Eintak

Tölublað

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 15

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 15
Ertu fylgjandi frjáls- um innflutningi á landbúnaðarvöru? Mun frjáls innl ingur landbún vöru bæta kjc neytenda? Er íslensk landbún- aðarvara almennt betri að gæðum og bragðbetri en erlend? vinnsluiðnaðar ýmiss konar. En því rniður gerir ákaflega stór hluti Reykvíkinga sér ekki grein fyrir mikilvægi landbúnaðarins. Mér finnst mismunurinn á svör- unr fólks við spurningunni um hvort innflutningur leiði af sér kjarabætur og svo afstöðunni til þess hvort gera eigi hann frjálsan Egill Jónsson ALÞINGISMAÐUR. „Ég hefgaman afþvíað niður- stöðurnar sýni að fólk tekur ís- lenskan landbúnað og íslenska matvöru fram yfir þann valkost að geta keypt ódýrari matvæli annars staðar frá. “ sýna að fólk telji réttlætanlegt að sporna við innflutningi landbúnað- arvara. Ég tel raunar að mikill meirihluti þjóðarinnar sé á móti frjálsum innflutningi. Sumir telja mesta ávinninginn vera af því að geta keypt ódýrari matvæli en aðrir átta sig á samspili innflutnings og atvinnuleysis. Það er lítil kjarabót fólgin í því að fá ódýrari matvæli í skiptum fyrir það að missa vinnuna og þurfa að kaupa þau fyrir at- vinnuleysisbæturnar. Þetta er flókið mál en fleiri og fleiri skynja að innflutningur á landbúnaðarvörum er samkeppn- ismál og snýst um viðskiptahætti. Flestar þjóðir kappkosta að frarn- leiða nóg fyrir sig sjálfar og niður- greiða svo útflutninginn. Þetta er svipað alls staðar.“ Egill Jónsson þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og formaður land- búnaðarnefndar Alþingis er ánægður með niðurstöður skoð- anakönnunarinnar. „Mér fmnst þær vera vísbending um að Reykvíkingar vilji borða ís- lenskar matvörur og sýna jákvætt viðhorf í garð íslenskra bænda, enda hef ég alltaf fundið mikla já- kvæðni í Reykjavík í garð lands- byggðarinnar. Eg fief heldur aldrei verið sáttur við að neytendum og bændum sé stillt upp sem andstæð- ingum eins og borið hefur á í um- ræðunni. Ég hef gaman af því að niður- stöðurnar sýni að fólk tekur ís- lenskan landbúnað og íslenska SlGMAR B. HAUKSSON. „Ég held að alvöru bændur séu ekki smeykir við samkeppni vegna innflutnings. En það er ekki fyrr en Evrópusambandið hættir niðurgreiðslum að eðli- legt umhverfi getur skapast fyrir slíka samkeppni. “ matvöru fram yfir þann valkost að geta keypt ódýrari matvæli annars staðar frá. Ég geng hins vegar út frá því að þessi alþjóðlegu viðhorf um frjáls- ari viðskiptahætti séu að sækja á, enda er það grundvallaratriði að við fylgjum þeirri þróun og séum ekki í sífelldum slagsmálum við kerfið.“ Egill bendir á að þótt hann telji að allflestir þingmenn séu á rnóti frjálsum innflutningi þá hafi al- þjóðlegir samningar sem kveði á um aukið viðskiptafrelsi, meðal annars með landbúnaðarvörur, notið víðtæks stuðnings. „EES- samningarnir fengu góðan stuðn- ing á Alþingi og einn þeirra sem studdi þá var sá sem þú ert að tala við og er stundum kallaður fram- sóknarmaður." „Verðlagið er kannski ekki svo galið þrátt fyrir allt‘^ Sigmar B. Hauksson telur að sjónarmið bænda hafi fengið auk- inn hljómgrunn á síðustu mánuð- um. „Ég held að skoðanir bænda hafi náð meira fram í þéttbýlinu, kannski vegna umdeildra mynda um þá í Sjónvarpinu. Fólki finnst óeðlilegt að flytja inn ríflega niður- greiddar landbúnaðarvörur frá Evrópu en við geturn samt ekki eitt ríkja reist haftamúra gegn innflutn- ingi. Brátt stöndum við einir gang- vart Evrópu og getum engu hótað, verðum raunar að treysta á misk- PÉTUR PÉTURSSON KAUP- MAÐUR í KJÖTBÚRI PÉTURS. „Frjáls innflutningur kæmi land- búnaðinum í veruleg vandræði til að byrja með en Islendingar eru það skynsamir að þeir myndu fljótt átta sig á gæða- muninum. “ unnsemi og góðvild annarra þjóða. Það er þó eðlilegt að íslenskum bæTidum sé gefinn nokkurra ára aðlögunartími. Ég held að alvöru bændur séu ekki smeykir við samkeppni vegna innflutnings. En það er ekki fýrr en Evrópusambandið hættir niður- greiðslum að eðlilegt umhverfi get- ur skapast fyrir slíka samkeppni. Sigmar hefur ekki áhyggjur af gæðum íslenskrar landbúnaðar- vöru frernur en 85,4% Reykvíkinga. „Hér eru betri meðalgæði þannig að verðlagið er kannski ekki svo galið þrátt fyrir allt. Það sem vantar er fjölbreytni. Enn hefur íslenskum bændum ekki tekist að framleiða ætar endur, svo dæmi sé tekið, og því væri ekki úr vegi að leyfa inn- flutning á þeim. Sama gildir um fleiri vörur sem eru fáséðar hér.