Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
CAMERON Diaz og Justin Timber-
lake eru trúlofuð samkvæmt nýj-
ustu fréttum. Sagt er að hann hafi
beðið hennar um áramótin og hefur
sést til Diaz með risastóran dem-
antshring á fingri. Parið hélt upp á
trúlofunina á veitingastað í Los
Angeles með vinum sínum. Þau
hafa verið saman síðan 2003. „Þau
virtust mjög hamingjusöm saman.
Justin var alltaf að halla sér að
Cameron, kyssa hana og hvísla í
eyra hennar. Þau skemmtu sér öll
mjög vel,“ sagði manneskja sem sá
þau á veitingastaðnum.
Diaz, sem er 32 ára, er sögð hafa
verið himinlifandi þegar Timber-
lake, sem er 23 ára, bar upp bón-
orðið. „Justin og Cameron eru mjög
ánægð. Þau voru mikið saman yfir
hátíðarnar og ákváðu að það væri
rétt að trúlofa sig núna. Justin
eyddi fúlgu í hringinn. Cameron
var hæstánægð með hann. Þau hafa
ekki ákveðið hvaða dag þau munu
giftast,“ sagði heimildarmaður sem
er náinn parinu.
Justin var áður kærasti Britney
Spears og með söngkonunni Fergie
úr Black Eyed Peas en Cameron
hefur verið með leikurunum Matt
Dillon og Jared Leto.
Hann er búinn að gefa henni hring.
Diaz og
Timberlake
trúlofuð?
ÞÆR raddir hafa heyrst að und-
anförnu, að bandarískir uppistand-
arar sem troðið hafa upp hér á
landi hafi staðið breskum kollegum
sínum langt að baki. Gagnrýnandi
Morgunblaðsins, Þorgeir Tryggva-
son, var ekki par hrifinn af grínist-
anum Jamie Kennedy, sem tróð
upp á Broadway milli jóla og nýárs.
Þorgeir segir í dómi sínum að
hingað hafi síðustu misseri komið
breskir uppistandarar og oft og tíð-
um séð landanum fyrir frábærri
skemmtun, en hins vegar hafi
bandarískir listamenn, sem oftar en
ekki hafi orðið frægir fyrir annað
en uppistand, ekki staðið sig sem
skyldi. Þeir hafi verið illa und-
irbúnir, „með fyrirferðarmikilli
uppfyllingu misskemmtilegra inn-
lendra og erlendra aukaatriða. Of
oft lykta herlegheitin af pen-
ingaplokki í krafti frægðar sem
reynist þegar á hólminn er komin
innistæðulítil“.
Ekki hægt að alhæfa
Aðspurður hvort hægt sé að segja
að bandarískir uppistandarar séu
yfirhöfuð breskum síðri segir Jón
Gnarr, einn vinsælasti og reyndasti
uppistandari okkar Íslandinga: „Ég
held að það sé nú ekki hægt að al-
hæfa þannig. Þeir eru náttúrulega
eins misjafnir og þeir eru margir.
Hingað til Íslands hafa komið mjög
flottir uppistandarar; til að mynda
komu hingað í tvígang strákar sem
höfðu unnið til verðlauna á Ed-
inborgarhátíðinni, sem þykir nú
viðurkenning í faginu. Ég fór í
bæði skiptin og
það var hægt að
telja gestina,
sem voru eig-
inlega flestir
„stand-up-
nördar“. En
þessir uppistand-
arar voru hver
öðrum skemmti-
legri,“ segir Jón.
„En þessir
gaurar sem hafa verið að koma
hingað frá Bandaríkjunum eru lé-
legir, eins og þessi Pablo Franc-
isco. Hann er hrútleiðinlegur og lé-
legur. Þetta eru allt einhverjir
harkarar sem hafa stundað kvik-
myndaleik og eru að þessu til þess
að vinna sér inn pening og njóta
ásta með íslenskum stúlkum,“ segir
hann.
