Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 bölvar mikið, 8 syfjuð, 9 trylltum, 10 læri, 11 gamla, 13 vondur, 15 laufs, 18 dreng, 21 fúsk, 22 ósanna, 23 glufur, 24 fugl. Lóðrétt | 2 slítur, 3 kyrr- sævi, 4 skömm, 5 sæg, 6 bí- lífi, 7 lítill, 12 ró, 14 biblí- unafn, 15 þvættingur, 16 flangsast upp á, 17 álögu, 18 listar, 19 afturkallaði, 20 landabréf. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 skass, 4 barms, 7 ætlar, 8 refur, 9 orð, 11 torf, 13 gaum, 14 eitra, 15 flet, 17 traf, 20 tal, 22 tolla, 23 jurta, 24 korði, 25 terta. Lóðrétt | 1 skært, 2 aflar, 3 skro, 4 barð, 5 rofna, 6 særum, 10 rotta, 12 fet, 13 gat, 15 fátæk, 16 eflir, 18 rýrar, 19 flaga, 20 tapi, 21 ljót.  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hugsanlegt er að þú þurfir að gera breytingar á ferðaáætlunum eða ráða- gerðum tengdum útgáfu og menntun. Það er allt í lagi en vertu viðbúinn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Fylgstu vel með reikningsyfirlitinu, fjármálunum og öllu því sem þú deilir með öðrum. Þú átt eitthvað ógert. Betra er að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Samræður við maka og nána vini eru erfiðar núna, ekki síst ef umræðuefnið er peningar. Forðastu slíkt tal í dag. Vinslit vegna fjármála eru ekki þessi virði, nema viðkomandi sé ekki vinur þinn. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú leggur þitt svo sannarlega af mörkum núna og hefur ákveðið að tjalda því sem til þarf. Frábært. Bein- skeytt framtak er leið til þess að skila árangri. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú vinnur líklega í þágu barna í dag eða sinnir krefjandi sköpunarferli. Gerðu allt sem þú getur. Því miður reynir þú oft að koma því ómögulega í verk. Þar kemur þitt konunglega eðli til skjalanna. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Framtakssemi þín heima fyrir gæti hugsanlega orðið ásteytingarsteinn í samskiptum við vin eða jafnvel ein- hvern félagsskap. Er ágreiningur uppi um aðferðir? Ekki ögra neinum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Fólk virðist þrasgjarnt í dag en sýnir í raun bara ýtni. Ekki hella þér í átök- in. Haltu þig fjarri og uppskerðu hug- arró fyrir vikið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert staðráðinn í því að koma ein- hverju í framkvæmd sem tengist fjár- málum. Annaðhvort vinnur þú baki brotnu við að afla fjár eða eyðir pen- ingum sem mest þú mátt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er ekki laust við að þú sért svolít- ið árásargjarn í dag, bogmaður. Ólíkt gildismat gæti orðið deiluefni og hugs- anlegt að fólk rífist út af sameig- inlegum eignum. Er það þess virði? Steingeit (22. des. - 19. janúar) Einhver lætur ummæli falla sem stað- festa verstu grunsemdir þínar um sjálfa þig, kæra geit. Ekki falla í þá gryfju, þetta er bara rugl. Vandamálið er lágt sjálfsmat. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Sameiginlegt átak með öðrum leiðir til mikilla framfara í dag. Taktu höndum saman með vinum og félögum og hjálpaðu öðrum að ná markmiðum sín- um. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Metnaður þinn er með mesta móti í dag. Ertu að reyna að ganga í augun á yfirmanninum? Gættu þess að ár- angur þinn sé ekki of dýru verði keyptur. Stjörnuspá Frances Drake Steingeit Afmælisbarn dagsins: Þú ert klár og veist líka af því. Fólk spyr þig oft álits. Þú sýnir dirfsku í klæðaburði og kemur stundum tískubylgjum af stað. Fyrir kemur að fólk setur þig á stall og sér þig í einhvers konar hetjuljóma, en þú kærir þig ekki um slíkt. Skemmtanir Cafe Catalina | Stórsveit Hermanns Inga spilar í kvöld. Classic Rock | Hljómsveitin Sex Volt spilar á Classic Rock Sportbar um helgina. Dubliner | Spilafíklarnir leika og spila. Gaukur á Stöng | Verðlaunaafhending og tónleikar vegna Snjóbrettamóts á Arn- arhóli. Fram koma Klink, Brain Police, Dog- daze og Drep. Húsið opnar kl. 22 og böndin byrja kl 23. 