Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 10
EINTA K
Gefið út af Nokkrum íslendingum hf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Framkvæmdastjóri: Níels Hafsteinsson
Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson
HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI
Andrés Magnússon, Bonni, Davíð Aiexander, Einar Ólason, Einar
Örn Benediktsson, Gerður Krístný, Glúmur Baldvinsson, Hallgrímur
Helgason, Haukur Snorrason, Hilmar Örn Hilmarsson, Jói Dungal,
Jón Óskar Hafsteinsson, Jón Kaldal, Jón Magnússon, Júlíus Kemp,
Loftur Atli Eiríksson, Óttarr Proppé, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Sigurjón
Kjartansson, Styrmir Guðlaugsson og Þorvaldur Þorsteinsson.
Setning og umbrot: Nokkrir íslendingar hf.
Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi.
Verð í lausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 700 á mánuði.
Landbúnaður og trú
I eintaki í dag eru birtar niðurstöður skoœnakönnunar
er Skáls gerði fyrir blaðið um afstöðu Reykvíkinga til frjáls
innflutnings á landbúnaðarvörum. Rúm 46 prósent þeirra
sem tóku afstöðu voru fylgjandi frjálsum innflutningi en
tæp 54 prósent voru andvíg. Það er athyglisvert hversu
mjótt er á mununum þar sem spurt var um afstöðu fólks
til frjáls innflutnings, en ekki um hvort fólk væri fylgjandi
því að höftum yrði aflétt að einhverju marki. Rétt tæpur
helmingur borgarbúa lýsti sig fylgjandi algjöru frelsi.
I könnuninni var fólk jafnframt spurt hvort það teldi að
frjáls innflutningur fæli í sér kjarabót fyrir neytendur.
Rúm 63 prósent þeirra sem tóku afstöðu töldu svo vera.
Samkvæmt því eru að minnsta kosti 17 prósent neytenda í
Reykjavík þeirrar skoðunar að þrátt fyrir að frjáls inn-
flutningur fæli í sér kjarabót eigi eftir sem áður að banna
hann.
Sjálfsagt er afstaða þessa hóps fagnaðarefni fyrir suma.
Þarna er hópur sem lætur ekki magann og budduna
stjórna skoðunum sínum. Jafnvel þótt hann geri sér grein
fyrir að lífskjör hans bötnuðu við að leyfa frjálsan inn-
flutning, er hann á móti honum af einhverjum óáþreifan-
legri ástæðum.
Ef til vill er hluti þessa fólks þeirrar skoðunar að nauð-
synlegt sé að halda við byggð í öllum þeim byggðalögum
þar sem hún er einhver í dag. Ef til vill telja sumir að með
óheftum innflutningi muni íslenskur landbúnaður hrynja
og þjóðin verða þar með öðrum háð. Og að það gæti haft
örlagaríkar afleiðingar ef til styrjaldar kæmi. Ef til vill telja
aðrir að þeir sem vinna við landbúnað í dag misstu vinn-
una ef innflutningur yrði leyfður og því sé réttlætanlegt að
leggja aukakostnað á neytendur til að halda uppi núver-
andi atvinnu þeirra. Ef til vill eru ástæðurnar einhverjar
aðrar.
Þrátt fyrir að afstaða þessa hóps líti einkennilega út, að
vera á móti því að fá kjarabætur, er afstaða hinna tæplegu
37 prósenta merkilegri, sem segjast ekki telja að frjáls inn-
flutningur landbúnaðarvara muni ekki fela í kjarabætur
fyrir neytendur. Þessi afstaða er á skjön við alla reynslu og
þekkingu manna. Þeir sem hafa farið til útlanda hafa lesið
þar á verðmiða. Fólk hefur heyrt á hvaða verði kaup-
mönnum býðst að kaupa erlendar landbúnaðarvörur. Eft-
ir sem áður telur þessi hópur að neytendur hagnist ekki af
því að fá aðgang að þessari ódýru matvöru.
Þessi hópur og sú niðurstaða könnunarinnar að 85 pró-
sent landsmanna telji íslenskar landbúnaðarvörur al-
mennt betri að gæðum og betri á bragði en erlendar, sýnir
að umræðan um landbúnaðarmál er enn á trúarplani.
Ihaldsmenn og varðliðar landbúnaðarkerfisins hafa róið
á mið þjóðernisrembings til að vinna hagsmunum sínum
fylgi. Og á íslandi er nóg af þeim rembingi á miðunum.
