Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 59 STUTTMYND Jóns Gnarr, Með mann á bakinu, verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg um mánaðamótin. Myndin tekur ekki þátt í keppninni, enda ekki í fullri lengd, en verður sýnd á sér- stakri sýningu. Jón segist ánægður með upphefðina og ætlar utan til að vera við- staddur frumsýninguna. Þá verður myndin sýnd á Stöð 2 um páskana en hún var sýnd í Regnboganum fyrir jól. Með mann á bakinu á Gautaborgarhátíðinni Jóhann Jóhannsson leikur manninn sem er með manninn, Jón Gnarr, á bakinu. SNJÓBRETTAMÓT verður haldið á Arnarhóli í Reykjavík í kvöld en alls taka tólf keppendur þátt. „Þetta er boðsmót,“ segir Bogi Bjarnason, skipuleggjandi keppn- innar, sem er styrkt af Brimi. Hann segir að þarna verði saman komnir margir helstu snjó- brettamenn landsins en að þessu sinni eru engar stelpur í keppn- inni. Keppt verður í „jibbi“ sem felst í því að leika ýmsar listir á handriði, á svipaðan hátt og gert er á hjólabrettum. Að sögn Boga verða fimm til sex handrið á staðn- um. „Keppnin fer þannig fram að all- ir keppendur fá frjálst rennsli í klukkustund. Svo dæma þeir sjálf- ir hver þeim fannst standa sig best. Þrír bestu fá síðan auka hálf- tíma til að keppa um efstu sætin. Líka verða gefin verðlaun fyrir besta trikk dagsins,“ segir hann. Tónlistin verður líka áberandi í keppninni en plötusnúðar verða tveir, Guðni og Frosti úr Klink. „Metallinn og snjóbretti er málið,“ segir Bogi en hann ætti að vita það því hann hefur sjálfur verið í snjóbrettum í 12 ár. Gleðskapurinn heldur áfram á Gauk á Stöng með verðlaunaaf- hendingu og tónleikum Klink, Brain Police, Drep og Dogdaze. Snjóbretti | Mót á Arnarhóli Hoppað á handriðum Snjóbrettamót á Arnarhóli kl. 20– 22 í kvöld. Tónleikar á Gauknum kl. 23 og kostar 700 kr. inn. Morgunblaðið/Ásdís Snjóbrettakappar hafa áður svifið yfir Arnarhóli, en ekki eins og nú. ingarun@mbl.is LEIKARINN Kiefer Sutherland, sem dvaldist hér á landi um áramótin, segist hafa orðið forviða yfir skotgleði Ís- lendinga. „Ég sá örugglega rosalegustu flugeldasýningu á ævi minni,“ er haft eftir honum á vefritinu Contactmusic. „Það eru engin lög um flugelda á Íslandi, sem gerir gamlárskvöld mjög áhugavert. Þetta er lítil þjóð en þeir eyða meira en 15 milljónum dollara í flugelda fyrir þetta kvöld.“ Sutherland er sonur leikarans Donalds Sutherland og hefur leikið í fjölda þekktra kvikmynda eins og The Lost Boys, Flatliners, A Few Good Men og Twin Peaks: Fire Walk With Me. Þekktastur er hann þó á síðari árum fyrir að leika aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum 24, sem sýnd- ir hafa verið á Stöð 2. „Þetta er eins og stríðssvæði,“ segir hann í erlenda blaðaviðtalinu um áramótin á Íslandi. „Það er ekkert skipulag ... ég sá sex ára krakka halda á 15 kílóa sprengju- vörpu og annar sex ára krakki elti hann með eldspýtur. Ég tók myndband af þessu því ég var viss um að enginn myndi trúa mér heima,“ sagði Sutherland. Fólk í fréttum | Kiefer Sutherland ræðir um Íslandsdvölina Forviða yfir skotgleði Íslendinga á gamlárskvöld Ljósmynd/Hörður Sveinsson Kiefer Sutherland kíkti á tónleika á Kofa Tómasar frænda í miðbæ Reykjavíkur, en þar spilaði vinur hans, Rocco Deluca (t.h.), nokkur lög. Nýr og betri Sýnd kl. 2, 4 og 6. PoppTíví  Hann er á toppnum... og allir á eftir honum Framleidd af Mel Gibson Pottþéttur spennutryllir... ... Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 B.i. 14 ára. Jólaklúður Kranks Jólaklúður Kranks Jólamynd fjölskyldunnarl j l l CARY ELWES DANNY GLOVER MONICA POTTER Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 10 ára Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 áraSýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára Sýnd kl. 10. Stranglega b.i. 16 ára. BLÓÐBAÐIÐ ER HAFIÐ SMÁAR HETJUR STÓRT ÆVINTÝRI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐIÍSLANDSBANKI ÍSLANDSBANKI  ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , ! ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l ,    "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 .. t , í fj ... VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 .. t , í fj ... Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára. Hverfisgötu ☎ 551 9000 SMÁAR HETJUR STÓRT ÆVINTÝRI Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Sýnd kl. 2 og 4. ÍSLENSKT TAL I I I I Í I I Yfir 20.000 gestir Yfir 20.000 gestir QUEEN LATIFAH JIMMY FALLON GISELE BÜNDCHEN I Ó.Ö.H / DV  PoppTíví  Á FULLRI FERÐ MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI GAMANSPENNUMYND Í I Í I Í I Sýnd kl. 2 og 4. MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið: mán. - föstud. 11-18 laugard. 11-15 Glös Bollar Kertastjakar 50% afsláttur ÞÝSKUNÁMSKEIÐ GOETHE ZENTRUM www.goethe.is 551 6061
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.