Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna Opi› í dag laugardag frá kl. 11-16 NÚ UM áramótin var mönnuðum veðurathug- unum fyrir Veðurstofuna hætt á fjórum stöð- um á landinu; á Haugi í Miðfirði, Sauðanesi á Langanesi, Strandhöfn í Vopnafirði og Núpi í Berufirði. Til viðbótar hafa athuganir lagst af í Kvígindisdal og á Nautabúi í gamla Lýtings- staðahreppnum í Skagafirði, þar sem föst bú- seta er ekki lengur á þeim stöðum. Magnús Jónsson veðurstofustjóri segir að þessar ákvarðanir séu hluti af þeirri hagræð- ingu sem Veðurstofan hafi unnið að á undanförnum árum. Fleiri breytingar hafa orðið á veðurfregnum Veð- urstofunnar. Að sögn Magnúsar óskaði Rík- isútvarpið eftir því að Veð- urstofan stytti veð- urfregnatíma sinn upp úr klukkan tíu á morgnana um tvær til þrjár mínútur. Tók þessi breyting gildi 5. janúar sl. og segir Magnús að þar sem ekki hafi verið hægt að stytta lestur á veð- urspám fyrir landið, miðin og djúpin hafi verið ákveðið að hætta lestri á veðurlýsingum frá 14 stöðum til viðbótar fyrrnefndum stöðvum. Flestar eru stöðvarnar sjálfvirkar en lestri var hætt frá mönnuðum stöðvum á Torfum í Eyja- firði, Norðurhjáleigu, Hellu og Hæli í Hrepp- um. Sjálfvirku stöðvarnar eru á Bjargtöngum, Straumnesvita, Bjarnarey, Hallormsstað, Sel- ey, Kambanesi, Skaftafelli, Skarðsfjöruvita, Vestmannaeyjabæ, Grindavík og Garð- skagavita. Enn verður hægt að finna upplýs- ingar um veður á þessum stöðum á Textavarp- inu og vef Veðurstofunnar, www.vedur.is. Sex veður- athugunarstöðv- ar leggjast af ÁÐUR en Híbýli vindanna, eftir vest- urfarasögu Böðvars Guðmundssonar í leikgerð Bjarna Jónssonar, var frumsýnt í Borgarleik- húsinu í gærkvöld var mikið um að vera bak við tjöldin. Leikarar og aðrir aðstandendur sýn- ingarinnar gengu um og gáfu hver öðrum klapp á bakið og koss á kinn í tilefni dagsins. Sminkurnar gerðu leikarana klára í slaginn á meðan frumsýningargestir komu sér fyrir í sætum sínum fyrir framan sviðið. Á þriðja tug leikara tekur þátt í sýningunni, þar af sex börn. Morgunblaðið/Golli Bak við tjöldin fyrir frumsýningu ALLS bárust fjörutíu og níu til- boð í byggingarétt á tveimur lóð- um undir þrjátíu íbúðir við Bjarkarás í Garðabæ. Frjálsi fjárfestingarbankinn átti tvö hæstu tilboð í byggingaréttinn 175 og 200 milljónir og miðað við lægra tilboðið jafngildir það rúm- um 5,8 milljónum kr. á hverja íbúð, en bankinn hefur fallið frá hærra tilboðinu. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garða- bæ, segir að þetta sé umtalsvert hærra lóðaverð en búist hafi ver- ið við. Kristinn Bjarnason hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum sagði í samtali við Morgunblaðið að þarna væri um mjög góðan fjár- festingarkost að ræða. Nærtæk- ara væri að skoða fermetraverð heldur en fjölda íbúða í þessu sambandi þar sem þarna væri um mjög stórar íbúðir að ræða. Lóðaverð á fermetra í þessu til- viki væri um 40 þúsund kr. og best til að fara í þessa fram- kvæmd. Ásdís Halla Bragadóttir bæj- arstjóri sagði að um væri að ræða tvær lóðir undir þrjátíu íbúðir í keðjuhúsum og inn í þessu verði væru öll gjöld sem bæjarfélagið tæki. Niðurstaða út- boðsins yrði tekin fyrir á fundi bæjarráðs á þriðjudaginn kemur þar sem afstaða yrði tekin til til- boðanna. 