Eintak

Tölublað

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 22

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 22
fíverfið mi til að skoða hverfið, niðurstaðan af þeirri skoðun var auðfundin; hverf- ið var ómanneskjulegt. t framhald- inu fengum við þann sem var ábyrgur fyrir skipulagi hverfisins á fund til að svara spurningunni: Finnst þér Breiðholtið fallegt?“ Hann átti ekkert svar og yfirgaf fundinn. Hann er sjálfsagt ennþá á róli um Breiðholtið í leit að fegurð- inni. Þar með er ekki sagt að við sem bjuggum í Breiðholtinu höfum aldrei séð neitt fallegt, náttúran umlykur steinsteypuna og það var stutt í laxinn í Elliðaánum og berja- lyngið á Vatnsendahæðinni. Eitt af einkennum nýrra hverfa er að þangað þyrpast allir sem hafa atvinnu af því að hafa ofan af fyrír ungviðinu, ég lét vélast af öllum nema barnastúkunni Trölla. Ég lærði „bömp“ í dansskóla Heiðars Ástvaldsonar, stökk og hljóp með íþróttafélaginu Leikni, og hnýtti pelastikk í skátafélaginu Haförnum þar til mannýgur sveitarforingi beit mig í bakið. Annars man ég ekki margt úr Breiðholtinu. Ég hef verið með annan fótinn þar síðan ég flutti þaðan og þess vegna ekki náð al- mennilegum fókus á lífið þar. En kannski er Breiðholtið einmitt þannig, úr fókus, það hefur ekki „settlast“ eins og önnur hverfi. Fólk streymir inn og út úr blokkunum og fáir festa þar rætur. I því liggur leyndardómurinn á bak við Breið- holtið; hverfið er eins konar kjarn- orkuver, það er orkumikið en alltaf hætta á bresti í úraníumtankinum - úrganginn er hægt að nýta í sprengjur. Þú spyrð mig um þjóðfrægar persónur sem hafa búið í Breið- holtinu. Stundum finnst mér að Breiðholtið hafi gefið þjóðinni mikið af fréttnæmu fólki; fegurðar- drottningar og fjárglæframenn, knattspyrnuhetjur og strokufanga, skákmeistara og landabruggara. En sá Breiðholtsbúi sem ég man best eftir er Clausen gamli. Hann var heiidsali og gekk um hverfið með lúna tösku, ég held hann hafi selt upptrekkta apa.“ SKUGGA- HVERFIÐ ÓlafurGunnarsson Það er mitt Yokna- patawpha- County Skuggahverfið skilgreini ég þannig: Það nær frá Arnarhóli og inn að Bjarnarborg. Hverfisgatan sker það burt frá restinni af Reykja- vík. Það er mitt Yoknapatawpha- County. Og ég þess William Faulkner. Skuggahverfið er að gufa upp. Nú er verið að mölva niður Slátur- félag Suðurlands. Um daginn mætti ég Færeyingaheimilinu á vagni. Þegar það var reist við sjáv- arsíðuna voru skútur dregnar upp í Skúlagötufjöruna. I þeirri fjöru rak drukkinn færeyingur, brennivíns- þefjandi og stígvélaður, vambsíður risi í trosnaðri lopapeysu báða þumla upp í mig og skar mig til blóðs á gómunum með nöglunum. Hann var að sýna mér hvernig hann varðist í ýtrustu neyð í návígi í seinni heimsstyrjöldinni. Og svo dró nann hnírúr belti og sýndi mér sautjan strik í skeftinu. Sérhvert þeirra þjóðverji og ég harðneitaði að kveinka mér vegna þess að ég var í Waffen SS. Og nú er verið að brjóta niður Sláturfélagsbyggingarnar. Það var stórgott að heimsækja Sláturfélag Suðurlands þegar maður var svang- ur strákur og kellingarnar fóru í pottana og höluðu þaðan rjúkandi Auður Eir „Ný bý ég í Kópavogi en ég er alltafað tala um að flytja ÍÞingholt- in. Það er ennþá baca draumur vetrarrjúp- S'unpan" ÞINGHOLTIN AuðurEir Hverfi hverfanna Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir bjó í Þingholtunum frá fæðingu til 16 ára aldurs. „Ég bjó á efstu hæð Verslunar- skólans á Grundarstígnum. Pabbi minn var þar skólastjóri. Þaðan sá ég yfir mestan hluta hinnar byggðu borgar; Vesturbæinn, út á flugvöll, út á sjó og upp