Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Emilíana Torrini  Mér finnst svo gaman að garga og öskra! Stappa fótunum og syngja eins og ég sé ofdekrað barn. á morgun ÚR VERINU SAMTALS 2.344 skip voru á skipaskrá nú um áramótin. Skip- um á íslenskri skipaskrá hefur þannig enn fækkað og að þessu sinni um samtals 21 skip. Heild- arbrúttótonnatala skipastólsins hækkaði hins vegar um tæplega 5.000 brúttótonn frá árinu áður. Fyrsta janúar 2005 voru samtals 1.135 þilfarsskip á skrá og brúttótonnatala þeirra var 230.881. Opnir bátar voru sam- tals 1.209 og brúttótonnatala þeirra var 7.199. Á þurr- leiguskrá er eitt skip, Keilir, samtals 4.341,99 brúttótonn. Skipunum fækkar               !  "#$            !  "#$                 !  "#$                        KÍNA mun lækka tolla á grálúðu úr 10% í 5% frá áramótum að ósk Íslands. Í orðsendingu frá kínverskum stjórnvöldum segir að þessi að- gerð sé til marks um mikilvægi viðskipta á milli Kína og Íslands og þau jákvæðu viðhorf sem Kín- verjar hafa til frekari viðskipta og samvinnu við Ísland. Þetta kemur fram í Stiklum, vefriti viðskipta- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Jón Magnús Kristjánsson hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna segir að tollalækkunin kunni að hafa umtalsverð áhrif á þessi við- skipti. „Við seldum grálúðuafurðir til Kína fyrir tæpan hálfan milljarð á síðasta ári og lækkun tolla mun liðka fyrir þessum viðskiptum. Tollalækkunin gerir markaðinn meira spennandi, þar sem grálúðu- afurðir verða enn samkeppnishæf- formaður Kínversk-íslenska versl- unarsamráðsins, segir að málið hafi verið tekið reglulega upp við kínversk stjórnvöld á vettvangi viðskiptasamráðs ríkjanna. „Val- gerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, nýtti síðan tækifærið í opin- berri heimsókn til Kína í apríl á síðasta ári til að fylgja málinu eftir og ræða við Zhang Zhigang, aðstoðarviðskiptaráðherra Kína, um tækifæri til að auka viðskipti á milli ríkjanna. Innflutningur frá Kína er sexfalt meiri en útflutningur til Kína og því lagði ráðherra áherslu á að lækkaðir yrðu tollar á vörum sem eru mikilvægar fyrir íslensk út- flutningsfyrirtæki. Það er mjög ánægjulegt hve vel kínversk stjórnvöld hafa brugðist við þess- ari málaleitan.“ ari við aðrar sjávarafurðir, og áhrifin geta komið fram í hagkvæmara verði og meiri eftirspurn.“ Íslendingar flytja nær eingöngu grálúðuhausa og sporða til Kína. Enginn markaður er fyrir þessa vöru annars staðar og tollalækk- unin hefur því enn meira gildi en ella. Óskin kom frá Íslandi Grétar Már Sigurðsson, skrif- stofustjóri viðskiptaskrifstofu og Kína lækkar tolla á grálúðu frá Íslandi STJÓRN Leigjendasamtakanna hef- ur ákveðið að kæra Guðmund St. Ragnarsson, lögmann og fyrrverandi formann samtakanna, til lögreglu. Hann var formaður samtakanna á ár- unum 2001–2004og er sakaður um að hafa falsað ársreikning félagsins, tek- ið eigur félagsins ófrjálsri hendi, dregið sér fé auk, einnig á hann að hafa villt á sér heimildir gagnvart fé- lagsmálaráðuneyti varðandi styrki og úttektir í nokkrum fyrirtækjum á kostnað samtakanna. Samtökin séu vegna þessa skuldug og húsnæðis- laus. Að sögn Þóris Karls Jónassonar, núverandi formanns, verður kæran lögð fram á mánudag. Guðmundur segist vísa öllum ásökunum á bug. Leigjendasamtökin kynntu fyrir- hugaða kæru á blaðamannafundi í gær og segir Þór að honum þyki það óeðlilegt að megnið af þeim peningum sem félagið hafi fengið í styrki frá ríki og borg hafi runnið í vasa formanns- ins sem launakostnaður, enda hafi starfið ávallt verið unnið að mestu í sjálfboðavinnu. Hann segir