Eintak

Tölublað

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 26

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 26
Hverfið mitt... og hinir ungu áhorfendur láta við- brögð sín óspart í ljós þegar spennan er í hámarki og úlfurinn er í þann mund að gleypa Rauðhettu. Tómas:En af hverju ertu með svona stóran munn? spurði þá Rauðhetta. Það er til éggeti étið þig..... Um leið og þessi orð falla opnast dyrnar og maðurinn með herðakis- tilinn birtist. Krakkarnir tryllast úr hrœðslu og forða sér hver sem betur getur. Þau hlaupa Óla niður, en hann erjafn óttasleginn og þau. Biggi og Tómas verða eftir, kveikja Ijósin og hjálpa Óla áfætur, en hann er frávita af hrœðslu. Hann er með þykk gleraugu og hefur fengið blóðn- asir. Tómas: Eigum við að hringja á sjúk- ró? Óli horfir á þá stjörfum augum en segir ekki neitt, haltrar síðan eftir ganginum og hverfur inn í leiguher- bergið sitt í kjallaranum. Biggi og Tómas horfa á eftir honum, líta síðan hvor á annan fullir með- aumkunar. Tómas: Nú þorir hann ekki að koma út í marga daga. HAMRAHVERFI Eva BjörkÁsgeirsdóttir „ Vil hvergi annars staðar eiga heima. “ Það eru rúmlega tíu ár síðan uppbygging Grafarvogs sem íbúða- hverfls hófst. Þetta er ótrúlegt, því í dag eru íbúar Grafarvogsins orðnir tæplega ellefu þúsund og fer fjölg- andi. Þeir sem ekki búa í Grafar- voginum vísa oft til hans sem eins hverfis en í raun og veru skiptist svæðið í fimm hverfi ef byggðin í Borgarholti er talin með. Þetta eru: Hamra-, Folda-, Húsa-, Rima- og Engjahverfí. Þar sem byggðin í Grafarvogi er ung er við hæfi að fulltrúi hennar, Eva Björk Ágeirsdóttir, í þessari Reykjavíkuryfirferð EINTAKS sé ungur. Eva Björk var fimm ára þegar hún flutti með fjölskyldu sinni í Hamrahverfið og þar sem þau voru með þeim fyrstu sem þangað fluttu man hún eftir því þegar hverfið var fullt af vinnuvélum og hálfkláruð- um húsum. Á þessum tíma voru ekki nein skipulögð leiksvæði kom- in fyrir börnin en Eva segir að það hafí ekki skipt neinu máli því ný- byggingarnar sköpuðu ákiósanleg- an heim til að leika sér í. Eíl það var ekki hættulaust að príla um I hálfkör- uðum húsum, nag/a- spýtur gátu til dæmis verið skeinu- hættar. á því fékk vinkona Evu að kenna þegar fjögurra tommu nagli stakkst í höfuðið á henni þeg- ar þær voru að klifra út um glugga á einni byggingunni. En núna eru öll húsin búin að losa sig við vinnu- pallana og hverfið hennar Evu orð- ið gróið. En hvernig finnst Evu að búa í Grafarvoginum? „Það er mjög gott. Ég vildi hvergi búa annars staðar. Hér er allt til alls og svo er líka mjög mikið af skemmtilegum krökkum sem eiga heima hérna.“ Eva og jafnaldrar hennar hittast oft í félagsmiðstöðinni Fjörgyn þegar þar eru diskótek eða ein- hverjar uppákomur. Og svo er sjoppan við Plús-markaðinn líka vinsæll samkomustaður svona hversdags. Þegar Eva er spurð að því hvort hún verði vör við einhvern hverfa- ríg segir hún að svo sé ekki, hvorki á milli hverfa innan Grafarvogsins né annarra. Það er töluvert mikill samgangur milli hverfa á Grafar- vogssvæðinu því þeir krakkar sem eru í íþróttum æfa allir hjá Fjölni og svo hittast krakkarnir líka í Fjörgyn sem er félagsmiðstöð fyrir allt svæðið. Evu finnst hún ekkert vera langt frá bænum og öllu því sem þar er að gerast. Þegar hún og vinir henn- ar ætla til dæmis í bíó eða í Kringl- una taka þau bara strætó og Eva segir að það sé ekkert mál. Er Grafarvogurinn þá fullkominn, vantar ekkert? „Það er nú fátt. Ef ég á að nefna eitthvað er það einna helst sund- laug, en það verður ekki lengi því það á að fara að byggja laug bráð- um. Svo væri gaman ef það yrði einhvern tímann opnað bíó hérna.