700 kr. inn. Efri hæð Dj Maggi spilar og frítt inn. Hressó | Dj le chef . Hverfisbarinn | Útvarpsmaðurinn Brynjar Már verður um helgina. Kaffi Sólon | Dj Þröstur 3000 í nýársgall- anum– þeytir skífum. Klúbburinn við Gullinbrú | Eyjólfur Krist- jáns og Hljómsveitin Íslands Eina Von. Kringlukráin | Pops, ein þekktasta sveit 6́8 kynslóðarinnar, ætlar að heiðra minn- ingu Péturs heitins Kristjánssonar stofn- anda Pops með sínum hætti. POPS og Rúnar Júlíusson flytja alla smellina með Bítlunum, Stones, Kinks, Small Faces o.fl. Vélsmiðjan Akureyri | Rúnar Þór og hljóm- sveit spila um helgina. Frítt inn til mið- nættis. Tónlist Café Rosenberg | Helgi Valur trúbador leikur í kvöld. Leiklist Borgarleikhúsið | Híbýli vindanna er leik- gerð Bjarna Jónssonar á vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré. Ausa Steinberg eftir Lee Hall og Stólarnir eftir Ionesco. Guðrún Ásmundsdóttir og Þráinn Karlsson leika gamlingjana í stól- unum en Ilmur Kristjánsdóttur leikur Ausu, einhverfan ofvita með krabbamein, sem dreymir um að deyja eins og óperudíva. Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig- urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk. Árbæjarsafn | Í hlutanna Eðli – Stefnumót lista og minja. Gallerí 101 | Egill Sæbjörnsson – Herra Pí- anó & Frú Haugur. Gallerí Banananas | Baldur Björnsson – Hefur þú kynnst geðveiki? Gallerí Dvergur | Sigga Björg Sigurð- ardóttir – Lappir, línudans og fórnarlamb í gulri peysu. Gallerí Sævars Karls | Hulda Vilhjálms- dóttir – Hver er að banka á hurðina? Kannski barnið í landslaginu? Gerðuberg | Þetta vilja börnin sjá! – Mynd- skreytingar úr íslenskum barnabókum sem gefnar hafa verið út á árinu. Sýndar eru myndir úr nær fjörutíu bókum eftir tuttugu og sjö myndskreyta. Ari Sigvaldason fréttamaður – mannlífs- myndir af götunni. Hafnarborg | Rafmagn í 100 ár – sýning í tilefni af 100 ára afmæli fyrstu almenn- ingsrafveitunnar. Svart á hvítu, þrívíð verk, málverk, teikningar og grafík eftir íslenska og erlenda listamenn í Sverrissal og Apó- teki. Sigrún Guðmundsdóttir er mynd- höggvari febrúarmánaðar. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk. Hrafnista Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist- insson myndlistamaður sýnir málverk og tússmyndir í Menningarsal. Kaffi Espresso | Guðrún Eggertsdóttir – skúlptúrar og myndir. Kaffi Sólon | Sigríður Valdimarsdóttir – Snjókorn. Kling og Bang gallerí | Heimir Björgúlfs- son – Alca torda vs. rest. Kunstraum Wohnraum | Alda Sigurð- ardóttir – Landslagsverk. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró – Víðáttur. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004 – Alþjóðleg Textílsýning. Kjarval í Kjarvalssal. Nýlistasafnið | Hlynur Helgason – Gengið niður Klapparstíg. Ævintýralegir femínist- ar – Carnal Knowledge. Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur | Sör- en Solsker Starbird – Er sálin sýnileg? Ljósmyndasýning. Fundir Árhús | Sjálfstæðisflokkurinn heldur opinn stjórnmálafund í Árhúsi, Hellu, á morgun kl. 16. Cafe Kósý Reyðarfirði | Sjálfstæðisflokk- urinn heldur opinn stjórnmálafund annað kvöld kl. 20.30. Dalabúð | Sjálfstæðisflokkurinn heldur op- inn stjórnmálafund á morgun kl. 16. Félag einhleypra | Félag einhleypra, Konnakoti, Hverfisgötu 105, fundar kl. 21. Flughótel | Sjálfstæðisflokkurinn heldur opinn stjórnmálafund kl. 14 í Flughótelinu í Keflavík. Yfirskrift fundarins er: Með hækk- andi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Framsögumenn Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra og alþing- ismennirnir Drífa Hjartardóttir og Sólveig Pétursdóttir. Hótel Borgarnes | Sjálfstæðisflokkurinn heldur opinn stjórnmálafund á Hótel Borg- arnesi á morgun kl. 15. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – auk- in hagsæld. Framsögumenn: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og alþingismennirnir Einar K. Guðfinnsson og Bjarni Benediktsson. Hótel Hérað | Sjálfstæðisflokkurinn heldur opinn stjórnmálafund á morgun kl. 16. Hótel KEA | Sjálfstæðisflokkurinn heldur opinn stjórnmálafund á Hótel Kea, kl. 15. