Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 13 ERLENT Meiri verðlækkun ! 50-60% afslát tur ! ÞESSI fimm ára gamli fílstarfur, Diew að nafni, er mesta þrifnaðarskepna. Er hann ekkert að gera stykkin sín hvar sem er, heldur notar hann að sjálf- sögðu salernið á heimilinu, sem er fílabúgarður í Taílandi. Þar er þetta eitt af sýningaratriðunum, sem boðið er upp á. AP Allt fyrir hreinlætið CONDOLEEZZA Rice, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi sem utanríkisráðherra, hefur til- greint fimm ríki sem „útverði harð- stjórnar“ og sagt að Bandaríkja- stjórn þurfi að stuðla þar að frelsi. Ríkin sem Rice nefndi eru Kúba, Íran, Norður-Kórea, Simbabve og Hvíta-Rússland. Ummæli Rice, sem hún viðhafði þegar hún svaraði spurningum þingnefndar, minna á stefnuræðu Bush árið 2002 þegar hann lýsti því yfir að Írak, Íran og Norður-Kórea mynduðu „öxul hins illa“ í heiminum. Þingnefndin lagði blessun sína yfir tilnefninguna í gær eftir að Rice hafði svaraði spurningum hennar. Rice varði innrásina í Írak en sagði að nokkrar „slæmar ákvarðanir“ hefðu verið teknar og bandarísku hersveitirnar hefðu ekki verið nægi- lega vel undirbúnar fyrir uppbygg- ingarstarf í Írak eftir stríðið. Búist er við að öldungadeild þingsins sam- þykki tilnefninguna í dag. Rice nefnir fimm „út- verði harðstjórnar“ Washington. AFP. DEILUR virðast nú vera innan kaþ- ólsku kirkjunnar á Spáni um notkun á smokkum en Páfagarður hefur lengi barist gegn þeim eins og öðrum tækj- um og tólum til að hindra getnað. „Smokkar hafa hlutverki að gegna í því að koma í veg fyrir útbreiðslu al- næmis í heiminum,“ sagði Juan Ant- onio Martínez Camino, framkvæmda- stjóri og talsmaður Spænska biskuparáðsins, á þriðjudag eftir að hann átti fund með Elenu Salgado heilbrigðisráðherra til að ræða leiðir til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. En í gærkvöldi gaf biskuparáðið að sögn AFP-fréttastofunnar út yfirlýs- ingu þar sem þessari skoðun var hafn- að afdráttarlaust. „Andstætt því sem sumir hafa sagt er það ekki satt að kirkjan hafi breytt afstöðu sinni til smokka,“ sagði í henni. Var ítrekuð sú stefna að notkun smokka væri ósið- leg. Ekki væri verjandi að ráðleggja fólki að nota þá ef það gengi gegn sið- gæði þess. Kaþólska kirkjan hefur oft synjað beiðnum um að hún samþykki að smokkanotkun sé réttlætanleg til að berjast gegn útbreiðslu alnæmis. Páfagarður telur að smokka eigi ekki að nota til að berjast gegn HIV-smiti, vegna þess að þeir séu ónáttúruleg getnaðarvörn. Martínez Camino sagði að afstaða kirkjunnar nyti stuðnings vísinda- manna. Hann vitnaði í nýlega grein sem birtist í tímaritinu Lancet þar sem lýst er yfir stuðningi við svokall- aða ABC-aðferð, sem felur í sér að vera skírlífur, trúr maka sínum og nota smokka. „Kirkjan hefur miklar áhyggjur og áhuga á þessu vanda- máli,“ sagði hann. Samband lesbía, homma, kynskipt- inga og tvíkynhneigðra á Spáni fagn- aði ákvörðuninni sem nú virðist ekki ætla að halda. „Ég held að það hafi verið óumflýjanlegt að kirkjan myndi breyta afstöðu sinni,“ sagði Beariz Gimeno, forseti sambandsins. Snögg sinnaskipti Spænska dagblaðið El País bendir á að það sé ekki lengra síðan en í nóv- ember sem Spænska biskuparáðið lagðist gegn herferð heilbrigðisráðu- neytisins þar sem fólk var hvatt til að nota smokka. Blaðið hafði þá eftir Martínez Camino að það væru „alvar- leg rangindi“ að segja að getnaðar- varnir drægju úr útbreiðslu alnæmis. Í júní sagði forseti fjölskylduráðs kirkjunnar, Alfonso Lopez Trujillo, að smokkanotkun væri „ein tegund rússneskrar rúllettu“ í baráttunni gegn alnæmi. Vinstri menn á Spánarþingi sögðu stefnubreytingu kirkjunnar „sögu- legt skref í framfaraátt“. Jesús Cald- era, ráðherra félags- og atvinnumála í minnihlutastjórn sósíalista, fagnaði einnig stefnubreytingu kirkjunnar í gær en hann hafði þá ekki heyrt um síðasta viðsnúninginn. Stefna varðandi getn- aðarvarnir óbreytt? Kaþólska kirkjan á Spáni vísar á bug ummælum framkvæmdastjóra biskuparáðsins um að notkun smokka sé réttlætanleg til að hefta útbreiðslu alnæmis MAÐUR, sem dæmdur hafði verið til dauða fyrir að drepa tvær konur fyrir nærri aldarfjórðungi, var tek- inn af lífi í Kaliforníu í gær. Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri neitaði að þyrma lífi hans og breyta dóm- inum í lífstíðarfangelsi. Donald Beardslee drap tvær konur 1981 vegna ágreinings um fíkniefni og hefur verið á dauða- deild frá 1984 eða í 21 ár. Áður hafði hann setið inni í sjö ár fyrir að myrða konu árið 1969. Er hann fyrsti maðurinn, sem tekinn er af lífi í Kaliforníu í þrjú ár. Schwarzenegger sagði er hann neitaði að þyrma lífi Beardslees, að hann hefði vitað hvað hann var að gera, en verjandi Beardslees sagði, að ríkisrekin manndráp bættu ekki fyrir neitt. Þvert á móti drægju þau alla niður í svaðið. Aftaka í Kaliforníu San Quentin. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.