Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 1
Stéttlausir
hindúar
burtrækir
Keshvanpalayam. AFP.
HERMT er að dalítar á Indlandi,
eða „hinir ósnertanlegu“, hafi verið
hraktir úr bráðabirgðaskýlum fyrir
fólk sem missti heimili sín í hamför-
unum við Indlandshaf.
Dalítar eru stéttlausir hindúar
sem hafa lítinn sem engan rétt í ind-
verska erfðastéttakerfinu. Þeir
segja að íbúar sjávarþorps í ind-
verska héraðinu Nagapattinam hafi
hrakið 70 fjölskyldur dalíta úr op-
inberri byggingu sem hýsir fórnar-
lömb hamfaranna.
„Við vorum síðan færð í skóla en
þar sem kennsla er að hefjast ráku
kennararnir okkur þaðan líka,“ sagði
einn dalítanna. „Hvert á ég að fara
með fjölskylduna mína og börnin?“
STOFNAÐ 1913 6. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Egla sýnd í nýjum spegli
| Menning
Lesbók | Frá orðum til átaka Kraftapopp í nýjum búningi
Börn | Prins í uppreisn – vertu með! Skemmtilegt og erfitt
Íþróttir | Allt opið hjá Stjörnunni Þórarinn samdi við Aberdeen
Mannréttindahreyfingar vöruðu í
gær við því að átök milli indónesíska
stjórnarhersins og uppreisnarmanna
í Aceh-héraði gætu hindrað hjálpar-
starfið þar eftir náttúruhamfarirnar
við Indlandshaf annan dag jóla. Hátt-
settur embættismaður Sameinuðu
þjóðanna sagði að ef átök blossuðu
upp myndu þau hafa skelfilegar af-
leiðingar fyrir fórnarlömb hamfar-
anna.
Stjórnarherinn og uppreisnar-
menn, sem berjast fyrir sjálfstæði
Aceh, lýstu yfir vopnahléi eftir ham-
farirnar og vakti það vonir um að þær
yrðu til þess að varanlegur friður
kæmist á.
Þær vonir virðast hafa brugðist því
að Indónesíuher segir að uppreisnar-
mennirnir hafi torveldað hjálpar-
starfið með því að ráðast á hermenn
sem hafa tekið þátt í dreifingu hjálp-
argagna. Uppreisnarmennirnir saka
hins vegar stjórnarherinn um að hafa
notfært sér hörmungarástandið í
Aceh til að hefja nýja sókn gegn að-
skilnaðarsinnunum.
Mannréttindahreyfingin Human
Rights Watch hvatti til þess að herinn
tæki ekki þátt í dreifingu hjálpar-
gagna og skírskotaði til frétta um að
hermenn hefðu neitað að hjálpa nauð-
stöddu fólki sem tengdist uppreisn-
armönnunum.
Yfir 100.000 manns fórust í hamför-
unum í Aceh og um 30.000 á Sri
Lanka.
Varað við átökum á Sri Lanka
Vaxandi spenna er einnig á milli
stjórnarhers Sri Lanka og skæruliða-
sveita Tamíl-tígra (LTTE) sem berj-
ast fyrir sjálfstæðu ríki Tamíla í norð-
ur- og austurhluta eyjunnar.
Tamíl-tígrarnir saka stjórnarher-
inn um að hafa tekið hjálpargögn,
sem áttu að fara á yfirráðasvæði
þeirra, og flutt þau til annarra lands-
hluta. Stjórnin neitar þessu og segir
að Tamílar hafi fengið meiri aðstoð en
aðrir landsmenn.
Tamíl-tígrar hafa einnig gagnrýnt
þá ákvörðun stjórnarinnar að senda
hermenn í búðir fyrir fólk sem missti
heimili sín í hamförunum. Einn leið-
toga Tamíl-tígranna sagði að ef her-
mennirnir færu ekki þaðan gæti það
orðið til þess að átök hæfust að nýju.
Reuters
Verkamenn hlaða upp hjálpargögnum um borð í indónesísku herskipi sem á að flytja þau á hamfarasvæðin í Aceh-héraði á indónesísku eyjunni Súmötru.
Óttast að bardagar hindri
hjálparstarf í Aceh-héraði
Vaxandi spenna sögð milli stjórnarhers Sri Lanka og Tamíl-tígra
Colombo. AFP.
