Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 33 N ú í byrjun árs tók til starfa nýr sjóður sem stofnaður var með það að mark- miði að styðja við bakið á og efla tónlistarstarf á Ís- landi. Tónlistarstarf í landinu er öflugt hvert sem litið er. Tónlistin er hluti af daglegu lífi flestra Íslendinga og þúsundir iðka tónlist hvort sem er sér til yndisauka eða að atvinnu. Íslenskir tónlistarmenn, jafnt á sviði sígildrar tónlistar sem dæg- urtónlistar, hafa náð að skipa sér í fremstu röð í heiminum. Árangur þeirra hefur ekki einungis vakið at- hygli heimsbyggðarinnar á hæfi- leikum þeirra heldur jafnframt orðið til að vekja áhuga umheims- ins á Íslandi, íslenskri menningu og Íslendingum. Menntamálaráðuneytið hefur ár- lega veitt margvíslega styrki á sviði tónlistar af safnliðum í fjár- lögum. Hefur þar verið um að ræða ferðastyrki til einstaklinga og hópa, styrki vegna einstakra verk- efna innan lands og erlendis sem og tónlistarhátíða innan lands. Þá hefur ráðuneytið veitt starfsstyrki til hljómsveita af sérstökum fjárla- galið. Aukinn stuðningur og markvissari Það fé sem notað hefur verið með þess- um hætti rennur inn í Tónlistarsjóð en jafn- framt er upphæðin aukin verulega. Með tilkomu sjóðsins verður stuðningur hins op- inbera við tónlistina því ekki einungis mark- vissari heldur eru framlög til tónlistar- mála einnig aukin stór- lega. Hefur sjóðurinn fimmtíu milljónir króna til ráðstöfunar á þessu ári. Tónlistarráð, sem skipað er til þriggja ára, mun gera tillögu til menntamálaráðherra um úthlutun úr sjóðnum. Í ráðinu, sem kom saman til síns fyrsta fundar á fimmtudag, eiga sæti Jónatan Garðarsson, sem er formaður ráðs- ins, Ásta Hrönn Maack og Anna Guðný Guðmunds- dóttir. Varamenn eru Einar Örn Bene- diktsson, Selma Guð- mundsdóttir og Ás- hildur Haraldsdóttir. Ráðið mun jafn- framt veita umsögn um tónlistarerindi sem mennta- málaráðuneytið vísar til þess og getur það einnig að eigin frum- kvæði beint ábend- ingum og tillögum til ráðuneytisins um tónlistarmálefni. Tónlistarráði er því ætlað að veita ráðu- neytinu faglega aðstoð og stuðning. Það er von mín að tilkoma Tón- listarsjóðs verði íslensku tónlistarlífi til heilla og hlúa að tónlistinni og tón- listarlífi í allri sinni fjöl- breytni. Listin verður ekki til fyrir tilstilli ríkisins eða miðstýrðs regluverks. Það býr ekki til listamennina og tónverkin. Með því að styðja við bakið á list- sköpun og listflutningi með markvissum og skynsamlegum hætti getur hið opinbera hins veg- ar lagt sitt af mörkum til að ís- lenskt menningarlíf haldi áfram að einkennast af grósku og nýsköpun. Tónlistarsjóður tekur til starfa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fjallar um tónlistarstarf Höfundur er menntamálaráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ’Það er von mín að tilkomaTónlistarsjóðs verði ís- lensku tónlistarlífi til heilla og að hann muni á næstu árum og áratugum halda áfram að vaxa og dafna.‘ Þ að er ánægjulegt að staða barna og fjöl- skyldna hafi verið um- fjöllunarefni í áramóta- ræðu forsætisráðherra. Vissulega tilbreyting því ekki er það of oft sem við á Alþingi heyr- um stjórnarherrana ræða stöðu fjölskyldunnar og uppvaxtarskil- yrði barna og unglinga. En fylgir hér hugur máli eða verða þetta bara orðin tóm? Hunsað að móta opinbera fjölskyldustefnu Fróðlegt væri að vita hvort for- sætisráðherra veit að á Alþingi fyr- ir 8 árum síðan, þegar forsætisráð- herra var líka í ríkisstjórn, var samþykkt á Alþingi tillaga rík- isstjórnarinnar um mótun op- inberrar fjölskyldustefnu og að- gerðir til að styrkja stöðu fjölskyldunnar. Þetta var svipuð tillaga og flutt hafði verið áður undir forystu Rannveigar Guð- mundsdóttur, sem ríkisstjórnin tók upp. Ríkisstjórnin veikti þó mjög þá tillögu með því að fella út ákvæði sem var í frumvarpi Rann- veigar um að koma á fót fjöl- skyldusjóði sem átti að fjármagna rannsóknir á högum fjölskyldna. M.