Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FJÖLSKYLDA Guðlaugs Bergmann óskar eftir að koma því á framfæri að við útför hans sl. miðvikudag hefði Reikni- stofa bank- anna ekki gengið frá skráningu kennitölu á minningar- sjóði sem stofnaður var. Því hefði við útförina verið bent á að hægt væri að notast við gömlu kenni- töluna sem var á sjóðnum. Nú hafi hins vegar allar skráningar átt sér stað og rétt kennitala komin inn í kerfið. Minningarsjóður um Guð- laug Bergmann mun styrkja verkefni í umhverfis- og sam- félagsmálum. Reikningsnúmer sjóðsins er: 1143-18-640230 kt. 430105-2130. Fjölskyldan þakkar öllum þeim sem þegar hafa lagt inn í sjóðinn. Minning- arsjóður Guðlaugs Bergmann Guðlaugur Bergmann SIGRÚN Lange, líffræðingur M.Sc., hlaut Hvatningarverðlaun Jóhanns Axelssonar, prófessors em- eritus, en afhendingin fór fram í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Ís- lands (HÍ). Jóhann Axelsson, sem er fyrrverandi prófessor í læknadeild HÍ, afhenti verðlaunin. Sigrún hlaut styrk að upphæð 250 þúsund krónur sem er greiddur af lyfjafyrirtækinu Actavis. Bergljót Magnadóttir, leið- beinandi Sigrúnar, tók við verðlaun- unum fyrir hennar hönd því að Sig- rún er stödd erlendis. Meðal þeirra sem voru viðstaddir afhendingu verðlaunanna voru Páll Skúlason, rektor HÍ, Sigurður Guð- mundsson landlæknir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra og Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra. Sigrún, sem er 27 ára, hlýtur verðlaunin fyrir rannsóknir á ónæmiskerfi fiska. Hún lauk B.Sc.- prófi frá líffræðideild HÍ árið 1999 og meistaraprófi frá læknadeild HÍ árið 2001. Sigrún hefur unnið að rannsóknum sínum á Keldum, til- raunastöð Háskóla Íslands í meina- fræði. Þær hafa bæði hagnýta og fræðilega þýðingu; annars vegar veita þær upplýsingar um þróun ónæmiskerfis í hryggdýrum og hins vegar hvernig hægt er að varast sýkingar í fiskeldi. Hvatningarverðlaun Jóhanns Ax- elssonar eru ætluð efnilegum vís- indamönnum í líf- og læknisfræði og hámarksaldur tilnefndra er 35 ár. Í dómnefndinni sitja Jóhann Axels- son, prófessor emeritus, Helga M. Ögmundsdóttir prófessor og Ársæll Arnarsson, verkefnavalsstjóri Actavis. Verðlaun fyrir rannsókn á ónæmiskerfi fiska Morgunblaðið/Golli Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sædís Sævarsdóttir, Bergljót Magnadóttir, sem tók við verðlaunum fyrir hönd Sigrúnar Lange, og Jóhann Axelsson. Hvatningarverðlaun Jóhanns Axelssonar FERÐAMÁLASKÓLI Menntaskólans í Kópavogi brautskráði fyrstu nemana úr flugþjónustunámi við há- tíðlega athöfn 10. desember sl. Alls útskrifuðust 21 nemi en þetta nám hóf göngu sína sl. haust. Markmiðið með náminu er að undirbúa verðandi flugfreyjur og flugþjóna undir störf í farþegarými flugvéla. Allt námsefni og námsskipulag hefur verið unnið eftir alþjóðlegum JAR-stöðlum og í samvinnu við íslensk flug- félög. Meðal þess námsefnis sem nemendur fóru í gegn- um má nefna: agareglur, ábyrgð og skyldur áhafnar í farþegarými, að lifa af í vatni, sjó og landi, stjórnun áhafnarsamvinnu, eld- og reykvarnir, fagorðaforða, skyndihjálp, lög og reglugerðir, umönnun farþega og hreinlætis- og örverufræði. Helgi Kristjánsson, skólameistari Menntaskólans, af- henti við þetta tækifæri tveimur útskriftarnemendum viðurkenningu fyrir afburða námsgetu. Það voru þær Sunna María Jónasdóttir og Magnea Íris Jónsdóttir sem fengu viðurkenningarnar en þær fengu báðar 9,4 í meðaleinkunn. Við athöfnina söng einn útskriftarnem- inn, Berglind Björk Guðnadóttir, við undirleik systur sinnar. Brautskráning úr flugþjónustunámi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.