400 íbúðir í Akrahverfinu Ásdís Halla sagði að áður hefðu verið boðnar út lóðir undir raðhús í bæjarfélaginu, en ekki hafi áður verið boðnar út lóðir undir jafnmargar íbúðir í einu. „Þetta er rosalega mikill áhugi og það kom okkur verulega á óvart að fá svona mörg tilboð,“ sagði Ásdís Halla ennfremur. Hún sagði að 760 íbúðir væru í byggingu í Sjálandi og þar væru allar íbúðir seldar áður en þær væru tilbúnar. Þá vonuðust þau til þess að á næstu dögum lyki samningum við landeigendur Akrahverfis sem væri gamla Arnarneslandið, en þar yrðu í kringum 400 íbúðir samtals. kostuðu á bilinu 20–30 milljónir í dag. Hann sagði að Frjálsi fjárfest- ingarbankinn hefði áður boðið í lóðir fyrir viðskiptavini sína, meðal annars hafi þeir fengið tvær lóðir undir fjölbýlishús í Norðlingaholti hjá Reykjavíkur- borg. Aðspurður bætti hann því við að þeir væru ekki að bjóða í lóðina fyrir hönd ákveðins við- skiptavinar heldur myndu þeir velja þann úr hópi viðskiptavina sinna sem þeir teldu að hentaði það teldu þeir mjög viðunandi. „Það sem kannski réttlætir þetta verð er að þetta er inn í nær fullbyggðu hverfi og menn geta nokkurn veginn gengið að vísu hvaða fermetraverð þeir geta fengið af söluverðinu í kring. Auk þess er þetta byggingarhæft nú þegar, þannig að það er hægt að afhenda íbúðir þarna strax næsta haust,“ sagði Kristinn. Um er að ræða tvö hús, annað með 18 íbúðum og hitt með 12. Húsin eru á tveimur hæðum og sagði Kristinn að eiginlega mætti segja að þarna væri um að ræða sérhæðir í fjölbýli 130–150 fer- metrar að stærð, auk stæðis í bíl- geymslu. „Þetta virðist vera það sem markaðurinn vill í dag, það eru stærri íbúðir,“ sagði Kristinn og benti á að með tilkomu íbúða- lána bankanna gæti fólk keypt dýrari eignir án þess að greiðslu- byrðin yrði of mikil. Það væri mikill markaður fyrir íbúðir sem 175 milljónir boðnar í lóðir undir tvö hús með 30 íbúðum í Garðabæ Umtalsvert hærra verð á lóðum en búist var við Mjög góður fjárfestingarkostur segir forsvarsmaður Frjálsa fjárfestingarbankans                   ! "      MARÍA Kristjánsdóttir, leiklistargagnrýn- andi Morgunblaðsins, segir í yfirlitsgrein í Lesbók um leikárið 2004 að eitt af vanda- málunum sem Stefán Baldursson skilji eftir fyrir eftirmann sinn í Þjóðleikhúsinu sé hvernig eigi að byggja upp leikstjóra fyrir húsið. „Leikstjórar eiga ekki að vera til einnar nætur eða einnota,“ segir María og telur að það þurfi að huga mun betur að því í fram- tíðinni hvaða kröfur þurfi að gera til þeirra leikstjóra sem leikstýra á stóru sviðunum í leikhúsunum. María segir að merkilegast við árið 2004 hafi verið hversu mörg leikverk á árinu voru frumsamin íslensk verk, hátt á annan tug. Hún spyr þó hvort íslenskir leikritahöf- undar viti fyrir hverja þeir eru að skrifa. Hún segir einnig illskiljanlegt að þung sam- félagsmál samtímans skuli ekki hvíla þyngra á leikritahöfundum okkar og leikhúsfólki. Árni Matthíasson tónlistargagnrýnandi bendir á í yfirlitsgrein um dægurtónlist að af plötusölu síðasta árs megi ráða að smekk- urinn sé að breytast. „Í stað poppsins kemur það sem menn vilja kalla millitónlist og vísa þá til þess að hún hefur víðari skírskotun, nær til breiðari aldurshóps en poppið og þá aðallega til eldra fólks.“/C1 Leikstjórar ekki einnota HRINA jarðskjálfta varð um 4–5 km SSA af Hveragerði í gærkvöldi. Var stærsti skjálftinn 2,5 á Richterkvarða, samkvæmt jarð- skjálftalista Veðurstofunnar. Á tímabilinu 18.28 til 19.38 urðu tíu skjálftar á þessu svæði og voru þeir á bilinu 0,5–2,2 á Richter. Kl. 21.30 varð svo stærsti skjálftinn, 2,5 á Richter. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofunni í gærkvöldi er allvanalegt að skjálftar verði á þessu svæði. Engar tilkynningar höfðu borist vegna skjálftanna til Veðurstofunnar. Þá urðu a.m.k. fjórir skjálftar um 22–45 km ASA af Grímsey í gærkvöldi og mældust þeir á bilinu 2-2,4 á Richter samkvæmt skjálfta- lista Veðurstofunnar. Skjálftahrina við Hveragerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.