Morgunblaðið - 08.01.2005, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 59
STUTTMYND Jóns Gnarr,
Með mann á bakinu, verður
sýnd á kvikmyndahátíðinni í
Gautaborg um mánaðamótin.
Myndin tekur ekki þátt í
keppninni, enda ekki í fullri
lengd, en verður sýnd á sér-
stakri sýningu. Jón segist
ánægður með upphefðina og
ætlar utan til að vera við-
staddur frumsýninguna.
Þá verður myndin sýnd á
Stöð 2 um páskana en hún var
sýnd í Regnboganum fyrir
jól.
Með mann á bakinu á
Gautaborgarhátíðinni
Jóhann Jóhannsson leikur manninn sem er
með manninn, Jón Gnarr, á bakinu.
SNJÓBRETTAMÓT verður haldið
á Arnarhóli í Reykjavík í kvöld en
alls taka tólf keppendur þátt.
„Þetta er boðsmót,“ segir Bogi
Bjarnason, skipuleggjandi keppn-
innar, sem er styrkt af Brimi.
Hann segir að þarna verði saman
komnir margir helstu snjó-
brettamenn landsins en að þessu
sinni eru engar stelpur í keppn-
inni. Keppt verður í „jibbi“ sem
felst í því að leika ýmsar listir á
handriði, á svipaðan hátt og gert
er á hjólabrettum. Að sögn Boga
verða fimm til sex handrið á staðn-
um.
„Keppnin fer þannig fram að all-
ir keppendur fá frjálst rennsli í
klukkustund. Svo dæma þeir sjálf-
ir hver þeim fannst standa sig
best. Þrír bestu fá síðan auka hálf-
tíma til að keppa um efstu sætin.
Líka verða gefin verðlaun fyrir
besta trikk dagsins,“ segir hann.
Tónlistin verður líka áberandi í
keppninni en plötusnúðar verða
tveir, Guðni og Frosti úr Klink.
„Metallinn og snjóbretti er málið,“
segir Bogi en hann ætti að vita
það því hann hefur sjálfur verið í
snjóbrettum í 12 ár.
Gleðskapurinn heldur áfram á
Gauk á Stöng með verðlaunaaf-
hendingu og tónleikum Klink,
Brain Police, Drep og Dogdaze.
Snjóbretti | Mót á Arnarhóli
Hoppað á handriðum
Snjóbrettamót á Arnarhóli kl. 20–
22 í kvöld. Tónleikar á Gauknum kl.
23 og kostar 700 kr. inn.
Morgunblaðið/Ásdís
Snjóbrettakappar hafa áður svifið
yfir Arnarhóli, en ekki eins og nú.
ingarun@mbl.is
LEIKARINN Kiefer Sutherland, sem dvaldist hér á landi
um áramótin, segist hafa orðið forviða yfir skotgleði Ís-
lendinga. „Ég sá örugglega rosalegustu flugeldasýningu á
ævi minni,“ er haft eftir honum á vefritinu Contactmusic.
„Það eru engin lög um flugelda á Íslandi, sem gerir
gamlárskvöld mjög áhugavert. Þetta er lítil þjóð en þeir
eyða meira en 15 milljónum dollara í flugelda fyrir þetta
kvöld.“
Sutherland er sonur leikarans Donalds Sutherland og
hefur leikið í fjölda þekktra kvikmynda eins og The Lost
Boys, Flatliners, A Few Good Men og Twin Peaks: Fire
Walk With Me. Þekktastur er hann þó á síðari árum fyrir
að leika aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum 24, sem sýnd-
ir hafa verið á Stöð 2.
„Þetta er eins og stríðssvæði,“ segir hann í erlenda
blaðaviðtalinu um áramótin á Íslandi. „Það er ekkert
skipulag ... ég sá sex ára krakka halda á 15 kílóa sprengju-
vörpu og annar sex ára krakki elti hann með eldspýtur.
Ég tók myndband af þessu því ég var viss um að enginn
myndi trúa mér heima,“ sagði Sutherland.
Fólk í fréttum | Kiefer Sutherland ræðir um Íslandsdvölina
Forviða yfir skotgleði
Íslendinga á gamlárskvöld
Ljósmynd/Hörður Sveinsson
Kiefer Sutherland kíkti á tónleika á Kofa Tómasar
frænda í miðbæ Reykjavíkur, en þar spilaði vinur hans,
Rocco Deluca (t.h.), nokkur lög.
Nýr og betri
Sýnd kl. 2, 4 og 6.
PoppTíví
Hann er á toppnum...
og allir á eftir honum
Framleidd af Mel Gibson
Pottþéttur spennutryllir...
...
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 B.i. 14 ára.
Jólaklúður Kranks Jólaklúður Kranks
Jólamynd fjölskyldunnarl j l l
CARY
ELWES
DANNY
GLOVER
MONICA
POTTER
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 10 ára Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 áraSýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára
Sýnd kl. 10. Stranglega b.i. 16 ára.
BLÓÐBAÐIÐ ER
HAFIÐ
SMÁAR HETJUR STÓRT ÆVINTÝRI
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20%
AFSLÁTT AF MIÐAVERÐIÍSLANDSBANKI
ÍSLANDSBANKI
... „séríslenskt
Fönn, fönn, fönn!“
SV MBL
... í l
, , !
... „séríslenskt
Fönn, fönn, fönn!“
SV MBL
... í l
,
"...bráðvel heppnuð
skemmtun, grín og fjör..."
ÓHT rás 2
..
t , í fj ...
VIÐSKIPTAVINIR
ÍSLANDSBANKA FÁ
20% AFSLÁTT AF
MIÐAVERÐI
"...bráðvel heppnuð
skemmtun, grín og fjör..."
ÓHT rás 2
..
t , í fj ...
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára.
Hverfisgötu ☎ 551 9000
SMÁAR HETJUR STÓRT ÆVINTÝRI
Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Sýnd kl. 2 og 4. ÍSLENSKT TAL
I I I I Í
I I
Yfir 20.000 gestir
Yfir 20.000 gestir
QUEEN
LATIFAH
JIMMY
FALLON
GISELE
BÜNDCHEN
I
Ó.Ö.H / DV
PoppTíví
Á FULLRI
FERÐ MEÐ GRÍNIÐ
Í BOTNI Í FRÁBÆRRI
GAMANSPENNUMYND
Í I
Í I Í I
Sýnd kl. 2 og 4.
MIRALE
Grensásvegi 8
108 Reykjavík
sími: 517 1020
Opið:
mán. - föstud. 11-18
laugard. 11-15
Glös
Bollar
Kertastjakar
50% afsláttur
ÞÝSKUNÁMSKEIÐ
GOETHE ZENTRUM
www.goethe.is
551 6061