Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VESTURHEIMI UMRÆÐAN
Fólk af íslenskum ættum má finna vítt ogbreitt í kanadísku þjóðlífi. Hjá Aikins starfameðal annars lögfræðingarnir Tim Samson,Douglas Sigurdson, Kristin L. Gibson, Thor
Hansell og Helga D. Van Iderstine. „Ég sóttum um hjá
nokkrum lögfræðifyrirtækjum 1964 og eitt þeirra var
Thorvaldson, Eggertson, Saunders & Mauro,“ segir
Tim. „Gunnar Sólmundur „Solly“ Thorvaldson og
Arnie Eggertson voru einu starfsmenn fyrirtækisins
af íslenskum ættum og þegar þeir buðu mér að verða
sá þriðji þurfti ég ekki að hugsa mig um. Ég hóf þeg-
ar störf sem laganemi og hef verið hér síðan.“
James A.M. Aikins stofnaði lögfræðifyrirtæki sitt í
Winnipeg 19. febrúar 1879. John A. MacAuley gekk til
liðs við hann 1919 og Thorvaldson & Company sam-
einaðist þeim 1969. „Þegar Aikins hóf störf var hann
eini lögfræðingur fyrirtækisins en nú erum við um
100,“ segir Tim og bætir við að fyrirtækið hafi verið
það stærsta sinnar tegundar frá Toronto til Vancouv-
er eftir sameininguna 1969.
Mikið um að vera
Tim varð konunglegur málafærslumaður 1995 og var
sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu (ridd-
arakrossi) árið 2000. Hann sinnir ýmsum ólaunuðum
félagsstörfum, er meðal annar formaður Kanadísk-
íslenska sjóðsins og lögfræðilegur ráðunautur Íslend-
ingadagsnefndar og Safns íslenskrar menningar-
arfleifðar í Nýja Íslandi. Hann var ritari Árþúsunda-
nefndarinnar – 125, Millennium 125, sem skipulagði
um 200 hátíðir vítt og breitt í Kanada árið 2000 í til-
efni þess að 1000 ár voru liðin frá því að fyrstu Íslend-
ingarnir komu til landsins og 125 ár voru frá lands-
námi þeirra við Winnipegvatn í Manitoba. Hann var í
stjórn söfnunarnefndarinnar Metið íslenska nærveru,
Valuing Icelandic Presence, sem safnaði um tveimur
milljónum dollurum, liðlega 100 millj. kr., til að
treysta stöðu íslenskudeildarinnar og íslenska bóka-
safnsins við Manitoba-háskóla í Winnipeg, og er í
stjórninni, sem hefur eftirlit með söfnunarfénu.
„Það gekk mikið á árið 2000 og það var gaman að
starfa með Svavari Gestssyni, þáverandi aðalræð-
ismanni Íslands í Winnipeg, og íslensku ríkisstjórninni
í sambandi við hátíðarhöldin,“ segir Tim. „Söfnunin
fyrir íslenskudeildina og íslenska bókasafnið fór að
mestu fram á sama tíma. Dr. Ken Thorlakson stjórn-
aði söfnuninni af mikilli færni og það var ánægjuleg
stund, þegar safnið var formlega opnað í nýjum og
endurbættum húsakynnum að viðstöddum meðal ann-
ars Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra Ís-
lands, og Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba.
Formleg opnun Safns íslenskrar menningararfleifðar
í Nýja Íslandi daginn eftir, 21. október árið 2000, ná-
kvæmlega 125 árum eftir að Íslendingar settust að
þar sem nú er Gimli, er líka eftirminnileg. Menningar-
miðstöðin The Waterfront Centre í Gimli var formlega
opnuð við sama tækifæri og kanadísk stjórnvöld
áréttuðu að stofnun Nýja Íslands skipti miklu máli í
sögu landsins. Davíð Oddsson var sæmdur heið-
ursdoktorsnafnbót í lögfræði við Manitobaháskóla á
þessum tíma og allir þessir viðburðir voru mjög mik-
ilvægir fyrir íslenska samfélagið hérna. Eins mörkuðu
heimsóknir Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ís-
lands, til Manitoba 1997 og sumarið 2000 tímamót.
