Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 6
Græddu lágmark
þvjár milljónir
Landsmálafélagið rak peningakeðjuna Auðbjörgu og
mkkaðihvem þátttakanda um eittþúsund knónur.
Mikill keðjubréfafaraldur hefur
tröllriðið landinu siðustu mánuði
og hafa birst fréttir af mönnum
sem hafa rakað saman fé, ýmist í
keðjum kenndum við Akureyri, eða
Þýskaland. Umtalaðasta keðjan
þessa dagana er hins vegar sú sem
Landsmálafélagið hefur staðið fyrir
og kallast Auðbjörg. Síðastliðinn
þriðjudag stöðvaði Rannsóknarlög-
regla ríkisins rekstur keðjunnar,
tók ýmis gögn sem henni tengjast í
sína vörslu og yfirheyrði þá sem
stóðu að henni.
Auðbjargarævintýrið hófst um
miðjan janúar þegar Hallgrímur S.
Sveinsson og Ástvaldur Frið-
riksson stofnuðu formlega félag
sem hlaut nafnið Landsmálafélagið.
Félagið var skráð hjá fyrirtækjaskrá
Hagstofunnar og fékk sína kenni-
tölu eins og vera ber. Fylgdi skrán-
ingunni að um félagasamtök væri
að ræða. Auk Hallgríms ogÁstvalds
hefur Ásgeir Hannes Eiríksson,
betur þekktur sem pylsusali og fyrr-
verandi alþingismaður Borgara-
flokksins, komið mikið við sögu
Landsmálafélagsins. Það sést best á
því að á keðjubréfimum var tiltekið
farsímanúmer sem Ásgeir er skráð-
ur fyrir og að starfsemin var um
tíma í húsnæði á Laugavegi 33b sem
er í eigu föður hans, Eiríks Ketils-
sonar. Ásgeir sá líka um að að ráða
starfsfólk að fyrirtækinu og tók
sjálfur virkan þátt í afgreiðslu bréf-
anna.
Keðjan var sett í gang í lok janú-
ar. Hún fór hægt af stað en náði há-
marki síðasta hálfa mánuðinn áður
en starfsemin var stöðvuð. Þátttaka
í keðjunni fór þannig fram að
áhugasamir byrjuðu á því að útvega
sér eitt bréf frá henni. Á bréfinu
voru fjögur nöfn, ásamt heimilis-'
fangi og númeri á ávísanareikningi
viðkomandi. Sá sem hafði bréfið
undir höndum átti að byrja á því að
greiða eittþúsund krónur inn á
reikning þriggja efstu manna. Því
næst átti að fara með bréfið, sem
jafnframt var þátttökutilkynning, á
skrifstofu Landsmálafélagsins, sýna
bankakvittanir fyrir greiðslunum
og borga eitt þúsund krónur í þátt-
tökugjald til félagsins. Næsta dag
kom hinn nýi þátttakandi á skrif-
stofuna og sótti fjögur bréf, sem fé-
lagið sá um að útbúa, þar sem hans
nafn var komið neðst á listann.
Þessum bréfum varð hann sjálfur
að koma í umferð. Eftir það tók við
bið eftir því að peningar tækju að
streyma inn á reikninginn. Þegar
mest var unnu fimmtán manns hjá
Landsmálafélaginu við að vélrita
upp bréf á nóttunni svo þau yrðu
tilbúin til afgreiðslu daginn eftir.
Það sem hefur vakið hvað mesta
athygli við rekstur Landsmálafé-
lagsins er eittþúsund króna þátt-
tökugjaldið. Er talið að um það bil
þrjú þúsund manns hafi keypt sér
ÁSGEIR HANNES ERÍKSSON
Kom mikið við sögu peningakeðjunnar Auðbjargar.
þátttökurétt, sem þýðir að for-
sprakkar keðjunnar hafi haft þrjár
milljónir upp úr krafsinu, einungis
með þátttökugjaldinu. Auk þess má
fastlega gera ráð fyrir því að þeir
hafi sjálfir verið þátttakendur í
keðjunni, efstir á lista og miklir
peningar runnið til þeirra á þann
hátt. Auðvitað hefði það verið.leik-
ur einn fyrir þá að setja í umferð
mörg bréf þar sem þeirra nafn var
efst á listanum en ómögulegt er að
fullyrða að Auðbjargarmenn hafi
leikið þann leik. En enginn vafi er á
því að afrakstur þeirra var orðinn
nokkrar milljónir þegar Rannsókn-
arlögreglan stöðvaði starfsemina.
