Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 27
Hverfið mitt...
Ekki kann ég nein skil á því að
gagni, hvert náði þessi mýri fyrir
mína tíð og minnar byggðar, en
samnefnt hverfi hefur alla daga af-
markast eins og hér segir: af Rauð-
arárstíg og Klambratúni til austurs,
Miklubraut til suðurs, Snorrabraut
til vesturs og Njálsgötu til norðurs,
hér er alþýðlega og þó kannski
fremur frjálslegar farið með áttir.
En utan þessa síkis sem nefndar
götur mynduðu var ekki Norður-
mýri. Ég hef á tilfinningunni, að sé
ég fæddur með þessi sannindi í
kroppnum - það er trúlega rangt -
þau koma til mín á löngum tíma
en gera sig jafnskjótt svo heima-
komin að ég kannast ekki lengur
við það ástand að vera án þeirra.
En Norðurmýrin er að sjálf-
sögðu ekki öll numin og þekkt, þó
sé hún heimabyggðin - um Flóka-
götu sem liggur frá vestri til aust-
urs skiptist hverfið í eldri og yngri
hluta og er sá síðarnefndi minn og
snemma vel þekktur, en hinn fyrri
verður alla tíð meira og minna
ókunnur. Segja má að önnur skipt-
ing liggi frá suðri til norðurs sem er
Gunnarsbrautin og skilur frá Auð-
arstrætið sem fljótlega var nokkuð
þekkt svæði en ævinlega ofurlítið
framandi, og einkum þó nokkuð
hæpið, jafnvel hættulegt. En gegn-
um það lá vesturleiðin út úr Norð-
urmýrinni og var það sund kennt
við hjólböru - í nyrðri enda Auðar-
strætis var önnur af tveimur fisk-
búðum hverfisins - hin var í eldri
og ókönnuðum, óþekktum hluta
hverfisins og vissi enginn hvar,
ófinnanleg með öllu, og fannst þó
alltaf í grennd við verslanasam-
stæðuna í hornhúsinu við Rauðar-
árstíginn, þar sem danskur maður,
slátrarinn frá Klömbrum og sjálf-
astur Sillogvaldi ríktu öðrum
fremur, en Háteigsvegarmegin
seldu nafnlausar konur og valda
utan yfir skelfingulostnum börn-
um mjólk úr brúsa eða átappaða á
flöskur - þessurn flöskum stálu
síðan börnin af heimili sínu og
seldu fyrir gotteríi - mysu og rjóma
- við hátíðleg tækifæri aðeins og
hinar örfáu löglegu brauðtegundir
sem enn áttu ekki orðið samkeppni
í orðabók sinni. Einn dag verður
skráð saga þessa hornhúss og af-
leiðingar þess sem þar fór fram.
Þetta var útúrdúr: Norðurmýr-
armaður var staddur í norðurenda
Auðarstrætis og í fiskbúðinni í
skúr sem raunar stóð fyrir neðan
og áfast við annað verslunarheims-
veldi þessa hverfis, Þorsteinsbúð
en Þorsteinn var kona mikilla
valda og víttoghrattfarins skapstiga
- allir heyrðu það sem hún sagði,
og verslaði með nýlenduvörur og
sneri höll hennar að Snorrabraut.
Handan við næstu dyr blasti við
litrófið sjálft úr taui og tvinna -
títuprjónar og nálar áttu aðsetur í
skúffum og úrval óx af tilbúnum
fatnaði eftir því sem iengra leið frá
flugeldasýningunni á meginlandi
Evrópu - útlandi. Flókagötumegin
kann að hafa verið seld sama mjólk
og sama brauð og við Háteigsveg
en það getur alveg eins verið mis-
minni.
í suðurenda þessa varasama
Auðarstrætis stóðu á ógirtu og
mestan part auðu svæði fáein leik-
tæki; rólur, vegasölt og jafnvel klif-
urgrind, svo staðurinn átti heimt-
ingu á að.vera nefndur leikvöllur -
róluvöllur, og hafði vaxandi þýð-
ingu fyrir undirritaðan til góðs og
ills.
