Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 51 Til sölu Lexus RX 300, árg. 2002, ekinn 49 þús. km. Gott eintak. Til sýnis hjá Bílahöllinni, sími 567 4949. Volvo 960 með öllu - ný tímar- eim o.fl. Til sölu Volvo 960, árg. '91, 3.0i-24v, 204 hö, sjálfsk., leður, lúga, ABS, rafm. í öllu, cruise, læst drif, CD, hleðslujafn., kúla, sumar-/vetrardekk á felg. Verð 500 þús. Uppl. í s. 660 1703. Ford Explorer Sport Track Premium árg. '02. Leður. Topp- lúga. Upphækkun. Rafmrúður, speglar, 6-diska CD og fl. Reyk- laus. Ekinn 36 þm. Einn með öllu. Verð 2.950 þ. kr. Sími 693 0802. Sjá upplýsingar og myndir á www.fordexp.tk. Mitsubishi Pajero Long dísel árg. 1997. Ekinn 140 þús. km. 5 dyra, sjálfskiptur, 2800 cc, 7 manna. Dísel. 32" dekk. Vel með farinn með krók og CD. Verð 1.490 þús. Uppl. í síma 693 4218. Korando 2900 túrbó dísel árg. 2000. Til sölu mjög gott eintak af 33" breyttum Korando 4x4. Góður í snjónum. Verð 1.590 þús. Skipti skoðuð. Upplýs. í síma 861 5655, onyx@simnet.is. JEEP Liberty Limited, árg. '04, V6 3.7L. Glæsilegasti jeppi lands- ins loksins fáanlegur. JEEP Li- berty Limited, árg. '04, ek. 5 þús. V6, 3.7L, 210 hö, glertopplúga, cruise, tölva, cd o.fl. Upplýsingar í síma 697 7685. Isuzu Trooper 3.0 TD árg. '99. Frábært eintak á 32" með topp- boxi og sumard. á álfelgum. Ekinn 145 þ. Verð 1.650 þús. S. 899 1989/868 6112, Hjalti/Magga. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Ökukennsla Kenni á Ford Mond- eo. Góður ökuskóli. Aðstoða við endurveitingu ökuréttinda. www.sveinningi.com . Upplýsingar í síma 892 2860. Glæsileg ný kennslubifreið, Subaru Impreza 2004, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Driver.is Ökukennsla, aksturs- mat og endurtökupróf. Subaru Legacy, árg. 2004 4x4. Björgvin Þ. Guðnason, sími 895 3264 www.driver.is Til sölu Pólaris 600 Classic Touring árg. 2000, ekinn 1800 mílur. Mjög góður ferða- og fjöl- skyldusleði (tveggja manna sæti). Einnig vönduð vélsleðakerra. Uppl. í síma 896 8816. Varahlutir í Land Cruiser 92-94 vél 4,2 TD. Sjálfskipting, gírkassi, hásingar, driflæsingar, innrétting, bodyhlutir o.m.fl. Uppl. í s. 824 8004 og 853 7011. Heiðarlegur, skapgóður maður á sjötugsaldri óskar að kynnast konu sem vill búa á gullfallegum stað úti á landi. Bréf sendist augldeild Mbl. ásamt símanr. merkt: „Trúnaður — 16499“. Alternatorar og startarar í fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar og bátavélar. Á lager og hraðsend- ingar. 40 ára reynsla. Bílaraf, Auðbrekku 20, sími 564 0400. FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum, niðurföllum, þak- og drenlögnum Til sölu varahlutir í Volvo 460 árg. 94. Uppl. í síma 899 5522. Jeep Grand Cherokee Limited árg. 2004, ek. 25 þ. m. Ný vetrard- ekk. Verð 3.700 þús. Uppl. í síma 660 4110. Toyota Station 1,6 árg. '04, ek. 8.000 km. Beinskiptur, innspýting, heilsársdekk, ABS, samlæsingar, útvarp og geislaspilari, rafdrifnar rúður og speglar. Reyklaus, þjón- ustubók. Uppl. í síma 893 5006. Toyota 4Runner, árg. '91, ek. 149 þús. km. Toyota 4Runner V-6 3000, árg 1991, ssk., 