Hann kallaði talsmenn íslenska samfélagsins í Mani-
toba á sinn fund í þessu húsnæði, hlustaði á okkur og
ræddi við okkur um nánustu framtíð. Í fyrri heim-
sókninni ræddum við fyrst og fremst um hvernig best
væri að taka á málum árið 2000 og það var byrjunin á
skipulagningunni. Í seinni heimsókninni ræddi forset-
inn fyrst og fremst um mikilvægi þess að Íslendinga-
félögin í Norður-Ameríku störfuðu saman.“
Mikilvæg verkefni
Launaður íslenskur aðalræðismaður hefur starfað í
Winnipeg síðan 1999. Tim segir að sú ákvörðun ís-
lensku ríkisstjórnarinnar hafi verið stórt skref í því að
styrkja tengslin milli Íslands og íslensk-kanadíska
samfélagsins vestra. „Þessi ákvörðun hefur haft mjög
mikið að segja,“ segir hann og vísar ekki síst til ársins
2000 og þeirra áhrifa sem hátíðahöldin þá hafi haft.
„2000 var mjög spennandi ár. Það var svo mikið um
að vera og allir þessir viðburðir kveiktu í fólki. Fólk
smitaðist af áhuganum, tók þátt í starfinu og er enn
að á einn eða annan hátt. Þessi tenging við samfélagið
er mjög mikilvæg. Á tímum foreldra minna og for-
eldra þeirra þekktu allir alla. Ef við ætlum að við-
halda tengslunum er nauðsynlegt að vinna saman,
tengjast, og í því sambandi er blaðið Lögberg –
Heimskringla farið að gegna mikilvægu hlutverki.“
Að mati Tims eru framundan miklir samvinnutímar
varðandi Ísland og Norður-Ameríku og innan íslenska
samfélagsins í Norður-Ameríku. „Stöðugt fleiri upp-
götva að það sem þeir eru að gera í íslensk-banda-
rísku samfélagi eða íslensk-kanadísku samfélagi er
hliðstætt því sem aðrir eru að gera í svipuðum sam-
félögum. Þessi sameiginlega reynsla á eftir að sam-
eina okkur enn frekar, efla tengslin innbyrðis og við
Ísland. Þessi sameiginlega vitneskja ýtir undir áhuga
á upprunanum og þeim fjölgar ótt sem fara til Íslands
til að sjá heimkynni forfeðranna og heimsækja ætt-
ingja og vini. Allt þetta styrkir böndin og hóp-
einkennin. Það er mikilvægt fyrir okkur að vera hluti
af þessari heild, íslensk-kanadíska eða íslensk-
ameríska samfélaginu, og það er mikilvægt að vekja
reglulega athygli á upprunanum og benda á mik-
ilvægi hans eftir því sem kynslóðunum fjölgar.
Snorraverkefnið er mikilvægur liður í þessu starfi.
Með því fær Ísland nýtt blóð og það er landinu nauð-
synlegt. Í öðru lagi veitir það ungmennum þjóðanna
gott tækifæri til þess að kynnast og bera saman bæk-
ur sínar. Ungmennin fá auk þess tækifæri til að kynna
sig og sína í því samfélagi sem þau dvelja vegna verk-
efnisins. Þannig geta þau opnað augu Íslendinga enn
frekar fyrir lífi og aðstæðum hér vestra og öfugt. All-
ir þátttakendur í Snorraverkefninu eru yfir sig
ánægðir og dóttir mín er þar á meðal. Hún tók þátt í
Snorraverkefninu á Íslandi 1999 og eins og aðrir þátt-
takendur talar hún stöðugt um að fara aftur til Ís-
lands..“
Íslenskan aukaatriði
Hjónin Tim og Eleanor eiga tvö börn, John og Aquila.
Foreldrar Tims voru Jón Victor Samson, prentari í
Winnipeg, og Sigríður Oddný Guðmundsson. Jón Sam-
sonarson (1794 – 1859), langalangafi hans í föðurætt,
forsmiður, alþingismaður og bóndi í Keldudal í Skaga-
firði byggði meðal annars Víðimýrarkirkju 1834.
Tímóteus Guðmundsson, afi hans í móðurætt, var frá
Litla-Holti í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu en kona
hans var Þorbjörg Hallgrímsdóttir frá Vopnafirði.
Íslenska er eðlilega á undanhaldi í vesturheimi en
Tim hefur ekki áhyggjur af því. „Íslenskan sem slík er
aukaatriði í samskiptunum,“ segir hann. „Ég les
Morgunblaðið á netinu og fylgist þannig með gangi
mála en það má líka finna fréttir frá Íslandi á ensku á
netinu. Íslendingar tala nær allir ensku og ég hef
aldrei heyrt að enskumælandi fólk hafi lent í vand-
ræðum á Íslandi vegna þess að það kunni ekki ís-
lensku. Reyndar heyri ég á þátttakendum í Snorra-
verkefninu að þeir geti lítið æft sig í íslensku vegna
þess að Íslendingarnir kjósi frekar að tala ensku.
