Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. „ÉG held að þessi nýi Landbúnaðarháskóli Íslands boði nýja tíð og stór tækifæri fyrir okkar þjóð,“ sagði Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra er hann kynnti starfsemi skólans á blaðamannafundi í gær. Landbúnaðarháskólinn tók til starfa um áramótin, en hann varð til við sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins og Garð- yrkjuskóla ríkisins. Lög þessa efnis voru samþykkt á Alþingi sl. sumar. Dr. Ágúst Sigurðsson var skipaður rektor skólans í sumar. Um þrjú hundruð nemendur stunda nám við skólann og um 130 manns starfa þar við rannsóknir og kennslu. Höfuðstöðvar skól- ans eru á Hvanneyri í Borgarfirði, en einn- ig er hann með starfsemi á Reykjum í Ölf- usi og í Keldnaholti í Reykjavík, auk minni starfsstöðva. „Ég trúi því að þessi nýja stofnun muni verða mjög sterk,“ sagði ráðherra í gær. Hún ætti ekki bara eftir að verða sterk menntastofnun heldur einnig öflug í vís- indum og rannsóknum. „Þetta hefur mikla þýðingu, í mínum huga, fyrir íslenskan landbúnað og ekki síður neytendur þessa lands.“ Nær helmingur starfar við rannsóknir Ágúst lagði m.a. áherslu á að nær helm- ingur starfsmanna skólans starfaði fyrst og fremst við rannsóknir. „Það er okkar styrk- leiki,“ sagði hann. „Við styðjum skólastarfið og kennsluna með öflugum rannsóknum.“ Skólinn skiptist í tvær háskóladeildir, auðlindadeild annars vegar og umhverf- isdeild hins vegar. Þá er sérstök starfs- og endurmenntunardeild. „Í upphafi byggjum við á því sem fyrir er,“ útskýrði Ágúst. „Mjög gott starf hefur verið unnið í þessum viljum sj Auk h landbúna á námsb skógræk Stefnt er að því er til að m þremur stofnunum. Þær námsbrautir sem nú eru í boði eru þær sömu og voru í boði í haust. Við erum ekki að umturna því enda óráðlegt á miðjum skólavetri.“ Hann sagði þó mikinn hug í starfsfólki skólans og margar hugmyndir varðandi framtíðina. „Það tekur okkur örugglega næstu tvö árin að móta þetta eins og við Nýr Landbúnaðarháskóli Íslands tók t Nemendur eru Hinn nýi Landbúnaðarháskóli Íslands var kynntur á bla BREYTA þarf þeirri framkvæmd að af- staða foreldra ráði því í mörgum tilvikum hvort rætt er við barn eða ekki í um- gengnismálum barna og foreldra. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðu verkefnis tveggja laganema við Háskóla Íslands sem kynnt er í 10. ársskýrslu um- boðsmanns barna. Verkefnið fékk styrk úr Nýsköpunar- sjóði á síðasta ári og ber yfirskriftina: Það sem er barninu fyrir bestu – með hliðsjón af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Höfundar eru Margrét Rögnvaldsdóttir og Rakel Elíasdóttir. Í skýrslu umboðsmanns segir að mark- mið verkefnisins hafi verið að kanna hvernig ákvæði 1. mgr. 47. gr. barnalaga sé framfylgt af hálfu sýslumanna, athuga hvaða vægi skoðanir barns hafi sbr. 12. gr. Barnasáttmála SÞ og kanna hvernig staðið sé að einstaklingsbundnu mati, sbr. 3. gr. Barnasáttmálans – að því er snertir umgengnismál foreldra og barna. Niðurstöðurnar kynntar ráðherra og sýslumönnum Að sögn Þórhildar Líndal, fráfarandi umboðsmanns barna og umsjónaraðila verkefnisins, hafa niðurstöðurnar þegar verið kynntar með bréfi öllum sýslumönn- um landsins en ítarlegir spurningalistar höfðu áður verið sendir sýslumannsemb- ættunum og bárust svör frá 19 af 26. Þá hefur dómsmálaráðherra fengið niðurstöð- urnar í hendur. Að sögn Þórhildar leiðir verkefnið í ljós að almennt er leitað sérstaklega eftir sam- þykki foreldra til að ræða við börn í um- gengnismálum sem Þórhildur telur ekki í samræmi við ákvæði Barnasáttmálans sem fjallar um sjálfstæðan rétt barns til þess að tjá skoðanir sínar í öllum málum er varða barnið. „Það sem er meinið í þessu er að boðið er upp á sálfræðiráðgjöf af hálfu sýslumannsembættanna þar sem foreldrar geta leitað rágjafar, en barnið fær ekki að leita þangað nema foreldrar samþykki.