eða teikað. Við lékum okkur einnig mikið í hólmanum í Elliðaánum en kvísl- arnar tvær sem þær eru samsettar úr voru annars vegar kallaðar áin og hin, skítalækurinn. Það henti stundum að minnstu börnin duttu í lækinn og urðu rennandi blaut og við sem eldri vorum þorðum ekki að fara með þau heim. Þess í stað var farið á skeiðvöllinn og þau klædd úr fötunum sem hengd voru til þerris í útsýnisturni sem þar stóð. I hólmanum var hylur sem sagður var svo djúpur að ef maður dytti ofan í hann þá kæmi maður upp í Kína. Ég fór í göngu- túr þarna fyrir nokkrum árum og sá þá að þessi mikli hylur var ein- ungis lítil hola. Við gengum í Austurbæjarskóla og þá fundum við að við vorum ekki af sömu stétt og hin börnin og ekki gjaldgeng í hópnum. Okkur var ekið á milli í skólabíl sem var merktur stórum stöfum Gísli Ás- geirsson, í höfuðið á bílstjóran- um og eigandanum. Það var ein búð í hverfinu sem gegndi einnig hlutverki sjoppu en hún hét bara Búðin og stóð hún við A götu. Við B götu var síðan sunnudagaskól- inn en þar var einnig sýnt bíó sem naut mikilla vinsælda því á þessum tíma var náttúrulega ekkert sjón- varp. Besta vinkona mín bjó fýrir ofan róluvöllinn og stundum fór ég í heimsókn til hennar á kvöldin og þá las mamma hennar upp úr þjóðsögum Jóns Árnasonar fyrir okkur. Þetta voru mergjaðar draugasögur og við lifðum okkur inn í frásögnina af lífi og sál. Ég hljóp síðan ein heim í myrkrinu á eftir og þurfti þá að fara framhjá Mangaskúr. Mangi gamli bjó þar Valdís ÓSKARSDÓTTIR ég var tíu ára fengum við, einir af íbúum Blesu- grófarinnar, síma. Húsið varó þá að konar sím- hverfið og þuifti að ná í íbúa hringdi i okkur. “ mmt og stundum var Gilsi gamli í heimsókn hjá honum og sátu þeir við drykkju. Körlunum sinnaðist gjarnan og þá bárust hróp og há- reysti úr skúrnum og ég varð mjög hrædd. Þegar ég var tíu ára fengum við, einir af fýrstu íbúum Blesugrófar- innar, síma. Húsið varð þá að nokkurs konar símstöð fyrir hverf- ið og fólk sem þurfti að ná í aðra íbúa hringdi í okkur. Ég var þá send til að ná í fólkið en oft fór maður bara út á tröppur og galaði yfir hverfið á viðkomandi í sí- mann. Það var líka oft hallæri með vatn á veturna því stundum fraus í leiðslunum sem voru lítið niður- grafnar. Þá fór maður út með heitt vatn og hellti ofan á rörin til að reyna að losa um stífluna. Blesugrófin var fátækrahverfi borgarinnar á þessum tíma en flest fólkið var hörkuduglegt, þó nokk- uð bæri á óreglu, og það kom sér burt um leið og efni leyfðu. Þekkt- ustu einstaklingarnir sem ég minn- ist þaðan eru Haraldur Þor- steinsson bassaleikari, Ómar Óskarsson gítarleikari úr Pelican og Tryggvi Emilsson rithöfund- ur.“ 24 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.