Tímóteus afi var 21 árs þegar hann kom til vest-
urheims og hann bjó hér í nær 60 ár. Hann bjó alltaf í
íslensku umhverfi í Norður-Dakota, Manitoba og
Saskatchewan og talaði aldrei ensku, aðeins íslensku.
Foreldrar mínir töluðu íslensku þegar þeir vildu ekki
að við krakkarnir skildum hvað um var rætt og við
urðum að læra íslensku ef við vildum vera með. Víða
er boðið upp á íslenskunám í vesturheimi og margir
notfæra sér það en við þurfum ekki lengur íslensku til
að ná saman. Hins vegar er mikilvægt að vera reglu-
lega með einhverjar uppákomur til að tengja annars
vegar samfélögin vestra og hins vegar Ísland og vest-
urheim, viðburði sem brjóta upp daglegt amstur og
styrkja samskiptin.“
Sérstakir viðburðir
efla tengslin
Morgunblaðið/Steinþór
Lögfræðingurinn Tim Samson hefur margt á sinni
könnu og ekki síst viðkomandi kanadísk-íslenska
samfélaginu í Manitoba.
Lögfræðingurinn Jón Timothy Sam-
son er einn af þungavigtarmönnum
íslenska samfélagsins í Manitoba og
hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi í
Winnipeg undanfarin 20 ár.
Hann hefur starfað hjá virtu lög-
fræðifyrirtæki í 40 ár. Steinþór
Guðbjartsson heimsótti fyrirtækið á
28. til 30. hæð í einni hæstu
byggingu Manitoba og ræddi við lög-
fræðinginn, sem er af íslenskum
uppruna í báðar ættir.
steg@mbl
SVARIÐ er augljóst, innan-
landsflug mun flytjast til Kefla-
víkur fari það úr Vatnsmýrinni.
Flestir gera sér grein fyrir því og
eru sammála um að einungis sé
spurning um „hve-
nær“ en ekki „hvort“
Reykjavíkurflug-
völlur verði lagður
niður. Reykjavík-
urborg hefur þegar
markað þá stefnu að
meginþorri starfsemi
flugvallarins flytjist
úr Vatnsmýrinni árið
2016 og að fullu árið
2024. Þessi þróun
gæti orðið fyrr sé
miðað við yfirlýs-
ingar fulltrúa
Reykjavíkurborgar í
fjölmiðlum sem og
annars staðar nú
undanfarið. Þá er og
ljóst að rök sam-
göngumálaráðherra
fyrir áframhaldandi
veru flugvallarins í
Vatnsmýrinni stand-
ast ekki, hvort sem
litið er á þá fjármuni
sem hafa farið í flug-
völlinn nýverið eða
hvort starfsemin
skapi atvinnu fyrir
Reykvíkinga. Með
brotthvarfi flugvall-
arins munu skapast óteljandi
tækifæri fyrir Reykjavíkurborg
að byggja upp svæðið sem án efa
myndi leiða til miklu meiri at-
vinnusköpunar en flugvall-
astarfsemin skapar nú. Þá má
ekki gleyma að með brotthvarfinu
skapast möguleikar til að þétta
byggð sem mun aftur leiða til
minnkandi umferðarþunga innan
borgarinnar og þar með létta á
umferðaræðum innan höfuðborg-
arsvæðisins og draga verulega úr
þeim flöskuhálsum sem þar
myndast daglega.
Hvert á að flytja
innanlandsflugið?
Í raun er svarið við þessari
spurningu augljóst, allt innan-
landsflug á að flytjast til Kefla-
víkurflugvallar. Kostir þess eru
augljósir og færa má fyrir því
margvísleg rök að innanlands-
flugið eigi að flytjast til Keflavík-
ur.
T.d. er ljóst að:
Rekstrarkostnaður Reykja-
víkurflugvallar nemur vel á fjórða
hundrað milljóna króna á ári fyrir
utan stofnkostnað og yfirstjórn.
Auðvelt er að draga þá ályktun að
þessir fjármunir muni sparast hjá
hinu opinbera vegna flutningsins.
Nýting á Keflavíkurflugvelli
mun aukast til muna og þar með
munu fjárfestingar nýtast mun
betur.
Með samdrætti á starfsemi
varnarliðsins aukast líkurnar á
því að við þurfum sjálf að reka
Keflavíkurflugvöll og NATO
greiði einhverskonar aðstöðugjald
með svipuðum hætti og NATO
gerir í Frankfurt í Þýskalandi.