“ Eðlilegra sé að kanna nánar hvort þroski barnsins standi til að geta tjáð skoðun sína. Að sama skapi sé ekki hægt að neyða barn til að tjá sig. Að sögn Þór- hildar hafa nágrannalöndin tekið upp slíkt verklag og er í verkefninu lagt til að sýslumannsembættin hafi til hliðsjónar leiðbeiningar um hvernig eigi að standa að málum. Stórt vandamál „Í gegnum öll þau tíu ár sem ég starfaði sem umboðsmaður barna þá var þetta stóra vandamálið í raun og veru: um- gengni barna og foreldra eftir skilnað eða sambúðarslit.“ Að sögn Þórhildar hafa mörg erindi sem borist hafa umboðsmanni frá börnum og foreldrum snúist um um- gengnisvandamál. Stundum sé umgengnin ekki eins og börnin vilji, sumir foreldrar vilji ekki hitta börn sín og aðrir vilji um- gangast þau meira. Skýrsla umboðsmanns barna – umge Börn fái að tjá sig án samþykkis foreldra Í SKÝR manni v Kvart sjárfore ömmu t skilnað? forsjárl gengnis systkina þegar b Dæm Hv VIÐURKENNING Á ÁBYRGÐ AUÐUGRA RÍKJA Sú ákvörðun bresku ríkisstjórnar-innar að beita sér fyrir „nýrriMarshall-aðstoð“ í baráttunni gegn fátækt í heiminum sætir tíðind- um. Ekki einungis vegna þess að um er að ræða mjög viðamiklar aðgerðir í niðurfellingu skulda og stórfellda aukningu á fjárframlögum, heldur einnig vegna þess að í henni felst við- urkenning á ábyrgð auðugra ríkja gagnvart fátækari ríkjum heims. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, sem kynnti áætlun þá er hann líkir við Marshall-aðstoðina, að hún myndi „felast í því að allar skuldir fátækustu þjóða heims yrðu afskrif- aðar og fjárhagsaðstoðin við þróunar- lönd yrði aukin um helming“. Hann hyggst beita sér fyrir því að þessi að- stoð verði veitt á vettvangi G-8-hóps- ins, en í honum eru átta helstu iðnríki heims. Jafnframt var greint frá því að Brown hefði lagt áherslu á að „auðugu ríkin þyrftu einnig að takast á við or- sakir fátæktar í öllum þróunarlönd- um“. Forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, hefur einnig tjáð sig um áætlunina og sett í mjög afhjúpandi samhengi. Sagði hann að náttúruham- farirnar við Indlandshaf væru álíka mannskæðar og „hörmungarnar sem ganga yfir Afríku í hverri viku“. Jafn- framt benti hann á að auðug ríki heims gætu afstýrt hörmungum sem ættu rætur að rekja til fátæktar en ekki náttúruhamförum. Ef mannlegar þjáningar eru skoð- aðar í því ljósi blasir við að hinn auðugi hluti heimsins hefur látið átakanlegar hörmungar af völdum fátæktar og sjúkdóma viðgangast í heiminum alltof lengi. Spyrja má hvernig hægt sé að láta það líðast að á hverjum degi farist þrjátíu þúsund börn úr hungri í Afríku eins og Blair vísar til? Framlög íslenska ríkisins til þróun- araðstoðar hafa oft verið gagnrýnd á þeim forsendum að miðað við þá vel- megun sem hér ríkir leggjum við ekki nægilega mikið af mörkum til að lina þjáningar fólks í fátækum heimshlut- um. Framlag ríkisstjórnarinnar, sem samþykkt var í gær, upp á hundrað og fimmtíu milljónir í neyðaraðstoð til Asíu vegna hamfaranna sem þar dundu yfir nýlega er vissulega spor í rétta átt. Ekki síst þar sem á sama rík- isstjórnarfundi var einnig samþykkt að hækka framlag Íslands til Alþjóða- framfarastofnunarinnar (IDA) um þrjátíu prósent á árunum 2006–8. Íslendingar eiga ekki að sætta sig við að leggja minna af mörkum en aðr- ar ríkar þjóðir. Ábyrgð okkar er söm og þeirra og þörfin er brýnni