Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 22
Fjölmennur hópur barna og fullorðinna fór ískrúðgöngu um Ólafsbrautina í Ólafsvík áþrettándakvöld og var ferðinni heitið á álfa- brennu, þar sem fyrir voru álfadrottning og kóngur auk leppalúða og fleiri kúnstugra kynjavera. Í Ólafsvík hefur tíðkast sá siður að börn fara í hús uppáklædd, í allskyns búningum, í þeirri von að húsráðendur gauki að þeim góðgæti sem kann að finnast á hverjum bæ. Hafi þau erindi syngja börnin húsráðendum þakklæti. Morgunblaðið/Alfons Góðgæti og söngur Vík | Þá eru jólin að baki og hversdagslífið tekið við. Því fylgir auðvitað að skólarnir eru byrjaðir að nýju eftir ágætt jólafrí. Snjó hefur kyngt niður um land allt síðastliðna daga og hafa víða myndast himinháir snjóskaflar af þeim sökum, búið að ryðja götur og mynda þessa líka fínu skafla. Þessir ungu menn sem búa í Vík voru á heimleið að loknum skóladegi í Grunnskóla Mýrdalshrepps og þurftu að fara yfir þennan myndarlega skafl, eða kannski þeir hafi kosið þá leiðina, frem- ur en aðra auðsóttari, sér til skemmtunar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Torsótt leiðin heim úr skólanum Snjóskaflar smáauglýsingar mbl.is Eldaskálinn Brautarholti 3 105 Reykjavík Sími: 562 1420 www.invita.com Opið hús: laugardag kl. 10 - 16 AFSLÁTTUR AF SÝNINGARINNRÉTTINGUM Rýmum fyrir nýjum eldhús- og baðinn- réttingum Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Jólin voru kvödd í Grundarfirði líkt og á mörgum öðrum stöðum á landinu með blys- för og álfabrennu á þrettándanum. Jafn- framt er það líka orðin hefð að Björgunar- sveitin Klakkur annist flugeldasýningu þegar líður á brennustundina. Grundfirð- ingar sem sáu lítið til himins um áramótin vegna veðurs, nutu þess í kvöldblíðunni á þrettándanum að horfa á uppljómaðan him- ininn. Ekki voru allir jafnkátir með stað- setningu brennu og flugeldasýningar sem aldrei þessu vant var staðsett vestan við bæinn í stað austan og þar með í næsta ná- grenni við hesthúsahverfið. En þar sem öll tilskilin leyfi voru til staðar var hestamönn- um bent á að stilla útvarpstæki í botn í hest- húsunum meðan á látunum stæði.    Sameining sveitarfélaga hefur verið til umfjöllunar í bæjarstjórn Grundarfjarðar eftir að félagsmálaráðherra kynnti tillögur um hvernig hann sæi fyrir sér að fækka mætti sveitarfélögum í landinu og íbúar skyldu kjósa um þær í apríl á næsta ári. Bæjarstjórnin vildi ekki gefa svar sitt um þessar hugmyndir fyrr en fyrir lægi nið- urstaða nefndar sem Héraðsráð Snæfell- inga kom á laggirnar og kanna skyldi kosti og galla sameiningar. Sú niðurstaða lá fyrir milli jóla og nýárs og í kjölfar kynningar fyrir sveitarstjórnarnefndarmenn á Snæ- fellsnesi samþykkti bæjarstjórn Grundar- fjarðar að hún teldi ekki tímabært að ganga til kosninga um sameiningu sveitarfélag- anna að sinni. Þau rök voru m.a. nefnd að ekki lægi fyrir hver fjárhagslegur ávinning- ur yrði af sameiningunni.Þetta þótti einum ágætum íbúa Grundarfjarðar nokkuð ein- kennilegt og sagði stundarhátt er hann las þessi tíðindi: Hvernig fá þeir þetta út þegar þremur bæjarstjórnum fækkar í eina og þremur bæjarstjórum í einn en ég kann nú kannski ekki að reikna, bætti hann svo við.    Fjölbrautaskóli Snæfellinga er dæmi um ágæta samvinnu sveitarfélaga á Snæfells- nesi en hann tók til starfa sl. haust eftir til- tölulega stuttan aðdraganda. Svo tæpur var tíminn að ekki reyndist unnt að ljúka við byggingu hans í tæka tíð fyrir skólasetn- ingu en þröngt mega sáttir sitja sagði ný- skipaður skólameistari Guðbjörg Aðal- bergsdóttir og fram að jólaleyfi undu allir glaðir við sitt því vissan um að betra tæki við að því loknu hélt mönnum glöðum í sinni. Nú er allt orðið rýmra, formleg vígsla á full- kláruðu skólahúsnæði með mötuneyti og allri aðstöðu til félagstarfs. Þá er bara að sjá hvort aukið rými skili sér í árangri nema. Úr bæjarlífinu GRUNDARFJÖRÐUR EFTIR GUNNAR