Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 25 MINNSTAÐUR ÁRBORGARSVÆÐIÐ Þorlákshöfn | Gert er ráð fyrir þremur nýjum íbúðabyggðum í að- alskipulagi fyrir Sveitarfélagið Ölf- us. Aðalskipulag fyrir árin 2002 til 2014 var staðfest af Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra við athöfn sem fram fór í Þorláks- höfn. Skipulagið tekur í fyrsta skipti til alls lands innan Sveitarfélagsins Ölfuss. Fyrir liggur aðalskipulag sem aðeins nær til þéttbýlisins í Þorlákshöfn en núna bætist dreif- býlið við sem og afréttarlönd. Heildarstærð skipulagssvæðisins er um 750 ferkílómetrar. Helstu markmið skipulagsins eru að stuðla að hagkvæmri þróun byggðar á svæðinu, meðal annars með því að skapa sem best skilyrði fyrir at- vinnulíf og gera búsetu eftirsókn- arverða, að því er fram kemur í for- sendum aðalskipulagsins. Ný aðkoma til Þorlákshafnar Gert er ráð fyrir stækkun þéttbýlis- ins í Þorlákshöfn, bæði með nýjum íbúðahverfum og atvinnustarfsemi. Ný aðkoma verður að bænum, í tengslum við nýja tengingu Suður- strandarvegar, og í framhaldi af því verður hafist handa við upp- byggingu miðbæjar. Eiginlegur miðbær hefur ekki verið í Þorláks- höfn. Þá er gert ráð fyrir uppbyggingu minni íbúðahverfa á þremur öðrum stöðum í sveitarfélaginu, um tutt- ugu hús með stækkunarmögu- leikum bæði í Gljúfurárholti og Þurárhrauni, og heldur minni byggð í Vestur-Ölfusi. Fyrir er Ár- bær með töluverða íbúðabyggð. Ólafur Áki Ragnarsson segir að hefðbundinn búskapur sé á und- anhaldi á þessu svæði og landeig- endur hafi viljað nýta landið undir aðrar byggingar. Með skipulaginu sé tekið tillit til þessa og nú sé hægt að byggja upp í sveitarfélaginu. Tekið er tillit til mikils vaxtar í hestamennsku og gert ráð fyrir reiðleiðum eftir endilöngu Ölfus- inu. Efri leiðin liggur ofan Suður- landsvegar, frá Ölfusi og upp á Hellisheiði, og neðri leiðin niður með Ölfusá og með ströndinni út í Selvog. Tekið er á umhverfismálum í skipulaginu. Nokkrar af helstu efn- isnámum landsins eru í sveitarfé- laginu. Í skipulaginu er lagt til að gert verði deiliskipulag fyrir allar helstu efnisnámurnar fyrir vorið 2007. Þar á að koma fram áætlað umfang vinnslunnar, hvenær henni lýkur og hvernig gengið verði frá námunni. Umhverfisráðherra staðfestir aðalskipulag fyrir Sveitarfélagið Ölfus Þrjú ný þorp byggjast upp í sveitinni Staðfesting Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra skrifar undir aðalskipulag Ölfuss. Við hlið hennar sitja Ólafur Áki Ragnarsson bæj- arstjóri og Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Selfoss | Stjórn- skipulag fyrir Heil- brigðisstofnun Suð- urlands hefur verið mótað og unnið er að gerð heildarstefnu- mótunar fyrir hina nýju stofnun. Er það liður í framgangi á sameiningu heil- brigðisþjónustunnar á Suðurlandi í eina stofnun. Stöður fram- kvæmdastjóra heilsugæslustöðva hafa verið lagðar niður og unnið er að breytingum á stjórnskipulagi í hjúkr- unar- og læknisþjónustu. Esther Óskarsdóttir, fyrrverandi skrifstofu- stjóri og framkvæmdastjóri Heil- brigðisstofnunarinnar á Selfossi, hef- ur tekið við starfi skrifstofustjóra hinnar nýju stofnunar. Staða lækningaforstjóra hefur ver- ið auglýst og staða hjúkrunarfor- stjóra verður auglýst í byrjun nýs árs. Fyrstu skref hafa verið tekin til aukinnar sérfræðiþjónustu á heilsu- gæslustöðvum og unnið er að því að minnka