það ósannindi að Guðmundur hafi gert launasamkomulag við Jón Kjartans- son, sem var formaður samtakanna á undan Guðmundi. M.a. hafi tvær milljónir kr. runnið í vasa Guðmundar af 2,5 milljónum króna sem ríki og borg greiddu félaginu í styrk árið 2003. Algjör þvættingur „Ég vísa þessu öllu mjög harkalega á bug sem algjörum þvættingi,“ segir Guðmundur og bætir hann við að hann sé að skoða meiðyrðamál gegn núverandi stjórn Leigjendasamtak- anna. Hann segist hafa gert launa- samkomulag við Jón Kjartansson, þá- verandi formann samtakanna, sem samsvari klukkutíma lágmarkstaxta lögfræðings á dag. Annað hafi ekki komið til greina enda hafi hann rekið lögfræðiskrifstofu samhliða for- mennskunni. Hann segir það hafa verið orðið erfitt að reka samtökin vegna minnkandi fjárframlaga frá hinu opinbera, það skýri að hluta til bága skuldastöðu samtakanna. Leigjendasamtök- in kæra fyrrver- andi formann sinn DREIFING á drykknum Kristal Plús hefur verið stöðvuð vegna þess að Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur vakti á því athygli að ekki hefði verið sótt um leyfi fyrir því að selja drykkinn, en slíkt er skylt séu drykkir vítmínbættir. Ölgerðin Egill Skallagrímsson, sem framleiðir drykkinn, hefur nú sótt um slíkt leyfi og óskað eftir því að afgreiðslu þess verði hraðað eins og kostur er, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar kemur fram að ekki hafi verið sótt um leyfi vegna jafnræðisreglu, en á markaði séu ekki færri en 25 vítamínbættar vörur, þar með taldir drykkir, sem innihaldi sömu efni, sem ekki hafi verið sótt um leyfi fyrir. Því sé um samkeppnishamlandi mismunun að ræða og brot á jafnræðisreglu að setja skorður við dreifingunni. Ekki leyfi fyrir vítamínbættum drykk FLUGVÉL frá Lufthansa millilenti hér á landi á leið frá Frankfurt til Toronto eftir að farþegi um borð fékk flogaveikikast. Vélin lenti í Keflavík rétt fyrir kl. 18 í gær og var konan sem fengið hafði floga- veikikastið flutt með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Millilent vegna flogaveiks farþega LÍKAMSÁRÁS var kærð í Vest- mannaeyjum á þriðja tímanum í fyrrinótt, eftir að tveimur mönnum á tvítugsaldri sinnaðist og annar barði hinn einu sinni í andlitið. Lögregla flutti þann sem fyrir árásinni varð á Heilbrigðisstofn- unina í Vestmannaeyjum, og var hann eitthvað skorinn í andliti eftir árásina. Málið er í rannsókn. Á sjúkrahús eftir hnefahögg FLEIRI portúgalskir starfsmenn komu til starfa við Kárahnjúkavirkj- un eftir jólafrí en Impregilo hafði áður gert ráð fyrir. Um 200 starfs- menn lentu á Egilsstaðaflugvelli í fyrrakvöld, með beinu leiguflugi frá Portúgal með vél Loftleiða. Af þessum 200 mönnum voru um 40 nýir sem Impregilo hafði reiknað með að ráða síðar á árinu. Koma fleiri Portúgalir hingað vegna þess hve tafist hefur að ráða kínverska verkamenn til starfa. Fleiri Portúgalar í Kárahnjúkum ÍBÚATALA í Hafnarfirði fór upp fyrir 22 þúsund við lok síðasta árs og á gamlársdag voru skráðir íbúar 22.001. Gera áætlanir bæjarins ráð fyrir að íbúum fjölgi enn frekar á næstu árum og að á hundrað ára af- mæli hans árið 2008 verði þeir orðnir 25 þúsund. Fjölskyldan á Blómvöllum 15 varð þess heiðurs aðnjótandi að koma íbúum bæjarins upp fyrir 22 þúsund og af því tilefni heimsótti Lúðvík Geirsson bæjarstjóri þau Ingibjörgu Svavarsdóttur, Jón Magnús Halldórsson og Daníel Jónsson á dögunum og færði þeim m.a. blómvönd og bækur um Hafn- arfjörð. Íbúafjöldi í Hafnar- firði yfir 22.000 Ljósmynd/Hallgrímur Indriðason Fjölskyldan á Blómvöllum 15 ásamt Lúðvíki Geirssyni bæjarstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.