Eintak

Tölublað

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 11

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 11
PÁLL JÓNSSON í HOLTI Hvaða Egill? Sjálfstæðismenn hafa aldrei verið öflugir á Austurlandi. Þeir áttu lengst af einn þingmann og engum datt í hug að nokkur möguleiki væri á öðrum. Þess vegna skipti það engu máli hver var í öðru sætinu á eftir Sverri Hermannssyni sem langa hríð var eini sjálfstæðismað- urinn sem í senn þótti nógu skemmtilegur og nógu sérlundaður til að hægt væri að bjóða hann Austfirðingum. Einhverju sinni gerðist það að kartöflubónda af Hornafirði, sem hefur meira að segja að líkamsburðum dregið dám af uppskeru sinni, tókst að nudda út annað sætið. Hvað á hann stóra fjölskyldu? er hermt að Sverrir hafi spurt og síðan ekki sýnt honum frekari áhuga í kósningabaráttunni. Seint að kveldi kjördags gekk Sverrir síðan til náða, jafn granda- laus og þjóðin öll um að vinsældir hans eystra dygðu til að fleyta hon- um inn á þingið hinum hringvaxna jarðeplahöld af Seljavöllum. Snemma morguns var Sverrir vak- inn ofurlítið rykaður og fréttamað- ur Útvarps byrjaði á að óska hon- um til hamingju með Egil. Sverrir þagnaði um stund og síðan kom svarið, sem enn er frægt um Aust- firði alla: „Egil? Hvaða andskotans Egil?“ Búvöruþrætan hefur hins vegar gert Egil að heimsfrægum manni á Islandi. f uppphafi deilunnar duld- ist fáum að Davíð Oddsson og ráðgjafar hans utan þingflokksins ætluðu sér að beygja krata, hvað sem það kostaði. Stjórnlist þeirra Davíðs fólst í því að drepa á dreif hinu eiginlega inntaki þrætunnar, halda því stöðugt fram að þrætu- efnið skipti alls engu, heldur stafi deilan einna helst af skapbrestum Jóns Baldvins. Þessu hefur Jóni raunar ekki tekist að hnekkja ennþá gagnvart fjölmiðlunum og almenn- ingsálitinu - enda skapbrestirnir ærnir - en eins og strákurinn hans Björgvins benti á í leiðara í Dag- blaðinu þá snerist deilan í grunn- inn um grundvallaratriði sem varða gjörvöll heimili í landinu: verslun- arfrelsi og verðlag á búvöru. Herbragð Davíðs í viðleitni sinni við að beygja krata var að sleppa Agli á Seljavöllum lausum á Al- þýðuflokkinn. Meðferðin á aum- ingja Agli sýndi óvanalega kaldrifj- uð vinnubrögð. Honum var att á foraðið og greinilega talin trú um að hann hefði stuðning Davíðs allt til loka orrustunnar. Hvað eftir annað lýsti Egill því í fjölmiðlum að hann ynni málið í nánu samráði við Davíð og hefði við hann samband daglega um fiamvinduna. f fjöl- miðlum sagði Egill drýgindalegur að hann gæfi ekkert fyrir eitthvert samkomulag stjórnarflokkanna heldur ættu málefnin að stjórna ferð, enda væri hér verið að styrkja sjálft þingræðið! - og reiddi sig aug- sýnilega á að Davíð Oddsson skildi hann ekki eftir eins og kálf á svelli. Skyndilega var hann ekki lengur einhver andskotans Egill að austan, heldur sjálfur Egill sterki. Einn dag- inn lýsti hann því yfir vel drjúgur í fjölmiðli að nú myndi „gusta um Egil á Seljavöllum“ næstu daga. Annan daginn var hann farinn að leika sjálfan Winston Churchill og stillti sér upp fyrir framan mynda- vélarnar allan þann dag til að sýna sigurmerkið fræga með fingrunum. En Davíð misreiknaði kratana, og Egill misreiknaði Davíð. Al- þýðuflokkurinn gaf sig ekki. Egill hélt samt áfram að lýsa því yfir fyrir sína hönd og SjálfstæðisfÍokksins að engu yrði breytt í hinu fræga bú- vörufrumvarpi: Aldrei. Síðan opn- aði Davíð á að taka út úr því sér- stakt ákvæði um heimild handa landbúnaðarráðherra til að skella á extra 50% verðjöfnunargjaldi ofan á öll hin gjöldin. „Þetta styrkir ffumvarpið,“ sagði Egill afar gleiður við fjölmiðlana og sagðist svo ekki mundu gefa eftir eina spönn í viðbót. 