Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 35
Keðjubréf
& landi
Óttarr Proppé
tónlistarmaður
og bókabúðarstjarna
„Nei, ég kaupi ekki
hugmyndina. “
Marta Bjarnadóttir
verslunarkona
„Nei, ég trúi ekki á að neitt
komi út úr þeim.“
* v • Æx?
Jón Ólafsson
tónlistarmaður
„Nei, en það er búið að bjóða
mér heilan haug af þeim. Ég er
lítill fjárhættuspilari og kaupi
hvorki lottó, happdrættismiða
né getraunaseðla."
Guðjón Bjarnason
arkitekt
„Nei, ég hefði einfaldlega ekki
tíma til að senda þau frá mér og
svo eru allir búnir að kaupa bréf í
kringum mig.“
Óttarr Proppé
tónlistarmaður
og bókabúðarstjarna
„Já, fyrir nokkrum árum.'
Marta Bjarnadóttir
verslunarkona
„Nei, aldrei."
Jón Ólafsson
tónlistarmaður
„Já, en ekki síðan ég var svona
17 og 18 ára. Það var einhverja
verslunarmannahelgina."
Guðjón Bjarnason
arkitekt
„Ekki í áratug.“
í Ijósi þess að brugg og keðjubréf
virðast vera einu atvinnugreinarnar
sem blómstra nú í kreppunni beinir
EINTAK sjónum sínum sérstak-
lega að þeim.
O íslendingar unnu verðlaun í Lillehammer
© Sigurjón Sighvats gerir heimildarmynd um Björk
Ejljk Æk iþýðublaðið bendir
á það í gær að
^^^kframmistaða íslend-
inga á Ólympíuleikunum í Lille-
hammer hafi alls ekki verið svo
slæm. Þótt það hafi farið lágt
unnu islendingar nefnilega til
verðlauna á leikunum þrátt fyrir að
hafa átt í erfiðleikum með að kom-
ast niður brekkurnar. Björn
BjöRNSSON, 33 ára íslendingur,
vann nefnilega samkeppni um
slagorð leikanna með „Leikar fyrir
lífið“...
essa dagana er í vinnslu
heimildamynd um BjÖRK
Guomundsdóttur. Það
er Propaganda, fyrirtæki SlGUR-
JÓNS SlGHVATSSONAR sem hefur
veg og vanda af gerð myndarinnar
og sá sem stýrir upptökum er
Stephane Sednaoui sá hinn
sami og gerði myndband við lagið
Big Time Sensuality með Björk.
Vakti það myndband mikla athygli
en í því ferðast Björk um New
York aftan á tengivagni vörubíls. í
síðustu viku var kvikmyndafólkið
við störf í London og filmaði þá
meðal annars tónleika sem Björk
hélt í Brixton Academy...
Geysilegur áhugi var fyrir
þessum tónleikum Bjarkar
og seldust miðarnir á þá
upp á skömmum
tíma. I forsölu
kostaði miðinn
sextán og hálft
pund en miða-
verðið var komið
upp í áttatíu
pund á svarta
markaðnum,
skömmu áður en
tónleikarnir áttu
að hefjast. Heim-
ildamaður EINTAKS sem var á
tónleikunum sá fjöldann allan af
litlum Björkum, það er ungum
stúlkum sem reyndu að líkjast
henni í hvívetna. Þær voru með
hnúta í hárinu og stældu einnig
klæðaburð Bjarkar. Þegar Björk
steig síðan á svið greip mikil
hrifning um sig meðal þessara
ungu aðdáenda söngkonunnar,
svo mikil að það þurfti að bera
stúlkurnar í massavís út í yfirliði.
KakhsMttnu
Matthías Johannessen
Birtir ijód eftir sig í Tímariti Máls og menningar, fyrrum
höfuðvígi kommúnismans.
endanlega
bkið
Það hefur riú þiðnað nánast allt sem þiðnað gat eftir fimbulvetur kalda stríðsins.
Þegar Clinton Bandaríkjaforseti aflétti viðskiptabanninu af Víetnam um daginn,
brotnaði eitt grýlukertið af Mogganum. Af leiðara sem Styrmir Gunnarsson skrif-
aði af þessu tilefni var ekki annað á honum að skilja en að þjóðfrelsissveitir í
Suð-austur Asíu hefðu haft sitthvað til síns máls á sínum tíma. Það
er dálítið annað hljóð en heyrðist úr strokki Moggans á
tímum Víetnamstríðsins þegar hann var herskárri en
nokkur herforingi.