“ NEÐRA BREIÐHOLT Öm Kjartansson Blóðug Bakkastríð Égbjó í einni af fyrstu blokkun- um sem risu í Dvergabakka og naut því þess að alast upp í grunnum húsa sem voru að rísa allt í kring. Ég man eiginlega fyrst eftir mér á hvolfi í polli eftir að hafa farið á hausinn á hjólinu mínu í einhverj- um grunninum. Þegar maður lítur til baka gerir maður sér grein fyrir að þetta voru ekki öruggustu leik- svæði sem voru til, en í þessa daga voru þetta skotgrafirnar okkar. Þetta var þegarenn þá var hægt að fara í berjamó ofar í holtinu, áður en efra Breiðholtið blés út. Það var ekki nóg með að leiksvæðin gætu verið varasöm því sumir nágrann- arnir gátu reynst okkur yngri kyn- sióðinni skeinuhættir, eða réttar sagt boltunum okkar. Ég man sér- staklega eftir eldri hjónum við Dvergabakka sem bjuggu á neðstu hæð þannig að boltarnir vildu stundum villast inn á svalirnar þeirra. Ef það gerðist var karlinn snoggur út á svalirnar með hníf og stakk þá umsvifa- laUSt á hOl. Ef einhver gerðist svo hugdjarfur að gera tilraun til að ná sínum bolta á undan karlinum varð hann að hafa varann á því það var ekkert grín að lenda í honum. Ef hann náði í menn upp á svölun- um fengu þeir að fjúka þaðan með hausinn á undan með skófar á aft- urendanum. Menn fóru snemma í lið eftir því í hvaða Bakka þeir bjuggu og það voru mörg blóðug Bakkastríð háð í þessa daga. Við í Dvergabakka átt- um til dæmis oft í útistöðum við þá sem bjuggu f Eyjabakka og þá var barist með öllu lauslegu, spýtum, grjóti og öðru. Seinna varð Hóla- hverfið í efra Breiðholti okkar hat- rammasta óvinahverfi. Við þekkt- um vissa karaktera þaðan sem gerðu sér leið inn á yfirráðasvæði okkar við Breiðholtskjör til að ögra okkur. Breiðholtskjör, eða sjoppan þar við, var helsti samkomustaður hverfisins. Um helgar var stundum eins og hluti af Hallærisplaninu, þegar það var upp á sitt „besta" á föstudagskvöldi, hefði verið fluttur með öllu tilheyrandi fýrir utan Breiðholtskjörið. Ég æfði fótbolta með lR sem var okkar hverfisfélag. Ekki var aðstað- an beysin í þessa daga hjá félaginu en það hafði til afnota tíu fermetra pláss við malarvöllinn sem var kall- að Grenið og var allt í senn: bún- ingsaðstaða, fundaaðstaða, skrif- stofa og sjoppa þegar á þurfti. Núna er gamli IR malarvöllurinn kominn undir græna torfu í orðsins fyllstu merkingu, hættur að vera fótbolta- völlur og orðinn að grænu svæði fýrir hverfið. Það var dálítið sér- stakt að spila á þessum velli á sín- um tíma. Þar sem völlurinn var við hliðina á Breiðholtskjöri kom það stundum fýrir í miðjum leik að húsmæður á leið heim úr verslun- arleiðangri í kjörbúðina gengu þvert yfir völlinn með tvo inn- kaupapoka í annarri hendinni og leiddu barn með hinni. Þetta var sérstaklega algengt þegar