Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI AUSTURLAND ÁRNI Þór Sigtryggsson stórskytta Þórs í handbolta nefbrotnaði illa í æfingaleik gegn KA á mánudags- kvöld og er ljóst að hann verður frá keppni næstu 6 vikur í það minnsta. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir Þór og ekki síður fyrir Árna sjálfan en til stóð að hann færi á morgun föstudag til reynslu í vikutíma hjá þýska handknattleiksliðinu Göpp- ingen. Einnig hafa borist fyr- irspurnir frá mörgum öðrum er- lendum liðum í vetur. Árni hefur verið lykilmaður í liði Þórs á yf- irstandandi keppnistímabili og er næstmarkahæsti leikmaður deild- arinnar, með 91 mark í 12 leikjum. Árni sagðist hafa fengið þungt högg í andlitið frá leikmanni KA með fyrrgreindum afleiðingum, „hvort sem það var viljandi eða óvart en ég ætla að láta leikmann- inn njóta vafans á því hvort þetta var vilj- andi eða óvart. Nefið brotnaði illa og flattist út á hlið. Ég fór strax upp á slysadeild til skoðunar en var svo sendur heim og fór í aðgerð daginn eftir. Aðgerðin heppnaðist vel og vonandi fæ ég mitt rétta and- lit,“ sagði Árni sem er bólginn í andliti og með myndarlegt glóð- arauga. „Eftir þetta brot leystist leikurinn upp í tóma vitleysu og var hætt í kjölfarið.“ Árni sagði ekki lengur leyfilegt að nota andlitsgrímu í handbolta- leik og hann er alls ekki sáttur við þá breytingu. „Ef ég ekki fæ und- anþágu frá þeirri reglu, verð ég frá í 6 vikur og missi af 3–4 leikjum Þórs í úrvalsdeildinni. Við megum heldur ekki fá nýja menn til liðs við okkur, þannig að útlitið er alls ekki gott. Við spilum 8 leiki í úrvals- deildinni og þurfum að vera í einu af sex efstu sætunum til að vera öruggir í úrslitakeppnina.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Árni slasast á sínum handboltaferli og hann sagði að þetta hefði alls ekki verið skemmtilegasta tímasetn- ingin, miðað við það sem var fram- undan. „Forsvarsmenn Göppingen höfðu samband við mig í vikunni og buðu mér að koma út síðar í vetur og er líklegast að ég heimsæki liðið um páskana.“ Árni Þór Sigtryggsson nefbrotnaði illa í æfingaleik „Fæ vonandi mitt rétta andlit“ Morgunblaðið/Kristján Blár og bólginn Árni Þór er bæði nefbrotinn og með myndarlegt glóð- arauga eftir æfingaleikinn við KA. Uppskeruhátíð | Skákfélag Ak- ureyrar heldur uppskeruhátíð í kvöld, fimmtudagsköldið 20. janúar, kl. 20.00 í KEA-salnum í Sunnu- hlíð. Veitt verða verðlaun, boðið upp á kaffi og meðlæti og jafnvel sest að tafli. Skákmóti á vegum fé- lagsins, sem fram átti að fara nk. sunnudag, hefur verið flýtt til föstudagsins 21. janúar kl. 20:00. Mikael Karlsson, ungur skákmað- ur, tefldi um síðustu helgi á Ís- landsmóti barna í Reykjavík. Tefld- ar voru níu umferðir eftir monrad-kerfi og hlaut Mikael fimm vinninga, sem er ágætis árangur, segir í fréttatilkynningu Skákfélags Akureyrar. Mikael hefur stundað æfingar og keppni um nokkurt skeið og er mikið efni. Gylfi Þór- hallsson sigraði á Fischer- klukkumóti félagsins sem fram fór um síðustu helgi en hann fékk sex vinninga af átta mögulegum. BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í vikunni að boða til íbúaþings þar sem kynna á fyrir bæjarbúum niðurstöður vinnuhóps umhverfisráðs um framtíðarlegu tengibrauta í og við Lundarhverfi. Í tillögu Jakobs Björnssonar formanns bæjarráðs, er lagt til að óháður aðili verði fenginn til samstarfs um al- menna kynningu en markmið þeirrar vinnu er samráð við íbúa og hags- munaaðila í þeim tilgangi að ná fram sem mestri sátt um lausn málsins þegar til endanlegrar ákvarðanatöku bæjarstjórnar kemur. Vinnuhópur umhverfisráðs hafði lagt til að vegna uppbyggingar í Naustahverfi sé nauðsynlegt að Dals- braut verði lögð sem fyrst. Jafnframt þurfi að gera ráð fyrir Miðhúsabraut sem framtíðarmöguleika, miðað við væntanlega þróun byggðar sam- kvæmt núgildandi aðalskipulagi. Um- hverfisráð hafði lýst sig sammála nið- urstöðum vinnuhópsins en með samþykkt bæjarstjórnar er tillögu umhverfisráðs frestað. Jakob sagði að hugmyndin væri að kynna málið fyrir íbúum á svipaðan hátt og gert var á íbúaþingi verkefn- isins Akureyri í öndvegi sl. haust. Hann sagði ná þyrfti sem víðtækastri sátt við umhverfið og fá menn til að skoða málin í eðlilegu samhengi. „Oft þegar skipulagsmál eru til umfjöllun- ar eru þau rædd út frá mjög þröngum sjónarmiðum. Þarna stendur bæjar- stjórn m.a. frammi fyrir því að leysa tengingu 6.000 manna byggðar við at- hafna- og þjónustusvæði, þegar Naustahverfi verður fullbyggt.