Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Greint hefur verið frá því að hluta-félagið Hugi, sem áður hét Fróði,hafi verið úrskurðað gjaldþrota ogað skuldir félagsins nemi um hálf-
um milljarði króna en eignir um 37 millj-
ónum. Fróði hafði til margra ára verið
stærsti tímaritaútgefandi hér á landi. Torg
ehf., dótturfélag prentsmiðjunnar Odda,
keypti öll hlutabréf Fróða í ágúst á síðasta
ári en í desember var stofnað nýtt félag,
Tímaritaútgáfan Fróði ehf., sem keypti allar
eignir Fróða og yfirtók þann rekstur sem fé-
lagið hafði haft með höndum og í tengslum
við þessar breytingar var nafni gamla hluta-
félagsins breytt úr Fróða í Huga.
Stór hluti af skuldum Fróða rann til hins
nýja Fróða (Tímaritaútgáfunnar Fróða) þeg-
ar það félag yfirtók reksturinn. Eftir því sem
næst verður komist reyndust þær skuldir
sem eftir urðu hjá Huga hf. (gamla Fróða)
ekki hafa verið meiri en ráð var fyrir gert.
Þessar skuldir voru við Prentsmiðjuna Odda,
sem var stærsti einstaki kröfuhafinn, við líf-
eyrissjóði og bankastofnanir.
Reynt var að semja um skuldirnar og lán-
ardrottnum gert tilboð sem háð var sam-
þykki þorra kröfuhafa. Þetta tókst ekki þar
sem einn lánardrottnanna mun hafa neitað
að ganga tilboðinu og því varð gjaldþrot
Huga niðurstaðan.
Nú liggur fyrir að Knútur Signarsson, sem
tók fyrst um sinn við framkvæmdastjórn hjá
Fróða síðastliðið haust samhliða störfum sín-
um sem yfirmaður fjármálasviðs Odda, hefur
ákveðið að láta af þeim störfum að eigin ósk
og mun Knútur sömuleiðis hætta sem yf-
irmaður fjármálasviðs Odda. Eftir því sem
Morgunblaðið kemst næst var það algerlega
ósættanlegur ágreiningur milli Knúts og
stjórnar Fróða um stefnu og leiðir í rekstri
félagsins sem var ástæða þess að hann ákvað
að segja upp störfum. Ekki fæst uppgefið í
hverju þessu ágreiningur er fólginn en hitt
liggur þó fyrir að stjórnendur Odda hafa tek-
ið þann pól í hæðina að styðja sjónarmið
stjórnar Fróða en ekki sjónarmið Knúts.
Mun það vera ástæða þess að hann hættir al-
farið hjá Odda þar sem hann hefur starfað
um áratuga skeið.
Oddi hefur prentað tímaritin
fyrir Fróða um langt árabil
Prentsmiðjan Oddi hafði um langa hríð
prentað tímarit fyrir Fróða en kom ekki
sjálft að tímaritaútgáfu fyrr en síðastliðið
haust, þegar Torg ehf. í eigu Odda keypti öll
hlutabréf í Fróða hf. Gerður var fyrirvari um
áreiðanleikakönnun á efnahag Fróða þegar
Magnús Hreggviðsson, fyrrverandi aðaleig-
andi félagsins, seldi Torgi það en fallið var
frá fyrirvaranum um mánuði síðar. Við söl-
una hélt Magnús raunar eftir upplýsingasviði
Fróða og meginhluta Héðinshússins þar sem
Fróði er enn til húsa en leigði síðan Torgi
húsnæðið. Fasteignafélagið Eik, sem er í
eigu Lýsingar og KB banka, keypti fasteign-
irnar hins vegar af Magnúsi í nóvember og
yfirtók þá leigusamningana við Torg.
Með kaupum dótturfélags Odda á Fróða í
haust var sagt að Oddi hafi gengið inn tilboð
erlends félags; haft var eftir Magnúsi í fjöl-
miðlum að alþjóðlegt fyrirtæki hefði falast
eftir kaupum á Fróða og að viðræður hefðu
staðið í nokkra mánuði. Kaupverð fékkst
ekki uppgefið og heldur ekki hvert al-
þjóðlega fyrirtækið var en það mun þó hafa
verið norrænt og hafa haft prentsmiðjur á
sínum snærum. Fyrir lá að ef það keypti
Fróða myndi eitthvað af prentverkinu fyrir
Fróða flytjast úr landi og Oddi hefði því
þurft að horfa á eftir stórum viðskiptavini.
Forstjóri Odda sagði á þessum tíma að kaup-
in tengdust fyrst og fremst áhuga félagsins á
prentverki og að hann ætti ekki von á að
gerðar yrðu breytingar á rekstri félagsins.