á Öðins- götu í austurátt. Það var mikið af börnum í hverfinu og þau skiptust í flokka. Við á Grundarstígnum lékum okkur með þeim sem bjuggu á Bergstaðastrætinu en aldrei með þeim af Bjargarstígnum eða Lauf- ásveginum. Það var ekki vegna neinnar óvildar. Þetta skiptist bara svona. Á stríðsárunum voru her- mannabraggar á Bergstaðastræti og Ingólfsstræti sem settu mikinn svip á hverfið. Okkur krökkunum fannst mjög eðlilegt að þeir væru þarna þó við værum ekki mikið í kringum þá. Meðal þeirra sem bjuggu í hverfmu voru Hallgrímur Jóns- son, sem þá var orðinn gamall maður, en hafði verið skólastjóri Miðbæjarbarnaskólans, Knudsen kvikmyndatökumaður bjó í Hellusundi, í húsi við hlið Versl- unarskólans bjó Ágúst Bjarna- son prófessor og í Þingholtsstræti bjó frú Guðrún Erlings, ekkja Þorsteins Erlingssonar skálds. Marga morgna bernsku minnar vaknaði ég við að hún var að tala við fuglana meðan hún gaf þeim. Frú Louise Thorarensen bjó á horni Laufásvegs og Hellusunds. Hún var mikil matjurtaræktunar- kona. Þegar hún dó arfleiddi hún mig af tíu rabarbarahnausum. Hún var búin að segja mér að ég fengi þá og þegar hún lést var hringt í mig og mér afhentir hnausarnir. Það var merkilegt hvað það var mikið af búðum á Grundarstígn- um. Þær voru þrjár og svo mjólk- urbúð og fiskbúð. Þá voru vírar settir gegnum augun á fiskunum. Börn sem voru send mjög lítil út í fiskbúð áttu til að draga þá eftir gangstéttunum á leiðinni heim. Það var líka algeng sjón að sjá fisk á hellunum fyrir framan búðirnar. Ef fólk þurfti að bregða sér inn í þær á leið úr fiskbúðinni geymdi það fiskana á hellum fýrir framan þær. Það var mikið af stórbrunum á þessum tíma. Ég sá til dæmis ein- hverju sinni úr glugganum mín- um Hafnarhúsið brenna og öðru sinni þegar við börnin í hverfinu ætluðum í sunnudagaskóla KFUM á Amtmannsstíg hafði húsið brunnið um nóttina. Þarna var ég þegar búin að taka þá ákvörðun að verða prestur. Nálægðin við KFUM og Amtmannsstíginn hafði þar óneitanlega mikil áhrif. Ný bý ég í Kópavogi en ég er alltaf að tala um að flytja í Þing- holtin. Það er ennþá bara draum- ur vetrarrjúpunnar. Ég fór þangað um daginn og skoðaði íbúð á efstu hæð á móti Borgarbókasafninu. Ég var djúpt snortin. Ég veit að ég á eftir að flytja aftur í Þingholtin. Þetta er hverfi hverfanna.“ ÓLAFURGUNNARSSON „Skuggahverfið er að gufa upp. Nú er verið að mölva niður Slát- urfélag Suðurlands. Um daginn mætti ég Færeyingaheimilinu á vagní. “ pylsur í trossum og gáfu manni. Og nú á hverfið ekki lengur sína sjoppu. Því gamla Florída er flutt yfir götuna. Ég man eftir gömlum skjálfhentum manni sem rak þá sjoppu og gat ekki afgreitt súkku- laðikúlur vegna þess að þær hrutu úr skeiðinni og skoppuðu eftir gler- borðinu og þess vegna gerðum við það af skömm okkar að fara dag eftir dag og kaupa kúlur fyrir öll þau gler sem okkur áskotnuðust til að horfa á gamla manninn skjálfa og hlusta á hann bölva. Og þarna var Bókaútgáfan Helgafell. Við sigum í kaðli niður á lagerinn um þakglugga að Ragnari í Smára forspurðum og settum upp bóksölu í píanókassa á Lindar- götunni. Og þarna stóðu Kveldúlfshúsin. Og þarna var Trésmiðjan Völundur með háum skorsteini og sögunar- hvin og handan götunnar Bensín- stöðin á Klöpp með stórum tönk- um sem voru gluggum skreyttir 1940 til að villa um fyrir þýskum orrustuflugmönnum. Allt er þetta horfið, og munaði minnstu að Þjóðleikhúsið hyrfi líka. Og slatta af húsum hefur verið ekið í önnur bæjarhverfi. Enn stendur þó Tónlistarskólinn sem eitt sinn hét Lindargötuskól- inn og þar áður Ingimarskólinn og allra fyrst