Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 45 MINNINGAR eitt af börnunum hennar öll mín bernsku, æsku-og unglingsár, ýmist allt árið um kring eða sumarlangt. At- lætið sem ég bjó við hjá Helgu, systk- inum hennar, Árnýju Sigríði og Baldri að ógleymdum ömmu Stein- unni Helgu og Stefáni afa var slíkt að ég átti tvö heimili allan minn uppvöxt. Slík forréttindi eru ekki sjálfgefin. Blessuð sé minning Helgu. Steinunn Helga. Fjórtán ára kynntist ég Helgu þeg- ar við lágum báðar sjúkar á Landspít- alanum, en hún var þá fullþroska kona. Hún kom strax fram við mig með virðingu sem jafningja og talaði aldrei niður til mín sem barns. Eftir á furða ég mig á hve náin vinátta mynd- aðist milli okkar þrátt fyrir aldurs- muninn. Stuttu áður hafði Helga veikst og var vart hugað líf. Hún lam- aðist. Þegar leiðir okkar lágu saman var hún að byrja að reyna að ganga nokkur skref. Hún var ákveðin í því að æfa fæturna. Þegar vel tókst og hún gat fikrað sig inn eftir stofunni varð henni að orði: „Nú er ég rétt eins og hrífa.“ Ég hló og fannst þetta mjög fyndið, en hún brosti bara kímin. Þetta varð síðan okkar einkabrandari þegar einhver komst til heilsu. Henni var tamt að gera góðlátlegt grín að sjálfri sér. Einmitt svona gekk hún gegnum allt lífið. Hrífan hefur nota- gildi, er þráðbein og látlaus. Helgu féll aldrei verk úr hendi á bernsku- heimilinu í Litla-Hvammi í Mýrdaln- um heldur gekk þar að húsverkum ásamt hinum er heim kom og hún hlotið nokkurn bata. Mátturinn full- komnaðist í veikleika var orð að sönnu. Alvara, hógværð, kímni en fyrst og fremst manngæska og virð- ing fyrir lífinu einkenndu allt líf henn- ar. Hún sagði mér frá ýmsu sem á daga hennar hafði drifið, m.a. að unn- usti sinn hefði farist í skipskaða úti fyrir Mýrdalssandi. Hún hélt ævi- langa tryggð við minningu hans og giftist aldrei en stórfjölskyldan varð henni eitt og allt. Ég gat ekki gleymt henni þegar leiðir skildi og skrifaði henni. Þá hófust tíð bréfaskipti. Þeim fækkaði þó eftir því sem árin liðu en þráðurinn slitnaði aldrei. Þau skipti sem við hittumst má telja á annarri hendi. Það voru bréfin sem viðhéldu þessu innilega vináttubandi. Síðasta bréfið sem ég skrifaði las hún líklega aldrei. Það er léttvægt, annað er mik- ilvægt og það er minningin sem ég á um sannan vin sem ég veit að ég mun hitta hinum megin. Við höfum báðar átt trausta og örugga trú á Guð og ei- líf trúargildi sem ná yfir dauða og gröf. Blessuð sé minning Helgu. Sigríður Ó. Candi. Þegar ég var strákur fór ég alltaf í sveit á sumrin að Hvammbóli. Þegar rútan stoppaði við afleggjarann um klukkan hálf eitt biðu Helga og amma eftir mér með soðningu í pottinum, þótt Baldur hefði e.t.v. þegar lagt sig eftir matinn. Eftir þessa hressingu fór ég út að heilsa upp á hundinn Tíra og hljóp svo upp í tún þaðan sem er stórkostlegt útsýni yfir sveitina, jökl- ana og hafið. Fyrsta sumarið mitt í sveitinni var það hluti af mínum „skylduverkum“ að reka kýrnar út í haga eftir morg- unmjaltirnar og kippa svo með mér volgri mjólk í litlum brúsa eða fötu heim í bæ. Helga notaði mjólkina m.a. í brauð og kökur sem hún var alltaf að baka til að hafa nóg með morgun- kaffinu, síðdegiskaffinu og kvöld- kaffinu. Stundum fékk frændfólkið í Litla- Hvammi mjólk frá Hvammbóli. Þá sat Gunnar frændi eða Stefán gjarn- an inni í eldhúsi hjá Helgu þegar ég kom inn. Meðan ég borðaði morgun- matinn minn skiptust þau á góðlátleg- um athugasemdum um lífið og til- veruna ... gott er blessað veðrið, það held ég, ja soddan, ég segi nú ekki margt ... Elsku Helga, í mínum huga varst þú alltaf í góðu skapi, þú lést þér annt um heimilisfólkið