Um miðjan desember var hins vegar greint
frá því að stofnað hefði verið nýtt félag um
útgáfu á vegum Fróða, Tímaritaútgáfan
Fróði ehf., og sagði stjórnarformaður hins
nýja félags að þar með væri verið að skilja á
milli fortíðarvanda og framtíðarmöguleika.
Ljóst er að við þessa breytingu varð hluti af
skuldum Fróða eftir í gamla félaginu sem
fékk síðan nafnið Hugi. Ekki er ljóst hversu
miklar skuldir Tímaritaútgáfan Fróði hf. yf-
irtók eða hversu stór hluti skuldanna varð
eftir í hinu gamla félagi.
Stjórnarformaður hins nýja félags sagði í
desember að rætt hefði verið við helstu lán-
ardrottna um niðurfellingu skulda að hluta
og þess væri vænst að niðurstaða í því efni
myndi liggja fyrir fyrir áramót. Nú liggur sú
niðurstaða fyrir, þ.e. að skuldir sem eftir
urðu í hinu gamla félagi nema um hálfum
milljarði en eignir aðeins um 37 milljónum.
Tímaritaútgáfan Fróði er sem fyrr segir
stærsta fyrirtækið í tímaritaútgáfu á landinu.
Fyrirtækið gefur nú út tímaritin Nýtt Líf,
Mannlíf, Vikuna, Séð og heyrt, Gestgjafann,
Hús og híbýli og bOGb en auk þess rekur
fyrirtækið sérstaka sýningardeild, IceXpo,
sem m.a. hefur verið framkvæmdaraðili Mat-
ar-sýninganna, Íslensku sjávarútvegssýning-
arinnar og verið samstarfsaðili Nexus Media
við Íslensku sjávarútvegssýninguna.
Hörð samkeppni á markaði
Rekstur tímaritaútgáfu á Íslandi hefur
sjaldnast verið auðveldur og flestir virðast
sammála um að samkeppnin á þessum mark-
aði sé nú mjög hörð. Bent er á að bæði
Fréttablaðið og Morgunblaðið hafi verið að
sækja inn á tímaritamarkaðinn og að slag-
urinn á auglýsingamarkaðinum sé almennt
harður. Út fyrir sig komi þessi staða þó eng-
an veginn í veg fyrir að reka megi Fróða
réttum megin við núllið eða með hagnaði, sé
rétt á málum haldið. Engar upplýsingar
liggja á lausu um hvernig rekstur Fróða
stendur nú, hversu miklar skuldirnar eru eða
hvort til stendur að leggja félaginu til aukið
hlutafé eða ekki.
Ljóst er þó að stjórn Fróða telur að sækja
megi fram og bent hefur verið á að auglýs-
ingasala hafi aukist á síðustu mánuðum.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins
liggja ekki fyrir áætlanir um miklar breyt-
ingar eða uppstokkun á rekstri félagsins á
þessu stigi en menn útiloka aftur á móti alls
ekki að til smærri eða stærri breytinga á
rekstrinum kunni að koma þegar fram líða
stundir.
Fréttaskýring | Framkvæmdastjóri Tímaritaútgáfunnar Fróða og fjármálastjóri Odda hefur hætt störfum vegna ágrein-
ings við stjórn útgáfunnar um hvernig standa eigi að rekstri félagsins í framtíðinni. Þá hefur hlutafélagið Hugi, sem áður
hét Fróði, verið úrskurðað gjaldþrota og nema kröfur í búið um hálfum milljarði. Arnór Gísli Ólafsson kynnti sér málið.
Miklar sviptingar í kringum Fróða
arnorg@mbl.is
JÓN Sigurðsson, fyrr-
verandi bifreiðaeftir-
litsmaður á Suður-
landi, lést á
Hjúkrunarheimilinu
Ljósheimum á Selfossi
í fyrradag.
Jón var 88 ára gam-
all, fæddur 12. mars
1916 í Víðinesi á Kjal-
arnesi. Foreldrar hans
voru Sigurður Einars-
son bóndi og Sigríður
Jónsdóttir húsfreyja
og ljósmóðir í Selja-
tungu í Flóa.
Jón starfaði við ým-
islegt frá unga aldri, var meðal ann-
ars átta vertíðir í Vestmannaeyjum.