Þrátt fyrir að flestir Islendingar hafí reynt annað á sjálfum
sér, trúa margir þeirra því enn að útlendur matur sé meira
og minna óþverri.
En þrátt fyrir að þessi trú sé sterk hefur hún dofnað á
undanförnum árum. Að hluta til vegna andstöðu neyt-
enda, kaupmanna og einstakra stjórnmálamanna við
landbúnaðarkerfíð. Að hluta til vegna aukinna kynna Is-
lendinga af kjörum annarra þjóða.
Og einhvern tímann mun þessi andstaða skila árangri.
Þá mun vald yfir matarreikningum heimilanna verða fært
frá framleiðendum og yfir til neytenda. G
Ritstjórn og skrifstofur
Vatnsstíg 4,
101 Reykjavík
sími 1 68 88 og fax 1 68 83.
LETTVIQT
Komið öll sömul, nóg handa öllum
800 milljónir duga í það minnsta
fram á vor.
HUN SEQIR
Innihaldslaus
talnaleikur
Betur má
efduga skal
Nýlega birti Verslunarráð Is-
lands niðurskurðartillögur fyrir
íslenska ríkið. Þar spyrja sérfræð-
ingar ráðsins þeirrar spurningar
hvort fyrirtæki sem safnaði skuld-
um þætti til fyrirmyndar og hvort
annað gildi um rekstur ríkisins.
Tillögurnar sem fylgja í kjölfarið,
eru svo tillögur um niðurskurð
sem sérfræðingarnir myndu beita
kæmu þeir að fyrirtæki sem svipað
væri ástatt fyrir og íslenska ríkinu.
Nú er þetta gott og blessað svo
langt sem það nær. Það efast eng-
inn um að hægt sé að ná fram ým-
iss konar hagræðingu í ríkiskerf-
inu, en grundvallarágreiningur er
milli rnanna um eðli ríkisins. Það
er í raun sátt meðal megin þorra
fólks um það að ríkið sé samfélag
þar sem lögmál hagfræðinnar gildi
að hluta, en auk þess hafi ríkið
þeim félagslegu skyldum að gegna,
að tryggja velferð, heill og ham-
ingju þegna sinna. Það er í raun
lítill hópur frjálshyggjumanna
sem afneitar þessu hlutverki ríkis-
ins og lítur á heill og hamingju
fólks út frá ströngum markaðslög-
málum. Þarna er í raun á ferðinni
sama grátlega einföldunin um eðli
mannlegs lífs og Karl gamli Marx
gerði sig sekan um. Það er að
segja, að maðurinn sé ekkert ann-
að en holdi klædd hagfræðiform-
úla, að hægt sé að gera grein fyrir
mannlegu lífi með hagfræðina
eina að vopni.
Forsendur Verslunarráðs eru
þessu marki brenndar, þó þarna
megi sjálfsagt finna sparnaðarleið-
ir sem pólitísk sátt væri um.
Meirihluti þessara tillagna ein-
kennast fyrst og fremst af því, að
höggvið er í velferðarkerfið. Geri
rnenn það, eiga þeir að þora að
viðurkenna að þeir séu á móti
slíku kerfi, en það eru mjög fáir
frjálshyggjumenn sem viðurkenna
slíkt opinberlega, þó málflutning-
ur þeirra hnígi allur í þá átt.
Fléstar iausnir Verslunarráðs
eru sama marki brenndar og
lausnir ríkisstjórnarinnar, að ekki
er um raunverulegan sparnað að
ræða í mörgum málaflokkum eins
og til dæmis heilbrigðis- og
menntamálum, heldur færir ríkið
kostnað frá sjálfu sér yfir á þá ein-.
staklinga sem eru svo óheppnir að
vera tilneyddir til að nota þjón-
ustu þess. Þetta er svona álíka og
að spara mat-
arreikning fjöl-
skyldu með því
að láta hvern
og einn borga
fyrir sig við
matarborðið.
Heildarkostn-
aðurinn lækkar
ekki, nema ef
vera skyldi að
til dæmis
yngsti fjöl-
skyldumeðlim-
urinn sem
hefði engar
tekjur, hefði
ekki efni á að "
borða og sleppti því máltíðum.
Slíkt yrði örugglega flokkað sem
vanræksla, en ekki sparnaður.