leikurinn hafði farið einhverja stund fram á öðrum vallarhelmingnum og gat til dæmis truflað hröð sóknarupp- hlaup eftir hornspyrnur. Maður varð snemma var við þann villinga-stimpil sem Breið- holtið hafði á sér á þessum árum. Þarna var gríðarlegur fjöldi af börnum saman kominn og eins og gengur eru alltaf einhverjir svartir sauðir í hverjum hóp, og þeim fjölgar náttúrulega því stærri sem hópurinn er. Það voru bara fáir sem lögðu stund á óknytti af einn- hverri elju, en þeir urðu til þess að hverfið var allt stimplað. Núna er neðra Breiðholtið orðið rólegheita hverfi. Þessa dagana bý ég í Vesturbæn- um og kann því bara vel. RAFSTÖÐVAR- HVERFIÐ Þorsteinn Ingi Kragh Scelureitur við Elliðaár Rafstöðvarhverfið við Elliðaár lætur ekki mikið yfir sér þótt það sé eitt af rótgrónari hverfum borgar- innar. Hverfið einkennist af mikilli gróðursæld og er einn af sólríkari stöðum höfuðborgarsvæðisins. Þorsteinn Ingi Kragh vélstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur hefur búið þar í fjörutíu og fimm ár en hann fluttist þangað frá Ljósafossi tíu ára gamall. „Hverfið er byggt upp af vélstjórabústöðum í kring- um gömlu rafstöðina en pabbi var vélstjóri við vararafstöðina," segir hann. „Mér er helst minnisstætt, frá því ég kom hingað, að það var bóndi í Ártúni með kindur, kýr og hesta en hann seldi mjólk og var okkur krökkunum einstaklega góð- ur. Þessi bær var leikvöllurinn okk- ar en á veturna komu einnig lands- ins bestu skíðakappar á kvöldin með ljóskastara á handbörum sem lýstu upp brekkuna og maður fékk að stunda skíði með þeim. Einn þeirra var Ásgeir Eyjólfsson sem síðar varð fyrsti fólkvangsvörður- inn í Bláfjöllum.“ Var mikið afhúsum þarna á þess- um tíma? „Vélstjórabústaðirnir saman- stóðu af sex til sjö íbúðum hver, og síðan voru tveir gamlir sumarbú- staðir sem fólk var farið að búa í allt árið og þeir standa hér enn í endur- bættri mynd. Þetta eru erfðafestu- lönd en einungis tvö hús hafa verið byggð hér í gegnum árin og faðir minn byggði annað þeirra. Þetta var í kringum 1965 en síðan hefur algjörlega verið lokað fýrir fram- kvæmdir á svæðinu. Lóðirnar eru frá 2000 fermetrum upp í 7000 fer- metra og það er ekki heimilt að byggja neitt meira á þeim. Það hefur orðið gífurleg breyting hér á undanförnum fimmtán árum með tilkomu aukinnar útivistar í hólmanum og ekki fjarri lagi að umferðin hafi fimmhundruðfaldast á þessum tíma.“ Það hefur þá ekki verið mikið af börnum í hverfinu? „Nei þetta voru kannski átta til tíu kralckar og mikið um útileiki eins og kíló og þess háttar. Sam- göngur voru ágætar við hverfið því elsta strætisvagnaleiðin í Reykjavík var Sogamýri-Rafstöð en við sótt- um skóla í Laugarnesi.“ Stunduðuð þið veiðar í ánni? „Nei okkur var bannað að fara niður að á, við stálumst ekki til þess svo mig minni. Það var hins vegar nokkuð um það frá nágranna- byggðum eins og Blesugrófinni og Smálöndunum en við urðum ekk- ert vör við það og heyrðum frekar af því frá skólafélögum.“ Áttuð þið í einhverju stríði við ná- grannabyggðirnar? „Nei ég minnist þess ekki. Þetta var óskaplega gott og ljúft allt og mikill leikur og útivera. Ég var öfundaður af skólafclög- um mínum fyrir að búa hér og þeir heimsóttu mig mikið.