Eintak

Tölublað

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 33

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 33
„Keppnin er í dag mjög einangrað fyrirbæri, heill heimur út af fyrir sig, þar sem búa menn sem heita nöfnum eins og Johnny Logan, Eiríkur Hauksson og svo framvegis. “ o L I m TRIÐ ftókitl ttm ríttifjiti ug hjmnthttiuiit) Hjónabandið fær umfjöllun frá ýmsum hliðum og þegar mér fannst að Val- gerður Katrín væri að verða helst til vúlvósentrísk slapp hún samt alltaf fyr- ir horn með einni og einni sögu úr reynsluheimi einnig með nýtt forrit sem mun valda jafnvel enn meiri upplausn á hjónabands- og sambýlisforminu. Þetta er bók sem vekur til umhugs- unar og það er langt síðan ég hef upplifað jafn skapandi pirring við bóklestur og í heiðarleika sínum gefur hún engin einhlít svör eða patentlausnir heldur verður til þess að fólk gæti farið að skoða betur samskiptamynstrin og væntingarn- ar í eigin lífi. Og svo er ég enn að gera það upp við mig hvort það sé húmor hjá höfundi að þau spakmæli um hjónabandið sem fá mestu áherslu í bókinni eru flest hver eftir menn eins og Platón, Oscar Wilde og Somerset Maugham sem voru eins og alþjóð veit, mest upp á strákhöndina. Popp M ÓTTARR PROPPÉ HILMAR ÖRN HILMARSSON Athyglisverð og pirrandi I blíðu og stríðu Valgerður Katrín Jónsdóttir ★★ Ert þú að leita að lífsförunaut? Ert þú á leið í hjónaband? Vilt þú bæta hjónaband þitt? Þetta er bók um það hvernig höndla megi ham- ingjuna í nánu sambandi við maka sinn. Vá, hugsaði ég þegar ég las aftan á bókakápuna, íslensk popp- sálfræðibók, loksins, loksins. En svo var þetta allt önnur bók. Eflaust má deila um hvort að þeir sem kaupa bókina út frá skilgreining- unni hér að ofan verði sviknir um ákveðið skemmtana- og notagildi því þetta er langt frá því að vera patentlausnaþeysireið á la svipað auglýstar bækur í Ameríku, — öllu frekar er þetta heiðarleg tilraun til þess að fást við hugtökin „ást“ og „hjónaband" í öllum þeirra birting- um í íslensku samhengi. Ef til vill er það íslenska sjónar- hornið sem gerir bókina svolítið klofna. Höfundurinn, Valgerður Katrín Jónsdóttir, kynnir fyrst til sögunnar hugtakið „rómantíska ást“, eitthvað sem allir lesendur Theresu Charles, Victoriu Holt og Barböru Cartland þekkja og rekur sagnfræðilega tilurð hugtaks- ins 250 ár aftur í tímann. Hún bendir á að hvergi hafi rómantísk ást verið talin jafh mikilvæg og á Vesturlöndum þó hennar megi sjá stað í mörgum fornum menningar- samfélögum og að hugtakið hafi öðlast mikilvægi, vinsældir og áhrif í gegnum bókmenntir eftir að frönsku trúbadorarnir læddu því inn í ljóðahefðina á 12. öld. Síðar afgreiðir hún rómantísku ástina sem einföld og eigingjörn hughrif sem hafi þau áhrif að einstaklingar verða fyrir vonbrigðum þegar rós- rauðu skýin leysast upp og upphaf- legi blossinn kulnár án þess að verða nokkurn tímann að báli. Hún bendir á að breyttir samfélagshættir hafi gefið rómantísku ástinni byr undir báða vængi, spyr síðan hvað sé hin raunverulega ást og vitnar fyrst í orð hins valinkunna kven- hatara Páls postula í fyrsta Kór- intubréfi þar sem hann talar um kærleikann (ég saknaði þess að hún viðraði ekkt skoðanir Páls á hjóna- bandinu síðar i bókinni) og síðan í persneska spakmælasmiðinn, fylli- byttuna og flagarann Kahlil Gi- bran þar sem hann segir svo fjálg- lega: „En kærleikurinn hefur þó alltaf þjáninguna í sér fólgna... sverð er falið í vængjum hans.“ Allt þetta um ást og kærleika, án þess að skilgreina muninn á því þegar Páll talar um „Agape“ á 1. öld, fransmennirnir um „Amour“ á 12. öld og Gibran og annar hver maður um „Love“ á þeirri 20. Það er fleira sem breytist en samfélags- hættir, — orðsviðamerking breytist og guðfræðingar eru enn að þrátta um rnuninn sem felst í ástarhug- tökunum „Agape“ og „Filia" í Nýja Testamentinu. Og svo má geta þess til gamans, guðfræðinnar vegna, að sumir fræðimenn rekja kveðskap trúbadoranna til trúarlegs líkingar- kveðskapar eins og til að mynda ástarljóða múslimans Rumi og Ljóðaljóðanna í Gamla Testament- inu og þá má pæla í því hvað gyð- ingar