“ Sigmar tekur undir með Hauki Hjaltasyni að ntöguleikar séu á út- flutningi landbúnaðarvara. „Menn eru alltaf í leit að nýjurn fæðuteg- undum. Vandamálið er að hvergi í heiminum er vitað að við erum matvælaframleiðendur þótt rekja megi 80% þjóðartekna til hennar. Þetta hefur gleymst í landkynning- unni.“ Pétur Pétursson kaupmaður í Kjötbúri Péturs hefur einnig trölla- trú á gæðum framleiðslu íslenskra bænda. „Frjáls innflutningur kærni land- búnaðinum í veruleg vandræði til að byrja með en íslendingar eru það skynsamir að þeir myndu fljótt SlGURÐUR HALL MATREIÐSLUMEISTARI. „Ég vildi til dæmis geta borðað fasana, akurhænur og almenni- legar endur. “ Rúnar Marvinsson MATARGERÐARMAÐUR. „Ég er fylgjandi því að leggja áherslu á það sem íslenskt er en ég get hins vegar alveg unnt öðrum þess að flytja inn krókó- dílakjöt eða aðrar matvörur. “ átta sig á gæðamuninum. Við eig- um í flestum tilfellum betri kjöt- vörur en aðrar þjóðir og það sem er ódýrast er ekki endilega best. Þú getur til dæmis keypt danskan hamborgarhrygg sem hefur verið pumpaður upp um 40% með saltpækli. Ég er því ekki endilega hlynntur frjálsum innflutningi á landbúnað- arvörum. En þó finnst mér að leyfa eigi að flytja inn kjöt með verndun- arsjónarmið í huga og eins iand- búnaðarvörur sem eru ekki til hér eða í takmörkuðum mæli, eins og ýmiss konar villibráð. Pétur vakti athygli fyrir jólin þeg- ar hann sótti um leyfi til að flytja inn rjúpur á veisluborð lands- manna en því var hafnað. „Ég taldi að það gæti minnkað ásóknina í rjúpuna og því hefði ekki þurft að friða hana. Sport- veiðimenn hefðu áfram getað stundað sínar veiðar en atvinnu- mennskan hefði lagst af.“ Hættuleg skoðun að nalda þvi fram að ís- lenska lambakjötið sé það besta í heimi“ Það eru þó ekki allir fagmenn sammála helftinni af Reykvíking- urn urn gæði íslenskra landbúnað- Sigurður Hall matreiðslumeist- ari segir til dæmis að íslenskar landbúnaðarvörur séu yfirleitt mjög góðar en lambakjötið ekki það besta, eins og sífellt sé hamrað á. „Það er allt of feitt og því er það hættuleg skoðun að halda því frarn að íslenska lambakjötið sé það besta í heimi. í Skotlandi og Noregi er fé á fjalli eins og hér og það sama á við í Píreneafjöllum í Frakklandi en þaðan kemur besta kjötið. Þess vegna þarf að leggja áherslu á að vanda vinnsluna við kjötið miklu betur. Mér fmnst sjálfsagt að flytja inn landbúnaðarvörur á meðan það kemur ekki á óréttlátan hátt niður á bændum. Ég vildi til dæmis geta borðað fasana, akurhænur og al- mennilegar endur. Ég vil vernda ís- lenskan landbúnað en íslenska bændur vantar aðhald markaðar- ins. Það sýndi sig um daginn að þeir gátu allt í einu lækkað verulega verð á svína- og nautakjöti.“ Rúnar Marvinsson matargerð- armaður er heldur ekki alveg sam- mála gæðamati hins almenna borg- ara. )vÆtli það sé ekki vegna þess að fólk þekkir ekki hitt,“ segir hann um þá niðurstöðu að 85,4% telja ís- lenskar landbúnaðarvörur almennt betri að gæðum og betri á bragðið en erlendar. „Gæðin eru sambæri- leg en mér finnst þær ekkert betri.“ Rúnar segir að bann við inn- flutningi á landbúnaðarvörum skipti hann engu máli á meðan þúsundum tonna af allra handa fisktegundum sé hent. „Ég er fylgj- andi því að leggja áherslu á það sem íslenskt er en ég get hins vegar alveg unnt öðrurn þess að flytja inn krókódílakjöt eða aðra matvöru."© FIMMTÚDAGUR 3. MARS 1994 15

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.