Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 39 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Myndlist kl. 13 víd- eóstund kl. 13.15 í matsalnum. jóga kl. 9 boccía kl. 10 ath. opið fyrir frjálsa spilamennsku alla daga. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–16.30, boccia kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11, smíði/ útskurður kl. 13–16.30, myndlist kl. 13.30, Þorrablótinu laugard. 22. jan- úar er aflýst. Bólstaðarhlíð 43 | Handavinna, böð- un, hárgreiðsla, leikfimi, myndlist, bókband, söngur, fótaaðgerð. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og blöðin, kl. 9–14 baðþjónusta, kl.9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–14 Samverustund, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13. Félagsvist kl. 20. Félag kennara á eftirlaunum | Bók- menntaklúbbur í KÍ–húsi kl. 14. EKKÓ æfir í KHÍ kl. 17. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Gull- smárabrids. Bridsdeild FEBK Gull- smára spilar tvímenning alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45 á hádegi. Aðgangseyrir aðeins kr. 200. Bridgekennsla í Gullsmára í febrúar og mars. Nokkur pláss laus. Kennt verður á þrið.og föstud. alls 8 skipti. Skráning í Gullsmára og í síma 564 5260. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Karlaleikfimi kl. 13, opið í Garðabergi frá kl. 12.30 til 16.30 sími 820 8553 og 525 8590. Fótaaðgerðastofa Hrafnhildar pantanir s. 899 4223. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna, bútasaumur, perlusaumur, kortagerð, hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 matur, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið, Betri stofa og Listasmiðja kl. 9–16, glerskurður o.fl. leikfimi kl. 10–11. Skráning á framsagnarnámskeið á mánudögum 9–12 og 13–16. Hár- greiðslustofa 568-3139. Korpúlfar Grafarvogi | Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug kl. 9.30 föstudag. Norðurbrún 1 | Kl. 9 er laust pláss í leirmótun, kl. 9–16.30 opin vinnustofa kl. 10 ganga kl. 13–16.30 leir. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu | Skák í kvöld kl. 19.30. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14 aðstoð v/ böðun, kl. 9.15–15.30 hannyrðir, kl. 9– 10 boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 10.15–11.45 spænska, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13– 16 glerbræðsla, kl. 13–16 kóræfing, kl. 14.30–15.45 kaffi. Vitatorg | Smiðja kl. 8.45, bókband, pennasaumur og hárgreiðsla, kl. 9, morgunstund og fótsnyrting kl. 9.30, boccia kl. 10, glerskurður og frjáls spil kl. 13. Félagsmiðstöðin er opin öllum aldurshópum. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr- irbænastund í kapellu kl. 12. Léttur há- degisverður. Sameiginleg samkoma trúfélaga á Akureyri í Péturskirkju, Hrafnagilsstræti 2, kl. 20. Árbæjarkirkja | Starf með 10–12 ára börnum er kl. 14.30 og 7–9 ára börn- um er kl. 15.30. Söngur, sögur, leikir og ferðalög. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16. Spil, föndur, ferðalög, spjall og fræðsla. Starf með 7–9 ára börn- um í Selásskóla kl. 15–16. Starf með 10–12 ára börnum í Selásskóla kl. 16– 17. Áskirkja | Opið hús milli 14 og 17 í dag samsöngur undir stjórn organista, kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. TTT– starfið samvera milli kl. 17 og 18 í dag Ten-Sing, starfið æfingar leik- og sönghópar milli 17 og 20. Bústaðakirkja | Foreldramorgnar í Bústaðakirkju alla fimmtudaga kl. 10– 12. Allar nánari uppl. eru á www.kirkja- .is. Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl 10 til 12. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bæna- stund kl 12.10. Sjá: digraneskirkja.is Dómkirkjan | Opið hús eldri borgara alla fimmtudaga frá 14–16 í Safn- aðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Fella- og Hólakirkja | Foreldramorgn- ar eru í Fella- og Hólakirkju alla fimm- tud. kl. 10–12. Allir foreldrar, afar eða ömmur sem eru heima með barn eða börn (ekki bara ungbörn) velkomin. Stelpustarf, 3.–5. bekkur, í kirkjunni alla fimmtud. kl. 16.30–17.30. Fríkirkjan Kefas | Við erum að fara af stað með Alfa námskeið og höldum kynningarfund kl. 19, þar sem boðið verður upp á léttan kvöldverð, og síð- an hefst námskeiðið sjálft viku síðar, 27. janúar. Allir eru velkomnir á kynn- ingarfundinn sem er ókeypis og án allra skuldbindinga. Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund er hvert fimmtudagskvöld í Vídalínskirkju kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Tekið er við bæn- arefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, ýmiss konar fyr- irlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. Kirkjukrakkar í Grafarvogskirkju kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. Grensáskirkja | Hversdagsmessur eru hvert fimmtudagskvöld kl. 19–20 í Grensáskirkju. Fyrir messuna er hægt að kaupa léttan málsverð í safn- aðarheimili á vægu verði. Það er Þor- valdur Halldórsson sem annast tón- listina. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstundir kl. 12 á hádegi alla fimmtudaga. Orgelleikur, íhugun, bæn. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kl. 15, Samvera eldri borgara. Kl. 20, Tón- leikar til styrktar biblíuskólanum MCI, þau eru á leið í trúboðsferð til Para- guay. Kl. 21 er „Eldurinn“ fyrir fólk á öllum aldri. Keflavíkurkirkja | Námskeið um spor- in 12, sem andlegt ferðalag, verður haldið í Kirkjulundi kl. 18–20 og áfram næstu fimmtudaga. Námskeiðið er byggt á vinnubók sem tekur mið af Biblíunni. Nánari upplýsingar gefa María í síma 864 5434 og Sigfús í síma 420 4302. KFUM og KFUK | Ad KFUM fundur á fimmtudaginn 20. janúar kl. 20. „Brot úr sálmahefð þjóðarinnar“ Efni í um- sjón Kára Bjarnasonar, íslenskufræð- ings. Upphafsbæn: Ari Guðmundsson, hugleiðing: Sr. Bjarni Karlsson. Allir karlar velkomnir. Langholtskirkja | Kl. 10–12 er ung- barna- og foreldrastund í samstarfi við Heilsuvernd Reykjavíkur. Fræðsla er annan hvern fimmtudag. Spjall, kaffisopi og söngstund. Umsjón hefur Rut Guðríður Magnúsdóttir, móðir og kennari. Laugarneskirkja | Kl. 12 Kyrrðarstund í hádegi. Léttur málsverður í boði á eftir. Kl. 14 Samvera eldri borgara. Gerðubergskórinn syngur, kaffiveit- ingar og gleðin við völd. Kl. 17.30 KMS (14–20 ára) Æfingar fara fram í Ás- kirkju og Félagshúsi KFUM & K við Holtaveg. Ytri-Njarðvíkurkirkja | Í dag kl. 20 mun Þorsteinn Haukur, tollfulltrúi, vera með fyrirlestur fyrir ferming- arbörn og foreldra þeirra um fíkniefni og skaðsemi þeirra. Þorsteinn mun einnig sýna hvernig hann og hund- urinn Bassi vinna saman við fíkniefna- leit. ALFA-námskeið er nú brátt að hefjast á vegum Hafnarfjarðarkirkju. Kynning- arkvöld og skráning fer fram í safn- aðarheimilinu Strandbergi kl. 19:00, þriðjudagskvöldið 25. janúar n.k. Stundin hefst með léttum kvöldverði og síðan verður flutt erindi. Allir eru velkomnir á kynningarkvöldið sem er ókeypis. Námskeiðið sjálft hefst síðan kl. 19:00 þriðjudagskvöldið 1. febrúar n.k. og eftir fylgja níu samverustundir á sama tíma komandi þriðjudagskvöld en hlé verður gert um páskana. Á Alfa námskeiði eru grundvallaratriði krist- innar trúar rædd í afslöppuðu um- hverfi. Eina helgi gefst tækifæri til að fara út úr bænum og gista eina nótt á góðum stað. Hver samverustund hefst með léttum kvöldverði sem er innifal- inn í námskeiðsgjaldinu. Námskeiðið kostar kr. 6000, sem er greiðsla fyrir mat og öll kennslugögn tíu námskeiðs- kvöld. Alfa helgi, fyrir þá sem vilja, kostar kr. 4000-6000. Starfshópur annast námskeiðið, en að- alfræðslan verður í höndum þeirra sr. Gunnþórs Þ. Ingasonar