ö.o að meta stöðu íslensku fjöl- skyldunnar líkt og forsætisráð- herra boðar nú. Auk þess var á árinu 1998 skipað fjölskylduráð. Hlutverk fjöl- skylduráðs var m.a. að veita stjórnvöldum ráðgjöf í fjölskyldu- málum, hvetja til að- gerða á sviði fjöl- skyldumála og að stuðla að rannsóknum á högum og aðstæðum íslenskra fjölskyldna. Það er skemmst frá því að segja að þrátt fyrir þessa 8 ára gömlu ályktun Alþing- is, sem samþykkt var á árinu 1997 um mót- un opinberrar fjölskyldustefnu liggur hún enn ekki fyrir. Það eru líka orðin tóm sem segir í þessari tillögu að fjölskylduráð eigi að vera stjórnvöldum til ráðgjafar í mál- efnum fjölskyldunnar, því þangað leita stjórnvöld ekki ráðgjafar. Heildarstefnumótun í mál- efnum barna og unglinga Ég leyfi mér líka að efast um að forsætisráðherra viti að það eru fjögur ár síðan Alþingi samþykkti að fela ríkisstjórninni að undirbúa heildstæða og samræmda opinbera stefnu í málefnum barna og ung- linga. Ásamt mér fluttu þetta mál á Alþingi þing- menn úr öllum flokkum. Samkvæmt þeirri tillögu var markmið þeirrar stefnumótunar að tryggja hag og velferð barna og unglinga á öllum sviðum þjóðlífsins og búa þeim sem best og jöfnust skilyrði til upp- vaxtar og þroska. Að þeirri stefnu- mótun áttu að koma átta ráðuneyti undir forsæti forsætisráðuneytisins auk Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Á grundvelli þeirrar stefnu- mótunar átti að gera fimm ára framkvæmdaáætlun í samráði við opinberar stofnanir og fé- lagasamtök sem vinna að málefnum barna og unglinga, þ.m.t. fé- lagasamtök unglinga. Framkvæmdaáætl- unina átti að leggja fyrir Alþingi til stað- festingar eigi síðar en á haustþingi árið 2002. Þrátt fyrir að eftir því hafi verið gengið á Alþingi hefur þessi framkvæmda- áætlun en ekki verið lögð fram og engin stefnumótun liggur fyrir, þó nærri þrjú ár séu síðan hún átti að koma til framkvæmda. Í 10 ár hefur umboðsmaður barna einnig vakið athygli á nauðsyn þessarar stefnumótunar en hin norrænu ríkin hafa öll fyrir löngu síðan mótað heildstæða stefnu í málefnum barna og unglinga. Niðurlag Það dugar ekki fyrir ráðamenn að tala fagurlega til fjölskyldna í áramótaávörpum ef hugur fylgir ekki máli. Þjóðin hefur fengið nóg af slíku. Alþingi hefur samþykkt fyrir mörgum árum síðan að móta eigi stefnu í málefnum fjölskyld- unnar og styrkja stöðu hennar. Al- þingi hefur líka fyrir löngu sam- þykkt að ríkisstjórnin vinni að heildarstefnumótun í málefnum barna og unglinga og móti 5 ára framkvæmdaáætlun með aðgerðum til að styrkja stöðu þeirra í ís- lensku samfélagi. Það stendur uppá forsætisráðherra að svara því hvers vegna það hefur ekki verið gert. Eftir því verður kallað á Al- þingi. Forsætisráðherra og fjölskyldustefna Jóhanna Sigurðardóttir minnir á 8 ára gamla til- lögu ríkisstjórnarinnar um mótun opinberrar fjöl- skyldustefnu Höfundur er alþingismaður. Jóhanna Sigurðardóttir ’Það dugar ekki fyrir ráða-menn að tala fagurlega til fjölskyldna í áramóta- ávörpum ef hugur fylgir ekki máli. ‘ með áherslu á íslenskar aðstæður. Áslaug Helgadóttir er deildarforseti auð- lindadeildar og Ólafur G. Arnalds er deild- arforseti umhverfisdeildar. Björn Þor- steinsson er sviðsstjóri kennslusviðs og Guðríður Helgadóttir er forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar. Þorvald- ur T. Jónsson er rekstrarstjóri. já þetta í framtíðinni.“ sagði hann. háskólamenntunar í hefðbundnum aði, þ.e. í búvísindum, er boðið upp brautir á sviði umhverfisskipulags, ktar og almennrar landnýtingar. r að frekari fjölbreytni innan tíðar, r fram kemur í tilkynningu skólans, mynda í almennum náttúruvísindum til starfa um síðustu áramót u 300 talsins Morgunblaðið/Árni Sæberg aðamannafundi í gær. engnismál foreldra og barna Morgunblaðið/Eggert SLU umboðsmanns barna eru tekin dæmi af erindum sem borist hafa umboðs- varðandi umgengnismál í gegnum tíðina. tað er undan að forsjárlaust foreldri sinni ekki umgengni við barn sitt og að for- eldri tálmi umgengni barns og forsjárlauss foreldris. Spurt er hver sé réttur afa og il umgengni við barn sitt. Hver er réttur stjúpforeldris til umgengni við barn eftir ? Kvartað er undan tregðu sýslumanna við að úrskurða um umgengni barns við aust foreldri sem býr erlendis, kvartað er undan seinagangi við meðferð um- smála hjá sýslumannsembættunum og dómsmálaráðuneytinu. Spurt er um rétt a til umgengni hvert við annað, umgengni fanga við börn sín og hvað sé til ráða barn neitar að vera í umgengni við forsjárlaust foreldri, svo dæmi séu nefnd. mi um erindi til umboðsmanns ver er réttur systkina?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.