Því var engin leið að sniðganga
þessa hæpnu götu og að öðru leyti
lítt kunnu - væri í ónáð Siliogvaldi,
lá innkaupaleiðin til Þorsteins
kvenskörungs, og rólur voru ekki
aðrar fyrr en við enda Gunnars-
brautar, bak við Austurbæjarbíó
sem var heilmikil vegalengd, en
vesturleiðin út úr hverfinu til afa
og nafna skrásetjara og í skólann lá
gegnum hana miðja.
Snorrrabrautin var með öllu
óþekkt og ægileg framan af, eins og
kastalasíkið sem hún var í, og íbú-
arnir lengi mannskæðir og skyldir
ódýrum þeim er í því syntu.
Löngu síðar uppgötvuðust fleiri
og fleiri hernaðarlega mikilvægir
staðir utan þessa verndarsvæðis
sem var suðaustur-Norðurmýri
(kannski það austur sem hér er
nefnt hafi meira verið norðaustur
en það skiptir litlu máli).
Eg fullyrði að hverfið mitt hafi
alla tíð verið mjög sómasamlegt og
respektabelt nriðstéttar, jafnvel
hærri miðstéttarhverfi, og innan
um góð og gegn tvíbýlishúsin með
smekklega lágum þökum og skelj-
asandi útveggjanna voru glæsihús,
og læknar og embættismenn hik-
uðu ekki við að búa sér og sínum
heimkynni á þessum slóðum.
Þarna var vandratað á glapstigu og
mátti hafa sig allan við til að kom-
ast í hundana úr þessu hverfi.
Ungviðið fullorðnaðist snemma
og jafnaldrar héldu hópinn. Góð-
vinir mínir úr götunni og fjandvin-
ir - leikfélagar með lengri eða
skemmri hléum og mest af sama
kyni en þó nokkrar dömur í bland
- hafa flestir eignast heiminn í
heilu lagi eða að stórum hluta og
einhverjir með öllum gögnum og
gæðum. Þeir kornu frá góðum
heimilum vel uppaldir og agaðir og
létu ekki lögguna grabba sig, jafn-
vei þótt þeir brölluðu ýmislegt í til-
raunaskyni.
Sjoppumenningin var í deigl-
unni og við vorurn fæddir of
snemma, en bæði áttu yngri íbú-
arnir sér mörg misstranglega
bönnuð leiksvæði utan hverfisins -
nýlendur - og í jaðri þess, og svo lá
beint við að nýta húsagarðana í
næstu götum, ýmist meinlausa eða
hættulega, alit eftir innræti húseig-
andans, og iðka feluleiki og aðra
leiki í votu kjarri og myrkri síð-
sumra, og ræna þá rifsberjum og
ýmsum garðávöxtum, helst rabar-
bara og stolinn graslaukur var
mesta sælgæti.
Áður er drepið á róluvöll við
Auðarstræti en einkum var
Klambratún vettvangur ævintýra.
Við Rauðarárstíg stóðu lengi held-
ur hrörlegir bráðabirgðaskúrar,
reistir veit nokkur til hvers? og svo
þétt saman að hættuspil var að
reyna að nauðga sér í gegn, manað-
ur áfram óviljugur og enn skelfi-
legri hremming var yfirvofandi ef
hópnum þóknaðist að klifra upp á
þökin og hoppa á milli skúra þar
sem þeir í undantekningartilvikum
þó stóðu gleitt. Skrásetjara óaði við
hæðinni, klifur var ekki hans sterka
hlið né og enn síður ögrunin við
almættið með tilgangslausu hoppi
yfir hyidýpið og út í bláinn.
Hið eiginlega Klambratún - gíf-
urleg víðátta - bjó yfir hundrað
hættum, vægilega áætlað, og hugs-
anlega enn fleiri möguleikum. Það
var sundurgrafið skurðum að ræsa
fram mýrina og þeir ásamt óðalinu
að Klömbrum með dýragarði og
sláturhúsi opnuðu ótal dyr og
buðu upp á raunverulegt líf í mis-
sterkum upplausnum.