I tillögum Verslunarráðs Is-
lands er örugglega að fmna hug-
myndir inn á rnilli sem leiða til
hagræðingar, til dæmis með tiltekt
í stjórnsýslunni, en því miður læð-
ist að manni sá grunur að um ofu-
reinföldun sé að ræða í mörgum
tilvikum. Einföldun af því tagi er
vafasöm og getur orðið stórhættu-
leg ef menn ugga ekki að sér. Slík-
ar sparnaðartillögur verða oft þeg-
ar öllu er á botninn hvolft, ekki
annað en innihaldslaus talnaleik-
ur. Þvi það er lítið vit í því að
mölva leirtauið sitt til að spara sér
uppvask.
Sparnaðartillögur
Verslunarráðs
Það er lík-
lega enginn Is-
lendingur svo
skyni skropp-
inn, að hann
viti ekki að rík-
ið gleypir allt
of mikla íjár-
muni lands-
manna, eyðir
þó langt um-
fram efni og
þar af ótrúlega
miklu í hvers
kyns óþarfa og
vitleysu. Þetta
eru í sjálfu sér
1 ekki ný tíðindi,
en þó virðist sama hversu oft er á
það minnst, vandinn eykst ár frá
ári og enginn virðist fá við neitt
ráðið.
1 síðustu viku bar það til tíðinda
að Verzlunarráð íslands lagði
fram tillögur sínar um sparnað
hins opinbera, sem miðuðu fyrst
og fremst að því að ná niður fjár-
lagahallanum. Þegar þær voru
taldar saman nam sparnaðurinn
12,5 milljörðum krónum eða um
11 prósentum af íjárlögum. Út af
fyrir sig kann það að virðast ágæt-
ur árangur, en ég er ansi hræddur
um að það þurft að ganga miklu
lengra, ef takast á að snúa við á
þeirri hraðferð til heljar, sem ríkis-
sjóður hefur verið á undanfarna
áratugi. Friðrik Sophusson íjár-
málaráðherra hefur reýndár unnið
stórvirki í endurskipulagningu
innan ríkisgeirans, sem enn á eftir
að skila sér til fulls, en það er ekki
nóg, hvort sem mönnum líkar
betur eða verr, þarf að skera niður,
þó ekki væri nema vegna hrika-
legra skulda ríkisins og ógnvæn-
legra lífeyrisskuldbindinga við op-
inbera starfsmenn.
Tillögur Verzlunarráðs eru í
sjálfu sér fyrst og fremst hagræð-
ingarráðstafanir. Rætt er um að
þingmönnum og ráðherrum þurfi
að fækka, að endurskoða skuli
rannsóknarstarfsemi ýmiss konar,
hætta að ausa fjármunum í illa
nýttar ferjur, að fast framlag skuli
veitt á hvern nemanda í landinu,
rekstur sjúkrastofnana skuli boð-
inn út og svo framvegis. Gott og
vel. Það er löngu tímabært að
fækka þingmönnum, auðvitað átti
ríkið aldrei að niðurgreiða rann-
sóknir atvinnugreinanna, rekstur
ferja hlýtur að vera vandi þeirra
sem þær nota, nemendum átti
aldrei að mismuna með misháu
framlagi eftir búsetu og vitaskuld
helði fýrir löngu átt að vera búið
að kanna hvort ekki ætti að bjóða
ýmsan rekstur ríkisins út.
Þetta eru allt góðar og gegnar
hugmyndir, svo langt sem þær ná,
en þær ná tæpast nógu langt ef
þær megna aðeins að þurrka út
fjárlagahallann. Það verður að
minnka umsvif ríkisins til muna
og gefa einstaklingunum svigrúm
til athafna. Kosturinn við tilíögur
Verzlunarráðs er hins vegar sá að
þær eru tiltölulega auðveldar í
framkvæmd og ættu ekki að þurfa
að valda miklum taugatitringi á
Alþingi ef undan er skilin hug-
myndin um fækkun þingsæta.
En höfuðvandinn felst ekki í
einstökum liðum fjárlaga, þó svo
auðvitað verði að grisja þau dug-
lega. Það, sem er öllu verðugra og
mikilvægara viðfangsefni, er að
gera upp við sig í hverju hlutverk
ríkisins eigi að liggja. Meginregian
á að sjálfsögðu að vera sú, að ríkið
sinni aðeins því sem einstaklingar
þjóðfélagsins geta ekki með
nokkru móti sinnt og þorri þjóð-
arinnar telur brýna nauðsyn til.
Opinber afskipti eru vandinn en
ekki lausnin.
10
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994