31" dekk, ek- inn 149 þús. km. Verð 390.000. Upplýsingar í síma 895 0988. FULTRÚAR Impregilo og lands- sambanda ASÍ náðu fyrir rúmu ári samkomulagi um fyrirkomulag launagreiðslna til erlendra starfs- manna Impregilo sem starfa við Kárahnjúkavirkjun. Samkomulagið kvað m.a. á um greiðslur í lífeyris- sjóð, orlofsupphæð og hvernig ætti að reikna tekjuskatt. Samkomulagið var undirritað 10. október 2003 og kemur til viðbótar samkomulagi sem gert var 1. októ- ber sama ár. Í fyrstu grein sam- komulagsins er gerð nákvæm grein fyrir hvernig eigi að reikna út laun. Tekið er fram að heimilt sé að greiða starfsmönnum föst laun enda liggi fyrir „að nettó laun séu yfir viðmið- unum um lágmarkslaun virkjana- samningsins að mati samningsaðila.“ „Með samkomulagi dags. 1. októ- ber sl. var staðfest hvernig tryggt verður að ákvæði virkjanasamnings um lágmarkskjör verði virt við upp- gjör á launum til erlendra starfs- manna sem greidd eru árslaun sín í 12 mánaðarlegum greiðslum. Eftir stóð að skilgreina hvernig standa bæri að samanburði á launum þeirra erlendu starfsmanna sem fá árslaun greidd í 13 eða 14 greiðslum á ári en um lágmarkskjör þeirra fer einnig skv. virkjasamningi. Þar sem um er að tefla greiðslur sem svipar til desember- og orlofs- uppbóta, sem að mestu eru innifalin í töxtum virkjanasamnings eru aðilar sammála um eftirfarandi verklag. Þeir umræddu starfsmenn sem starfa skv. virkjanasamningi og fá greitt á tímagrunni skulu mánaðar- lega fá útreiknaðan launaseðil skv. íslenskum reglum kjarasamnings- ins, þar sem margfaldaðar eru sam- an unnar stundir og taxtalaun. Frá þeirri samtölu skal draga fjárhæð sem svarar til ávinnslu þeirra til des- ember- og orlofsupphæðar skv. ráðningarsamningi en þessar upp- bætur eru greiddar fyrir lok júlí og desember ár hvert. Frádráttur skv. þessu skal svara til greiðslu júlí- og desembergreiðslna skv. hinum er- lendu ráðningarkjörum. Þá skal enn- fremur draga frá sem svarar 4% framlagi í lífeyrissjóð og staðgreidd- an tekjuskatt að teknu tilliti til per- sónuafsláttar. Nettó fjárhæð launa fyrir hvert tímabil (þ.e. hver mán- uður) skv. þessum útreikningi er lág- marksgreiðsla fyrir viðkomandi launatímabil, sem greiða skal inn mánaðarlega á einkarreikning hlut- aðeigandi starfsmanns í banka. Ef laun reiknuð skv. ákvæðum hins er- lenda ráðningarsamnings eru hins vegar hærri en skv. virkjanasamn- ingi greiðist starfsmanni það sem hærra er en endanleg afstemming fer fram þegar allar greiðslur ársins hafa átt sér stað. Hinum erlenda starfsmanni skal látinn í té framangreindur launa- útreikningur á launaseðli skv. ís- lenskum reglum, ásamt launaseðli í samræmi við hinn erlenda ráðning- arsamning þar sem skýrt komi fram inn á hvaða bankareikning laun hafa verið greidd. Trúnaðarmaður skal eiga aðgang að upplýsingum sem staðfesta að laun séu greidd með réttum hætti skv. framanskráðu, enda sé þess gætt að trúnaður um persónuleg málefni sé ekki rofinn. Telji hann eitthvað óljóst í gögnunum, skal hann leita skýringa hjá fulltrúum fé- lagsins fyrst, áður en lengra er