Eintak

Tölublað

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 21

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 21
Hverfið eru átthagar Reykvíkingsins; ættland hans og fósturrnold eða -malbik. Hverfafélögin eru komin og átthagafélögin eru innan nokkurra ættliða. Síðan koma sérhagsmunirnir og hverfapórftíkusarnir; Mattar Bjarna Hlíðanna og Breiðholtsins. En þótt þetta sé ekki enn orðið, er þjóðerniskenndin sest að í hverfunum. Eins og sjá má af frásögn þeirra flölmörgu Reykvíkinga sem lýsa hverlinu sínu á næstu síðum. HLÍÐARNAR Ingvi Hralh Jónsson Rótfastur í Hlíðunum og ætlar hvergi „Ég er búinn að búa í Hlíðunum bókstaflega allt mitt líf,“ segir Vals- arinn og fréttastjóri Stöðvar 2, Ingvi Hrafn Jónsson „Ég fæddist á Guðrúnargötu 42 og flutti svo yfir Klambratúnið fimm ára gamall, 1947, á Miklubraut. Fyrsta íbúðin sem ég keypti var í Mávahlíð og loks flutti ég efst í Barmahlíðina þar sem ég er nú. Það má segja að ég hafi búið innan eins kílómetra rad- íus þessa rúmu hálfu öld sem ég hef lifað. Tveir bræðra minna búa líka enn í Hlíðunum. Sigtryggur, yngsti bróðir minn býr í Drápuhlíð og Óli Tynes í Hamrahlíð og það eru ekki nema 150 metrar milli okk- ar.“ Hvað hefur haldið þér svona lengi í Hlíðunum? „Ætli það séu ekki ræturnar. Þeg- ar maður er fæddur á einhverjum stað og þekkir kennileiti, hús og annað slíkt heldur það fast í mann. Svo eru Hlíðarnar eins miðsvæðis og hægt er að hugsa sér og þetta er afskaplega rólegt og gott hverfi. Nú er það að yngjast upp aftur, barna- fólkinu íjölgar eftir því sem eldra fólkinu fækkar, þannig að maður er að sjá nýjar kynslóðir vaxa úr grasi." Eru hverfi í Reykjavík að fá sömu merkingu í huga Reykvík- inga og sveitirnar sem þeir áttu rœtur í hér áðurfyrr? „Já, enda eru menn oft og I iðulega kenndir við hverfin f sem þeir koma úr og búa í. j Hlíðarnar hafa þannig sér- ( staka merkingu fyrir mig því þær eru ramminn utan um bernsku mína og allt mitt líf. Heim- ur æskunnar afmarkaðist af Aust- urbæjarskólanum og Norðurmýr- inni í vestri, Klambratúninu í norðri, Öskjuhlíð og Nauthólsvík í suðri og svo hinum eiginlegu Hlíð- um. í austur var sveitin." Hvað höfðuð þið helstfyrir stafni? „Þetta var mjög verndað um- hverfi enda var Miklubrautin bara malargata og sama og engin um- ferð um hana. Klambratúnið var leiksvæði okk- ar félaganna og þar lékum við okk- ur frá morgni til kvölds árið um kring í fótbolta, frjálsum og alls konar íþróttum. Við höfðum Klambratúnið fyrir okkur ásamt krökkunum fyrir neðan Rauðarár- stíg. Sláturhús var á Klömbrum og þegar slátrað var sá maður það á læknum sem rann í gegnum túnið því hann varð blóðlitaður. Það er ekki að undra að lækurinn var kall- aður Svínalækur. Við héldum líka mikið til á Vals- svæðinu en þeir sem bjuggu í þeim hluta Hlíðanna sem eru norðan Miklubrautar voru aftur nær Fram- svæðinu. Öskjuhlíðin var útilegustaðurinn og þangað fórum við með nesti og nýja skó og lékum okkur í stríðs- minjunum og urðinni. Þaðan var svo ekki langt niður í Nauthólsvík. Fyrir austan öskjuhlíð voru svo bara heiðar með berjalyngi upp að Elliðaám sem voru langt uppi í sveit. Ýmis leynifélög