En vígvellir kalda stríðsins voru fleiri en Saigon. Hér
heima voru menn trúir hefðinni og slógust aðallega með
penrium og þá hver á sínum vígvelli. Hægri menn í sín-
um blöðum og vinstri menn á sinni pressu. Smátt og
smátt hafa þessi vígi hins vegar verið að falla. Alþýðu-
bandalagsmenn hafa komist inn í Moggann og færast þar
sífellt nær hinni heilögu miðju. Hægri menn fengju sjálfsagt
birtar eftir sig greinar í Vikublaðinu ef þeir sæju í því eih-
hvern tilgang.
Tímarit Máls og
MENNINGAR
Orðið eins og hvert
annað borgaralegt
bókmenntatímarit í
þíðunni.
Síðasta vígi kalda stríðsins féll núna í
síðustu viku þegar Matthías Johann-
essen, skáld og ritstjóri Morgunbtaðs-
ins, fékk birt eftir sig ljóð í Tímariti
Máls og menningar. Slíkt og þvílíkt
hefði verið óhugsandi í kalda stríðinu
— og allt fram að þessum síðustu og
heitustu dögum.
ÉQ VEIT PAÐ EKKI
EFTIR HALLGRlM HELGASON
TÆKI
VIKUNNAR
Mont
Blanc
Það hefur löngum þótt aðals-
merki hvers manna að skrifa
fagra hönd. Góðurpenni fær
menn kannski ekki til þess að
skrifa betur, en fögurrithönd
nýtur sinbetur þegar alvöru-
verkfæri er notað og eins
getur venjulegt hrafnaspark
orðið elegant Besturallra
penna hefurlöngum þótt
Meistarastykkið frá Mont
Blanc, Meisterstuck Diplomat.
Pennastöngin er vitaskuld gulli
prýdd, ená14 karata penn-
anum sjátfum er letrað 4810,
sem erhæð Ijallsins Mont
Blanc i metrum mæld. Hérá
landi hefurFjallið hvita i
Hafnarfirði umboð fyrir Mont
Blanc, en pennamir fást einnig
i ýmsum ritfanga verslunum og
kosta um 25.000 krónur.
Nautnin mín
Ég veit það ekki. Ég var bara að
pæla í því hvernig Kalla og Ester í
Pelsinum hafi þótt á Kaffibarnum
um daginn. Maður er svona að fylla
í eyðurnar hér í fjarlægðinni, lesa á
milli mynda, reyna að sjá almenni-
lega fyrir sér Hverjir voru hvar?,
eftir að hafa fengið pakka af Press-
um og eitt Eintak sent ffá tengdó.
Orðinn dálítið ruglaður og ruglar
öliu saman. En samt, þetta er
nautnin mín hér í útlandinu, að
dýfa sér ofan í prentSvartar
„Reykjavíkurnætur" og fara á
ímyndunarfyllerí eftir á, með liðinu
heima. Það er sama þó maður sé
fjarri góðu gamni. Lífið heldur
greinilega sínu striki heima á bör-
unurn og hjá pörunum. Og penn-
ununr. Það er bara eins og allir ót-
attúveraðir pennar bæjarins séu
farnir að skrifa í Pressuna. Hinir
sem eru tattúveraðir eru svo í við-
tölum, ásamt hinum sem eru með
hring í gegnum annað augnlokið,
eru búnir að droppa 700 sinnum á
sýru eða nauðga litlum barnaskóla
á landsbyggðinni. Restin af liðinu,
sem hvorki eru pennar né með
eyrnalokk í pungnum er svo fengin
til að segja hvað sé nautnin mín eða
lýsa á sér bakhliðinni, eða hvað sé
ofnœmið mitt og hvað ég elska eða
hvað því finnst um áfengi, kynlíf og
trúarbrögð. Og svo er Regina feng-
in til að segja hvað henni finnist um
þetta allt. En sarnt enginn til að
segja hvað finnst þér um Regínu? Ég
hefði viljað sjá þau Ester og Kalla
þarna á Kaffibarnum um daginn,
sjá þau Frikka Weishappel styrk-
an og agaðan í stellingu vikunnar
upp á barborðinu og ftnna hið
mystíska samband á milli „svarta
táknins frá Borneó“ á hægri mjöðm
hans við sams konar tákn á vinstri
mjöðminni á Andreu Róberts
sem þau létu gera í Amsterdam um
áramótin. (Hlýtur samt að vera
þreytandi fyrir hana að vera með
honum ef hann er alla vikuna í
sömu stellingunni.) Og svo Jón
Sæmundur úti í horni veifandi
„nafnspjaldi vikunnar" framan í
liðið en Dýrleif nautnaleg á bak við
barinn að svara nautnaspurning-
unni þegar Hilmar Örn kernur út af
klósettinu í sinni undarlegu veröld
en Jónas Sen situr við borð og
bolla og reynir að galdra mjólkina
úr kaffinu með seiðstöfum en á
næsta borði Bart Simpson og Siggi
Páls í tvífarakeppni Pressunnar.