vaktabyrði lækna með sam- einingu vaktþjónustu. Öll innkaup stofnunarinnar verða samræmd og hefur Herdís Þórðardóttir, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Heilsugæsl- unnar í Hveragerði, verið ráðin til að hafa yfirumsjón með þeim, ásamt því að vera þjónustufulltrúi við heilsu- gæslustöðvarnar í Hveragerði og Þorlákshöfn. Skráning bókhalds og launavinnsla mun fara fram á stofn- uninni sjálfri frá ársbyrjun 2005, en sú vinnsla hefur að hluta til verið unn- in hjá Fjársýslu ríkisins í Reykjavík. Heilbrigðisstofnun Suðurlands varð formlega til 1. september 2004, samkvæmt reglugerð sem heilbrigð- isráðuneytið gaf út. Þjónustusvæði hinnar nýju stofnunar nær til um 17000 íbúa á Suðurlandsundirlend- inu. Um er að ræða 8 heilsugæslu- stöðvar, eitt sjúkrahús á Selfossi með 55 sjúkrarúm og réttargeðdeild á Sogni í Ölfusi með 7 rými og heil- brigðisþjónustu við fangelsið á Litla Hrauni. Alls eru um 200 stöðugildi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Framkvæmdastjóri er Magnús Skúlason. Eitt af meginmarkmiðum stofnunarinnar er að þjónusta henn- ar verði í samræmi við þarfir íbúa svæðisins og eigi þátt í að skapa enn betri aðstæður til búsetu á Suður- landi. Sameining heilbrigðisþjónustunnar Unnið að breyting- um á stjórnskipulagi Sameining Grunnur viðbyggingar Heilbrigðisstofn- unar Suðurlands. Framkvæmdir eru í fullum gangi. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson GERT er ráð fyrir flugvelli á Hafnarsandi, skammt frá Þorláks- höfn, í nýju aðalskipulagi Sveitar- félagsins Ölfuss. Er svæðið boðið fram til uppbyggingar nýs flug- vallar fyrir innanlandsflug, í stað Reykjavíkurflugvallar. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjar- stjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, segir að með útvíkkun byggðar á höf- uðborgarsvæðinu og bættum sam- göngum sé Ölfusið orðið afar tengt höfuðborgarsvæðinu. Aðeins sé um hálftíma akstur frá Þorlákshöfn að útjarðri byggðarinnar á höfuðborg- arsvæðinu og um 50 kílómetrar niður í miðbæ Reykjavíkur. Hann rifjar það upp að borg- aryfirvöld hafi það á stefnuskrá sinni að leggja niður Reykjavík- urflugvöll eða þrengja verulega að honum og taka Vatnsmýrina til húsbygginga. Því þurfi fyrr eða síðar að finna annan stað fyrir inn- anlandsflugið. „Hafnarsandur er að okkar mati ágætis kostur sem við bjóðum fram við þá vinnu sem framundan er,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson. Bjóða svæði fyrir innan- landsflugið Selfoss | Hjalti Rúnar Oddsson, sundmað- ur frá Sel- fossi, var útnefndur íþrótta- maður Ár- borgar 2004 á ár- legri uppske- ruhátíð íþrótta- og tómstunda- nefndar Árborgar sem haldin var í íþróttahúsinu Iðu á Sel- fossi þann 30. desember. Hjalti varð efstur í kjörinu en alls voru 13 íþróttamenn til- nefndir. Hjalti Rúnar er 17 ára gam- all og æfir og keppir fyrir UMF Selfoss. Hann hefur átt fast sæti í unglingalandsliði Íslands frá árinu 2002 og keppti m.a. á nokkrum mótum á erlendri grundu á árinu 2004 fyrir Íslands hönd. Hjalti Rúnar æfir 6 til 9 sinnu í viku og er einn efnilegasti sund- maður landsins. Olil Amble, hestaíþróttakona úr Sleipni, varð í öðru sæti í kjöri íþróttamanns Árborgar og Bergþóra Kristín Ingv- arsdóttir, fimleikakona úr UMF Selfoss, í þriðja sæti. Hjalti Rún- ar íþrótta- maður Árborgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.