hald- ið. Ekki eru gerðar athugasemdir við að samið sé um föst heildarlaun er- lendra starfsmanna enda liggi fyrir að nettó laun þeirra séu yfir viðmið- un um lágmarkslaun virkjanasamn- ingsins að mati samningsaðila,“ seg- ir í 1. gr. samningsins. Impregilo og ASÍ gerðu samkomulag um erlenda starfsmenn í október 2003 Fullt samkomulag var um launagreiðslur Á NÆSTU dögum mun ACT, al- þjóðaneyðarhjálp kirkna, fá lyfja- sendingu sem GlaxoSmithKline á Íslandi gefur til hjálparstarfsins í Súdan. Um er að ræða 900 pakka af Augmentin, breiðvirku sýklalyfi, sem samtals eru að verðmæti um 1,6 milljónir íslenskra króna. Það var Anna M.Þ. Ólafsdóttir fræðslu- og upplýsingafulltrúi sem tók við gjöfinni fyrir hönd Hjálp- arstarfs kirkjunnar á Íslandi. Stofn- unin mun hafa milligöngu um að koma lyfjunum til hjúkrunarfólks í Súdan þar sem mikil þörf er fyrir lyfin, segir í fréttatilkynningu. Á myndinni er Hjörleifur Þór- arinsson framkvæmdastjóri GSK á Íslandi að afhenda Önnu M.Þ. Ólafsdóttur fræðslu- og upplýsinga- fulltrúa Hjálparstarfs kirkjunnar lyfjasendinguna. Gefur lyf til hjálp- arstarfs í Súdan GUÐBJÖRG Ósk Friðriksdóttir opnar í dag, laugardag, svonefnda Rope yoga stöð að Bæjarhrauni 22 í Hanarfirði. Opnunarhátíð verður kl. 15–17 og eru allir velkomnir. Boðið verður upp á 5 vikna opin námskeið, bæði morgun– og síðdeg- istíma, þá er boðið upp á hádeg- istíma þrisvar í viku. Hægt er að velja um tíma 14 sinnum í viku og er hver tími 75 mínútur, nema hádegistímarnir verða 50 mín. Einnig er boðið upp á einkatíma þar sem einn eða fleiri geta tekið sig saman og fengið tíma að eigin vali. Kennsla hefst 10. janúar og 17. janúar hefst 8 vikna námskeið sem lýkur með persónulegri ráðgjöf fyr- ir hvern og einn. Nánari upplýs- ingar um rope yoga má fá á vefsíð- unni rope yoga.is. Rope yoga er æfingarform sem hentar flestum og eru æfingarnar unnar að mestu útfrá kviðnum eða miðju líkamans sem dregur meðal annars úr bakverkjum hjá fólki, góð slökun og ýmsar öndunaræfingar minnka streitu og álagi og auka súrefnisinntöku og örva sogæða- kerfi líkamans o.fl., segir í frétta- tilkynningu. Jógastöð opnuð í Hafnarfirði LETTERSTEDTSKI sjóðurinn auglýsir styrki vegna ferða til nor- rænu landanna og Eystrasaltsríkj- anna til að stunda rannsóknir eða sækja fundi eða ráðstefnur. Um- sóknir um styrki þessa ber að senda til Íslandsdeildar Letterstedtska sjóðsins c/o Snjólaug Ólafsdóttir, Vesturbrún 36, 104 Reykjavík . Einnig auglýsir sjóðurinn styrki til ráðstefnuhalds, útgáfu og þýð- ingar á fræðiritum o.fl. sem sækja má um til aðalstjórnar Lett- erstedtska sjóðsins í Svíþjóð. Nán- ari upplýsingar um sjóðinn og styrkveitingarnar eru á heimasíðu sjóðsins www.letterstedtska.org. Hvort heldur sem sótt er um til Íslandsdeildarinnar eða aðalstjórn- ar er umsóknarfrestur til 15.febr- úar. Umsóknum til Íslandsdeildar Letterstedtska sjóðsins ber að skila á íslensku en til aðalstjórnar sjóðs- ins á sænsku, dönsku eða norsku, segir í fréttatilkynningu. Letterstedtski sjóðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.