Hann var starfsmaður Bifreiðastöðv-
ar Steindórs í Reykjavík og vann á
bílaverkstæði Kaupfélags Árnesinga
á Selfossi. Hann gegndi starfi bif-
reiðaeftirlitsmanns á Suðurlandi frá
stofnun embættisins, 15. júní 1956, til
ársins 1986. Tók hann þátt í upp-
byggingu þess embætt-
is sem annaðist meðal
annars skoðun bifreiða
á Suðurlandi og reglu-
bundið eftirlit með ör-
yggisatriðum. Einnig
annaðist embættið
prófun ökumanna til
bifreiðaprófs og hafa
fjölmargir ökumenn af
Suðurlandi tekið bílpróf
með Jón sem prófdóm-
ara. Auk þess hafði
embættið umsjón með
meiraprófsnámskeiðum
og prófum ökumanna á
þeim vettvangi.
Eftirlifandi eiginkona Jóns er Sig-
ríður Guðmundsdóttir frá Hurðar-
baki í Flóa. Þau eignuðust átta börn,
Guðmund Kristin, Sigurð, Þuríði,
Gísla Árna, Sigríði, Kára, Gunnar og
Ásmund.
Útför Jóns verður gerð frá Sel-
fosskirkju föstudaginn 14. janúar kl.
13.30.
Andlát
JÓN SIGURÐSSON
LOGNIÐ sem var á höfuðborg-
arsvæðinu í gær var kærkomið eftir
vindasama daga þar á undan. Logn-
ið er ekki eintóm sæla því þá er
hætta á að mengun safnist saman
niðri við jörð og hreyfist ekki úr
stað enda vantar vindinn til að
feykja henni á haf út eða upp til
fjalla.
Að sögn veðurfræðings á Veð-
urstofunni er mengunarmistur,
eins og það sem sjá mátti við sundin
blá í gær nokkuð algengt í logni.
Fer þar saman mengun frá bílaflota
höfuðborgarbúa og nágrennis, sem
og mengun frá margs konar starf-
semi sem er innan svæðisins.Morgunblaðið/Ómar
Mengunar-
mistur er
fylgifiskur
logns
RÁÐHERRAR og þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins ætla að halda 45
opna almenna stjórnmálafundi í öll-
um kjördæmum landsins á næstu
vikum. Fyrsti fundurinn hefst í Val-
höll, húsakynnum Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík, kl. 10.30 í dag. Flyt-
ur þar framsögu Davíð Oddsson,
utanríkisráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins. Auk þess
verða í dag fundir í Þorlákshöfn, í
Keflavík og á Akureyri.
„Við teljum einfaldlega að það sé
tilefni til þess að Sjálfstæðisflokk-
urinn kynni þau verk sem hann hef-
ur verið að vinna að undanfarin ár,“
segir Einar K. Guðfinnsson, þing-
flokksformaður Sjálfstæðisflokks-
ins. „Við höfum verið að ná miklum
árangri. Mikil þáttaskil hafa t.d.
orðið vegna ákvarðana okkar í
skattamálum. Við töldum því eðli-
legt að efna til þessarar fundaher-
ferðar um land
allt, en þar munu
ráðherrar mæta
á alla fundi
ásamt þingmönn-
um viðkomandi
kjördæmis.“
Aðspurður
kveðst Einar
gera ráð fyrir að
skattamálin
muni setja heil-
mikinn svip á umræðuefni
fundanna. „Við munum þó ekki síð-
ur leggja áherslu á aðra hluti; al-
mennan árangur okkar í efnahags-
málum og önnur þau mál sem efst
eru á baugi. Einnig gerum við ráð
fyrir því að hagsmunir viðkomandi
byggðarlaga verði ræddir á ein-
stökum stöðum.“
Ráðherrar og þingmenn halda
framsögur í upphafi fundanna, að
sögn Einars, en síðan verður opnað
fyrir almennar umræður. „Við
leggjum mikla áherslu á að gefa
fólki kost á að taka þátt í almennum
umræðum enda er megintilgangur-
inn að auka möguleika á viðræðum
þingmanna og almennings í landinu
með því að nota hið gamalreynda
fundarform.“
Einar kveðst efast um að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi áður gengist
fyrir svona mikilli fundaherferð á
ári, sem ekki er kosningaár. „Þetta
undirstrikar að mínu mati þann
mikla styrk sem er í þingflokki
Sjálfstæðisflokksins, þ.e. að við get-
um komið á svona mörgum fundum
á ekki lengri tíma.“
Á morgun, sunnudag, verða fund-
ir á Egilsstöðum, Reyðarfirði,
Hellu, Stykkishólmi, Borgarnesi og
Búðardal. Næstu daga og vikur
verða síðan fundir um land allt.
Halda opna stjórnmála-
fundi á næstu vikum
Einar K.
Guðfinnsson