I talsverðri fjarlægð og gegnum
fjandmannalönd að fara, reis
öskjuhlíð ekki ýkja brött og að-
gengileg Eskihlíðarmegin, en þegar
upp var komið þar sem hitaveitu-
tankarnir stóðu og haldið síðan
áfram til hægri í átt til flugvallar-
svæðisins, urðu gaddavírsvarin
bannsvæðin fyrir en þangað lá
raunar leiðin. Loftvarnarbyrgi,
gljúfur með dularfullum tönkum
og öðrum mannvirkjum, hugsan-
legir varðmenn, vopn og skotfæri
sem leynst gátu hingað til öllum
óséð og fátt eitt talið - allt heillaði
agað ungviði Norðurmýrarinnar
og gjörbreytti því í eigin huga.
Flugvöllurinn sömuleiðis var
freistandi bannsvæði - enn stóðu
einhver flugvélaflök sem voru
áhættunnar virði og ræna mætti úr
einhverjum óskiljanlegum græjum
þó því færi fækkandi sem lauslegt
var. Sitt hvorum megin við flug-
völlinn voru svo hin viðurkenndu
afþreyingarsvæði og ævintýra: bað-
ströndin - Nauthólsvík og garður
allra sansa - Tívólí - en það er önn-
ur saga.
Sitt hvorum niegin við Klambra-
túnið lágu fjandsamleg og hættuleg
hverfi - annars vegar Hlíðarnar en
eins og áður er nefnt lá ieiðin upp á
Öskjuhlíð gegnum þær, nema tek-
inn væri óvirðulegur krókur. Það-
an var ósjaldan beinna árása eða
annarra fjandsamlegra aðgerða að
vænta og var oft barist, en það
sameinaði þá heldur sundraða
Norðurmýringana.
Hins vegar voru holtin fyrir ofan
Rauðarárstíg byggð fjandsamleg-
um ættbálkum sem fóru þó lítið út
fyrir heintabyggð sína með hern-
aði, en dúfueign íbúanna og dulúð
landsins freistaði mjög, sem og út-
lendingur einn sem bjó allofarlega
og talaði hrognamál, svo oft tóku
meyrir ofnrhugarnir áhættuna og
létu skeika að sköpuðu.
Ákveðin og undantekningar-
laust hættuleg element voru sorg-
lega fá - einhverjir garðeigendur,
lögreglan, Gamli, sem svo var oft
nefndur og átti stundum leið uni
Klambratún var talsverð ógn, en
hann bjó einhvers staðar langt í
burt og enginn vissi hvar, og
lymskuflár öfugugginn í næstu
götu vakti mönnum enga skelf-
ingu, svo nakinn var hann og gegn-
sær.
Að sjálfsögðu voru væringar
innan hverfis en þær stóðu ekki
lengi og friður var kominn á fyrr
en nokkur vissi. Hin verstu fól,
sem svo virtust í næstu götum,
voru áður en varði vinsemdin sjálf
án þess nokkuð hefði átt sér stað
sem gerði slíka breytingu knýjandi
nauðsyn eða taktískan leik.
í þessum skrifuðum orðum býr
sá sem frá segir í ofanverðum Þing-
holtum, þó nær væri að segja við
Skólavörðuholtið, og sér ekki í
fljótu bragði að grasið þurfi annars
staðar að vera grænna. En það má
liggja milli hluta hvaða hluti borg-
arinnar er hins vegar ókræsilegast-
ur.
við vegg og nota þá sem skotskífur
þar sem glerharðir snjóbojtar voru
brúkaðir sem skotfæri. ÞÓtt
Skúli kallinn hafi
verið slæmur. heid
ég að flestir í hverf-
inu hafi verið hrædd-
astir við Emma og
Hannes Eitt sinn voru ég og
fleiri guttar að leika knattspyrnu á
okkar heimavelli við Laugarnes-
skóla þegar þeir félagar Emmi og
Hannes komu og vildu fá afnot af
vellinum. öllum fannst það sjálf-
sagt mál nema mér sem fannst það
frekar skítt og mótmælti. Það voru
mistök, því þeir félagar gerðu sér
lítið fyrir og hlekkjuðu mig fastan
við markstöng annars marksins og
fóru síðan á brott. Allir þeir sem ég
hafði verið að spila með höfðu
forðað sér þannig að ég stóð einn
eftir og reyndi að kalla á hjálp, en
enginn heyrði í mér. Það var ekki
fyrr en um kvöldmatarleytið sem
brjálæðingurinn Rúnki Bí kom og
sá mig. Hann skokkaði heim til sín
og náði í járnsagarblað og leysti
hlekkina af mér. Þótt þessir þrír:
Skúli, Emmi og Hannes hafi á sín-
um tíma verið ógnvaldar hverfisins
eru þeir í dag ágætis menn. Það
kæmi mér ekki á óvart þó þeir tveir
síðastnefndu væru nú starfandi
sem illa launaðar fóstrur.
