Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 25
MINNSTAÐUR
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Þorlákshöfn | Gert er ráð fyrir
þremur nýjum íbúðabyggðum í að-
alskipulagi fyrir Sveitarfélagið Ölf-
us. Aðalskipulag fyrir árin 2002 til
2014 var staðfest af Sigríði Önnu
Þórðardóttur umhverfisráðherra
við athöfn sem fram fór í Þorláks-
höfn.
Skipulagið tekur í fyrsta skipti til
alls lands innan Sveitarfélagsins
Ölfuss. Fyrir liggur aðalskipulag
sem aðeins nær til þéttbýlisins í
Þorlákshöfn en núna bætist dreif-
býlið við sem og afréttarlönd.
Heildarstærð skipulagssvæðisins er
um 750 ferkílómetrar. Helstu
markmið skipulagsins eru að stuðla
að hagkvæmri þróun byggðar á
svæðinu, meðal annars með því að
skapa sem best skilyrði fyrir at-
vinnulíf og gera búsetu eftirsókn-
arverða, að því er fram kemur í for-
sendum aðalskipulagsins.
Ný aðkoma til Þorlákshafnar
Gert er ráð fyrir stækkun þéttbýlis-
ins í Þorlákshöfn, bæði með nýjum
íbúðahverfum og atvinnustarfsemi.
Ný aðkoma verður að bænum, í
tengslum við nýja tengingu Suður-
strandarvegar, og í framhaldi af
því verður hafist handa við upp-
byggingu miðbæjar. Eiginlegur
miðbær hefur ekki verið í Þorláks-
höfn.
Þá er gert ráð fyrir uppbyggingu
minni íbúðahverfa á þremur öðrum
stöðum í sveitarfélaginu, um tutt-
ugu hús með stækkunarmögu-
leikum bæði í Gljúfurárholti og
Þurárhrauni, og heldur minni
byggð í Vestur-Ölfusi. Fyrir er Ár-
bær með töluverða íbúðabyggð.
Ólafur Áki Ragnarsson segir að
hefðbundinn búskapur sé á und-
anhaldi á þessu svæði og landeig-
endur hafi viljað nýta landið undir
aðrar byggingar. Með skipulaginu
sé tekið tillit til þessa og nú sé hægt
að byggja upp í sveitarfélaginu.
Tekið er tillit til mikils vaxtar í
hestamennsku og gert ráð fyrir
reiðleiðum eftir endilöngu Ölfus-
inu. Efri leiðin liggur ofan Suður-
landsvegar, frá Ölfusi og upp á
Hellisheiði, og neðri leiðin niður
með Ölfusá og með ströndinni út í
Selvog.
Tekið er á umhverfismálum í
skipulaginu. Nokkrar af helstu efn-
isnámum landsins eru í sveitarfé-
laginu. Í skipulaginu er lagt til að
gert verði deiliskipulag fyrir allar
helstu efnisnámurnar fyrir vorið
2007. Þar á að koma fram áætlað
umfang vinnslunnar, hvenær henni
lýkur og hvernig gengið verði frá
námunni.
Umhverfisráðherra staðfestir aðalskipulag fyrir Sveitarfélagið Ölfus
Þrjú ný þorp
byggjast upp
í sveitinni
Staðfesting Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra skrifar undir
aðalskipulag Ölfuss. Við hlið hennar sitja Ólafur Áki Ragnarsson bæj-
arstjóri og Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri.
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Selfoss | Stjórn-
skipulag fyrir Heil-
brigðisstofnun Suð-
urlands hefur verið
mótað og unnið er að
gerð heildarstefnu-
mótunar fyrir hina
nýju stofnun. Er það
liður í framgangi á
sameiningu heil-
brigðisþjónustunnar
á Suðurlandi í eina
stofnun.
Stöður fram-
kvæmdastjóra
heilsugæslustöðva
hafa verið lagðar niður og unnið er að
breytingum á stjórnskipulagi í hjúkr-
unar- og læknisþjónustu. Esther
Óskarsdóttir, fyrrverandi skrifstofu-
stjóri og framkvæmdastjóri Heil-
brigðisstofnunarinnar á Selfossi, hef-
ur tekið við starfi skrifstofustjóra
hinnar nýju stofnunar.