áttu við með „Aheba“ á þriðju öld fyrir kristsburð. í þessum ástarköflum finnst mér vanta að það kæmist til skila að „ást“ hefur merkt svo margt á mörgum tímum á svo mörgum stöðum og hluti af vandamálinu er að við erum oft að yfirfæra nútíma- merkingu á ritningarstaði sem koma málinu ekkert við og síðan forna hugsun á kringumstæður sem eru allt öðruvísi í nútímanum við breytta samfélagshætti. Hjónabandið fær umfjöllun frá ýmsum hliðum og þegar mér fannst að Valgerður Katrín væri að verða helst til Vúlvósentrísk slapp hún samt alltaf fyrir horn með einni og einni sögu úr reynsluheimi karla. En í þeim kafla, sem og í upphafi bókarinnar, koma mikil- vægustu umhugsunarefnin; sam- bönd mótast mest af tilfinninga- tengslum í æsku og fólk er oft dæmt til að fara í og endurtaka ferli sem var að segja má forritað í það í æsku. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu (sem fær þó stundum mótsagnar- kennda túlkun í niðurstöðum þeirra sálfræðinga sem höfundur vitnar til), reynir hún að gefa góð ráð sem verða megi til bóta og kemur með ýmis sjónarhorn í stað þess að mæta með „lausnina". Það sem kemur sterkt fram í bókinni er að við lifum á tímum mikilla breytinga og hættan er sú að lykla-, plastpoka- og afskiptu vinnuþrælabörnin séu að fara af stað og ekki einungis að taka á sig syndir feðranna heldur eru þau Mennirnir hverra höfuð uxu The Fall The Infotainment Scan ** Enska nýbylgjugraupan The Fall er Islendingum af góðu kunn. Hljómsveitin hélt tónleika í Aust- urbæjarbíói snemma á síðasta ára- tug og í kjölfarið spilaði Purrkur Pilnikk með sveitinni á tónleikaferð um Bretlandseyjar. Á þeim tíma var The Fall með fremstu stórneðan- jarðarsveitum Engla og skemmti mönnum með sérvitru pönkpoppi og lögum sem hétu afkáralegum nöfnum á borð við 'The man whose head expanded (maðurinn hvers höfuð óx...). Síðan hefur sveitin siglt í gegnum poppheiminn með mannabreytingum og zilljón misgóðum plötum. ‘The infotain- ment scan’ er besta plata Mark E. Smith og félaga í háa herrans tíð. Fall skipti nýlega um útgáfufýrir- tæki til að losna við hippa, sem að þeirra sögn, gegnsýra músíkbrans- ann. Flutningurinn hefur gagnast sveitinni vel. Plata þessi er stútfull vel af skemmtilegum lögum sem af- skræma hverja tónlistarstefnuna af annarri. Gamla Chic lagið ‘Lost in music’ endurfæðist í meðförum Fall, furðum þrungið og fantafínt. Þegar bresku blöðin völdu þessa plötu plötu vikunnar fram yfir spútnikkellingarnar í Suede hittu þau einu sinni naglann á höfuðið. JÚLÍUS KEMP Reiði, gleði, ________hatur, sorg 1 nafni föðurins In The Name of The Father Háskólabíó ★★★★ í fyrsta sinn sem ég sá Itt the Name of the Father eftir Jim Sher- idan vissi ég eiginlega ekki hvað ég átti að skrifa um myndina. Ég fór aftur að sjá hana. In the Name of the Father er stórmynd sem er þess virði að sjá oftar en einu sinni, í kvikmynda- húsi. Jim Sheridan, leikstjóri myndarinnar, er með betri sögu- mönnum kvikmyndanna á okkar dögum. Hann er ekki bara góður sögumaður heldur á hann mjög auðvelt með að leika sér með til- finningar áhorfenda. Hann kallar fram, þegar hann vill, öll hugsanleg mannleg viðbrögð og er óhætt að segja að áhorfandinn sé gjörsam- lega á hans valdi. Reiði, gleði, hat- ur, sorg, meira að segja tilfinninga- lega bældir Islendingar verða djúpt snortnir af In the Name of the Fat- her, eins og öðrum myndum hans, My Left Foot. Ég þarf ekki að taka það fram að Sheridan stjórnar leikurum af sömu snilld og áhorfendum, fremstir meðal jafningja eru Daniel Day Lewis og Pete Postlethwa- ite. Það virðist enginn geta náð Daniel Day eins góðum og Sherid- an gerir. Það ætti að skylda dómara við Hæstarétt Islands að sjá þessa mynd þó ekki væri nema til þess að byrgja brunninn. Ekki viljum við að réttarkerfi nútímans, sem er hannað til þess að vernda einstak- linginn, snúist upp í andstæðu sína og verði að ófreskju sem enginn maður getur barist við. In the Name of the Father er góð stór- mynd. Háskólabíó fær hrós fyrir að vera með In the Name of the Father á réttum tíma. Lífogfjör í Júróvi- sjónlandi Júróvisjón