Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kona, tak kápu þína og hatt og gakk heim.
Miklum tíma ogfjármunum hefurverið varið í
rannsóknir, gerð hættu-
mats og í snjóflóðavarnir á
snjóflóðahættusvæðum
hér á landi á undanförnum
árum. Ofanflóðanefnd,
sem heyrir undir um-
hverfisráðuneytið, hefur
það hlutverk samkvæmt
lögum um varnir gegn
snjóflóðum og skriðuföll-
um, að fjalla um og taka
afstöðu til tillagna sveitar-
stjórna um gerð varnar-
virkja á hættusvæðum,
sem og um uppkaup eða
flutning húseigna. Þá er
hlutverk nefndarinnar að
gera tillögur til umhverfisráð-
herra um fjárstuðning úr Ofan-
flóðasjóði við varnarframkvæmdir
og aðrar forvarnaraðgerðir á
hættusvæðum. Ofanflóðasjóður
greiðir allt að 90% af kostnaði við
undirbúning og gerð varnarmann-
virkja á hættusvæðum og 90% af
kostnaði sveitarfélaga við upp-
kaup á verðmætum eða flutning
þeirra á örugg svæði. Þá greiðir
sjóðurinn kostnað við gerð hættu-
mats fyrir byggð sem talin er á
hættusvæði.
Kostnaður Ofanflóðasjóðs
vegna varnarvirkja frá 1. janúar
1996 til síðustu áramóta nemur 2,8
milljörðum króna og kostnaður
vegna hættumats á sama tímabili
nemur 180 milljónum króna. Of-
anflóðanefnd hefur starfað sam-
kvæmt rammaáætlun frá 1997,
eftir að ríkisstjórnin samþykkti
sérstaka framkvæmdaáætlun um
aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa
á snjóflóðahættusvæðum.
Umhverfisráðuneytinu var falin
yfirstjórn þessa málaflokks eftir
snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri
árið 1995. Magnús Jóhannesson,
ráðuneytisstjóri í umhverfisráðu-
neytinu, er formaður Ofanflóða-
nefndar. Hann segir að í upphafi
hafi verið komið á vöktun, viðvör-
un og kerfi snjóflóðaeftirlits-
manna á öllum þeim stöðum sem
talin var snjóflóðahætta á og það
tengt við kerfi Veðurstofunnar,
þannig að hægt yrði að vara við
hættunni.
„Það var svo lengri tíma mál að
byggja upp virkar varnir. Jafn-
framt var farið í að gera rýming-
arkort fyrir öll svæðin og tengja
það við aðstæður á hverjum stað.
Samhliða þessu varð að fara í að-
gerðir bæði á Flateyri og Súðavík.
Tekin var ákvörðun um að flytja
byggðina í Súðavík en byggja
varnargarð á Flateyri. Einnig var
gerð gróf úttekt á aðstæðum,
möguleikum til snjóflóðavarna og
líklegum kostnaði í öllum þessum
sveitarfélögum sem þá var vitað
að byggju við hættu. Þetta voru
Ólafsvík, Vesturbyggð, þ.e. Pat-
reksfjörður og Bíldudalur, Ísa-
fjörður, Bolungarvík, Siglufjörð-
ur, Neskaupstaður og
Seyðisfjörður. Þessi skýrsla var
lögð fyrir ríkisstjórn seinni hluta
árs 1996 og þar var lagt upp með
langtímaáætlun sem miðaði að því
að frá þessum tíma og fram til
2010–2012 yrði lokið við að ganga
frá varanlegum vörnum á þessum
svæðum, þannig að íbúar myndu
búa við ásættanlega áhættu í sín-
um húsum. Eftir þessari áætlun
hefur verið unnið, auk þess sem
vinnu við hættumat sveitarfélaga í
þéttbýli er að ljúka. Einnig er haf-
in vinna á hættumati fyrir skíða-
svæði landsins, í nýju snjóflóða-
setri Veðurstofunnar á Ísafirði.“
Framkvæmdum í Súðavík og á
Flateyri er lokið, sem og fram-
kvæmdum við snjóflóðavarnar-
garð við Seljaland í Skutulsfirði,
vinna við þvergarða fyrir ofan
byggðina á Siglufirði er í gangi en
áður var búið að reisa þar varn-
argarð syðst í bænum. Byggingu
varnargarðs á Seyðisfirði er að
ljúka, aðeins frágangur eftir, búið
er að byggja stóran varnargarð í
Neskaupstað. Hönnun varna í
Bolungarvík er lokið en fram-
kvæmdir ekki hafnar.
