Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR YFIR 220 ÞÚSUND DÓU Nú er ljóst að að minnsta kosti 220.000 manna fórust í náttúru- hamförunum við Indlandshaf 26. desember en nýjar upplýsingar um manntjónið á Súmötru voru birtar í gær. Stjórnvöld í Indónesíu segja að þar í landi hafi minnst 166.000 dáið og enn sé um 12.000 manns saknað. Tekin með LSD Brasilísk kona var handtekin með hátt í tvö þúsund skammta af of- skynjunarlyfinu LSD á Keflavíkur- flugvelli skömmu fyrir jól. Voru eit- urlyfin falin í leggöngum hennar, Konan var einnig með 800 grömm af kókaíni sem falin höfðu verið með því að líma pakkningarnar ofarlega á innanverð læri hennar. Misþyrmingar í Írak Mikill óhugur er í Bretlandi vegna mynda sem birtar hafa verið af breskum hermönnum að misþyrma föngum í Írak í fyrra. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að einhvers konar misþyrmingum hafi verið beitt skipulega af hálfu breska hersins í Írak eins og reyndin virtist vera í Abu Ghraib-fangelsinu. Olíutankar rifnir Olíutankar sem standa í miðju Hvaleyrarholtshverfi í Hafnarfirði verða að öllum líkindum rifnir. Reisa á 300–350 íbúðir á svæðinu en kynna á skipulagstillögur á mánudaginn. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 26 Fréttaskýring 8 Bréf 27 Erlent 12/13 Minningar 28/31 Minn staður 14 Brids 34 Höfuðborgin 15 Myndasögur 36 Akureyri 16 Dagbók 36/39 Austurland 16 Víkverji 36 Suðurnes 17 Staður og stund 38 Landið 17 Leikhús 40 Menning 25, 40/45 Af listum 41 Daglegt líf 19 Bíó 42/45 Neytendur 20 Ljósvakamiðlar 46 Umræðan 21/27 Staksteinar 47 Forystugrein 24 Veður 57 * * * Kynningar – Morgunblaðinu fylgir auglýsingablað HM í Túnis 2005. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #       $         %&' ( )***                          HÆKKUN á gjaldskrá Orkubús Vestfjarða, sem tilkynnt var í gær, hefur í för með sér að orkureikn- ingur meðalstórs heimilis í Súðavík hækkar um 70 þúsund kr. á ári, að sögn Ómars Más Jónssonar, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps. „Þetta eru skelfilegar fréttir,“ segir hann. „Við getum ekki unað við slíkt. Við munum leita eftir því að þetta verði lagað með einum eða öðrum hætti.“ 45% hækkun í byggðum með færri en 200 íbúa Hækkanir gjaldskrárinnar ná bæði til raforku- notkunar til húshitunar og lýsingar. Eru þær mest- ar í dreifbýli á Vestfjörðum þar sem um er að ræða 45% hækkun. Öll byggðarlög með færri en 200 íbúa flokkast undir dreifbýli skv. gjaldskránni. Í Súðavík búa tæplega 190 íbúar sem munu því þurfa að taka á sig 45% hækkun á orkuverði til heimilisnota. Að sögn Ómars Más hefur orkukostnaður um 150 fermetra íbúðarhúsnæðis verið um 13.000 kr. á mánuði að meðaltali eða tæp 170 þúsund á ári. Hækkunin fyrir meðalheimilið nemur um 70 þúsund kr. og fer heild- arreikningurinn því upp í tæpar 235 þúsund kr. á ári. „Ég held að þingmenn okkar hljóti að leggjast á það með okkur að laga þetta. Þessi mismunun má ekki eiga sér stað. Landsbyggðin á undir högg að sækja og það hefur lengi verið kallað eftir aðgerð- um til þess að lagfæra marga þætti í byggðamálum. Þess vegna koma þessar köldu kveðjur á afskap- lega slæmum tíma. Mér skilst að Orkubúið hafi lítið með þetta að gera. Það eru aðrir sem setja leikreglurnar og í þessu tilfelli er það Orkustofnun. Ég tel að ef menn geta ekki leiðrétt þetta eða jafnað til móts við önnur svæði, þá hljóti að þurfa að koma til frekari nið- urgreiðslna frá ríkinu til þess að jafna þessi búsetu- skilyrði á landinu,“ segir Ómar Már. Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps segir 45% hækkun OV skelfilegar fréttir 70 þúsund króna hækk- un fyrir meðalheimili HELLISHEIÐINNI var lokað skömmu eftir hádegi í gær vegna veðurs og þurfti á annan tug öku- manna að skilja bíla sína eftir uppi á heiði. Blindhríð og kafalds- færð var á heiðinni í gær og þurfti lögreglan á Selfossi og skátar í Hveragerði að hjálpa ökumönnum sem höfðu fest bíla sína. Engin slys urðu þó á fólki í veðurhamn- um. Heiðin var opnuð á tíunda tímanum í gærkveldi, enda veður þá orðið hið skaplegasta. Þegar björgunarsveitarmenn voru kallaðir út í gærmorgun þró- uðust mál á þann veg að þeir fengu engan vinnufrið vegna storms og ekki síst umferðar á heiðinni þegar þeir voru að hjálpa ökumönnum að komast leiðar sinnar. Því var tekin sú ákvörðun að loka heiðinni. Búist var við því að menn gætu vitjað bíla sinna þegar veðrinu slotaði í gærkvöldi. Nokkuð af því fólki sem festi bíla sína fékk húsaskjól í húsnæði björgunarsveitarinnar í Hvera- gerði og ætlaði að bíða þar meðan veðrið gengi yfir. Mikil ófærð var einnig í Hveragerði og voru björgunarsveitarmenn fengnir til að flytja skólabörn heim til sín sem og hjúkrunarfólk til og frá vinnu. Hellisheiðin opnuð í gærkvöldi Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Það kyngdi niður snjónum í Hveragerði í gær og það vakti óskipta gleði barnanna, sem höfðu engar áhyggjur af því þótt Hellisheiðin yrði ófær. STEFNT er að því að taka endanlega ákvörðun um endurfjármögnun Spal- ar, sem á og rekur Hvalfjarðargöng- in, í enda janúar eða byrjun febrúar með það að markmiði að ná fram kostnaðarlækkun hjá fyrirtækinu. Í kjölfarið verður hægt að taka ákvörð- un um hvort hægt verði að lækka veggjaldið um göngin. Borgarstjórn Reykjavíkur skoraði á stjórn Spalar og samgöngu- ráðherra að leita hagkvæmustu leiða til að mögulegt verði að lækka veru- lega veggjald í Hvalfjarðargöngun- um. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi og stjórnarformaður Spalar, segir að gögn frá fjórum aðilum um endurfjármögnun lána liggi á borði stjórnarinnar. Verið sé að fara yfir þau og málið líti ágætlega út. Að því sé stefnt að lækka vaxtakostnað fyr- irtækisins en ekki sé hægt að spá núna hversu mikil lækkunin verði. Brýnt sé að ljúka þessari vinnu í febr- úar því tilkynna þurfi lánardrottnum uppgreiðslu lána fyrir ákveðinn tíma. Aðspurður segir Gísli að áhugi manna beinist að því að lækka veggjaldið fyrst og fremst hjá stór- notendum á fólksbílum takist að lækka kostnað. Engin ákvörðun hafi enn verið tekin í þessum efnum og ekki hægt að stilla upp gjaldskrá fyrr en endurfjármögnun sé um garð gengin. Ríkisendurskoðun vann athugun fyrir samgönguráðuneytið á reikn- ingsskilum Spalar í nóvember á síð- asta ári. Telur Ríkisendurskoðun að með skuldbreytingu innlendra lána gætu sparast 50 milljónir í raun- vaxtakostnað á ári og að endurfjár- mögnun erlendra lána gæti einnig skilað verulega lægri vaxtakostnaði til lengri tíma miðað við vaxtastig eins