franski spítalinn. En Skuggahverfið er að gufa upp. Hamingjunni sé lof fyrir Lúlla- búð. Hún var möndullinn sem allt snerist um. Ja, ef hún Lúllabúð gæti sagt sögur þá tíndust gömul hús að, uppgerð úr úthverfúm, til að sýna hvað þau væru fín en mest til að hlusta. Þá risi Skuggahverfið að nýju. Þá mættum við Faulkner pakka saman. KLEPPS- HOLTIÐ PéturTyrfingsson Paradís; dýraltf, ígulker og smokkar Pétur Tyrfingsson deildarstjóri SÁÁ, bjó í Kleppsholtunum frá því hann fæddist, árið 1953, og til 1989 með örstuttu hléi þegar hann hélt til útlanda í nám. „Það er eilítið óljóst hvar Klepps- holtið er en ég held að í hugum Kleppshyltinga markist það af þremur stöðum: Gömlu sundlaug- unum, Vatnagörðunum og Kleppi og svo aldurhniginni glerfabrikku þar sem J. Hinriksson er núna. í fjörunni fyrir neðan hana var mjög gamalt og dularfullt skipsflak sem hefur komist í skáldsögur. Við börnin í Kleppsholtinu lifð- um í miklum ævintýraheimi enda koma merkilegustu andans menn úr Kleppsholtinu. Þau teygja sig nefnilega inn í Voga og þaðan koma Einararnir og Vigdís Grímsdóttir. Vesturbæingar hafa ekkert að yrkja um. Það var sérstakt að alast upp við Klepp og við krakkarnir komumst fljótt að raun um að geðsjúkir voru líka fólk. Ég stal sígarettum frá frænku minni til að gefa Pálínu sem gekk um á flókainniskóm og safnaði sígarettum. Ég man líka eft- ir öðrum manni af Kleppi sem var með höfuðið fullt af fólki. Mér stóð alltaf beygur af honum þangað til einn daginn að ég datt af hjólinu mínu. Þá hjálpaði hann mér orða- laust á fætur og dustaði af mér ryk- ið. Síðan hef ég ekki óttast geðsjúkt fólk. Við Hjallaveginn voru þrír menn með hesta í húsi yfir veturna; Björgvin hét einn, annar var kall- aður Gústi gamli og var sá líka með kindur, og sá þriðji hét Bjart- ur, Hann bjó fýrir ofan Guðmund í versluninni Búrinu og átti skjóttan hest sem hét Goggur. Þegar Mary Poppins var sýnd þurfti ekki að útskýra þjóðfélagslegt hlutverk persónanna í myndinni fyrir krökkunum í Kleppsholtinu. Síðasti sótarinn í Reykjavík bjó nefnilega þar. Vatnagarðarnir voru mikil par- adís. Þar var hægt að sigla og veiða hornsíli. Maður gat aldeilis athugað dýralífið í Vatnagörðunum. Maður fann jafnvel smokka í skolpræsinu. Steinsnar frá var trillukarl sem gaf mér ígulker til að hafa til skrauts í glugganum mínum. Nú er búið að sprengja allt Vatnagarðasvæðið í burtu og landið komið undir Eim- skip og heildsala. Jafnframt er Bjarnastaðarholtið sem eitt sinn var mosagróið land komið undir ein- býlishús og raðhús yfirstéttarinnar. Ég skil ekki hvers vegna þurfti að eyðileggja Vatnagarðasvæðið og út- sýnið út í eyjarnar. Ég sé mikið eftir þessu. Þeir sem alist hafa upp í Kleppsholtinu horfa á þetta_ með tregablandinni reiði. Héfði ég viljað sýna börnun- um mínum einn stað, þá hefði þetta verið hann. Margir minna gömlu vina úr hverfinu hafa verið að sækja inn í það aftur. Ég myndi gera það sama ef ég hefði efni á því.“ HVASSALEITIÐ Aðalbjöm Þórólfsson Berjatínsla við Kringl- una Aðalbjörn Þórólfsson var 10 ára þegar hann flutti í Hvassaleitið og bjó þar í 12 ár. „Ég lék mér mikið á golfVellinum en það er það svæði kallað sem nú er komið undir Kringluna og nær upp í Efsta- og Neðstaleitið. Þar voru sandhólar, lækir og móar. Ég gerði óteljandi stíflur þar með vin- um mínum. Hitaveitustokkur lá jafnframt í gegnum svæðið á leið- inni. Á haustin var hægt að tína ber upp við stokkinn. Við hjóluðum mikið á golfvellinum. Eg gróf hamstrana mma á golfvellinum og það var hræðileg reynsla að sjá að grunnurinn að Borg- arleikhúsinu var