í viðtali við eintak vildi Hall-
grímur ekki gefa upp neinar tölur
um hve ágóðinn af starfsemi félags-
ins hefði verið, en þegar hann var
spurður um viðbrögð þátttakenda
örlítið síðar í samtalinu, svaraði
hann: „Ég get að minnsta kosti sagt
að lögreglan hefur gert þrjú þúsund
manns sáróánægða með þessum
aðgerðum sínum,“ og staðfesti þar
með óbeint fyrrnefndar tölur um
að Landsmálafélagið hefði halað
inn þrjár milljónir, eingöngu með
þátttökugjöldum.
Samkvæmt fjórðu grein Iaga nr. 5
frá 1977 er fjársöfnun með keðju-
bréfum óheimil og varða brot á
lögunum sektum, nema þyngri
refsing liggi við samkvæmt öðrum
lögum. Það var í skjóli þessarar
lagagreinar sem fulltrúar RLR fóru
síðastliðinn þriðjudag á skrifstofur
félagsins við Laugaveg og í Sunda-
borg og stöðvuðu starfsemina.
Jón H. Snorrason deildarstjóri
hjá RLR vildi ekki ræða málefni
Landsmálafélagsins sérstaklega en
sagði að allar peningakeðjur, jafnt
innlendar sem erlendar væru í
rannsókn. Undanskildi hann ekki
svokallaðr viský-, rauðvíns- og
bjórkeðjur og þenti á að áfengi
hefði líka fjárgildi. Hann sagði aftur
á móti að Rannsóknarlögreglan
væri ekki búin að ákveða hvernig
yrði tekið á keðjum þar sem við-
fangsefnið eru nærföt og smokkar.
Embætti skattrannsóknarstjóra
mun einnig hafa töluverðan áhuga
á máli Landsmálafélagsins, og þá
fyrst og fremst á þátttökugjaldinu
sem það innheimti. Ef niðurstaða
ríkissaksóknara verður á þá leið að
umsjón félagsins með keðjunni
teljist ekki hluti af ólöglegu athæfi,
þá er hún virðisaukaskattskyld eins
og önnur þjónustustarfsemi. Ef
hins vegar ríkissaksóknari úrskurð-
ar umsjónina ólögmæta mun allur
ágóði Landsmálafélagsins verða
gerður upptækur.
Að lokum má geta þess að
kreppu- og atvinnuleysistímar
virðast vera sérdeilis góður jarðveg-
ur fyrir keðjubréf af ýmsu tagi. Síð-
ast reið mikið keðjubréfafár yfir
landið á kreppuárunum í kringum
LAUGAVEGUR33b
í þessu trausta húsi fór hluti af
starfsemi Landsmáiafélagsins
Auðbjargar fram.
1970. Á þessum árum voru pen-
ingakeðjur ekki ólöglegar en engu
að síður endaði keðjubréfaævintýr-
ið þá líka með ósköpum og þurfti
lögregluna til að skakka leikinn. ©
Hallgrímur S. Sveinsson
Annar stofnenda Landsmálafélagsins.
Líkkistuvinnustofa Eyvindar Árnasonar hyggur á önnur málaferli gegn Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæmis vegna brota á samkeppnis-
lögum. Telur aö kirkjugarðsgjöldin hafi verið notuð á ólöglegan hátt til að reiða fram stofnframlag í Útfararstofu kirkjugarðanna
Kirhjan enn í stríði vegna útfararþjónustu
Deilurnar um útfararþjónustu á
höfuðborgarsvæðinu eru langt í frá
til lykta leiddar. Þann 8. desember
síðastliðinn voru Kirkjugarðar
Reykjavíkurprófastsdæmis dæmdir
í Héraðsdómi Reykjavíkur til að
greiða Líkkistuvinnustofu Eyvindar
Arnasonar 15 milljónir króna í bæt-
ur, auk dráttarvaxta og málskostn-
aðar, fyrir að hafa niðurgreitt útfar-
arþjónustu sína með skattfé al-
mennings í formi kirkjugarðs-
gjalda. Þeim úrskurði var áfrýjað til
Hæstaréttar af Kirkjugörðunum.
Nú stefnir í önnur málaferli milli
sömu aðila.
