Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 28
Fimmtudagur
P O P P
Keuhkot er eins manns hljómsveit frá Finn-
landi sem er á Tveimur vinum. Kake Puhuu
heitir maöurinn sem skipar bandið og gerir
hann ýmislegt annaö en að flytja tónlist, til
dæmis sýnir hann áhorfendum myndirnar sínar
og sníkir af því klink.
Yrja vakti töluverða athygli síöasta haust fyrir
skemmtilegar lagasmíðar og ekki síður fyrir
tvær góöar söngkonur. Yrja hefur ekki látið mik-
ið á sér bera síðustu vikur. í kvöid er því kjörið
tækifæri að berja hljómsveitina augum þegar
hún leikur á Gauk á Stöng.
rafmagnsfræði (VR-II að Hjarðarhaga 2-6 kl.
17:15.
Bakqrunnstónlist
Out of Space dúettinn er á Café Amsterdam.
Þetta eru félagarnir Haffi og Rúnar og á efnis-
skrá þeirra eru íslenskir slagarar í bland við er-
lenda.
L E I K H Ú S
Frumsýning hjá Islenska dansflokknum á
Stóra sviði Pjóðleikhússins kl. 20:00. Flutt
verða verk eftir Maríu Gísladóttur, Auði Bjarna-
dóttur og bandarísku danshölundana Lambrou
Lambrou og Stephen Mills.
Seiður skugganna eftir Lars Norén á Litla
sviði Þjóðleikhússins kl. 20:00. Helgi Skúla og
Helga Backmann (aðalhlutverkum.
Gleðigjafar ef Neil Simon frumsýnt á Stóra
sviði Borgarleikhússins kl. 20:00. Nokkuö lun-
kinn gamanleikur með Bessa Bjarnasyni, Árna
Tryggvasyni, Steindóri Hjörleifssyni, Björk Jak-
obsdóttur, Pétri Einarssyni og fleirum. Bessi og
Árni eru ansi góðir. Varað er við því að Hemmi
Gunn birtist á sjónvarpsskermi í sýningunni þar
sem hann leikur sjállan sig.
Sweeney Todd - morðóði rakarinn við Hafn-
argötuna, frumsýntaf Herranótt í Tjarnarbíói kl.
8:00. Óskar Jónasson leikstýrir upptærslunni en
Davíð Þór Jónsson þýddi verkiö. Þetta er sagð-
ur blóðugur gamanleikur fyrir alla fjölskylduna.
UPPÁKOMUR
Kaos er félagsskapur t(u ungra pilta sem unna
kvikmyndagerð, nokkrir þeirra hafa sett saman
þrjár stuttmyndir sem verða frumsýndar á Bíó-
barnum í kvöld. Á undan og eftir sýningu mynd-
anna leikur kaffihúsatríóið Skárra en ekkert
Kaoskvöldið hefst klukkan 20.30.
Hreyfimyndafélagið stendur fyrir Orson
Welles kvikmyndahátíð. í kvöld verður sýnd Cit-
izen Kane sem er frægasta bíómynd kappans.
Sýning hennar hefst klukkan 21.00 (Háskóla-
bíói.
F U N P I R
Vatn: Nýjar uppgötvanir heitir fyrirlestur dr.
Ágústs Kvaran sem hann flytur kl. 16:15 í Mál-
stofu (efnafræði í VR-11 að Hjarðarhaga 2-6.
Ónæmar stýringar fyrir breytileg kerfi
þar sem breytileikanum er lýst sem
ósamþátta (coprime) þáttun heitir fyrirlest-
ur dr. Jóhannesar R. Sveinssonar í Málstofu í
í Þ R Ó T T I R
KörfuboitilBK og Skallagrímur leika á heima-
velli þeirra fyrrnefndu í kvöld. Keflvíkingar eru á
lygnum sjó í deildinni og öruggir í úrslit.
Skallagrímur er hins vegar farinn að nálgast
botn deildarinnar (skyggilega mikið og útlit er
fyrir að liðinu bíði hörku fallbarátta. Leikurinn
hefst klukkan 20.00.
SJÓNVARP
RIKISSJONVARP 17.50 Táknmálsfréttir
18.00 SPK 18.25 Flauel íþættinum verður
meðal annars sýnt viðtal við hljómsveitiná
Bubbleflies. 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Viðburð-
arríkið 19.15 Dagsljós Sigurður Valgeirssonar
og fólk hans hafa mikið verið að sækja ísig
veðrið síðustu vikur. Harðari málefni eru nú tek-
in oftar tyrir á kostnað glaða og sniðuga etnis-
ins sem gal orðið helv. þreytandi til lengdar.