Óvinir okkar utan hverfisins
voru ekki margir. Ef ég á að nefna
eitthvað eitt óvinahverfi I.augar-
nessins held ég að Langholtið væri
þar efst á blaði. Annars voru öll
hverfi í okkar augum óvinahverfi
því við Laugarnesingar lítum á okk-
ur sem sérstakan þjóðflokk og er-
um ákaflega stoltir af uppruna okk-
ar. Það rná þó geta þess að blóðug-
ustu deilurnar voru innan hverfis-
ins þar sem þeir sem bjuggu fyrir
ofan Sundlaugaveginn voru í sí-
felldu stríði við þá sem bjuggu fyrir
neðan hann.
Glímufélagið Ármann er íþrótta-
félag Laugarneshverfis. Hjá Ár-
manni æfði maður handbolta og
fótbolta af miklum krafti. Ég var þó
aðallega í handboltanum þar sem
ég var í sveit á sumrin. Það þótti
manni nú stundum frekar súrt, sér-
staklega þegar félagarnir fóru í
kvenna-, nei ég meina í keppnis-
ferðir til Skotlands með Skæring
þjálfara í fararbroddi. Félagsstarf
Ármanns var ekki gott í þessa daga
og lítill sem enginn metnaður fýrir
framgangi félagsins meðal þeirra
sem héldu um stjórntaumana. Það
fór því svo að allir félagarnir skiptu
yfir í Fram og verð ég að viður-
kenna að í dag er Fram mitt félag en
Ármann á alla mína samúð.
Helstu samkomustaðir hverfisins
voru Ragga-sjoppa og ísbúðin
Laugalæk 6. Ragnar í Ragnars-
búð er ekki eingöngu sjoppueig-
andi heldur er hann einnig menn-
ingaroddviti Laugarneshverfisins.
Hann er fyrir löngu orðinn goð-
sögn í lifandi lífi og orðspor hans
nær núorðið langt út fyrir landa-
mæri Laugarnessins. Það er þó
hætta á að þeir sem eru utan hverf-
isins fái menningarsjokk þegar þeir
hitta Ragga því maður þarf að alast
upp við hann tii að læra að meta
hann að verðleikum. Svona í fram-
hjáhlaupi má geta þess að Ragga-
sjoppa er líklega eina sjoppa lands-
ins sem hafði klerk sem fastagest.
Lárus Halldórsson
„Ragnar i Ragnarsbúd er
ekki eingöngu sjoppueig- *
andi heldur er hann einnig
menningaroddviti Laugar-
neshverfisins."
Þetta skilja reyndar aðeins þeir sem
búa í hverfmu.
Utanaðkomandi þótti það löng-
um torskilið af hverju tvær ísbúðir
voru hlið við hjið á Laugalæknum.
Þetta var þó okkur heimamönnum'
auðskilið án þess að ég útlisti það
nánar hér. En það voru þessar ís-
búðir sem voru félgsmiðstöð hverf-
isins. Aðal samkomustaðurinn var
þó ísbúðin Laugalæk sex þar sem
Hilda réð ríkjum. Þar hittumst við
félagarnir gjarnan og fengum okk-
ur einn þykkan með súkkulaði og
jarðaberjabragði. Planið fyrir utan
ísbúðirnar var okkar Hallærisplan
og eins konar viðkomustaður áður
en var haldið upp á róló þar sem
flestir strákarnir reyndu að finna
stelpu sem vildi fara í sleik.
Það má geta þess að lokum að
samheldni er einkenni minnar
Laugarnesskynslóðar og sá vin-
skapur sem varð til í Rágga-sjoppu,
ísbúðinni eða á róló er enn til stað-
ar. 0
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994
27