Ríkissjónvarpinu ★★ Ríkissjónvarpið greip til sparn- aðaraðgerða í þetta skiptið og tók þá ákvörðun að nú skyldi þjóðin aðeins fá þrjú ríkis- júrósvisjónlög og skipuð var ríkisdómnefnd, sem síðan valdi eitt af þesum þremur, til að senda til Dublinar núna í vor. Til þess að eyða nú engum pening- um í dagskrárgerð, var herlegheit- unum hent í hausinn á Hemma greyinu Gunn, og hann látinn halda keppnina i þættinum sínum. Þátturinn var svo sem ekkert leið- inlegur og sérstaklega var gaman að sjá upprifjanirnar frá forkeppnum undanfarinna ára. Vakti það athygli að Björgvin Halldórsson var þarna í stóru hlutverki og var auð- séð að hann hafði sungið um það bil sjötíu prósent þeirra laga sem lent höfðu í fimmta til öðru sæti á undanförnum átta árum. Það er kannski ekki vitlaus hugmynd, ef að menn vilja grípa til sparnaðarað- gerða á næsta ári, að láta bara semja eitt lag sem yrði síðan frumflutt af Björgvini í keppninni úti og þá væri það vandamál úr sögunni, það er að segja; Björgvin kæmist loksins út, eigandi það fýllilega skilið, og Sjónvarpið myndi sleppa við að setja á svið einhverja tilgerðarlega forkeppni. Að vísu finnst mér alltaf gaman að hafa forkeppni, það er að segja með svona tólf lögum, eins og hefur verið undanfarin ár. Þá sér- staklega vegna þess að það gefur góða afsökun fyrir því að halda partý þar sem fólk safnast saman fyrir framan imbann og gefúr lög- unum atkvæði, svona skemmtileg- ur samkvæmisleikur. En hitt er annað mál að tilgangur með fjá- raustri af því taginu er kannski lítill þegar litið er á þá staðreynd að það er alls ekki til mikils að vinna. Segj- um sem svo að við vinnum keppn- ina úti! Jú, jú, voða gaman fyrir þjóðarstoltið og svona...en hvað svo? Mér vitanlega hefur aðeins ein hljómsveit átt eitthvert líf eftir að hafa unnið Júróvisjón og það var auðvitað ABBA (síðan eru liðin tuttugu ár), aðrir hafa bara gleymst daginn eftir. Keppnin hefur ekki náð því á nokkurn hátt að vera þverskurður evrópskrar popptón- listar og maður trúir því ekki að henni hafi nokkurn tímann verið ætlaður sá vettvangur. Keppnin er í dag mjög einangrað fyrirbæri, heill heimur út af fyrir sig, þar sem búa menn sem heita nöfnum eins og Johnny Logan, Eiríkur Hauks- son og svo framvegis. Sennilega er það bara lausnin, að senda í éitt skipti fyrir öll einhverja þrjá eða fjóra aðila til Júróvisjónlands, þar sem þeir mundu vera „standbæ“ á hverju ári til þess að tryggja okkur sextánda sætið. Aðallega skemmtilega spennandi Arthúr konungur og riddarar hans Stöð tvö ★★★★ Þessi teiknimynd er um Arthúr konung og riddara hringstigans, ruðningsboltalið sem kom úr fram- tíðinni til að bjarga heimi fortíðar- innar. Hún er ofboðslega flott gerð. Það eru alls konar töfrar í henni, riddararnir eru með gadda á her- búningunum sínum og þeir eru mikið að berjast og skylmast. Stundum spennandi, líka skemmti- leg — aðallega skemmtilega spenn- andi. Riddararnir eru að reyna bjarga venjulegu riddurunum og alvöru konunginum og eru líka aó reyna að komast sjálfir til framtíð- arinnar. Fyndnin lagar spennuleysið Draumasteinninn ★★★ Það er ekki mjög mikið af spennu í þessari teiknimynd. Vondu kallarnir eru fyndnir og sag- an er sniðug. Skemmtilegasta per- sónan er Hdkur. Það vaxa draumar á trjám og þeir eru sendir út með draumasteininum. Ekki mjög spennandi en dálítið fyndin. Það lagar það dálítið. Örn Árnason uppáhaldskallinn Imbakassinn ★ ★★★ Hann er náttúrulega ofsalega fýndinn. Uppáhaldskallinn ntinn er Örn Árnason. Líka svolítið Laddi. Ekki alveg eins fyndinn og Spaug- stofan sem var einu sinni. Lögin sem koma eru ekki alltaf mjög fyndin. 0 „Það ætti að skylda dómara við Hæsta- rétt íslands að sjá þessa mynd þó ekki væri nema til þess að byrgja brunninn “Plata þessi er stút- full vel af skemmti- legum lögum sem afskræma hverja tónlistarstefnuna af annarri. “ „Það eru alls konar töfrar í henni, riddar- arnir eru með gadda á herbúningunum sínum og þeir eru mikið að berjast og skylmast.“ FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 33

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.