“ Garðyrkja er áhugamál margra í rafstöðvarhverfinu, veist þú hvernig stendur á því? „Já hér bjó dönsk kona sem var að mörgu leyti brautryðjandi í garðrækt. Eiginmaður hennar var yfirvélstjóri í rafstöðinni og þau bjuggu í húsinu við stöðina og hún kom þeim garði af stað sem er einn af stærstu og hæstu görðunum hér núna. Þau fluttust síðan þrisvar um set innan hverfisins og hún hefur því haft hönd í bagga með upp- byggingu á fjórum görðum í hverf- inu. Hún Var með græna fingur eins og stundum er sagt um garð- yrkjufólk. Síðan bjó hér Svein- björn J. Jónsson hæstarréttarlög- maður, en hann var nokkuð þekkt- ur sem frumkvöðull á sviði skóg- ræktar og garðurinn hans sem er að hluta í Ártúnsbrekkunni ber því glögt vitni.“ Vilt þú hvergi annars staðar búa en í rafstöðvarhverfinu? „Ég þekki ekkert annað þannig að erfitt er að svara því. Þetta er einstakt, og sérstaklega fyrir fólk með börn sem rómar staðinn enda er hverfið lokað og engin umferð í gegn. Það er töluverð endurnýjun á íbúum því Rafmagnsveita Reykja- víkur á alla vélstjórabústaðina og starfsmenn geta fengið þá leigða í hámark fjögur ár og þá oftast á meðan þeir eru að byggja eða koma sér upp þaki annars staðar.“ Hverjir eru helstu gallarnir við hverfið? „Ég get ekki sagt að það séu nein- ir gallar. Hitt er annað mál, ef mað- ur ber saman hvernig þetta var við ástandið í da ,þá er það helst að gróðurinn hefur hækkað gífur- lega og ég sakna árniðarins frá árum áður. Fuglalíf er meira eða minna allt farið, sennilega vegna katta og hundahalds en hér verptu endur upp um öll tún og eitt af ár- vissum verkum okkar var að stjórna umferðinni þegar þær komu með ungana en það hefur ekki gerst í tíu ár.“ Er ekki einhvers konar safn í hverfinu? „Já, það er minjasafn rafveitunn- ar sem geymir ýmsa hluti og mynd- ir frá sögu hennar. Þarna eru gömul mælitæki og fleira en rafstöðin sjálf tilheyrir einnig safninu og hug- myndin er að varðveita hana í því formi sem hún er. Það er allt orgin- alt í henni og hún er ennþá keyrð og orkan nýtt fýrir Reykvíkinga." Eru einhverjir þjóðfrcegir Islend- ingar sem koma úrþessu hverfi? „Já Sveinbjörn Jónson lög- fræðingur, og Þorkell Þorkelsson sem var fýrsti veðurstofustjórinn, en hann byggði sér hús hérna sem Guðrún Ágústsdóttir og Svavar Gestsson búa í. LAUGARNESIÐ Lárus Halldórsson „Lítum a okkur sem sérstakan þjóðflokk. “ „Þegar við félagarnir vorum í barnaskóla í Laugarnesskólanum var leiksvæði okkar aðallega malar- völlur skólans. Þegar við fórum síð- an í gaggó í Laugalækjarskóla flutt- um við okkur um set yfir á mikil- fenglegan íþróttaleikvanginn þar, malbikaðan og holóttan. Durgar eru til í hverju hverfi og er Laugarnesið þar engin undan- tekning. í barnaskóla var Skúli hæstráðandi. Ég held að allir hafi kviðið fyrir frímínútunum út af honum, sérstaklega á veturna. Þá átti hann til að stilla krökkum upp Þorsteinn Ingi Kragh „Það er töluverð endurnýjun á íbúum þvíRafmagnsveita Reykjavík- ur á alla vélstjórabústaðina og starfsmenn geta fengið þá leigða í hámark fjögur ár og þá oftast á meðan þeir eru að byggja eða koma sér upp þaki annars staðar. “ 26 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.