20.00 Fréttir 20.30 Veður.20.35 Syrpan
21.10 Rauða skikkjan Dönsk-islensk mynd
um ástir og undirferli úr fornaldarsögum Norð-
urlanda. Myndin var tekin upp hér á landi og is-
lenskir leikarar voru í leikhópnum. Áhorfendum
skal sérstaklega bent á talsetningu myndarinnar
sem er ævinlýraleg. 23.00 Ellefufréttir 23.15
Þingsjá. Helgi Már segir tíðindi afAlþingi.
STÖÐ TVÖ 16.45 Nágrannar 17.30 Með afa
19.1919.1920.15 Eiríkur Hann er ómissandi,
slær hvergi at.20.40 Systurnar Þáttur um Reed-
systurnar og fjölskyldur þeirra. 21.30 Sekt eða
sakleysi 22.25 Öngstræti ástarlífsins Are
You Lonesome Tonigt Jane Seymor leikur eig-
inkonu sem leilar manns síns um furðuheima
vændi og kynlífs, en þar leynastýmsar hættur.
23.55 Verkfallskonur í Wilmar The Women
of Wilmar Mynd um verkalýðsbaráttu banka-
kvenna. 01.30 Heiður að veði Red End:
Honour Bound Spennumyndþar sem vondu
kallarnir eru Rússar.
Föstudagur
P O P P
Lipstick Lovers eru á vegakránni Asláki f
Mosfellsbæ. Þeir verða akústikk eins og er við
hæli á þessum stað.
Aggi Slæ og Tamlasveitin er húshljómsveit
ÖmmuLú þessa dagana. Þeir hafa haldið uppi
sjóðheitri sveiflu undanfarin föstudagskvöld og
verður varla breyting á því í kvöld. Aggi Slæ
gengur dags daglega undir nafninu Egill ólals-
son ef einhverjir hafa ekki áttað sig á því. Stór-
grínarinn Örn Árnason skemmtir matargestum
áður en Aggi og félagar stíga á svið.,
Vinir vors og blóma ætla að halda uppi stuð-
inu á Bóhem.
Uppi er dúndrandi diskótek.
Hress er Sniglabandið án Skúla Gautasonar en
það kemur víst ekki að sök. Hress er á Tveimur
vinum í kvöld.
Undir tunglinu sér um fjörið á Gauknum.
Ingibjörg
Stefánsdóttir
söngkona
lcynliiOf
truarbrögð
Brennivín
Kafteinn Morgan
Trúarbrögð
Trúá sjálfan sig
Kynlíf
Allt bara
iwöld
Stuttmyndagerðin er að koma út úr skápnum.
„Ég held ég að geti sagt að okkur
langi alla, en við erum líka hræddir
við að fara út í þetta nám, það er
komið svo mikið af kvikmynda-
gerðarmönnum á íslandi nú þeg-
ar,“ segir Huldar Breiðfjörð þegar
hann er spurður hvort hann og níu
félagar hans í Kaos ætli allir að
leggja kvikmyndagerð fyrir sig. Eft-
ir smá umhugsun bætir hann síðan
við: „Er ekki annars orðið offram-
boð af fólki í flestum atvinnugrein-
um? Núna er þetta bara spurningin
um að komast af.“
Kaos er félagsskapur tíu pilta í
kringum tvítugt sem allir eiga það
sameiginlegt að hafa ódrepandi
áhuga á kvikmyndum og kvik-
myndagerð. Þetta er praktískur fé-
lagsskapur því áhugi meðlimanna
beinist að hinum ýmsu
sviðum kvikmynda-
gerðarinnar: handrits-
gerð, leikstjórn, leik,
klippingu og kvik-
myndatöku svo eitthvað
sé nefnt. Félagið varð
formlega til í ágúst á
síðasta ári þegar piltarn-
ir lögðu þrjúhundruð-
þúsund krónur saman í
púkk og keyptu sér tökuvél og
aukalinsu á hana. Markmið félags-
ins er að færa stuttmyndagerð á
hærra plan en hún hefúr verið á, og
koma henni út úr skápnum. Huld-
ar segir að það sé alltof mikið um
það að menn séu að búa til myndir
úti í bæ sem enginn fái síðan að sjá.