Ólýsanleg eyðilegging/18
FJÁRFRAMLÖG íslenskra stjórn-
valda, félagasamtaka, fyrirtækja,
sveitarfélaga og einstaklinga til hjálp-
arstarfsins á flóðasvæðunum við Ind-
landshaf eru nú komin í um 250 millj-
ónir króna. Munar þar mest um 150
milljóna króna framlag sem rík-
isstjórnin samþykkti í gær. Af þeirri
upphæð fer helmingur til þróunar- og
hjálparstarfs á Sri Lanka.
Síðdegis í gær höfðu safnast um 95
milljónir króna hjá Rauða krossi Ís-
lands, þangað sem fjárframlög hafa
streymt síðustu daga. Í gær voru t.d.
afhentar 10 milljónir króna frá
Reykjavíkurborg og þrjár milljónir
frá Sambandi íslenskra bankamanna.
Þá hefur Hafnarfjarðarbær og Lions-
hreyfingin á Íslandi lagt til eina millj-
ón hvor aðili og með áheitasöfnun
lögðu nemendur í Menntaskólanum í
Reykjavík til um 300 þúsund krónur.
Þá hafa safnast um fimm milljónir í
söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar.
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra og Davíð Oddsson utanrík-
isráðherra lýsa í samtölum sínum við
Morgunblaðið yfir ánægju með þann
samhug og stuðning sem Íslendingar
hafa sýnt í verki vegna hamfaranna á
flóðasvæðunum. „Mér finnst stór-
kostlegt að sjá hve einstaklingar og
fyrirtæki hafa komið vel inn í þennan
stuðning. Það er mikilvægt að halda
áfram á þeirri braut, að þetta sé ekki
eingöngu ríkið heldur við öll sem eitt-
hvað getum látið af hendi rakna,“
segir Halldór.
Davíð Oddsson segir fólk bersýni-
lega vera snortið yfir því sem gerst
hafi. „Það er mjög gott að sjá hvað Ís-
lendingar ætla að leggja af mörkum.
Sem betur fer erum við efnuð þjóð og
það er viðeigandi að við látum eitt-
hvað til okkar taka þegar svona at-
burðir gerast,“ segir Davíð.
Framlag Íslendinga til hjálpar-
starfsins komið í 250 milljónir
Ráðherrar/10–11
Stungið
inn fyrir að
sitja inni
Kaupmannahöfn. AFP.
49 ÁRA gamall Dani var dæmdur í
tveggja mánaða fangelsi í gær fyr-
ir að sitja í fangelsi í sólarhring
fyrir vin sinn.
Per Thorbjørn Lonka mætti í
fangelsi í Kaupmannahöfn 28.
ágúst og þegar hann kynnti sig gaf
hann upp nafn vinar síns sem átti
þá að hefja afplánun. Daginn eftir
viðurkenndi hann fyrir fangaverði
að hann ætti ekki að vera í fang-
elsinu.
„Ég gerði þeim þessa brellu til
að sanna að menn geta komist upp
með að afplána ekki dóma ef þeir
eru ríkir og geta borgað einhverj-
um fyrir að afplána fyrir sig,“
sagði Lonka fyrir rétti.
Verjandi hans lagði áherslu á að
hann hefði ekki fengið neina
greiðslu frá vini sínum og hygðist
áfrýja dómnum.
Elvis á topp-
inn á ný?
ÞAÐ stefnir allt í
að Elvis Presley
nái í 19. sinn
toppsætinu á vin-
sældalista í Bret-
landi en söngv-
arinn hefði
fagnað sjötugs-
afmæli sínu í dag
væri hann á lífi.
Lagið, sem líklegt er til að ná
toppsætinu, er endurútgáfa á hinu
geysivinsæla „Jailhouse Rock“ sem
kom fyrst út árið 1957.
Verið er að endurútgefa öll
bresku topplög rokkkóngsins í
Bretlandi um þessar mundir og
kemur út ein smáskífa í viku. /60
Rokkkóngurinn hefði
orðið sjötugur í dag
♦♦♦
♦♦♦
Brúður í aðal-
hlutverkum
Lesbók, Börn og Íþróttir