Morgunblaðið - 08.01.2005, Qupperneq 46
46 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FJÖLSKYLDA Guðlaugs
Bergmann óskar eftir að koma
því á framfæri að við útför hans
sl. miðvikudag
hefði Reikni-
stofa bank-
anna ekki
gengið frá
skráningu
kennitölu á
minningar-
sjóði sem
stofnaður var.
Því hefði við
útförina verið
bent á að hægt
væri að notast við gömlu kenni-
töluna sem var á sjóðnum. Nú
hafi hins vegar allar skráningar
átt sér stað og rétt kennitala
komin inn í kerfið.
Minningarsjóður um Guð-
laug Bergmann mun styrkja
verkefni í umhverfis- og sam-
félagsmálum. Reikningsnúmer
sjóðsins er: 1143-18-640230 kt.
430105-2130. Fjölskyldan
þakkar öllum þeim sem þegar
hafa lagt inn í sjóðinn.
Minning-
arsjóður
Guðlaugs
Bergmann
Guðlaugur
Bergmann
SIGRÚN Lange, líffræðingur
M.Sc., hlaut Hvatningarverðlaun
Jóhanns Axelssonar, prófessors em-
eritus, en afhendingin fór fram í
Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Ís-
lands (HÍ). Jóhann Axelsson, sem er
fyrrverandi prófessor í læknadeild
HÍ, afhenti verðlaunin. Sigrún hlaut
styrk að upphæð 250 þúsund krónur
sem er greiddur af lyfjafyrirtækinu
Actavis. Bergljót Magnadóttir, leið-
beinandi Sigrúnar, tók við verðlaun-
unum fyrir hennar hönd því að Sig-
rún er stödd erlendis.
Meðal þeirra sem voru viðstaddir
afhendingu verðlaunanna voru Páll
Skúlason, rektor HÍ, Sigurður Guð-
mundsson landlæknir, Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir menntamála-
ráðherra og Jón Kristjánsson heil-
brigðisráðherra.
Sigrún, sem er 27 ára, hlýtur
verðlaunin fyrir rannsóknir á
ónæmiskerfi fiska. Hún lauk B.Sc.-
prófi frá líffræðideild HÍ árið 1999
og meistaraprófi frá læknadeild HÍ
árið 2001. Sigrún hefur unnið að
rannsóknum sínum á Keldum, til-
raunastöð Háskóla Íslands í meina-
fræði. Þær hafa bæði hagnýta og
fræðilega þýðingu; annars vegar
veita þær upplýsingar um þróun
ónæmiskerfis í hryggdýrum og hins
vegar hvernig hægt er að varast
sýkingar í fiskeldi.
Hvatningarverðlaun Jóhanns Ax-
elssonar eru ætluð efnilegum vís-
indamönnum í líf- og læknisfræði og
hámarksaldur tilnefndra er 35 ár. Í
dómnefndinni sitja Jóhann Axels-
son, prófessor emeritus, Helga M.
Ögmundsdóttir prófessor og Ársæll
Arnarsson, verkefnavalsstjóri
Actavis.
Verðlaun fyrir rannsókn
á ónæmiskerfi fiska
Morgunblaðið/Golli
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sædís Sævarsdóttir, Bergljót Magnadóttir,
sem tók við verðlaunum fyrir hönd Sigrúnar Lange, og Jóhann Axelsson.
Hvatningarverðlaun Jóhanns Axelssonar
FERÐAMÁLASKÓLI Menntaskólans í Kópavogi
brautskráði fyrstu nemana úr flugþjónustunámi við há-
tíðlega athöfn 10. desember sl. Alls útskrifuðust 21 nemi
en þetta nám hóf göngu sína sl. haust. Markmiðið með
náminu er að undirbúa verðandi flugfreyjur og flugþjóna
undir störf í farþegarými flugvéla.
Allt námsefni og námsskipulag hefur verið unnið eftir
alþjóðlegum JAR-stöðlum og í samvinnu við íslensk flug-
félög. Meðal þess námsefnis sem nemendur fóru í gegn-
um má nefna: agareglur, ábyrgð og skyldur áhafnar í
farþegarými, að lifa af í vatni, sjó og landi, stjórnun
áhafnarsamvinnu, eld- og reykvarnir, fagorðaforða,
skyndihjálp, lög og reglugerðir, umönnun farþega og
hreinlætis- og örverufræði.
Helgi Kristjánsson, skólameistari Menntaskólans, af-
henti við þetta tækifæri tveimur útskriftarnemendum
viðurkenningu fyrir afburða námsgetu. Það voru þær
Sunna María Jónasdóttir og Magnea Íris Jónsdóttir sem
fengu viðurkenningarnar en þær fengu báðar 9,4 í
meðaleinkunn. Við athöfnina söng einn útskriftarnem-
inn, Berglind Björk Guðnadóttir, við undirleik systur
sinnar.
Brautskráning úr flugþjónustunámi