1 Tímanum tók hann sérstaklega fram að aldrei skyldi hann fallast á að fækkað yrði vörum á bannlistanum, sem í krafti niðurfellingar á innflutningsbanni átti að gefa Blöndal heimild til að koma stórfelldum gjöldum á neysluvörur sem aldrei hefur verið bannað að flytja inn. En varla hafði Egill sleppt orðinu þegar Davíð slakaði út heimild til að endur- skoða listann. „Enn er mín staða að batna,“ sagði Egill við miðlana, að vísu ögn daufari en fýrr. Þá var bara eftir ákvæðið um GATT sem kratar gátu ekki annað en heimtað út úr frumvarpinu. I Tímanum á föstudag var Egill sterki spurður hvort hann gæti fall- ist á að sleppa Gatt-klásúlunni: „Nei,“ svaraði formaður landbún- aðarnefndar, það skyldi aldrei verða. Daginn eftir var þó komið annað hljóð í strokkinn hjá bónda. I Dagblaðinu vildi hann ekki lengur afneita því með öllu að Gattið gæti horfið og sagðist nú þurfa að ræða við formann sinn áður en hann gæft yfirlýsingar. 1 millitíðinni hafði Davíð svo snúist heilan hring, kvaðst frá upphafi hafa verið van- trúaður á að Gatt-ákvæðið ætti þarna heima, af sinni hálfu vel kæmi til greina að það færi. Lyktir málsins urðu svo þær að kratar héldu aldrei þessu vant fast við sitt, enda hefði eiginlegu sam- starfi í ríkisstjórn í raun verið lokið af þeirra hálfu ef Jón Baldvin hefði gefið eftir með fylgjandi sneypu og háðung. Á Stöð 2 á mánudagskvöld var svo komið að Jón Baldvin gaf í skyn að stjórnarslit væru ekki fjarri ef ekki yrði farið að kröfunni um Gatt-burt, og loks fór Gattið burt. Þá fengu kratar fram að verðjöfnun næði aðeins til innlendrar vöru. Og ekki stóð á Agli á Seljavöllum. Eftir að Alþýðuflokkurinn hafði með hótun um slit og kosningar náð fram flestum sínum kröfum sló Dagblaðið viðbrögðum hans upp í tveggja hæða fyrirsögn á forsíðu: „Stórkostlegur sigur fyrir mig.“ En nú var Egill orðinn hjáróma, og roðinn heldur tekinn að dofna á hinum blómlegu kinnum Selja- vallabóndans. Framsókn rak endahnútinn á ör- lög Egils. Af mikilli slægð hafði flokkurinn lýst fullum stuðningi við frumvarp Egils, sem aftur lýsti afstöðu Framsóknarmanna sem enn einum sigri sínum. Þegar frumvarpið kemur til afgreiðslu í þinginu munu Framsóknarmenn væntanlega leggja frumvarp Egils fram óbreytt, vísa í fjölmargar yfir- Herbragð Davíðs í viðleitni sinni við að beygja krata var að sleppa Agli á Selja- völlum lausum á Al- þýðuflokkinn. Með- ferðin á aumingja Agli sýndi óvanalega kaldrifjuð vinnu- brögð. Honum var att áforaðið oggreini- lega talin trú um að hann hefði stuðning Davíðs allt til loka orrustunnar. lýsingar um ágæti þess, - og neyða hann til að greiða atkvæði gegn sínu eigin frumvarpi. Þá kann að renna upp fýrir Agli bónda hversu kaldrifjað Davíð hef- ur beitt honum til að prófa þol krata. Framsóknarmenn munu hins vegar dansa á höfuðleðri hins yfirlýsingaglaða formanns land- búnaðarnefndar fram að kosning- um og rifja upp öll stóru orðin og sigrana sem Egill hefúr unnið að undanförnu. Og að lokum verður mörgum efalítið hugsað til orða Sverris: „Egill? Hvaða andskotans Egill?“ Höfundur er aldraður blaðamað- ur í nágrenni höfuðborgarinnar -EINTA-K FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 11

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.