Eintak

Tölublað

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 29

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 29
© HAUKUR SNORRASON „Þetta er blóðugur gamanleikur," segir Ragnar Kjartansson, einn af leikurunum í „Sweeney Todd - morðóði rakarinn við Hafnargötuna" í leikgerð Christophers Bond sem Herranótt, leikfélag Mennta- skólans í Reykjavík, frumsýnir í Tjarnarbíói í kvöld. „Leikritið fjallar um Sweeney sem vill hefna sín fyrir óréttlæti sem hann hefur orðið fyrir. Hann ætlar að fremja morð en málið fer að hlaða utan á sig. Það reyn- isttil dæmis erfitt fyrir hann að losa sig við líkin. Sagan af Sweeney Todd er upphaflega frönsk þjóð- saga um rakara á 15. öld og hefur efnið verið notað í rnargar spennusögur. I Bretlandi er hann í hópi með mönnum eins og Jack the Ripper. Litið er á leikritið sömu augum og Skugga-Sveinn hér á landi og alltaf leikið öðru hvoru.“ Óskar Jónasson leikstýrir verkinu en þýðandi þess er Davíð Þór Jónsson. Nemendur í Myndlista- og handíðaskólanum sjá um gerð leikmyndar og búninga. Úlfur Eldjárn leikur alla tónlist í sýningunni á orgel. „Uppákomur verða í hléi þar sem rakari birtist og jafnframt verður boðið upp á ljúffengar bökur“, segir Ragnar. „Sweeney Todd - morðóði rakarinn við Hafn- argötuna“ er bæði hryllileg og væmin sýning. Þetta er því blóðug skemmtun fyrir alla fjölskylduna“. © Valkyijur í Kaplakrika Keppni um titilinn sterkasta kona Islands fer fram í íþróttahús- inu Kaplakrika þann 14. apríl næst- komandi. Umsjónarmaður keppninnar er Andrés Guðmundsson aflrauna- maður og að hans sögn er þetta í annað sinn sem sterkustu konur þjóðarinnar reyna með sér í keppni um þennan eftirsóknarverða titil. I fýrra var keppt í reiðhöllinni og þá var keppnin samfara keppninni Steinakóngur Islands sem Magnús Ver Magnússon sigraði. Kvenna- keppnin þótti takast það vel að nú verða konurnar í aðalhlutverki en þeir Andrés og Magnús munu einnig reyna með sér í steinatökum á tunnum en sú íþrótt byggir á að lyfta grjóthnullungum, sem eru allt að 150 kíló að þyngd, upp á tunnur. „Þetta er efnilegt og Qölbreytt lið kvenna sem hefur þegar skráð sig í keppnina," segir Andrés „og sumar þeirra hafa getið sér góðs orðs í kraftlyftingum, vaxtarrækt og kast- íþróttum. Konurnar eru kröftugar og til alls líklegar og mikill keppnis- hugur er ríkjandi á meðal þeirra. I fyrra var keppnin á algjöru frum- stigi og konurnar hálf feimnar við að skrá sig til leiks enda engin hefð fyrir neinu í þessum dúr.“ Keppt verður í 5 greinum, og samanlagður árangur færir sterk- ustu konunni sigur. „Við byrjum á bíldrætti á höndum,“ segir Andrés, „en þá draga konurnar jeppa 25 metra á sem bestum tíma. Þær sytja og spyrna fótunum í planka og draga til sín bílinn. Næst tekur við sekkjadráttur en þá draga þær 150 kílóa sekk 25 metra vegalengd á sem stystum tíma. Krossfestulyfta reyn- ir mikið á þrekið en konurnar standa í þeirri grein með útrétta handleggi og sjö kíló í hvorri hendi eins lengi og þær geta. Hleðslu- keppnin þykir skemmtileg en hún fellst í að raða fjórum hlutum ofan f fiskiker og seinasti „hluturinn" er íturvaxinn karlmaður sem margar kvennanna gera sér lítið fyrir og smella í bóndabeygju eða skella yfir öxlina. Lokaatriðið kallast því dramantíska nafni „Dauðaganga“ en konurnar ganga þá með 45 kílóa vörubílarafgeyma í hvorri hendi og markmiðið er að komast sem lengst." Unnur Sigurðardóttir spjót- kastari er Sterkasta kona íslands og segist hún þegar vera farin að und- irbúa sig fyrir titilvörnina. Hún kveðst þó ekki ennþá vera farin að þrarnma um með rafgeyma á síð- kvöldum en fari fljótlega að æfa sig að draga bílinn sinn. „Dauðagang- an er erfiðasta keppnisgreinin,“ segir Unnur, „en í fyrra tórði ég hundrað og ellefu metra og stefni að því að bæta þann árangur. Þrjóskan í mér kom sér vel og var mér mesta hjálpin.“ Unnur segir að það sé misjafnt hvernig karlar taki þessum aflraunum sínum og vill sem minnst tjá sig um það en við- urkennir þó að það komi fyrir að karlar bjóði sér í sjómann þegar þeir eru komnir í glas á skemmmti- stöðunum. „Ég vona að þeir hræð- ist mig ekki eftir þennan titil,“ segir hún og hlær, „annars pæli ég ekki mikið í þvj. Konur hafa verið jákvæðar og gagnvart uppátækinu og stutt dyggilega við bakið á mér. Það kom mér á óvart hvað þetta var skemmtileg keppni í fyrra en mað- ur gerir þetta meira af áhuga og leggur ekki allt í sölurnar. Ég hugsa um útlitið og að halda mínum kvennlega þokka frekar heldur en að ná árangri í aflraununum. Við vorum sex sem kepptum í fyrra og stóðum mjög vel saman og grínuð- umst okkar á milli alveg þangað til að kom að keppninni. Ég reikna með að þetta verði í síðasta skiptið sem ég verð með og að sjálfsögðu stefni ég að því að halda áfram að vera sterkasta kona lslands.“ 0 Unnur Sigurðardottir Sterkasta korta íslands þramm- ar dauðagöngu með 45 kílóa rafgeymi íhvorri hendi. m Nokkrir leikaranna ásamt Óskari Jónassyni leikstjóra. SWEENEY TODDITJARNARBIOI mynd meö Wtioopi Goldberg I aðalhlutverki. Goldberg leikurþjóf sem verður vilni að morði, grunur felluráhana sjálfa svo hún þarfað finna morðingjann til að hreinsa sig áður en lögregl- an finnurhana. 00.00 Tina Turner Tónlistar- þáttur með söngkonunni. STÖÐ TVÖ 16.45, Nágrannar 17.30 Sesam opnast þú 18.00 Úrvalsdeildin 18.30 NBA Til- þrif 19.1919.19 20.15 Eiríkur 20.40 Ferðast um tímann Quantum Leap 21.30 Coltrane og kádiljákurinn 21.55 Læknaneminn Cut Above Matthew Modine leikur kærulausan læknanema sem á það áhættu að vera rekinn úr skóla. 23.55 Hættuleg tegund Arachnophobia Gamanhrollvekja um stríð smábæjarfólks við hryllilegar pöddur sem enginn meindýraeyðir færráðið við. 01.40 Heltekin Secret Passions Hryllingsmynd þar sem löngu látin þjónustu- slúlka heltekur unga stúlku þegar sú síðar- netnda lítur I spegil og sérþá fyrrnefndu. Loíar góðu eða hittó. 03.15 Richard Prior hér og nú fíichard Prior HereAndNow. Gamanleikar- inn á sviði áður en leiðinni tók að halla niður á við. Laugardagur P O P P KK band eru á Tveimur vinum. Það er eins gott aö mæta snemma og tryggja sér gott pláss til að njóta þessara sívinsælu félaga sem best. Alvara er hljómsveit sem er skipuð einvala tónlistarfólki á borð við Rut Reginalds, Grétar Örvarsson og Jóhann Ásmundsson, þau eru á Firðinum íkvöld. Páll óskar og Miljónamæringarnir slá hvergi af f sveiflunni, þeir eru á Bóhem. Á etri hæðinni er síðan myljandi diskóstemmning. Undir tunglinu ætlar að vera jaln skemmtileg og hun var kvöldið áður á Gauknum. Lipstick Lovers eru á vegakránni Ásláki ( Mosfellsbæ. Þeir verða akústikk eins og er við hæfi á þessum stað. BAKGRUNNSTÓNUST lan gælir við svörtu og hvítu og hvftu nóturnar á Café Romance, einnig hefur hann upp raust sína og raular þá ýmist ballöður eða þenur raddböndin í æsilegri tónlist. Out of Space dúettinn er á Café Amsterdam. Þetta eru félagarnir Haffi og Rúnar og á efnis- skrá þeirra eru íslenskir slagarar (bland við er- lenda. Útlagarnir, sveitasöngvasveitin góðkunna er átram á Feita dvergnum. Centaur er aftur komin í gang eftir nokkurt hlé og er á Pizza 67 f kvöld. L E I K H Ú S Sweeny Todd - morðóði rakarinn við Hafnar- götuna, sýnt (Tjarnarbíói kl! 8:00. Herranótt ræðst sjaldnast á garðinn þar sem hann er lægstur og nú er þessi blóðugi gamanleikur tek- inn fyrir. Passið ykkur á myrkrinu! fslenski dansflokkurinn sýnir tjóra balletta á Stóra sviði Þjóöleikhússins kl. 14:00. Sýningar flokksins eru alltaf miklir menningarviðburðir. Allir dansarar hans taka þátt í sýningunni. Verkið eftir Auði Bjarnadóttur í sýning- unni er samið við flautukonsert Alta Heimis Sveinssonar en hann hlaut tón- listarverðlaun Norðurlanda fyrir verkið. Eva Luna á Stóra sviði Borgarleikhússins kl. 20:00 eftir sögu Isabel Allende. Voða vinsælt stykki. Skilaboðaskjóðan kl. 14:00 á Stóra sviðl Þjóðleikhússins eftir Þorvald Þorsteinsson. Æv- intýralegt ævintýri. Mávurinn á Stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 20:00 ettir Tsjekov. Guðrún S. Gísladóttir, Er- lingur Gíslason og Hjalti Rögnvaldsson eru meðal leikara. Seiður skugganna eftir Lars Norén á Litla sviði Þjóðleikhússins kl. 20:00. Helga og Helgi leika prýðisvel og sýning er sögð góð i alla staði. Blóðbrullaup eftir Lorca á Smíðaverkstæðinu kl.20:30. Steinunn Ólína, Bríet Héðinsdóttir, Ingvar Sigurðsson og Baltasar Kormákur í aðal- hlutverkum. UPPÁKOMUR Hreyfimyndafélagið stendur fyrir Orson Welles kvikmyndahátíð. í dag verður njósna- þrillerinn The Third Man sýndur klukkan 21.00 f Háskólabíói í Þ R Ó T T I R Handbolti FH og KA mætast í úrslitaleik bikar- keppni karla f Höllinni klukkan 17.00. Það skiptir miklu máli fyrir FH- inga að leikurinn fari fram hér tyrir sunnan. Það hefði ekki verið árennilegt að sækja KA heim á Akureyri. KörfuboltiHaukar taka á móti Tindastóli í íþróttahúsinu við Strandgötu klukkan 14.00. Sauðkreeklingum hetur gengið illa að sigra f vetur en Haukar eygja hins vegar enn sæti í úr- slitakeppninni. Frjálsar íþróttir Meistaramót íslands innan- húss í flokki fimmtán til átján ára hefst t dag. Keppnin hefst (Baldurshaga klukkan 10.00 og heldur átram í fþróttahúsinu (Kaplakrika klukk- an 16.00. SJÓNVARP RIKISSJONVARPIÐ 09.00 Morgunsjónvarp barnanna. 12.00 Póstverslun 12.45 Staður og stund íþessum þætti er litast um á Hvolsvelli. 13.001 sannleika sagt. 14.05 Syrpan 14.35 Einn-x-tveir 14.55 Enska knattspyrnan Bein út- sending frá leik Sheffield Wednesday og Newc- T ó n 1 i i s t G a u k s ins næstu vik U FIMMTUDAGUR 3. mars FÖSTUDAGUR 4. mars LAUGARDAGUR 5 mars SUNNUDAGUR 6. mars MÁNUDAGUR 7. mars ÞRIDJUDAGUR 8. mars MIÐVIKUDAGUR 9 mars Yrja Undir Undir j-j. j-j- Lokað Synir Tunglinu Tunglinu - Soul Band - Soul Band (v/árshátíðar) Raspútíns FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 29

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.