„Miðað við gang mála eru menn
hóflega bjartsýnir á þessi mark-
mið sem ríkisstjórnin setti á sín-
um tíma, um að ljúka við að koma
hlutum í ásættanlegt ástand hjá
sveitarfélögum sem búa við snjó-
flóðahættu á árunum 2010–2012,
gangi eftir,“ sagði Magnús Jó-
hannesson.
Fólki líður vel
Þau mannvirki sem byggð hafa
verið hafa þegar sannað gildi sitt,
m.a. á Flateyri, þar sem byggður
var varnargarður fyrir ofan
byggðina. Eiríkur Finnur Greips-
son, íbúi á Flateyri, sagði að varn-
argarðurinn hefði virkað vel.
„Þetta er svokallaður leiðigarður
sem myndar fleyg í fjallinu og tek-
ur við snjóflóðum úr Skollahvilft
og Innra-Bæjargili og á að leiða
þau frá byggðinni. Það hafa komið
snjófljóð á þennan garð úr Innra-
Bæjargili, þau stærstu í febrúar
1999 og 2000 og náðu í sjó fram.
Eins og það var orðað þá, svín-
virkaði garðurinn og þeir vísinda-
menn sem hingað komu í kjölfarið
og gerðu úttekt á flóðunum, töldu
sína útreikninga hafa staðist. Við
erum því mjög vel varin, fólki líð-
ur vel og er mun öruggara um sig.
Húsin þrjú, sem skemmdust í
flóðinu á sínum tíma, voru endur-
byggð og þar býr fólk í dag og er
sælt með sitt,“ sagði Eiríkur.
Fréttaskýring | Miklum tíma og
fjármunum varið í snjóflóðavarnir
Varnargarð-
arnir virka
Ofanflóðasjóður hefur greitt 2,8 millj-
arða í varnarvirki á síðustu árum
Snjóflóð hafa valdið mannskaða og tjóni.
Fólkið sá að þetta voru
alvöru varnir
„Flóðið 1999 féll um miðjan
dag á sunnudegi og myndaðist
hátíðarstemning í bænum, fólk
sá að þetta voru alvöru varnir.
Ríkissjóður, Ofanflóðasjóður og
Samhugur í verki lögðu okkur til
verulega peninga til að ráðast í
frágang á efri hluta þorpsins og
því er ekki saman að líkja hver
staðan er í dag og eftir flóðið
1995. Við erum því ofsalega glöð
með það hversu okkur hefur ver-
ið hjálpað mikið,“ segir Eiríkur
F. Greipsson á Flateyri.
krkr@mbl.is
Emile Henry leirvörur
25% afsláttur
10-20%
15-40%
Tilboðsverð!
Tilboðsverð!
Gerðu góð kaup!
AEG Kaffivél KF 1000 3.990.- 2.690.-
AEG Kaffivél CC 101 5.990.- 4.490.-
AEG Brauðrist AT 260 6.290.- 4.990.-
AEG Brauðrist AT 230 4.290.- 3.490.-
AEG Straujárn DB 4050 3.890.- 2.990.-
AEG Handþeytari Hm 310 3.490.- 2.690.-
AEG Blandari M 2500 5.990.- 4.490.-
AEG Blandari Gler M 2600 8.990.- 6.790.-
AEG Matvinnsluvél Km 850 13.900.- 9.990.-
AEG Hárblásari Figaro 2.790.- 1.990.-
AEG Expresso EA 100 13.579.- 9.990.-
AEG Ryksuga Megapower 9.990.-
Dagana 6.–20
. janúar
A
u
g
lý
si
n
g
as
to
fa
G
u
ð
rú
n
ar
Ö
n
n
u
Heimabíó DCS 222
Kr. 49.900.-
Vaxtalausar greiðslur í allt að 12 mánuði
29”Sjónvarp
50 Hz Kr. 49.900.-
100 Hz Kr. 69.900.-
Þvottavél Lavamat 74639
Með íslensku stjórnborði
1400 snúningar - 24 þvottakerfi
TILBOÐ: Kr. 74.900.-
Þrig
gja
ára
áb
yrg
ð
er á
öll
um
AEG
þv
otta
vél
um
“Gríðarlega góð kaup!”
Ryksuga 1800 W
Kr. 9.990.-
Matvinnsluvél KM 850
(Kr. 13.900.-)
Kr. 9.990.-
Pottar og pönnur
25% afsláttur
Verkfærin fást
aðeins í Lágmúla