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Fram- sögumenn: Geir H Haarde fjármálaráð- herra og varaformaður Sjálfstæðisfl., Hall- dór Blöndal forseti Alþingis og Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður. Hótel Stykkishólmur | Sjálfstæðisflokk- urinn heldur opinn stjórnmálafund á Hótel Stykkishólmi á morgun kl. 10.30. ITC–Fífa | Fundur kl. 12 í Norræna húsinu Sturlugötu 5, Reykjavík. Kynntar verða 3 bækur o.fl. Allir velkomnir. Uppl. www.sim- net.is/itc gudrunsv@simnet.is og Guðrún sími 6980144. Lífeyrisþegadeild Landssambands lög- reglumanna | Fyrsti sunnudagsfundur Líf- eyrisþegadeildar Landssambands lög- reglumanna verður haldinn á morgun í Brautarholti 30 og hefst kl. 10. Ráðhúskaffi | Sjálfstæðisflokkurinn heldur almennan stjórnmálafund kl. 12 í Ráðhús- kaffi, Þorlákshöfn. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Framsögumenn Björn Bjarnason, dóms– og kirkjumálaráðherra, og Kjartan Þ. Ólafsson alþingismaður. Vallhöll | Sjálfstæðisflokkurinn heldur op- inn stjórnmálafundi í öllum kjördæmum landsins, fyrsti fundurinn er í dag kl. 10.30. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Fram- sögumaður er Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra. Mannfagnaður Félagsheimilið Goðaland | Hinn árlegi álfa- dans UMF. Þórsmerkur verður í kvöld ef veður leyfir. Kveikt í bálkesti kl. 21.30. Fyrirlestrar Verkfræðideild HÍ | Sigurjón Örn Sig- urjónsson gengst undir meistarapróf í raf- magns- og tölvuverkfræði mánudaginn 10. janúar kl. 15. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 158 í VR–2 og nefnist: Notkun stærð- fræðilegrar formfræði við flokkun fjar- könnunargagna af þéttbýlissvæðum. Námskeið Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 1 og Alfa 2 hefst með kynningu þriðjud. 11. jan kl. 19 og eru allir velkomnir. ALfa 1 er á þriðju- dögum kl. 19–22 og Alfa 2 á mánudögum kl. 19–22. Skráning og nánari upplýsingar á safnaðarskrifstofu í síma 5354700. KFUM og KFUK | Alfa námskeið hefst hjá KFUM og KFUK með kynningu 10. jan. kl. 20. Námskeiðið stendur fram að páskum og verður farið í helgarferð síðustu helgina í febrúar. Námskeiðið verður einnig kennt á ensku. Þá er einnig boðið upp á námskeið um Fjallræðuna. Nánari uppl. í síma 5888899. Frístundir Ferðafélag Íslands | Jeppaferð í Þórsmörk um helgina. Sjá nánar www.fi.is. Fararstjóri er Gísli Ólafur Pétursson. Útivist Ferðafélagið Útivist | Fyrsta dagsferð Úti- vistar á árinu verður kirkjuferð eins og undanfarin ár og verður farið í Strand- arkirkju í Selvogi. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Fararstjóri er Gunnar Hólm Hjálmarsson. Ferð fyrir fjölskylduna. Verð 1.900/2.200 kr. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Fréttir á SMS Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is HULDA Vilhjálmsdóttir opnar í dag sýninguna „Hver er að banka? Kannski barnið í náttúrunni?“ í Galleríi Sævars Karls. Þetta er önnur sýning Huldu í galleríinu, en viðfangsefni hennar er m.a. staða kynja út frá tilfinningahlið konu og manns í nútíma- samfélagi. Hulda vinnur á nokkuð frjálslegan máta og notar allt sem hönd á festir, þ.á m. olíuliti, akrýlliti, kol, túss og úrklippur úr blöðum, og vinnur aðallega á grunnaðan striga. „Ég hef verið að vinna út frá þessum erlendu tímaritum sem sýna heim konunnar, kannski í tengslum við gyðju nútímans,“ seg- ir Hulda. „Ég tengi það svolítið út frá þessum gömlu trúarlegu myndum inn í þennan tímaritaheim sem er núna í dag. Mér finnst niðurstaðan vera þannig að karlmaðurinn er svolítið ringlaður í því hvernig hann horfir á konuna. Hann vill vera í tengslum við náttúr- una og einlægur en um leið í tengslum við tískuna, sem er meira yfirborðskennd. Hann klemmist þess vegna svolítið á milli.“ Morgunblaðið/Þorkell Hver er að banka í Galleríi Sævars Karls?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.