á Hvammbóli ekki síst ömmu, þú tókst hlýlega á móti fjölda barna og ungmenna sem komu í sveit til þín á hverju sumri og þú bjóst ættingjum og vinafólki um allt land notalegan stað til að hittast og rækta tengslin sín á milli. Stefán Úlfarsson. MERK tímamót urðu í íslensku skáklífi þegar alþjóðlegi meistarinn Stefán Kristjánsson, Taflfélaginu Helli, náði sínum fyrsta áfanga að stórmeistaratitli í alþjóðlegu móti í Drammen í Noregi. Þetta er í fyrsta skipti í áratug sem aðrir íslenskir skákmenn en stórmeistarar ná ár- angri sem samsvarar þessum. Stefán hefur tvívegis áður orðið mjög nærri því að ná þessum áfanga. Annað skiptið var á Reykjavíkurskák- mótinu 2002 þar sem hann þurfti jafntefli í síðustu umferð gegn rúss- neska stórmeistaranum Oleg Korn- eev en þurfti þá að bíta í það súra epli að lúta í lægra haldi. Hitt skiptið var síðasta sumar þar sem hann vann sterkt lokað mót í Ungverja- landi og var þá aftur hálfum vinningi frá áfanganum. Allt síðasta ár var af- ar gjöfult fyrir Stefán en hann varð t.d. efstur á minningarmóti Jóns Þorsteinssonar, vann fyrrnefnt mót í Ungverjalandi, varð Íslandsmeistari í netskák og gekk frábærlega á tveim öflugum hraðskákmótum sem fram fóru undir lok ársins. Það virð- ist sem hann sé að springa út sem skákmaður og taflmennskan ber þess merki að skilningur hans á stöðubaráttu hefur vaxið og að út- reikningarnir séu orðnir nákvæmari. Hann hefur marga kosti sem skák- maður umfram þessa og má sem dæmi nefna að hann virðist hafa stál- taugar. Árangur hans nú má án efa þakka mikilli vinnu en einnig verður að hafa í huga að á meðan hann tefldi fyrir Skákfélagið Hrókinn á árunum 2002–2004 fékk hann ógrynni tæki- færa til að takast á við harðsnúna skákmenn og má þar nefna keppnir eins og Stórmót Hróksins á Kjar- valsstöðum, Mjólkurmótið og einvígi við tékkneska stórmeistarann Tom- as Oral. Sú reynsla er hugsanlega að skila sér núna. Aðalatriðið er að ísinn er brotinn og sé haldið rétt á spöð- unum ætti stórmeistaratitillinn verða hans innan nokkurra missera. Frammistaða hans er hvatning til jafnaldra hans sem margir hverjir þurfa að stíga þau spor sem skilur að milli titils alþjóðlegs meistara og stórmeistara. Til þess að brúa þetta bil þarf að stúdera og tefla mikið í al- þjóðlegum keppnum. Mótið í Drammen var að sumu leyti heppi- legt að þessu leyti til þar sem kepp- endur voru ekki of margir eða alls 86. Þar af voru sjö stórmeistarar og níu alþjóðlegir meistarar. Stefán lauk keppni með sjö vinninga af níu mögulegum og lenti í þriðja sæti. Einungis pólski alþjóðlegi meistar- inn Bartel Mateuzs (2.481) og ísr- aelski stórmeistarinn Viktor Mikha- levsky (2.566) urðu fyrir ofan hann með átta vinninga. Árangur hans samsvarar 2.591 stigum og mun hann hækka um 15 stig fyrir frammi- stöðuna. Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson lauk keppni með 6 vinninga og lenti í 7.–15. sæti. Hann hefði sjálfsagt vilja gera betur en frammistaðan þýðir að hann stendur í stað á stigum. Davíð Kjart- ansson fékk 5½ vinning og lenti í 16.– 25. sæti en græðir 2 stig. Alls tóku 500 manns þátt í skákhátíðinni í Drammen og beindust augu flestra að ofurmótinu þar sem hinn 14 ára stórmeistari Magnus Carlsen (2.581) var stærsta aðdráttarafl hátíðarinn- ar. Að þessu sinni voru honum mis- lagðar hendur og lauk keppni með þrjá vinninga af níu mögulegum og lenti í neðsta sæti ásamt Antoanetu Stefanovu (2.523). Efstir og jafnir með sex vinninga urðu Alexey Shir- ov (2.726) og Peter Heine Nielsen (2.663). Enski stórmeistarinn Luke McShane (2.629) kom humátt á eftir þeim með 5½ vinning en þar á eftir komu með 4½ vinning gamla brýnið Viktor Korsnoj (2.601), Evrópu- meistarinn fyrrverandi Bartlomiej Macieja (2.613) og norski alþjóðlegi meistarinn Kjetil Lie (2.474). Sá síð- astnefndi náði áfanga að stórmeist- aratitli og ku þá vera búinn að tryggja sér titilinn. Fyrrverandi heimsmeistari FIDE, Alexander Khalifman (2.669) fékk fjóra vinn- inga og varð að láta sér lynda að deila sjöunda sætinu með norska stórmeistaranum Leif Erlend Jo- hannessen (2.519). Heimasíða norsku mótshaldaranna var að mörgu leyti prýðileg en sárlega vantaði skákir frá alþjóðlega mótinu. Ekki er því mögulegt að sýna skák með Stefáni en í staðinn verður fyrir valinu eina skákin sem undra- barninu norska tókst að ylja aðdá- endur sína um hjartarætur með. Andstæðingurinn var ekki af verra taginu en það var Alexey Shirov, einn af skemmtilegustu og sterkustu skákmönnum sem uppi hafa verið. Hvítt: Magnus Carlsen Svart: Alexey Shirov Breyer afbrigði spænska leiksins 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0–0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 0–0 8. c3 d6 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. Rf1 Bf8 14. Rg3 g6 15. b3 c6 16. Bg5 Bg7 17. Dd2 Dc7 18. a4 Þessi staða hefur sést oft áður enda einkennist Breyer-afbrigðið af þrætubókafræðum. Allar áætlanir í afbrigðinu er hægfara og spennan í stöðunni fer öll fram neðan sjávar. Svo skyndilega geta átökin blossað upp eins og hendi væri veifað þegar herir hvors aðila fyrir sig er nægi- lega undirbúinn til að láta til skarar skríða. Lettnesk ættaði Spánverjinn grípur til þess ráðs óvenju snemma en þekkt er að leika 18. … Rf8. 18. … d5!? 19. dxe5 Rxe5 20. Rxe5 Dxe5 21. Bf4 De6 22. e5 Rd7 23. Bh6 Bh8 Ekki gekk upp að seilast eftir e5- peðinu þar sem leppunin á e-línunni myndi reynast svörtum dýrkeypt. Það er athyglisvert að hvítur virðist eftir átjánda leik svarts geta byggt upp tiltölulega áreynslulaust hættu- lega sókn. Á hinn bóginn öðlast svartur gagnfæri á miðborðinu. 24. f4 De7 25. He3 Rf8 26. Hf1 c5 27. f5 d4! 28. cxd4 cxd4 Nú hefur staðan opnast og ljóst er að svartur stendur síst lakar eftir 29. Dxd4 Bxe5. Sá ungi grípur til þess ráðs að fórna öllu fyrir sóknina. 29. fxg6!? hxg6 Það hefði þurft verulega hugrakk- ar sálir til að taka hrókinn en óvíst hvernig hvítur hugðist halda sókn- inni gangandi eftir 29. … dxe3 30. gxh7+ Rxh7 31. De2 De6. Carlsen lætur sér textaleikinn fátt um finn- ast og í stað hróks býður hann svört- um að þiggja riddara. Að þessu sinni afræður svartur að þiggja hann enda vart annað í boði. 30. Rf5?! gxf5 31. Hg3+ Rg6 32. Bxf5 Dxe5 33. Hg4 Bg7 34. Bxg6 fxg6 35. Hxg6 He7 36. Hf4 Svartur hefur teflt vörnina prýði- lega en í næsta leik bregst honum illilega bogalistin. Hið einfalda 36. … De3+ hefði þó ekki gengið upp vegna 37. Dxe3 dxe3 38. Hfg4 Hae8 39. Bxg7 e2 40. Bc3+ Kh7 41. Hg7+ og hvítur vinnur. 36. … Be4?? 36. … Hf8! hefði fært svörtum sig- urinn þar sem 37. Hfg4 hefði verið svarað með 37. … Hff7 og hvítur er að verða bensínlaus í skriðdreka- sókn sinni. 37. Hg5! De6 38. Bxg7 og svartur gafst upp enda taflið gjörtapað eftir 38. … Hxg7 39. Hxg7+ Kxg7 40. Dxd4+. daggi@internet.is Bið í áratug er lokið Helgi Áss Grétarsson Magnus Carlsen Stefán Kristjánsson Alexei Shirov Stefán Kristjánsson nær stórmeistaraáfanga á móti í Drammen í Noregi SKÁK Rica Park Hótel Drammen Skákhátíð Í Drammen Í Noregi 27. desember 2004 – 5. janúar 2005 Reykjavíkurmót í sveitakeppni Reykjavíkurmótið í sveitakeppni verður spilað í janúar að venju og kvóti Reykjavíkur hefur stækkað frá síðasta ári, er nú 15 sveitir í stað 12 á síðasta keppnistímabili. Kvóti svæðasambanda er reiknaður