voru í Hlíðun- um, Svarti pardusinn, Svörtu tígris- dýrin og fleiri, en mér finnst ein- hvern veginn í minningunni að þau hafi verið annars staðar í hverfinu. Við vorum voðalega friðsamir á þessum slóðum og það hefði verið iíkara okkur að stofna félagsskap Hvítu englana eða eitthvað í þá átt- ina. Ég man eftir einhverjum bar- dögum í Öskjuhlíðinni þar sem leg- ið var á bak við steina og fylking- arnar ögruðu hvor annarri en börðust ekki. Við vorum mest í íþróttum.“ Hvernigfólk bjó í Hlíðunum? „Fólk af öllum þjóðfélagsstigum byggði upp Hlíðarnar; læknar, verkamenn, verslunarmenn, iðnað- armenn, prestar og fleiri.“ Minnisstæðir félagar? „Einn af þeim sem ég man vel eftir var Dagur Sigurðarson sem INGVI HRAFN JÓNSSON „Ég held að úr þessu geti ég ekki hugsað mér að búa í öðru borgar- hverfi og ég held að það hvarfli ekki að nokkrum ífjöl- skyldunni. “ m an ’ ■5 JJ ö m -m ÍW S Sjón „Þegar ég sagði móður besta vinar míns að ég væri aö flytja ÍBreiðholt- ið jesúsaði hún mig íbak og fyrir." ~wt> *» »* •m yr 0' • m «8 V mim * nú er nýlátinn. Hann var strax sem unglingur afskaplega ábúðarmikill, ákveðinn í fasi og rnikil ferð á hon- um. Við bárum óttablandna virð- ingu fyrir honum. Hann fór sínar eigin leiðir eins og hann gerði alla tíð síðan. Einn aðalfótboltagarpur- inn var Björn Theódórsson hjá Flugleiðum, Friðrik Sophusson var þarna, Pétur Sveinbjarnarson Valsari og sömuleiðis Ingimundur Sveinsson, arkitekt, sem teiknaði Perluna, svo einhverjir séu nefndir. Maður hittir alla þessa gömlu fé- laga á handbolta- og fótboitaleikj- um með Val, samkenndin úr Hlíð- unum tengir okkur.“ Gœtirðu hugsað þér að búa í öðru hverft? „Nei, ég held að úr þessu geti ég ekki hugsað mér að búa í öðru borgarhverfi og ég held að það hvarfli ekki að nokkrum í fjölskyld- unni.“ EFRA BREIÐHOLT Sjón Gólanhæðir Skáldið Sjón flutti tíu ára gamall af Kleppsveginum í stærstu blokk landsins, Asparfell í Feliahverfi, og bjó þar í níu ár. „Þegar ég sagði móður besta vin- ar míns að ég væri að flytja í Breið- holtið jesúsaði hún mig í bak og fyrir. Hverfið hafði orð á sér fyrir að vera mikil Gómorra, það var upp- nefnt Gólanhæðir og samkvæmt sögunum áttu byssubrjálaðir menn að ganga þar berserksgang upp á hvern dag og skjóta sér leið í gegn- um heilu blokkirnar en þær voru víst byggðar úr pappa eða plasti. Breiðholtið var þannig „Trabant- inn“ í borgarskipulaginu á meðan Laugarnesið var „Lincolninn“. Þrátt fyrir ólíkan uppruna og þjóðfélagsstöðu ríkti góður andi meðal krakkanna, ég man ekki til þess að menn færu í blokkastríð eða götubardaga, ætli vissan um að öðrurn landsmönnum þótti plássið ómögulegt hafi ekki átt þátt í að þjappa okkur saman. Óg svo var fljótlega sett upp fé- lagsmiðstöð í hverfinu, Fellahellir. Þeir sem þar störfuðu höfðu gæfu til að bjóða þangað velkomna alla unglinga, ekki aðeins þá sem hlupu upp í fangið á Jesú Kristi þegar hann opnaði faðminn fyrir börn- unum heldur einnig hina sem hlupu í burtu til að gera skammar- strik. Starfsfólk Fellahellis hvatti okkur FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 21

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.