Hvor sé líkari Sigga Páls. Og svo er
Einar - þarna líka - með öflum en
einkurn þó með hráum, og öll pör-
in með honum, öll þau sem
„kynntumst fyrir utan Hlölla“ og
úti á tröppum starfsmenn Sjón-
varps í óðri önn að rjúfa dagskrána
til að segja Plús og mínus á Arthúri
Björgvini þegar allir hár-Simbarnir
koma ný-neon ljóshærðir af því að
það er heitt en ekki þreytt og Bog-
omil kominn úr barneignarfríi í
snjóslag út á götunni við Pál Óskar
með aðdáendur allt um kring að
tæta þá úr fötunum. Ég hefði alls
ekki viljað missa af þeim Kalla og
Ester þarna á Kaffibarnum ásamt
öllu þessu. Maður fær heinrþrá.
Heimþrá í blöðin. Prentsvarta
heimþrá. Mann langar svo til að
komast í þessa dálka. Langar svo til
að segja ég elska Davíð Þór og
skrifa opið bréf til Gunnars Smára.
Og mann langar líka svo rosalega til
að lýsa bakhliðinni á sér, og frarn-
hliðinni. Og hinni hliðinni og
hvernig manni finnist að gera það á
hliðinni en finnst þó allra helst
vanta dálk sem heitir aftanfrá: Snœr
Jón Björnsson svarar spurningum
sem koma aftan að honum. Og ann-
an dálk sem mann hefur lengi
dreymt um: Hverjir sváfu hjá hverj-
um um helgina? sem gæti sjálfsagt
leyst margar getgátur sem og geir-
vörtur úr hlekkjum, nú þegar hálf-
ur bærinn er keðjaður saman á
þessurn litlu skemmtilegu rauðleitu
nibburn og allir með klippurnar
reddý í rassvasanum þegar þeir fara
út að skemmta sér. Og auðvitað
líka tilbúnir með svörin á börun-
um, réttu svörin við: Hvaða auguni
lítur þú á framhjáhald?, hver er
uppáhalds líkamshluti þinn fyrir
utan kynfærin? og hvenær sástu
mömmu þína fyrst? Alla vega er ég
tilbúinn með þessi svör, ef þeir bara
rnyndu druslast til að hringja frá
Pressunni, þeir eiga nú að vera með
símann. En það er ekki stólandi á
þá, þannig að ég svara þessu bara
hér. Nautnin mín: Að Iiggja ber-
rassaður ofan á ljósbleikri kven-
manns angóra-kanínuullarpeysu
ilmandi af Coco Channel No. 5, í
heitu herbergi, með Barry Man-
ilow Best á fóninum og láta Rósu
Ingólfsdóttur naglalakka mig um
leið og ég, létthífaður og meðraul-
andi tælenskur tattósnillingur
teiknar uppáhaldsstjörnumerkið
mitt (nú auðvitað Bogmanninn) á
aðra rasskinnina og kínversk fóta-
nuddkona nuddar á mér iljarnar og
einhver góð fyrrverandi Ungfrú Is-
land matar mig á volgu sherrýi með
silfurskeið, en ég er sjálfur að tala
við Hrafn Gunnlaugsson í þráð-
lausan síma og segja honum hvern-
ig skó hann ætti að fá sér. (Eins og
ekki sé nú löngu kominn tími til
þess.) Sem sagt; hvernig ætli Re-
gínu lítist á þetta? Hefði kannski átt
að hafa hana með í staðinn fyrir
Hrafn, eða nei... láta hana í fóta-
nuddið. Og þó. Ég veit það ekki. En
ef þið viljið vita það, þá lesið þið
bara Indriða G. Hjá honum er allt /
sannleika sagt.
„Restin afliðinu, sem
hvorki eru pennar né
með eyrnalokk í
pungnum er svofeng-
in til að segja hvað sé
nautnin mín eða lýsa
á sér bakhliðinni...<(
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994
35