Hann segir að reyndar hafi stutt-
myndadagar Kvikmyndafélags bætt
nokkuð úr þessu, en þeir eru þó að-
eins einu sinni á ári. Fyrsti áfangi
Huldars og félaga í þessari viðleitni
sinni er að halda Kaoskvöld á Bíó-
barnum í kvöld. Þar ætla þeir að
frumsýna þrjár spánnýjar stutt-
myndir sem menn innan Kaos hafa
verið að gera síðustu mánuði og
Þeirsýna stuttmyndir á Bíóbarnum íkvöld, frá hægri: Huldar, Hjalti,
Óskar og Þórir.
íhlutverki einkaspæjarans
Marðar Hallstað í myndinni
Harðsoðinn.
vikur. Þetta eru mislangar myndir.
Sú stysta heitir Kafji, spjallog sígar-
ettur og er fimm mínútur að lengd.
Hún var tekin upp á þremur tím-
um. Leikstjóri hennar er Þórir
Snær Sigurjónsson sonur Sigur-
jóns Sighvatssonar kvikmynda-
mógúls í Hollywood en handritið
gerði Huldar Breiðfjörð. Hinar
tvær myndirnar eru öllu lengri. í
The Return of Little Albert - The
True Story leggur höfundurinn og
leikstjórinn Vilhjálmur Alvar Hall-
dórsson út' af þekktri sálfræðitil-
raun sem var gerð fýrir mörgum
árum og átti að veita upplýsingar
um áhrif hræðslu á ungbörn. Til-
raunin gekk út á að gera ellefu
mánaða gamlan dreng að nafni Al-
bert, hræddan við allt loðið. Þetta
framkvæmdu vísindamennirnir
þannig, að í hvert sinn sem Albert
snerti bangsa, kanínu eða eitthvað
annað loðið börðu þeir af öllum lífs
og sálarkröftum í járnstöng í her-
berginu þannig að miklll hávaði
hlaust af. Árangurinn af þessu varð
auðvitað sá að Albert litli varð vit-
stola af hræðslu í hvert skipti sem
eitthvað loðið kom nálægt honum.
Kennslubækur í sálfræði lýsa til-
rauninni en greina hins vegar ekki
frá því hvað varð um Albert litla
síðar meir. Nú hefur Vilhjálmi tek-
ist að grafast fyrir um örlög Alberts
og greinir myndin frá grimmilegri
hefnd hans yfir vísindamönnun-
um, tuttugu árum eftir að tilraunin
var gerð.
Viðamesta og lengsta mynd
kvöldsins heitir Harðsoðitm og er
grínspennumynd í leikstjórn Ósk-
ars Þ. Axelssonar og aftur er það
Huldar sem skrifar handritið.
Harðsoðinn segir frá einkaspæjar-
anum Merði Hallstað og baráttu
hans við að finna týndan kött. Leit-
in teymir hann á háskaslóðir og
lendir hann meðal annars í útistöð-
um við svaðamennið Toni Krumlu
sem Guðni Elísson, doktor í Byr-
on lávarði, leikur af fítonskrafti.
Fyrir og eftir sýningu myndanna
leikur tríóið Skárra en ekkert nokk-
ur þekkt kvikmyndalög. Þetta fyrsta
Kaoskvöld hefst klukkan 20.30 á
Bíóbarnum og er aðgangseyri mjög
stillt í hóf eða aðeins tvöhundruð II
krónur. O
Eg sé ekki betur en við höfum fengiö
smjörþefinn af því ef jafn mikilvægt fyrir-
tæki ag Póstur og símiyröi færöur í hendur
á fjármálamönnum. Fyrirtækjum í eigu
éinkaaöiia hefur nú verið gefinn kostur á
’ ý aö reka starfsemi, sem áður hefði eðlilega
~ * veriö látin Pósti og síma í hendur eða ein-
faldlega látin í friðí. Þetta eru alls kyns
símasvörun þar sem talvélar reyna aö
ginna fólk, fella þaö í freistni eða einfald-
lega hvetja til illra verka. í þessum síma-
númerum er manni boðið upp á lista af
fólki sem vill komast í holdleg kynni við
mann. Manni er boðið upp á að hlusta á
dónalegar sögur um holdlegar girndir og jafnvel athafnir. Maður
er hvattur til að stunda alls kyns lágmenningu; kvikmyndahús,
popp, happdrætti og íþróttir með endalausum upplýsingum um
hvað sé í boði í þessum geirum mannlífsins. Ef ekki verður
spyrnt við fótum hið fyrsta og þessi glórulausa einkavæðing
stöðvuð er hætt við að svona dóna- og barnaskapur leggi undir
sig allt sfmkerfið. Stöndum vörð um Póst og síma.
