Eintak

Tölublað

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 17

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 17
og blés framan í hann er þeir tefldu um áskorandaréttinn við heimsmeist- arann í Kanada. Kortsjnoj hefur verið einn af óvinum islenska lýð- veldisins upp frá því. EINTAK náði tali af Viktori Kortsjnoj á heimili hans í Sviss. Hvaðfinnstþér um ísland? „Það er langt síðan ég var þar síð- ast og Islendingar eru hættir að bjóða mér heim. Mér er kunnugt um að skák er ein af vinsælustu íþróttunum á íslandi og Island hef- ur lagt verulega af mörkum til framþróunar skákíþróttarinnar í heiminum. Mér finnst landið fal- legt en það ber þess merki að það er nálægt norðurpólnum og hentar vel íbúunum. Eg gæti ekki hugsað mér að búa á íslandi því það er allt of kalt fyrir mig.“ Hvernig heldur þú að standi á því að þér hefur ekki.verið boðið aftur til íslands? „Ég veit það ekki, kannski viljið þið frekar bjóða yngri skákmönn- um sem eru betri en ég. Ég hef ferð- ast töluvert um ísland og þekki mikið af fólki og hitti meðal annara forseta ykkar Vigdísi Finnboga- dóttur, sem sýndi mér skilning í baráttu minni við sovésk stjórn- völd. Ég minnist jákvæðs viðhorfs og stuðnings þjóðarinnar en fyrir utan samúð hennar beittu stjórn- völd einnig Sovétríkin diplómatísk- um þrýstingi." En snérust íslendingar ekki gegn þér þegar þú tefldir einvígið við Jó- hann Hjartarson? „Mér finnst það eðlilegt því allar þjóðir hafa þjóðerniskennd og standa með sínu fólki. Það komu upp ákveðin vandamál á meðan á einvíginu stóð en kannski hefur Jó- hanni Hjartarsyni nú snúist hugur og er 'ekki lengur gramur í minn garð.“ Þú varst gagnrýndur fyrir að reykja við skákborðið á móti honum og vildir ekki hætta því þótt það félli honum illa? „Það er rétt. Ég var ekki í góðu jafnvægi á þessum tíma og það er taugastrekkjandi að sitja lengi yfir skák og því reykti ég. Það var ekki hugsað til að vera honum til ama þó að hann hafi haldið því fram. Ég lreld að hann erfi þetta elcki við mig lengur og virði mig sem skákmann. Ég hef ennþá samband við hann og fleiri skákmenn á íslandi og það er vinsamlegt þó ég líti ekki á þá sem vini mína sem slíka.“ Skyttan Staffan „Faxi“ Olson Allir þeir, sem á annað borð fýlgjast með handknattleik, þekkja Faxa, eins og Staffan Olson er kallaður vegna mikils lubba. Svía- grýlan hefur háð íslenska landslið- inu Jengi og ófarir þess gegn því sænska hefur farið illilega í taug- arnar á Islendingum. Pirringurinn hefur einna mest bitnað á Faxa, enda hefur hann oft spilað stór- kostlega gegn þeim. Fyrir nokkrum árum léku ís- lendingar og Svíar landsleik í Laug- ardalshöllinni og þá fékk hugtakið andúð nýja merkingu í huga Faxa. I hvert sinn sem hann fékk boltann púuðu áhorfendur allt hvað af tók. Þegar hann skoraði leit hann upp í stúku og glotti sem espaði áhorf- endur enn meira. Svo þegar honum var vikið af leikvelli í tvær mínútur fyrir að slengja hendinni í andlit Sigurðar Bjarnasonar ætlaði allt vitlaust að verða. En alltaf glotti Faxi. Svíar sigruðu örugglega i íeiknum og Faxi innsiglaði sigurinn undir lok leiksins með því að stökkva inn í teiginn og skora á þann hátt að kasta boltanum aftur fyrir bak. Síðan hlióp hann trylltur fyrir framan stúkuna og steytti hnefana framan í áhorfendur. Þetta mark hans sló þá svo út af laginu að dauðaþögn lagðist yfir Höllina. Síðan hefur Staffan Olson verið hataður af Islendingum, að minnsta kosti handknattleiks- áhugamönnum. Þeir íyrirgefa hon- um ekki svo glatt að hafa niðurlægt þá og íslenska landsliðið með vinstri hendinni. „Þetta er mikill heiður því ég hef aðeins leikið tvisvar á Islandi,“ sagði sænska vinstrihandarskyttan og markvarðaskelfirinn Staffan Ol- son þegar honum var tilkynnt að hann væri í hópi þeirra útlendinga sem íslendingar hefðu mesta óbeit á. Það mátti nánast sjá glottið, sem hann er þekktur fýrir, í gegnum sí- mann. „Ég man mjög vel eftir þessunr leik og hvernig áhorfendur púuðu alltaf á mig. Þetta var mjög gaman en ég fann mjög sterkt fýrir andúð- inni. Margt fólk kom að máli við mig eftir leikinn og sagði að ég ætti ekki að taka þetta of alvarlega, meðal annars Sigurður Bjarnason. Ég ber engan kala til Islendinga vegna þessarar móttöku og hafði mikla ánægju af því að koma til Is- lands í þau tvö skipti sem ég hef komið þangað. Þetta val angrar mig heldur ekkert.