út frá 10 efstu sveitum í úrslitum síðasta Íslandsmóts og hausagjöldum til Bridssambandsins. Reykjavík átti 9 sveitir af 10 efstu á síðasta Íslands- móti. Spiladagar í Reykjavíkurmótinu verða þessir: 11. janúar 2 umferðir 13. janúar 2 umferðir 15. janúar 4 umferðir 16. janúar 3 umferðir 18. janúar 2 umferðir 22. janúar 4 umferðir 23. janúar 3 umferðir 25. janúar til vara Spilaðir verða 16 spila leikir, allir við alla og keppnisgjald verður krón- ur 26.000 á sveit. Á síðasta keppnistímabili voru 18 sveitir sem tóku þátt í Reykjavíkur- mótinu og eins og sést á áðurnefndri upptalningu, er gert ráð fyrir fjölg- un. Ef sveitir verða færri, fellur sunnudagurinn 23. janúar fyrst út en síðan fimmtudagurinn 13. janúar ef á þarf að halda. Keppnisstjóri verður Björgvin Már Kristinsson og spiluð verða forgefin spil, sömu spil í öllum leikjum. Skráningarfrestur í mótið verður til lok vinnudags, föstudaginn 7. janúar. Allar upplýsingar um mótið er hægt að nálgast á heimasíðu BR, bridgefelag.is Björn og Frímann byrja nýja árið vel fyrir norðan Nýárstvímenningur Bridsfélags Akureyrar var spilaður þriðjudaginn 4. janúar með þáttöku 12 para. Staða efstu para var þannig: Björn Þorláksson og Frímann Stefánsson 47 Stefán Vilhj.s. og Guðm. V. Gunnlaugss. 19 Hans V. Reisenhus og Gissur Gissurars. 16 Þar að auki var spilaður sunnu- dagsbrids sunnudaginn 2. janúar. Níu pör mættu til spilamennsku. Úrslitin urðu sem hér segir: Gissur Jónasson og Hjalti Bergmann 19 Pétur Guðjónsson og Jónas Róbertsson 15 Sigurb. Haraldss. og Sverrir Haraldss. 10 Að venju var spilað Íslandsbanka- mót milli jóla og nýárs. Var spilað í Ketilshúsinu, en alls tóku 30 pör þátt í mótinu. Veglegir flugeldapakkar voru í verðlaun og þau hlutu: Sigurbj. Haraldss. - Ragnar Magnússon 814 Stefán Ragnarsson - Pétur Guðjónsson 779 Páll Þórsson - Frímann Stefánsson 752 Björgvin Leifss. - Sigurður Björgvinss. 740 Þórólfur Jónass. - Sveinn Aðalgeirsson 736 Næstu þriðjudagskvöld verður Akureyrarmótið í sveitakeppni. Gott væri að menn gætu myndað sveitir sem fyrst og skráð þær til Steinars Guðmundssonar í síma 8634516 eða Frímanns Stefánssonar í síma 8678744. Síðan verður Svæðamót Norður- lands eystra í Sveitakeppni haldið helgina 22-23 janúar. Nánari upplýs- ingar gefur Stefán Vilhjálmsson í síma 8984475, en hann tekur einnig við skráningum. Ekki má svo gleyma Sunnudags- brids næsta sunnudag og flesta aðra. Þar mæta menn og spila, þarf ekkert að koma með makker, við björgum því. En ekki gleyma því að taka með brosið og góða skapið. Toppbaráttan á Topp 16 á Flúðum Nú er nýlega lokið einmennings- keppninni topp 16 á Flúðum en jafn- an er spilað á fjórum borðum. Þessir urðu í efstu sætunum: Magnús Gunnlaugsson 112 Karl Gunnlaugsson 109 Gunnar Marteinssson 103 Marek Jozefik 102 Guðmundur Böðvarsson 98 Jóhannes Sigmundsson 93 Ólafur Guðjónsson 92 Ari Einarsson 92 Nú eftir áramótin hefst hin árlega tvenndarkeppni en þá keppa jafn margar konur og karlar. Bridsfélag Hafnarfjarðar Síðasta spilakvöld BFH var 13. des. Þá var spilaður jólatvímenning- ur þar sem pörin voru dregin saman. Úrslit urðu Halldór Þórólfsson - Stefán Garðarson 20 Friðþjófur Einarss. - Halldór Einarss. 17 Sveinn Vilhjálmss. - Guðni Ingvarsson. 16 Með sigri varð Stefán efstur í bronsstigaskráningu fyrir jól, hann endaði með 126 stig en næstir eru: Halldór Þórólfsson 116 Alda Guðnadóttir 115 Kristján Snorrason 115 Sigurður Sigurjónsson 110 Næsta mánudag 10. jan byrjar Aðalsveitarkeppni Bridsfélags Hafnarfjarðar. Muna að mæta tímanlega eða skrá sig hjá Eiríki síma 8-620-690. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.