BAKGRUNNSTÓNUST
Out of Space dúettinn er á Café Amsterdam.
Þetta eru félagarnir Haffi og Rúnar og á efnis-
skrá þeirra eru islenskir slagarar (bland við er-..
lenda.
lan gælir við svörtu og hvítu og hvítu nóturnar
á Café Romance, einnig hefur hann upp raust
sína og raular þá ýmist ballöður eða þenur
raddböndin (æsilegri tónlist.
Útlagarnir, sveitasöngvasveitin góðkunna er á
Feita dvergnum. Þar er Höfðakvöld og eru þeir
sem vinna á Ártúnshöfða sérstaklega boðnir
velkomnir.
Klang og kompaní heitir dúettinn sem er á
Café Royale. Þetta eru þeir Svenni og Gylfi,
annar syngur hinn spilar á gítar og svo er tölva
restin af hljómsveitinni.
Centaur er aftur komin í gang eftir nokkurt hlé
og er á Pizza 67 í kvöld.
L E 1 K H Ú S
Gleðigjafar á Stóra sviði Borgarleikhússins
eftir Neil Simon ki. 20:00. Gamanleikur með
Bessa Bjarnasyni og Árna Tryggvasyni í aðal-
hlutverkum. Þeir leika tvær gamlar revíustjörnur
sem léku saman á árum áður og, hittast allt í
einu eftir nokkurt hlé. Bessi og Árni eru vægast
sagt frábærir.
Blóðbrullaup eftir Lorca á Litla sviöi Þjóöleik-
hússins kl. 20:00. Mikið drama.
Allir synir mínir eftir Miller á Stóra sviði
Þjóðleikhússins kl. 20:00. Kristbjörg Keld var
tilnefnd til menningarverðlauna DV fyrir túlkun
sína á móðurinni. Hún kann þetta hún Krist-
björg.
UPPÁKOMUR
Byron heitir stuttmyndin sem verður trumsýnd
klukka 21.00 (Tjarnarbíói. Myndin er eft.ir Guð-
mund Karl Björnsson og dregur nafn sitt af
Ijósaperu sem er aðalpersóna hennar.
Hreyfimyndafélagiö stendur fyrir Orson
Welles kvikmyndahátíð. í dag verða sýndar tvær
myndir I Hásk'ólabíói eftir snillinginn: sýning F
for Fake helst klukkan 17.00 og Óþelló klukkan
21.00.
F U N P I R
Innfrumun og umferðarreglur í umfrymi
er efni fyrirlestrar sem Sigurður Magnússon
flytur f stofu G6 að Grensásvegi 12. Þetta er há-
degisfyrirlestur á vegum Líllræöistotnunar og
ætti láum aö þurta að leiðast.
í Þ R Ó T T I R
Körfubolti Það verður mikill nágrannaslagur í
Njarðvík (kvöld þegar heimamenn fá Grindvík-
inga (heimsókn. Þetta eru tvö efstu lið B-riðils
og verður því eflaust barist til síðasta blóðdropa
innan vallar sem utan. Leikurinn hefst klukkan
20.00.
SJÓNVARP
RIKISSJONVARPIÐ 17.30 Þingsjá Endudek-
in frá því kvöldið áður. 17.50 Táknmálslréttir
18.00 Gulleyjan 18.25 Úr ríki fiáttúrunnar
18.55 Fréttaskeyti. 19.00 Poppheimurinn
Sviðsmyndin í þessum þætti er ótrúlega hallær-
isleg. Leikmyndaleiknarinn ælti að finna sér
,annað starf. 19.30 Vistaskipti A Different World
20.00 Fréttir 20.35 Veður 20.40 Gettu betur
Spurningakeppni Iramhaldsskólanna. Spyrjandi
Stelán Jón Haístein. 21.30 Samherjar 22.20
Innbrotsþjófurinn Burglar Bandarísk gaman-
28
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994