KRISTJÁNSSON FRÉTTARITARA Á Þrettándatón-leikum Laugar-borgar, tónlist- arhúss í Eyjafjarðar- sveit leiðir Sigurður Ingvi Snorrason Salonhljómsveit sína í dillandi léttri vín- artónlist. Ung og upprennandi söngkona, Guðrún Ingi- marsdóttir, sópran sem starfar í Þýskalandi, syngur með í vínar- söngvum. Leiðari verður Sigrún Eðvaldsdóttir. Tónleikarnir verða á morgun, sunnudaginn 9. janúar og hefjast þeir kl. 15. Forsala aðgöngumiða er í Jólagarðinum og Blómavali. Vínartónleikar Grímur Gíslasonverður 93 ára ámánudag, 10. janúar. Eitt sinn sendi Rúnar Kristjánsson hon- um þessar afmælisvísur: Veðurblíðum vetri á var hann Grímur fæddur. Móðurkviði fór hann frá fleygum anda gæddur. Síðan löngum lífs á slóð létt hann hefur gengið. Hitað öðrum hjarta og blóð, hlýjar kveðjur fengið. Elskað hesta, lög og ljóð, látið sönginn hljóma. Lagt sitt pund í listasjóð, lifað æ með sóma. Rúnar hlustaði á um- ræður um tiltekið „mannréttindamál“ og orti: Sumir hylla hugsun blinda helteknir af friðleysi. Undir merki mannréttinda mæla þeir með siðleysi! Af mannréttindum pebl@mbl.is Eyjafjarðarsveit | Sveitarstjórn Eyjafjarð- arsveitar telur að ekki séu komin fram nein rök sem mæli eindregið með sameiningu sveitarfélagsins við önnur á svæðinu og tel- ur því að sameining allra sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu sé ótímabær. Í sam- þykkt sveitarstjórnar segir að verði lögð fram tillaga um sameiningu við kosningar 23. apríl nk. ætti hún ekki að vera víðtækari en svo að gert væri ráð fyrir sameiningu Arnarnesshrepps, Hörgárbyggðar, Akur- eyrar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðs- strandarhrepps og Grýtubakkahrepps í eitt sveitarfélag, en sameining þó bundin því að heildarframlög Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga skerðist ekki. Á fundi sveitarstjórnar var fjallað um skýrslu um mat á sameiningu sveitarfélaga í eitt en hún var kynnt skömmu fyrir jól. Þykir sveitarstjórn ekki auðfundin svör við þeim spurningum sem skýrslunni var ætlað að svara að því er fram kemur í samþykkt hennar. Þar komi fram staðhæfingar um að þjónusta verði betri og faglegri en þær ekki studdar rökum. „Lýst er vonbrigðum með að skýrslan geti alls ekki talist það hjálp- argagn sem vænst var til að auðvelda sveit- arstjórnum á svæðinu að taka afstöðu til sameiningarmála. „Auk þess telur sveitar- stjórn óheppilegt að skýrsluhöfundar kynni skýrsluna ítrekað á opinberum vettvangi og tjái um leið afstöðu sína til málefnisins.“ Fram kemur í samhljóða bókun um mál- ið að það hafi verið skoðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar að með öflugri sam- vinnu sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu megi ná fram hagræði sem fylgir samruna í stærra sveitarfélag og hafi lagt sitt af mörkum á liðnum árum með aðila að margs konar samvinnuverkefnum. Þegar reynsla væri komin á slíka samvinnu er það skoðun sveitarstjórnar að samruni gæti gengið greiðlega fyrir sig og verið eðlilegt fram- hald. Vandanum velt yfir á aðra Aðstæður sveitarfélaganna eru ólíkar að mati sveitarstjórnar og því lagst gegn til- lögu um stóra sameiningu „Sameining Siglufjarðar við sveitarfélög í Eyjafirði get- ur varla komið til greina meðan samgöngur eru með núverandi hætti. Í Ólafsfirði og Dalvíkurbyggð er við þann byggðavanda að etja sem ekki getur verið sanngjarnt að velta á nágrannasveitarfélög með samein- ingu, þar hlýtur ríkisvaldið að þurfa að leggja sitt af mörkum til úrlausnar vand- ans. Sameining sveitarfélaga hlýtur að hafa það að markmiði að með henni sé betur þjónað hagsmunum íbúanna en ekki er sjá- anleg nein brýn nauðsyn á því að Eyja- fjarðarsveit gerist hluti stærra sveitarfé- lags. Kæmi þó til þess verður að líta svo á að sveitarfélagið eigi frekast samleið með þeim sveitarfélögum sem mest samstarf hafa átt með því,“ segir í bókun. Hafna stórri sameiningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.