Morgunblaðið - 08.01.2005, Side 47

Morgunblaðið - 08.01.2005, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 47 FRÉTTIR Unglingakór KFUM og KFUK fyrir 16-20 ára Lögð verður áhersla á söng og leikræna tjáningu. Settur verður upp söngleikur um páskana. Æfingar verða á miðvikudögum kl. 18:30-20:00 í félagsheimili KFUM og KFUK við Holtaveg. Verð 6.000 kr. fyrir misserið. Gospelkór KFUM og KFUK fyrir 20 ára og eldri Sungin verða sígild gospellög og ný lofgjörð- artónlist. Æfingar verða á miðvikudögum kl. 20:00-22:00 í félagsheimili KFUM og KFUK við Holtaveg. Verð er 10.000 kr. fyrir misserið. Áheyrnarpróf fer fram miðvikudaginn 12. janúar kl. 20:00-22:00. Kórstjóri er Keith Reed, listrænn stjórnandi KFUM og KFUK. Allir sem hafa áhuga á tónlist eru velkomnir í kórana og ekki nauðsynlegt að vera félagi í KFUM og KFUK. Skráning fer fram á skrifstofu KFUM og KFUK, Holtavegi 28, 104 Reykjavík eða í síma 588 8899 og á netfanginu skrifstofa@krist.is. Unglingakór og Gospelkór KFUM og KFUKMANNRÉTTINDASKRIFSTOFA Íslands hlaut nornaverðlaun Fem- ínistafélags Íslands á fimmtudag, en það er í fyrsta sinn sem Fem- ínistafélagið veitir slík verðlaun. „Við teljum að Mannréttinda- skrifstofan hafi verið dugleg að vinna að ýmsum mannréttinda- málum,“ útskýrir Katrín Anna Guð- mundsdóttir, talskona Femínista- félagsins. „Við vildum því sýna skrifstofunni stuðning í verki og um leið mótmæla þeirri ákvörðun stjórnvalda að taka hana af föstum fjárlögum.“ Femínistafélagið skorar á stjórn- völd að endurskoða þá ákvörðun sína svo hægt verði að tryggja rekstrargrundvöll skrifstofunnar. „Nauðsynlegt er að Mannréttinda- skrifstofan geti áfram sinnt starfi sínu og haldið sjálfstæði sínu,“ seg- ir í tilkynningu Femínistafélagsins. Fengu nornakúst „Nornaverðlaunin eru afhent aðila sem við teljum hafa unnið að mann- réttinda- og jafnréttismálum af ein- urð, fylgt eigin sannfæringu og um leið sýnt sjálfstæði í verki en fengið bágt fyrir,“ segir einnig í tilkynn- ingu Femínistafélagsins. Katrín Anna segir ákveðinn „sjarma“ yfir nornunum, því hafi verið ákveðið að nefna verðlaunin eftir þeim. „Þetta tengist einnig nornaveiðunum, en það er ekki falleg saga, þar að baki.“ Aðspurð útilokar hún ekki að nornaverðlaunin verði veitt árlega hér eftir. Guðrún Dögg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttinda- skrifstofunnar og Brynhildur Flóvenz, stjórnarformaður skrif- stofunnar, tóku á móti verðlaun- unum, nornakústi, úr hendi Katrínar Önnu og öðrum félögum Femínistafélagsins. „Þetta er nornakústur,“ útskýrir Katrín Anna, „og hann svínvirkar,“ bætir hún við. Morgunblaðið/Þorkell Katrín Anna Guðmundsdóttir, Guðrún Dögg Guðmundsdóttir og Brynhildur Flóvenz með galdrakústinn. Mannréttindaskrifstofan fær nornaverðlaun STJÓRN Landsvirkjunar ákvað á síðasta ári að framvegis skyldi ár- lega úthlutað styrkjum til efnilegra námsmanna sem sinna lokaverk- efnum á meistara- og doktorsstigi sem talin eru tengjast starfsemi Landsvirkjunar. Þeir sem hljóta styrk frá Lands- virkjun árið 2004 eru í stafrófsröð: Ármann Gylfason er fæddur í Reykjavík árið 1977. Hann lauk BS-prófi í véla- og iðnaðarverk- fræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og MS-prófi frá Cornell University í Bandaríkjunum árið 2003. Hann stundar nú doktorsnám við sama skóla í flugvélaverkfræði. Verkefn- ið skiptir máli við straumfræði- vandamál, eins og þekkjast í vatns- vegum virkjana. Ásta Rut Hjartardóttir er fædd árið 1978. Hún lauk BS-prófi í jarð- fræði við Háskóla Íslands árið 2003 og stundar nú mastersnám við raunvísindadeild við skólann. Verkefni hennar heitir Sprungu- sveimar eldstöðvakerfis Öskju í Dyngjufjöllum. Bergur Sigfússon er fæddur árið 1978. Hann lauk BS-námi í jarð- fræði frá Háskóla Íslands árið 2001 en stundar nú doktorsnám við raunvísindadeild HÍ og Aberdeen School of Biological Science. Dokt- orsverkefni