kominn þar sem leiðið hafði verið. Mér fannst það mikil vanhelgun. En við strákarnir vorum fljótt farnir að þvælast ofan í grunninum. Hann lá í mörg ár opinn og óhreyfður. Steypustyrktarjárnin stóðu upp úr og þetta var hin mesta dauðagildra. Hann var stundum hálffullur af vatni. Mesta sportið var að hjóla yf- ir pyttina og sjá hvað gerðist. Sögur gengu um að heilu hjólin hefðu týnst í þeim allra dýpstu. Svo lék maður sér endalaust í móum sem komnir eru undir byggingar núna. I Hvassaleitinu var svokölluð Læknabrekka, sem er botnlangi, þar sem bjó ógrynni af læknum og tannlæknum. Þeir sem voru hljóð- villtir kölluðu hana Lakkrísbrekk- una. Fyrir ofan hana var grasflöt sem náði upp að safnaðarheimili Grensáskirkju. Þar var hægt að fara í 100 manna fótboltaleik, rúbbý eða hafnabolta. Þar er nú líka farið að byggja- Hvassaleitisskólinn var mikill fyrirmyndarskóli og hefur stund- um verið kallaður Litli-Versló því þar þykir vera fremur snobbað lið. Þar þótti til dæmis ekki fírit að vera pönkari. Gæslan var svo öflug á skólalóðinni að reykingarliðið í skólanum varð að stelast út í Aust- urver. Unglingarnir héldu til í ganginum í Austurveri fremur en í sjoppunum. Byggt var við skólann skömmu áður en ég hætti í honum. Bak við bygginguna voru fáein leik- tæki stúkuð af. Þar hafðist frægasti Hvassaleitingur allra tíma við: sjálf- ur Hvassaleitisdóninn." FOSSVOGUR Snoni Ægisson Villikettir í Fossvoginum „Ég flutti með fjölskyldu minni í Undraland þegar ég var 11 ára, í eitt af fýrstu húsunum sem byggt var austan við bæinn Bústaði. Bústofn- inn þar samanstóð aðallega af ám og hænsnum og var ánum beitt í Fossvogsdalnum. Við þurftum að rífa upp ósköpin öll af sex sjö metra háum og þrjátíu fjörutíu ára göml- um trjám til að geta tekið grunn að húsinu og það er eflaust í eina skiptið sem bygging íbúðarhúss í Reykjavík hefst á skógarhöggi. Húsið er byggt á sumarbústaðalóð Kristjáns Siggeirssonar og er þar komin skýringin á öllum trjágróðr- inum. Sumarbústaðurinn stendur enn fallega uppgerður við hliðina á húsinu og flaggstöng og lítið garð- hús fylgdi lóðinni okkar. Skógarrjóðrið ómaði af fugla- söng og mörg þrasta- og auðnutitt- lingspör gerðu sér þar hreiður fyrir unga sína. (Og ég safnaði eggjum). Á góðum sumarkvöldum barst ár- niðurinn frá Elliðaánum úr austur- átt inn um gluggann. Útsýni var yf- ir árnar, og Fákshúsin þar sem ég fékk að gefa hestunum og skreppa á bak. Ártúnsbrekkan, þar sem við fórum oft á skíði, blasti við og sá upp í Bláfjöll því þá var ekkert efra Breiðholt til. Rétt austan við okkur var annar bær með gæsum og gæsapolli. Úti í móa og í kringum húsið léku sér hagamýs sem ég náði stundum að hlaupa uppi. Á hverju sumri eftir að þrastaungarnir voru orðnir fleygir flugu alltaf nokkrir þeirra á rúðurnar og hef ég grafið fjöldagrafir í garðinum í Undra- landi. Sumir rotuðust þó bara tímabundið. Aðrir voru svo heppn- ir að hitta á opinn glugga eða svala- hurð og upphófst þá mikill eltinga- leikur um allt hús. Þrátt fyrir Ijölskrúðugt fuglalíf, hesta, ær, hænsni, gæsir, hunda, hagamýs og laxá allt í kringum mig þurfti ég að hafa mín eigin dýr; páfagauk, kött, dúfur og kanínur. Hitaveitustokkur liggur í gegn- um allan Fossvoginn við Bústaða- veginn og var þetta fjölfarin sam- gönguleið. Stolckurinn var svolítið Aðalbjörn Þórólfsson „IHvassaleitinu var svokölluð Læknabrekka, sem er botnlangi, þa, sem bjó ógrynni af læknum og tannlæknum. Þeirsem voru hljóð- villtir kölluðu hana Lakkrísbrekkuna. “ 22 FIMMTUDAGUR 3. MARST994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.