Hundleiðinlegir
„Þessi Jamie Oliver [Kennedy,
innsk. blm.] var hundleiðinlegur og
Francisco Escobar var hundleið-
inlegur; líka hann þarna klámkarl,
Ron Jeremy, svo fáeinir séu nefnd-
ir. En það er fullt af ágætu uppi-
standi í Bandaríkjunum,“ segir
Jón, „ég fór nú til dæmis í klúbb í
New York í fyrrasumar og það var
alveg frábært. Uppistandið var
hnyttið og innihaldsríkt, eins og
það gerist best, en ég er hins vegar
mjög hrifinn af breskum uppistönd-
urum á borð við Eddie Izzard, sem
kom hingað um árið.“
Grínistinn Sveinn Waage segir
að mat á uppistandi sé alltaf hug-
lægt. „Ef við tökum menn eins og
uppáhaldið mitt, Eddie Izzard, og
Billy Connolly, eða þættina Office,
er nokkuð ljóst að þessi húmor
myndi ekki virka í Bandaríkjunum,
þótt við tökum ástfóstri við hann.“
Sveinn segist ekki hafa séð uppi-
stand Kennedys. „Nei, ég hafði
ekki áhuga. Ég hafði ekki vitað til
þess að hann hefði afrekað nokkuð
í uppistandi og lét mig þess vegna
vanta.“
Spuninn hjá Kennedy sniðugur
Sveinn segir að það sé tvennt ólíkt,
að vera annars vegar eftirherma
eða sniðugur sjónvarpsmaður og
hins vegar að vera góður uppi-
standari. „Við eigum til dæmis
gamanleikara hér á landi sem hafa
staðið sig frábærlega í sjónvarpi,
en það er ekki þar með sagt að þeir
geti haldið uppi uppistandi. Það er
bara allt annar hlutur.“
Sindri Páll Kjartansson, sem
staðið hefur að keppninni um
fyndnasta mann Íslands, segir á
hinn bóginn að Jamie Kennedy hafi
að sínu mati verið ágætur í uppi-
standi sínu. „Hann var búinn að
eyða einhverjum tíma í undirbún-
ing og kynna sér landið, en mér
fannst hann sniðugri þegar hann
fór að spinna. Það var skemmti-
legra en það sem hann hafði samið
áður. Það efni fjallaði að miklu leyti
um það sem Íslendingar kannast
lítið við,“ segir Sindri. „Mér fannst
hann skemmtilegur. Mér leiddist
ekki, en eflaust höfðar hann til
yngra fólks en mín. Fólk tók hon-
um almennt vel.“
Breskur húmor vandaðri
Sindri segist vera á þeirri skoðun
að almennt sé breskur húmor á
hærra plani en bandarískur.
„Breskur húmor er yfirleitt vand-
aðri og skemmtilegri en sá banda-
ríski. Þættir eins og The Office
bera vitni um það. Bresk kímnigáfa
gengur mikið út á kaldhæðni, sem
við Íslendingar kunnum vel að
meta, en mér finnst tilraunir
Bandaríkjamanna til að vera kald-
hæðnir oft frekar veimiltítulegar.“
Uppistand | Skiptar skoðanir íslenskra grínsérfræðinga um bandaríska grínara
Ekki sama að
vera leikari og
uppistandari
ivarpall@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
Jamie Kennedy fékk góðar viðtökur frá flestum sem sáu uppistand hans.
Sveinn Waage Jón Gnarr
Sindri Páll
Kjartansson
Miðasala opnar kl. 13.30
Sýnd kl. 10.15. B.i. 14 ára.
Sýnd kl. 3.30 og 5.45.
PoppTíví
Hann er á toppnum...
og allir á eftir honum
Framleidd af Mel Gibson
Pottþéttur spennutryllir...
...
Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára.
Jólaklúður Kranks
Jólamynd fjölskyldunnarl j l l
Jólaklúður Kranks
Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára
Sýnd kl. 4, 6 og 8.
Sýnd kl. 4 og 6. ÍSLENSKT TAL
SMÁAR HETJUR STÓRT ÆVINTÝRI
SMÁAR HETJUR
STÓRT
ÆVINTÝRI
BLÓÐBAÐIÐ ER HAFIÐ
VIÐSKIPTAVINIR
ÍSLANDSBANKA FÁ 20%
AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI
I I I I
Í
I I
ÍSLANDSBANKI
... „séríslenskt
Fönn, fönn, fönn!“
SV MBL
... í l
, , !
"...bráðvel heppnuð
skemmtun, grín og fjör..."
ÓHT rás 2
... l
t , rí fj r...
r
VIÐSKIPTAVINIR
ÍSLANDSBANKA FÁ 20%
AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI
... „séríslenskt
Fönn, fönn, fönn!“
SV MBL
... í l
, , !
"...bráðvel heppnuð
skemmtun, grín og fjör..."
ÓHT rás 2
... l
t , rí fj r...
r
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 9, 10 og 11.
Sýnd kl. 2, 4 og 6. ÍSLENSKT TAL
kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
Yfir 20.000 gestir
Yfir 20.000 gestir
Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15. B.i. 10 ára
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 10 ára
QUEEN
LATIFAH
JIMMY
FALLON
GISELE
BÜNDCHEN
I
QUEEN
LATIFAH
JIMMY
FALLON
GISELE
BÜNDCHEN
I
Á FULLRI
FERÐ MEÐ
GRÍNIÐ Í BOTNI Í
FRÁBÆRRI
GAMANSPENNUMYND
Í I Í I Í
I
Á FULLRI FERÐ MEÐ GRÍNIÐ Í
BOTNI Í FRÁBÆRRI GAMANSPENNUMYND
Í I Í
I Í I