Davíð Ósvaldsson, eigandi Lík-
kistuvinnustofunnar, hefur fengið
Hrein Loftsson, hæstaréttarlög-
mann, til að athuga hvort ástæða sé
til að höfða mál vegna þess hvernig
staðið var að stofnun sérstaks fyrir-
tækis til að annast útfararþjónustu
á vegum Kirkiugarðanna.
Lögum um kirkjugarða var
breytt á síðasta ári í samræmi við
ný samkeppnislög á þann veg að
aðskilja bæri að fullu útfararþjón-
ustu og lögboðuð verkefni kirkju-
garðsstjórna. I framhaldi af því og
dómi Héraðsdóms ákvað stjórn
Kirkjugarðanna að stofna sérstakt
fyrirtæki utan um útfararþjónust-
una, Útfararstofu kirkjugarðannna,
og fékk leyfi til þess um síðustu ára-
mót. Hins vegar hefur verið bent á
að Kirkjugarðarnir hafi lagt fram
allt stofnframlagið í krafti kirkju-
garðsgjaldanna sem hljóti að vera
ólöglegt. Auk beinna fjárframlaga
hafi stofnframlagið verið í formi
húsnæðis, tækja, bifreiða og fleira
sem hafi einmitt verið keypt fyrir
kirkjugarðsgjöid. Þannig sé Kirkju-
görðunum eftir sem áður tryggð yf-
irburðastaða á þessum markaði.
Auk þess setja Davíð og Rúnar
Geirmundsson, eigandi Útfarar-
þjónustunnar, spurningarmerki
við þá ákvörðun Þorsteins Páls-
sonar, dóms- og kirkjumálaráð-
herra, að veita aðilum leyfi til að
stofna fyrirtæki í útfararþjónustu
sem hafi verið dæmdir fyrir að mis-
nota aðstöðu sína og nota skattfé
almennings í ólögmætum tilgangi.
Málssókn í undirbúningi
Davíð og Rúnari þykir sam-
keppnisstaða sín lítið hafa batnað
þrátt fyrir ný lög og telja sig enn
búa við óréttlæti. Davíð fékk því
Hrein Loftsson, hæstaréttarlög-
mann, til að athuga til hvaða úr-
ræða væri hægt að grípa til að jafna
aðstöðuna. Framkvæmdastjórn
Verslunarráðs Islands samþykkti
jafnframt að styrkja Davíð ef til
málaferla kemur með framlagi úr
Réttarverndarsjóði sínum þar sem
litið er svo á að um grundvallarat-
riði sé að tefla.
„Menn telja að þetta fyrirkomu-
lag á útfararþjónustu kirkjugarð-
anna standist ekki,“ sagði Hreinn í
samtali við EINTAK. „Það sem er at-
hugavert er að Útfararstofa kirkju-
garðanna hefur Kirkjugarðana
áfram að bakhjarli. Dómstóll hefur
komist að þeirri niðurstöðu að það
sé óheimilt að nýta kirkjugarðs-
gjöld til að greiða niður þjónustu í
samkeppni við einkaaðila, hvort
sem er með beinum eða óbeinum
hætti, en samt er stofnframlag fýr-
irtækisins lagt fram af Kirkjugörð-
ununt sem hafa tekjur sínar af
þeim. Það má spyrja hvort einkaað-
ilar eigi ekki heimtingu á sams kon-
ar fyrirgreiðslu, að stjórnvöld end-
urfjármagni þeirra rekstur.“
Hreinn segir að þrjár leiðir komi
til greina, ef könnun hans leiðir til
þess að ástæða þyki til að gera eitt-
hvað til að rétta hlut umbjóðanda
hans. I fýrsta lagi að leita til Um-
boðsmanns Alþingis, í öðru lagi til
Samkeppnisstofnunar og Sam-
keppnisráðs og loks er dómstóla-
leiðin inni í myndinni.
„Þetta mál lyktar af því að verið
sé að fara í kringum hlutina og setja
upp apparat sem viðheldur
óbreyttu ástandi á þessum mark-
aði.“
Hreinn hefur einnig sent stjórn
Borgarspítalans bréf þar sem hann
krefst skýringa á því hvers vegna
Líkkistuvinnustofunni sé meinað
að annast líkflutninga frá spítalan-
um. Þótt aðstandendur óski éftir
þjónustu Líkkistuvinnustofunnar
þurfi hún að leita til Útfararstofu
kirkjugarðanna með líkflutningana
og greiða gjald fyrir. „Ég hef ekki
fengið nein svör en þetta er í hæsta
máta óeðlilegt,“ sagði Hreinn. 0
6
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994