og það er í dag, þrátt fyrir nokk- uð háan uppgreiðslukostnað sem bundinn sé í núverandi samningum við erlendu lánardrottnana. Langtímaskuldir Spalar í lok sept- ember 2004 voru 5,4 milljarðar króna. Þar af eru um 2,2 milljarðar króna teknir að láni hjá ríkissjóði og 2,8 milljarðar hjá John Hancock. Gísli Gíslason segir endurfjár- mögnun lána það eina sem Spölur geti skoðað í viðleitni sinni til að lækka kostnað. Erindi sé á borði fjár- málaráðuneytisins um aðkomu ríkis- ins að þessu máli enda ríkið stór lán- veitandi. Þessi mál skýrist á næstunni. Stækkun ganganna bíður Í nóvember sl. ljáði stjórn Spalar máls á því að líklega þyrfti að huga að stækkun ganganna fyrr en seinna vegna vaxandi umferðar. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði þá eðlilegt að taka það upp í viðræð- um við ráðuneytið. Gísli segir lítið hafa gerst í málinu síðan. Ekki sé um brýnt mál að ræða og snúi frekar að undirbúningsvinnu sem viðkemur skipulags- og umhverfismálum. Þá verði slíkri vinnu lokið þegar til ákvörðunar komi. Áhugi á að lækka veggjald stórnotenda Hvalfjarðarganga Endurfjármögnun á að ljúka á næstunni TVÍTUGUR Frakki sem býr í Dan- mörku og reyndi að komast á fölsku belgísku vegabréfi hingað til lands var í gær dæmdur í 45 daga fangelsi. Maðurinn var tekinn á Keflavík- urflugvelli á aðfangadag. Hann var með falsað belgískt vegabréf og sam- kvæmt upplýsingum lögregluyfir- valda leikur grunur á að maðurinn hafi verið að prófa hvort fölsunin dygði. Um er að ræða fölsun frá grunni, en ekki vegabréf þar sem skipt hefur verið um mynd eða upp- lýsingum í því breytt. Maðurinn óskaði eftir hæli sem pólitískur flóttamaður og þóttist vera frá Gíneu þegar hann var tek- inn. Hælismeðferðinni lauk í gær enda kom í ljós að hann var franskur ríkisborgari búsettur í Danmörku eins og fyrr sagði. Í framhaldinu var réttað yfir honum og hann dæmdur. Dæmt í málum þriggja Eþíópíubúa Þá er einnig búið að dæma í mál- um þriggja Eþíópíubúa sem teknir voru hér á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir áramótin á leið til Bandaríkjanna. Tveir þeirra voru með vegabréf annarra sem svipaði til þeirra og voru þeir í síðustu viku dæmdir í 30 daga fangelsi hvor um sig. Þriðji maðurinn, sá sem aðstoð- aði þá við að komast ólöglega milli landa, var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, en hann er sænskur ríkisborgari upprunninn í Eþíópíu. Franskur ríkisborgari óskaði eftir hæli sem pólitískur flóttamaður Dæmdur í 45 daga fangelsi NÍGERÍUMAÐUR, sem grunaður var um að tengjast smygltilraun á tæplega einu kílói af kókaíni til lands- ins í lok desember, er laus allra mála hjá lögreglu. Hann sætti gæsluvarð- haldi frá 5. janúar og var rökstuddur grunur um að tengsl væru á milli hans og Ungverja sem stóð að smyglinu. Í Ungverjanum fundust ríflega 80 fíkniefnahylki í meltingarvegi og situr hann enn í gæsluvarðhaldi. Ekki tókst hins vegar að sýna fram á þátt Nígeríumannsins í málinu og var hon- um því sleppt. Hann fór af landi brott á þriðjudag. Lögreglan hefur rætt við Íslend- inga vegna málsins en enginn þeirra hefur haft réttarstöðu grunaðs, að sögn Ásgeirs Karlssonar aðstoðaryf- irlögregluþjóns. Nígeríu- manni sleppt ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.