Staða lækningaforstjóra hefur ver-
ið auglýst og staða hjúkrunarfor-
stjóra verður auglýst í byrjun nýs
árs. Fyrstu skref hafa verið tekin til
aukinnar sérfræðiþjónustu á heilsu-
gæslustöðvum og unnið er að því að
minnka vaktabyrði lækna með sam-
einingu vaktþjónustu. Öll innkaup
stofnunarinnar verða samræmd og
hefur Herdís Þórðardóttir, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Heilsugæsl-
unnar í Hveragerði, verið ráðin til að
hafa yfirumsjón með þeim, ásamt því
að vera þjónustufulltrúi við heilsu-
gæslustöðvarnar í Hveragerði og
Þorlákshöfn. Skráning bókhalds og
launavinnsla mun fara fram á stofn-
uninni sjálfri frá ársbyrjun 2005, en
sú vinnsla hefur að hluta til verið unn-
in hjá Fjársýslu ríkisins í Reykjavík.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
varð formlega til 1. september 2004,
samkvæmt reglugerð sem heilbrigð-
isráðuneytið gaf út. Þjónustusvæði
hinnar nýju stofnunar nær til um
17000 íbúa á Suðurlandsundirlend-
inu. Um er að ræða 8 heilsugæslu-
stöðvar, eitt sjúkrahús á Selfossi með
55 sjúkrarúm og réttargeðdeild á
Sogni í Ölfusi með 7 rými og heil-
brigðisþjónustu við fangelsið á Litla
Hrauni. Alls eru um 200 stöðugildi
hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Framkvæmdastjóri er Magnús
Skúlason. Eitt af meginmarkmiðum
stofnunarinnar er að þjónusta henn-
ar verði í samræmi við þarfir íbúa
svæðisins og eigi þátt í að skapa enn
betri aðstæður til búsetu á Suður-
landi.
Sameining heilbrigðisþjónustunnar
Unnið að breyting-
um á stjórnskipulagi
Sameining Grunnur viðbyggingar Heilbrigðisstofn-
unar Suðurlands. Framkvæmdir eru í fullum gangi.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
GERT er ráð fyrir flugvelli á
Hafnarsandi, skammt frá Þorláks-
höfn, í nýju aðalskipulagi Sveitar-
félagsins Ölfuss. Er svæðið boðið
fram til uppbyggingar nýs flug-
vallar fyrir innanlandsflug, í stað
Reykjavíkurflugvallar.
Ólafur Áki Ragnarsson, bæjar-
stjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, segir
að með útvíkkun byggðar á höf-
uðborgarsvæðinu og bættum sam-
göngum sé Ölfusið orðið afar tengt
höfuðborgarsvæðinu. Aðeins sé um
hálftíma akstur frá Þorlákshöfn að
útjarðri byggðarinnar á höfuðborg-
arsvæðinu og um 50 kílómetrar
niður í miðbæ Reykjavíkur.
Hann rifjar það upp að borg-
aryfirvöld hafi það á stefnuskrá
sinni að leggja niður Reykjavík-
urflugvöll eða þrengja verulega að
honum og taka Vatnsmýrina til
húsbygginga. Því þurfi fyrr eða
síðar að finna annan stað fyrir inn-
anlandsflugið. „Hafnarsandur er
að okkar mati ágætis kostur sem
við bjóðum fram við þá vinnu sem
framundan er,“ segir Ólafur Áki
Ragnarsson.
Bjóða svæði
fyrir innan-
landsflugið
Selfoss |
Hjalti
Rúnar
Oddsson,
sundmað-
ur frá Sel-
fossi, var
útnefndur
íþrótta-
maður Ár-
borgar
2004 á ár-
legri
uppske-
ruhátíð íþrótta- og tómstunda-
nefndar Árborgar sem haldin
var í íþróttahúsinu Iðu á Sel-
fossi þann 30. desember.
Hjalti varð efstur í kjörinu en
alls voru 13 íþróttamenn til-
nefndir.
Hjalti Rúnar er 17 ára gam-
all og æfir og keppir fyrir
UMF Selfoss. Hann hefur átt
fast sæti í unglingalandsliði
Íslands frá árinu 2002 og
keppti m.a. á nokkrum mótum
á erlendri grundu á árinu
2004 fyrir Íslands hönd. Hjalti
Rúnar æfir 6 til 9 sinnu í viku
og er einn efnilegasti sund-
maður landsins. Olil Amble,
hestaíþróttakona úr Sleipni,
varð í öðru sæti í kjöri
íþróttamanns Árborgar og
Bergþóra Kristín Ingv-
arsdóttir, fimleikakona úr
UMF Selfoss, í þriðja sæti.
Hjalti Rún-
ar íþrótta-
maður
Árborgar