Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 12
Einar Örn Benediktsson náði tali af manneskju sem hefur tekið að sér
ifÉÉÉlil' ' "
að flytja inn fíkniefni til landsins fyrir þóknun. Svokallað burðardýr.
Hér greinir hún frá kaupum og kjörum, hvaða aðferðum er beitt
til að koma efnunum til landsins og ferðunum utan.
Undanfarið hefur fólk sem tekur
að sér að flytja fíkniefni til landsins
fyrir greiðsiu, svokölluð burðardýr,
verið í sviðsljósinu. Fjöldinn allur
af þessum burðardýrum hefur ver-
ið gripinn á síðasta ári af yfirvöld-
um, áður en þeim tekst að skila af
sér farminum. í flestum, ef ekki öll-
um tilfellum, bera þau því við að
þau viti ekki hver eigi farminn eða
hver eigi að fá hann. Mörg af þess-
um burðardýrum eru útlendingar
og virðist það vera breyting á því
sem áður var.
Eitt þessara burðardýra lýsir hér
reynslu sinni. Þessi maður hefur
farið margar ferðir en hefur enn
ekki verið gripinn við iðju sína.
Hitti mann á veitingahúsi
„Þetta byrjaði þannig að ég var
staddur á veitingahúsi íyrir nokkr-
um árum á Islandi, þá kemur til
mín maður sem ég kannaðist við í
gegnum árin. Við förum að ræða
landsins gagn og nauðsynjar. Talið
leiddist að fíkniefnum, innflutn-
ingi, sölu og dreifingu og svoleiðis.
Þegar við höfðum talað saman í
einn eða tvo tíma þá spyr hann mig
hvort ég sé tilbúinn að fara út. Ég
segi bara strax já, ég væri alveg til.
Ég átti að fara út og hitta mann
sem átti að láta mig fá spítt. Þegar
ég er kominn út klikkar þessi tengi-
liður, og þar sem ég var með pen-
ingana hafði ég samband heim. Ég
fékk þau fyrirmæli að fara í næstu
borg. Þar sé auðvelt að kaupa spítt.
Ég geri það, en þá var ég kominn í
tímaþröng því þetta var apex flug-
miði sem ekki var hægt að breyta.
Ég hafði bara tvo daga til stefnu því
ég hafði verið að sukka í hinni
borginni meðan ég var að bíða eftir
þessum tengilið.
Ég tékka mig inn á hótel og fæ
mér í glas, svona rétt til að vega og
meta aðstæður. Síðan fer ég að
leita. Ég þekkti ekki þessa borg svo
ég vissi ekki alveg hvar ég átti að
leita. Það líður fram á kvöld og ekk-
ert gerist. Einhvern tímann um
miðja nótt finn ég einn sem var
nokkuð líklegur. Ég gat verslað hjá
honum 200 eða 250 grömm og fæ
náttúrlega eitthvað drasl. Ég læt
mig hafa það.
Eg var að hugsa um að henda því
þegar ég var í flugvélinni því mér
hafði ekki tekist að ganga frá því
vegna tímaskorts. Draslið var bara í
frakkavasanum.
Síðan var ég tekinn og það var
leitað á mér og farið í gegnum far-
angurinn. Mér var sagt að losa vas-
ana á frakkanum og gerði það en
sleppti að taka spíttið út. Mér var
sama þá hvort ég yrði tekinn, en
það var ekki leitað meira í frakkan-
um. Ég fór með draslið til fjáreig-
andans og fékk mína greiðslu. Á ég
að halda áfram? Viltu spyrja?"
Laustengdur hópur sem
stendur í þessu
Hver er hátturinn á undirbúningi
fyrir svona ferð?
„Fyrit þær ferðir sem ég hef farið
hefur verið mismunandi og ólíkur
undirbúningur. En í grundvallarat-
riðum er haft samband við mann.
Það er svona lauslega tengdur hóp-
ur hérna sem er að standa í þessu.
Það fréttist innan þessarar klíku
hverjir standa í þessu og ekki. Það
er ótrúlegasta fólk.
Þegar búið er að finna tengilið, er
ákveðið hvert eigi að fara og hversu
mikið eigi að kaupa. Þá er rætt um
verðið fyrir ferðina því það fer eftir
magni og því hvort það er hass eða
spítt.
Síðan er farið út. Áður en farið er
heim er oftast tekin æfing í því
hvernig eigi að koma efninu heim,
hvar eigi að geyma það og hvernig
því sé pakkað inn.