“ Staffan segist bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu. „Þið eigið gott lið sem spilar góðan hand- bolta, ekki síst í ljósi þess hve fá- menn þjóðin er. Það er frábært að liðið sé í hópi þeirra bestu í heimin- um.“ Að lokum sagðist Staffan hlakka til að mæta íslenska landsliðinu á vellinum aftur. Fanaabúðastjórinn Viaaímír Zhírínovskíj Sjaldan hefur jafn þekktur mað- ur látið jafh þung orð falla í garð Is- lendinga og þegar rússneski þjóð- ernissinninn Vladímír Zhírínov- skíj sagði að réttast væri að breyta Islandi í fangabúðir fýrir andófs- menn og nota Síberíu til einhvers annars gagnlegra. Ástæða þess, að Zírínovskíj var svona reiður, er sú að íslendingar viðurkenndu sjálf- stæði Lithaugalands fyrstir þjóða. Zírínovskíj vill endurreisa heims- veldi Rússa og innlima aftur þær þjóðir sem hafa rofið sig frá gamla Sovétveldinu. Eftir að hafa leitað hátt og lágt í nýja þinghúsinu hafði Haukur Hauksson, fréttaritari Ríkisút- varpsins í Moskvu, upp á Vladímír Zhírínovskíj fýrir EINTAK þar sem hann var að koma út úr mötuneyt- inu og gekk í átt að fatahenginu í fýlgd vígalegra lífvarða. Fréttaritari kynnti sig, sýndi blaðamannaskírteinið frá utanrík- isráðuneytinu og bað um stutt við- tal, sem formaður frjálslynda Lýð- ræðisflokksins tók vel í. Vladímír Volfovíts. Er það rétt að þér sé illa við íslendinga? „Hvað ertu að segja? Af og frá. Is- land er frábært land, eyja í Norður- höfum. Mér myndi aldrei í lífinu vera illa við Islendinga og við Rúss- ar höfum ekkert út á íslendinga að setja. Við höfum aldrei átt í neinum deilum við ykkur og því síður barist við ykkur. Það er rólegt og gott fólk sem býr á Islandi,“ Hvað veistu um ísland? „Mjög lítið. Ég veit að áður flutt- uð þið út mjög góða síld hingað. Heimsmeistaraeinvígið í skák var haldið hjá ykkur fýrir nokkrum ár- um. Nú, Gorbatsjov og Reagan hittust þarna í Reykjavík á leiðtoga- fundinum. Þetta eru þrjú atriði sem ég veit um lsland.“ Hver er afstaða þín almennt til Is- lands og annarra Norðurlanda? „Ég hef mjög jákvæða afstöðu gagnvart íslandi vegna þess að þið eruð ekki að heimta neitt eða reyna að vinna undir ykkur önnur lands- svæði. Hins vegar eru Finnar að heimta Kirjálabotna undir sína stjórn. Við höfum líka oft staðið í erjum við Svía og þeir hafa verið með vesen út af kafbátamálum. Danir hafa verið að skipta sér af Eystrasaltsmálum og við höfum átt í landamæradeilum við Norð- menn, sem auk þess eru í Nató.“ En ísland var fyrst til að viður- kenna sjálfstœði Lithaugalands á al- þjóðavettvangi. „Já, þetta er það eina sem Island hefur unnið gegn Rússlandi og þið eigið eftir að sjá eftir því. Eystra- saltslýðveldin eru og verða hluti af Rússlandi. Og við látum engar smáþjóðir skipta sér af okkar inn- anlandsmálum. Þið eruð smáþjóð og þið eigið að vera hlutlausir og eiga góð samskipti við Rússland. Það er ykkar framtíðarvon. Hvers vegna eruð þið í Nató, án þess að eiga svo mikið sem einn skriðdreka eða kafbát? (Hiátur) Til hvers að vera í Nató? (Meiri hlátur) Nató bjarg- ar ykkur aldrei. Með nokkrum tundur- skeytum og loftárás er eyjan ykkar búin að vera. Þið eigið að vinna að ykkar eigin málum í ró og næði og selja okkur meiri síld. Hvert ætl- ið þið annað að selja síldina?“ Það væri ljúft ef við ættum fleiri jafn trygglynda óvini og Zhírínov- skíj. 0 Eins og menn eiga að velja sér vini af kostgæfni, ættu þeirekkiað gera hvemsemerað óvini sínum. ís- lendingar hafa ekki átt í neinum þeim illdeilum við aðrar þjóðir að þeir hafi eignast þærað fjandþjóð- um. Óvinir íslands eru fyrst og fremst einstaklingar sem hafa komið illa fram við einhvem meðbræðra okkar, móðgað okkur, lít- ilsvirt eða lítillækk- að. EINTAK leitaði uppi nokkraaf þessum óvinum þjóðarinnarog spurði þá álits á landiogþjóð. Halim Al „Ég bjó á íslandi í ellefu ár og það hafði mikil og góð áhrifá mig. íslendingar voru mjög góðir í minn garð. “ Vladímír Volfovíts Zhírínovskí „Nató bjargarykkur aldrei. Með nokkrum tundurskeytum og loftárás er eyjan ykkarbú in að vera. Þið eigið að'vinna að ykkar eigin málum í ró og næði og selja okkur tneiri síld Hvert ætlið þið annað að selja siídtna? FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 17

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.