og dr. Karls Guð- mundssonar. Mikilvægt er að skrá sig sem fyrst hjá Hafnarfjarðarkirkju og til að fá upplýsingar í síma 555 1295, eða hjá þeim Gunnþóri og Karli í síma 862 5877 og 821 6466 eða með tölvupósti til Gunnthor.ingason@kirkjan.is eða kgud- mun@hotamil.com Morgunblaðið/Ómar Alfa í Hafnarfjarðarkirkju BÓNDADEGINUM verður fagnað með virktum á Hótel Búðum í Staðarsveit komandi helgi, en þá verður blásið til tveggja daga bóndadagsfagnaðar. Það eru þeir Kormákur og Skjöldur sem hafa veg og vanda af þeim fagnaði. Lögð verður áhersla á að karlmönnum líði sem best og þess vegna eru konur hvattar til þess að koma með sína menn á Búðir og hlúa að þeim í anda bóndadagsins. Á laugardagskvöld verður sameiginlegur kvöldverður og skemmtun. Ekki er hægt að upplýsa um mat- seðilinn fyrirfram því veitt verða verðlaun fyrir þá sem geta grafið upp innihald þeirra rétta sem fram verða bornir. Að loknum snæðingi mun polkahljómsveitin Hringir grípa í hljóðfærin og dansinn duna fram eftir nóttu. Að sögn skipu- leggjenda er jafnvel viðbúið að bændur úr nágrenninu smelli sér í spariskóna og láti sjá sig. „Við höfum verið þarna mikið í gegnum tíðina,“ segir Kormákur Geirharðsson, trommuleikari Hringja, en stór hópur fólks úr ýmsum áttum í íslensku sam- félagi hefur tekið ástfóstri við þetta sögufræga hótel. „KK- bandið æfði t.d. þarna áður en Bein leið var tekin upp og þar sömdum við síðustu lögin. Við eigum þaðan ýmsar minn- ingar.“ Morgunblaðið/Ásdís Bóndadagshelgi á Búðum 1. d4 d5 2. e4 e6 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. c3 c5 6. f4 Rc6 7. Rdf3 Db6 8. g3 Be7 9. Re2 cxd4 10. cxd4 f6 11. Bh3 O-O 12. Hf1 Kh8 13. Rc3 fxe5 14. fxe5 Hxf3 15. Dxf3 Rxd4 16. Df2 h6 17. Df7 Dd8 18. Dh5 Bf8 19. Bxh6 gxh6 20. O-O-O Bg7 21. Hxd4 Rxe5 22. Kb1 Bd7 23. Hdf4 Be8 24. Dd1 Bg6+ 25. Ka1 De7 26. Bg2 Hc8 27. h4 Rd3 28. Hg4 Staðan kom upp í Rilton Cup, al- þjóðlegu skákmóti, sem lauk fyrir skömmu í Stokkhólmi. Emanuel Berg (2529) hafði svart gegn Johan Fur- hoff (2338). 28... Rxb2! 29. De2 hvítur yrði mátaður eftir 29. Kxb2 Bxc3+ 30. Kc1 Da3#. Skárri örlög biðu ekki hans í framhaldinu. 29... Rd1 30. Hxg6 Bxc3+ 31. Kb1 Db4+ 32. Kc2 Be1+ 33. Kxd1 Db1#. Emanuel þessi er sænskur alþjóðlegur meistari sem hefur tvo áfanga að stórmeistaratitli. Þrátt fyrir að hafa verið á meðal efstu keppenda á mótinu með sjö vinninga af níu tefldi hann við svo stigalága andstæðinga að hann tapaði meira að segja stigum á mótinu! SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102. rafport@rafport.is www.rafport.is Umboðsmenn um land allt • Miðar á bréf, pakka, bréfabindi o.fl. • Á CD/DVD diska, miðar úr plasti • Prentar miða úr Word-, Excel- og Outlook • Prentar merkiborða bæði á pappír og plast, stærðir eftir vali, allt að eins meters langa • Allt að 62mm breidd • 50 miðar á mínútu* • USB tenging • Windows hugbúnaður • Sjálfvirk klipping • Heilar lengjur eða staðlaðar *Staðlaðir póstfangamiðar Fljótvirkasti miðaprentarinn Umboðsaðili: QL-550 NÝTT ! Kynningarverð 12.999 kr. Augl. Þórhildar 1390.40 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Sveinn, sími 695 9808. FOSSVOGUR - RAÐHÚS Mér hefur verið falið að leita eftir raðhúsi í Foss- vogi. Um er að ræða aðila sem á stórglæsilega 120 fm íbúð, auk 19 fm bílskúrs, í hverfinu og gæti því orðið um makaskipti að ræða. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Til mín hafa leitað hjón sem óska eftir sérbýli í Hvassaleitis- eða Fossvogshverfinu. Æskilegt að eignin sé í góðu ástandi. Verðhugmynd allt að 34 millj. Afhendingartími gæti verið ríflegur. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Með kveðju Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. SÉRBÝLI ÓSKAST Í HVASSALEITI - FOSSVOGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.