hans heitir Grunn- vatnsmengun vegna uppleysingar eldfjallagjósku, og fjallar um ars- en-mengun vatns. Eiríkur S. Svavarsson er fæddur árið 1972. Hann lauk embættis- prófi í lögum frá Háskóla Íslands árið 1998 og stundar nú masters- nám í alþjóðlegri viðskiptalögfræði við University of Manchester. Verkefni hans heitir Ný raforku- lög og reglur innri markaðar Evr- ópusambandsins. Rúnar Unnþórsson er fæddur árið 1971. Hann lauk kandidats- prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og mastersprófi frá sama skóla árið 2002. Hann stundar nú doktorsnám við verk- fræðideild háskóla Íslands. Niður- stöður verkefnisins kunna að nýt- ast Landsvirkjun við viðhalds- eftirlit á vélbúnaði fyrirtækisins og við gerð viðhaldsáætlana. Unnur Birna Karlsdóttir er fædd árið 1964. Hún lauk BA-prófi í sagnfræði árið 1992, prófi í upp- eldis- og kennslufræði árið 1993 og mastersprófi í sagnfræði árið 1996. Hún stundar nú doktorsnám við heimspekideild Háskóla Íslands. Doktorsverkefni hennar heitir Náttúrusýn og nýting fallvatna á 20. öld. Markmið rannsóknarinnar er að kanna sögu og þróun náttúrusýnar á Íslandi á 20. öld eins og hún hefur komið fram í umræðu um vatnsaflsvirkjanir og einstök vatnsföll, fossa og land- svæði. Í dómnefnd voru skipuð þau Stefanía Katrín Karlsdóttir, rektor Tækniháskóla Íslands, Gunnar Örn Gunnarsson, forstjóri Nýsköpunar- sjóðs atvinnulífsins, og starfsmenn Landsvirkjunar, þau Bjarni Páls- son verkfræðingur, Hildur Hrólfs- dóttir verkfræðingur og Ólöf Nor- dal lögfræðingur. Alls bárust 30 umsóknir. Að þessu sinni voru til ráðstöfunar þrjár milljónir króna samkvæmt ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar. Dómnefndin ákvað að veita 6 styrki að upphæð 400 til 600 þúsund krónur hvern. Styrkir af þessu tagi verða veittir árlega framvegis eins og fyrr segir og auglýst verður eftir umsækj- endum í nóvember næstkomandi vegna styrkja sem veittir verða 2005. Markmið Landsvirkjunar með styrkjum þessum er að stuðla að því að faglegum verkefnum sem nýst geta Landsvirkjun verði sinnt af góðum nemum á háskólastigi undir leiðsögn hæfra kennara; efla menntun og rannsóknir á sviðum tengdum Landsvirkjun og laða að hæfa einstaklinga til starfa. Lands- virkjun vill með þessu framtaki sýna í verki að þar sé framsækið fyrirtæki á ferð sem leggur traust- an grunn að framtíðinni. Landsvirkjun styrkir háskólanema í framhaldsnámi Jónmundsson, Jón Kristinsson og Ólafur Gísli Jónsson hlutu fram- haldsstyrk vegna þátttöku í nor- rænum rannsóknum á bráðaeit- ilfrumukrabbameini, bráðamergfrumukrabbameini, heilaæxlum o.fl. hjá börnum. Þá samþykkti stjórnin að kosta kaup og uppsetningu á heitum potti við Rjóðrið, hvíldar- og endurhæf- ingarheimili fyrir langveik börn. Heimilið er í einu af húsum Land- spítala í Kópavogi og var stofnað af Velferðarsjóði barna á Íslandi. Krabbameinsveik börn eiga þar greiðan aðgang. Styrkurinn nemur 800 þúsund krónum. NÝLEGA voru veittir styrkir úr „Sjóði Kristínar Björnsdóttur, fyrr- verandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna“, en sjóðurinn er í vörslu Krabbameinsfélags Íslands. Fé úr sjóðnum skal aðallega varið í þágu rannsókna á krabbameini í börnum og unglingum og til aðhlynningar krabbameinssjúkra barna. Stjórn sjóðsins ákvað að veita tvo rannsóknastyrki, samtals að upp- hæð 500 þúsund krónur. Ásgeir Haraldsson prófessor og Valtýr Stefánsson Thors læknir fengu styrk til rannsókna á blóðsýkingum barna samhliða krabbameinslyfja- meðferð. Læknarnir Guðmundur Valtýr Stefánsson Thors læknir, Jón Kristinsson læknir, Vilhelmína Har- aldsdóttir, formaður stjórnar sjóðs Kristínar Björnsdóttur, Ingibjörg Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna á Íslandi, og Guðrún Ragnars, deildarstjóri Rjóðursins. Styrkir úr sjóði Kristínar Björnsdóttur AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.