Nýting á tvöfaldri Reykja-
nesbraut mun aukast.
Margir farþegar sem nýta
sér innanlandsflug eru á leið utan
en ekki til Reykjavíkur.
Margir ferðamenn sem heim-
sækja Ísland vilja komast bein-
ustu leið út á land án viðkomu í
Reykjavík, sem ætti að auka hlut
landsbyggðarinnar í ferðaþjón-
ustu.
Ljóst er að flutningur innan-
landsflugs til Keflavíkur mun
hafa veruleg áhrif á samgöngur
milli höfuðborgar og lands-
byggðar. Gagnrýnisraddir við
þessu munu vera háværar af
hálfu landsbyggðarfólks, helst
munu heyrast raddir um það að
flutningurinn muni drepa innan-
landsflugið endanlega
vegna þess að fólk
muni velja þann kost-
inn að aka til Reykja-
víkur í stað þess að
fljúga, einkum vegna
viðbótartíma sem við
bætist við ferðalagið
að þurfa að aka
Reykjanesbrautina.
Ég tel hins vegar
að rödd skynseminnar
verði að ráða og vel
sé hægt að leysa þau
vandkvæði sem fylgja
flutningi starfsem-
innar. Undirritaður er
t.d. einn þeirra sem
sækir daglega vinnu í
miðborg Reykjavíkur
og býr í Keflavík. Ég
fullyrði að með bætt-
um samgöngum sé
hægt að ná ferðatíma
niður undir 30 mín-
útur jafnvel niður í 25
mínútur án þess að
þurfa að brjóta lög
um umferðarhraða.
Flöskuhálsinn á þess-
ari leið er ekki kaflinn
frá Keflavík til Hafn-
arfjarðar. Vandamálið liggur í
samgönguhnútum innan höf-
uðborgarinnar. Margar leiðir eru
til að bæta úr þessum flösku-
hálsum. Ég hef t.d. oft velt því
fyrir mér hvort ekki sé hægt að
gera beina samgöngutengingu frá
Straumsvík í Vatnsmýrina sem
kalla mætti „Bessastaðahjáleið“
eða „hjáleið um Bessastaði, sem
mætti leysa með gerð brúar og/
eða jarðganga. Þá tel ég einnig
koma til greina að slík samgöngu-
tenging væri gerð í einka-
framkvæmd og heimilt væri að
innheimta veggjald. Ég tel líkur
til þess að slík samgöngutenging
borgi sig og muni stytta umferð-
artíma verulega.
Vitlausar hugmyndir
Ég lít svo á að ef fallist verði á
það að flytja starfsemi Reykjavík-
urflugvallar úr Vatnsmýrinni
komi einungis einn staður til
greina fyrir þessa starfsemi, þ.e.
Keflavíkurflugvöllur. Allar aðrar
hugmyndir eru óraunhæfar og
kosta gríðarlegt fjármagn sem ég
tel að megi nýta betur annars
staðar. Sem dæmi um vitlausa
hugmynd vil ég minna á eina af
þeim hugmyndum sem fulltrúar
R-listans í Reykjavík nefndu sem
góða framtíðarlausn fyrir nýja
staðsetningu flugs til Reykjavíkur
í kosningunum 2001. Að mati
þeirra var það góð lausn að
byggja nýjan innanlandsflugvöll í
Hvassahrauni á Reykjanesi. Ég
minnist hér á þetta vegna þess að
oft geta vitlausar hugmyndir orð-
ið að veruleika. Í þessu sambandi
má benda á að fyrirhuguð stað-
setning flugvallarins í Hvassa-
hrauni er einungis í u.þ.b. 15 mín-
útna akstursfjarlægð frá Flugstöð
Leifs Eiríkssonar, auk þess sem
staðsetningin er útilokuð vegna
flugöryggis. Telja fulltrúar R-
listans virkilega skynsamlegt að
reka tvo flugvelli á Suðvest-
urhorninu með 15 mínútna akst-
ursfjarlægð á milli þeirra?
Ef Reykjavíkur-
flugvöllur
verður lagður
niður; hvað þá?
Eysteinn Jónsson fjallar um
Reykjavíkurflugvöll
Eysteinn Jónsson
’Ljóst er aðflutningur inn-
anlandsflugs til
Keflavíkur mun
hafa veruleg
áhrif á sam-
göngur milli
höfuðborgar og
landsbyggðar.‘
Höfundur er aðstoðarmaður
landbúnaðarráðherra.