en orð fá lýst. Ef ríkar þjóðir heims ætla sér að viðhalda lífsgæðum sínum til lengdar verða þær að deila því sem þær njóta með öðrum. Heimurinn er að minnka í margvíslegum skilningi og það mis- kunnarleysi sem felst í því að neita börnum sem standa við dyrastaf vel- megandi þjóða um brauð er jafn ógn- vekjandi og að það neita sínum eigin börnum um brauð. Fyrsta skrefið til að horfast í augu við þann sannleika sem felst í því að vera ekki eftirbátar annarra við að veita þurfandi hjálp- arhönd. Í ÞÁGU ÖRYGGIS BORGARANNA Á þriðjudag birtust skyndilegaþungavinnuvélar ásamt fjölda borgarstarfsmanna við Ægisíðuna í Reykjavík og var af röggsemi hafist handa við að fjarlægja að stórum hluta mannvirki, sem hafa skapað margvís- lega hættu. Þessi aðgerð var þáttur í mengunarvörnum Umhverfis- og heil- brigðisstofu Reykjavíkur. Hermt er að mannvirkin hafi verið greni fíkniefna- neytenda og talið var að þeim fylgdi slysahætta. Þegar aðgerðinni var lokið gátu allir andað léttar. Enn hafði ör- yggi borgaranna verið tryggt fyrir ógnum samtímans. Eða hvað? Þessi mikli ógnvaldur, sem ráðist var gegn fyrr í vikunni, er sennilega fremur sakleysislegur í huga flestra og líklegra að hann hafi frekar vakið hlýjar tilfinningar og minningar almennings, en ótta og skelfingu. Grásleppuskúrarnir við Ægisíðu báru vitni gömlum tíma og voru sam- ofnir sögu Reykjavíkur. Ekki eru nema nokkur ár síðan grásleppukarlar stunduðu útgerð frá Ægisíðu og und- anfarin ár hefur endrum og sinnum mátt sjá grásleppu hanga þar þótt ekki væri róið þaðan lengur. Björn Guðjónsson var einn af síðustu grá- sleppukörlunum, sem gerðu út frá Ægisíðu. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið á miðvikudag að grá- sleppukarlar hefðu haft aðstöðu við Ægisíðuna frá því að hann myndi eftir sér og bætti við að afi sinn hefði stundað veiðarnar á 19. öld þannig að löng saga væri á bak við útgerð frá þessum stað. Þótt grásleppuútgerðin hafi lagst af hefur ekki dregið úr aðdráttarafli skúranna við Ægisíðuna. Þar hefur iðulega mátt sjá börn að leik og full- orðnir staldra þar við og fara jafnvel niður í fjöruna þar sem bátarnir voru sjósettir. Á árum áður mátti víða sjá ummerki útgerðar í alfaraleið í höf- uðborginni, en þeim hefur fækkað jafnt og þétt. Útgerðin gegnir ef til vill ekki því grundvallarhlutverki í at- vinnulífi þjóðarinnar, sem hún gerði áður, en hún er engu að síður ennþá ein af burðarstoðum þess. Tengsl fisks og fiskvinnslu við líf almennings verða hins vegar stöðugt minni um leið og fiskur ratar sjaldnar á matarborðið. Skúrarnir við Ægisíðuna voru ekki minnisvarði um stórútgerð Íslendinga, en þeir báru vitni þeirri baráttu mannsins við hafið, sem hér hefur staðið allt frá því land var numið. En nú er svo komið að þessar minjar eru álitnar hættulegar og því er rétt að fjarlægja þær. Sérstaklega hafa hættulegir vírar verið nefndir til sög- unnar og ýmislegt annað, sem talið var að „skapaði hættu fyrir þann fjölda fólks sem þarna fer um“. Ef til vill er síðan ætlunin að taka börnin og pakka þeim inn í bómull svo þau meiði sig ekki – því að vírar leynast víðar en á Ægisíðunni. Það er líka einhver þver- sögn í því að rífa alla hina uppruna- legu skúra utan einn til þess að hægt sé að minnast þeirra með veglegum hætti eins og sagt var að gera ætti – jafnvel með því að smíða eftirmynd þeirra. Nú verður svæðið endurskipu- lagt til að búa til veglega minningu um grásleppuveiðarnar. Í huga flestra voru skúrarnir eins og þeir stóðu við Ægisíðuna vegleg- asta minningin um grásleppukarlana og útgerð þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.