Þeir sem stunda þetta og fara oft
fyrir sama aðilann fara beint til
tengiliðarins. En eins og ég sagði þá
vissi ég ekki hver hann var og gat
ekki leitað hann uppi, varð bara að
biða. Það var voðalegt klúður, enda
var þetta mín fyrsta ferð.
Annars hefur maður heyrt af æv-
intýralegum ferðum þar sem selt er
ónýtt efni og það er verið að svíkja
og pretta á alla vegu. Þetta er harð-
ur bransi.
Oft er verið að svíkja burðardýr-
in því þau hafa ekki aðstöðu til að
sannreyna efnin. Þegar heim er
komið vantar svo kannski upp á
vigtina eða þetta er ekki sama efnið
og átti að vera í sendingunni. Þá
lendir það í sumum tilfellum á
burðardýrinu fjárhagslega, en ekki
þeim sem íjármagnaði.“
Nýr hundur úti á veiii sem
hefur fundið þetta aiit
Segðu mér einhverjar œvintýra-
sögur.
„Það er voða erfitt. Það eru það
fáir aðilar sem standa í þessu að það
er ekki starfsins virði.“
Af hverju er verið að taka svona
mörg burðardýrþessa dagana?
„Það gæti verið út af því að gæsl-
an er farin að gera eitthvað rétt eða
þá að burðardýrin eru farin að gera
eitthvað rangt. Annars er líka nýr
hundur úti á velli, mér er sagt að
það sé hann sem er að finna þetta
allt.“
En öllþessi útlendu burðardýr sem
hafa verið tekin?
„Þetta er eitthvað nýtt bragð hjá
innflytjendum og þó, kannski bæt-
ist þetta bara á það sem fyrir er. Ég
veit það ekki. Það eru hundruðir af
verðandi burðardýrum sem sitja á
börum erlendis og bíða eftir ferð.
Ég held að ekkert af þeim þekki
nokkurn mann hér á landi eða hver
það er sem borgar brúsann.
Greiðslan er það góð að þau eru til-
búin að taka áhættuna, það bara
fýlgir starfinu.
En þessi burðardýr sem eru
hérna, eru alveg á fullu. En þessar
tökur sem hafa verið á síðustu
tveimur árum, bæði hérna og er-
lendis, er kannski ástæðan fýrir
þessum útlendu burðardýrum. En
þau klúðra málum, samanber þessa
írsku sem kom hingað farangurs-
laus.“
100 til 200 þúsund krón-
ur fyrir hvert kíló
Er mikið upp úr einniferð að hafa
fyrirþig?
„Það fer eftir því hvað maður er
lengi úti, hvort það er spítt eða
hass, magni og gæðum. Ef efnið er
gott og létt að selja, er enginn vandi
að fá topp greiðslu, en þegar það er
lélegt þá þarf burðardýrið að taka
eitthvað á sig. Ætli það sé ekki
borgað 200 þúsund krónur fyrir
kíló af spítti og 100 þúsund íyrir
kíló af hassi. Auk kostnaðar.“
Eru þetta einhverjar skemmtireis-
urfyrir þig?
„Já, en þetta er náttúrlega spenn-
ingur og stress. Þetta er manni efst í
huga allan tímann og maður verður
að vera svolítið kærulaus til að fara
ekki á taugum. Mér finnst miklu
þægilegra að fara með einhverjum
öðrum.
Flestar mínar ferðir hafa orðið
skemmtilegar og eftirminnilegar.
Það er borgað fyrir mann hótel,
ferðir og drjúgir dagpeningar, svo
maður getur leyft sér ýmislegt af því
að maður er þarna á kostnað ann-
arra. Síðan er bara málið að taka
þetta eins og einhverja sumarleyfis-
ferð, nema hvað heimferðin er
miklu betur skipulögð en hjá
venjulegum túristum, svo ekkert
klaufalegt gerist á síðustu stundu.“
Hefur eitthvað klaufalegt gerst fyr-
irþig?
„Fyrir mörgum árum var hluti
falinn inn í hælunum á platform
skóm eins og eru núna í tísku. Og
þegar ég geng inn í flugstöðvar-
bygginguna finn ég að límingin er
að losna af hælnum. Þetta var eitt af
þessum skiptum sem ekki hafði
unnist tími til að ganga almenni-
lega frá. Þegar ég geng síðan í gegn-
um tollinn og er kominn í gegn,
verður mér litið aftur og sé ég þá
ekki slóðina af hassolíunni eftir
mig.“
Ferðu aftur út sem burðardýr?
„Það fer ég nú ekki að segja
þér.“©
12
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994