“ Jakob sagði að KA-menn myndu t.d. vilja vita hvernig þeim yrði bætt skerðing á þeirra æfingasvæði, ef af lagningu Dalsbrautar verður. Einnig hafa íbúar á þessu svæði mótmælt áformum um lagningu Dalsbrautar. „Það er stefnt að því að leggja nið- urstöður fyrir bæjarstjórn við endan- lega ákvarðanatöku eftir þrjá og hálf- an mánuð. Vonandi verður þessi vinna til þess að menn nái bærilegri sátt við íbúa og hagsmunaaðila um það sem endanlega verður ákveðið.“ Fundað með íbúum um DalsbrautinaJÚPÍTER ÞH kom til Akureyrarseinni partinn í gær og landaði fullfermi af loðnu, um 1.500 tonn- um, hjá Ísfélagi Vestmannaeyja í Krossanesi. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem þetta skip Hrað- frystistöðvar Þórshafnar landar á Akureyri. Að sögn Hilmars Stein- arssonar verksmiðjustjóra í Krossanesi hefur veðrið verið að stríða loðnusjómönnum en lítil loðnuveiði var í fyrrinótt vegna veðurs, sem og nóttina þar á und- an. Morgunblaðið/Kristján Fullfermi Júpíter leggst að bryggju í Krossanesi seinni partinn í gær. Júpíter ÞH með fullfermi af loðnu AFL – Starfsgreinafélag Austur- lands hefur falið Regula lögmanns- stofu að höfða mál gegn Impregilo og portúgölsku starfsmannaleig- unum Select og NETT vegna vangoldinna sjúkrasjóðsið- gjalda til félags- ins. Ennfremur verður fyrir- tækjunum stefnt vegna lögbund- inna dráttar- vaxta og innheimtuþóknunar, sem Impregilo (fyrir eigin hönd og starfsmannaleignanna) neitaði að greiða. „Okkur sýnist að við verðum fram á vorið að koma stefnunni í gang,“ sagði Aðalbjörn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Afls, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við erum að stefna móðurfélögunum úti í Portúgal og við þurfum því að þýða gögn og koma þessu í réttan far- veg. Um er að ræða á annan tug milljóna sem þegar liggja fyrir, sem eru þá sjúkrasjóðsiðgjöldin, dráttarvextir og innheimtukostnað- ur. Þetta gætu verið tugir milljóna á framkvæmdatímanum ef þessir Portúgalar halda áfram í jafnmikl- um mæli og verið hefur við Kára- hnjúkavirkjun.“ Í fréttatilkynningu frá Afli segir að fyrirtækin sem stefna á hafi þegar greitt félags- og orlofssjóð- siðgjöld en enginn árangur hafi náðst af innheimtu sjúkrasjóðsið- gjalda. Öllum fyrirtækjum á Íslandi er gert að greiða félags-, sjúkrasjóðs- og félagsiðgjöld vegna starfsmanna sinna til viðkomandi stéttarfélags. Sjúkrasjóðsiðgjald tryggir starfs- manni ákveðna samtryggingu ef til veikinda kemur eða ef starfsmaður slasast. Impregilo og starfsmanna- leigurnar bera fyrir sig að starfs- menn þeirra hafi allir lagt fram svokallað E-101-eyðublað sem und- anskilji þá öllum greiðslum í op- inbera samtryggingarsjóði hér á landi. Skv. túlkun íslensku verka- lýðshreyfingarinnar eiga þessi rök ekki við, þar sem hvergi er minnst á sjúkrasjóði stéttarfélaganna í reglugerð tengdri E-101, en hún fjallar um beitingu almannatrygg- ingareglna gagnvart launþegum og fjölskyldum þeirra sem flytjast milli aðildarríkja. Aðalbjörn segir klárlega um prófmál að ræða. „Við teljum okk- ur hafa unnið mál í höndunum, en þeir væru ekki að fara af stað með þetta ef þeir teldu sig ekki hafa einhver rök haldbær. Þetta er prófmál og ef niðurstaðan verður þeim í hag þýðir það strangt til tekið fyrir fyrirtækin að erlendir starfsmenn eru strax orðnir þess- um prósentum ódýrari, sem er stórmál. Kannski er það ekki höfuðatriði í sambandi við hvort ráðnir eru útlendingar eða Íslend- ingar en það skiptir allt máli og m.a. þessir sjóðir,“ segir Aðal- björn. Í kjarasamningi milli Lands- virkjunar og Samtaka atvinnulífs- ins vegna aðildarfyrirtækja annars vegar og Alþýðusambands Íslands, Starfsgreinasambands Íslands, Samiðnar og Rafiðnaðarsambands Íslands hins vegar um kaup og kjör við virkjunarframkvæmdir á vegum Landsvirkjunar (hinum svo- kallaða virkjanasamningi) er fjallað um sjúkrasjóði í grein 9.1. Þar seg- ir orðrétt: „Vinnuveitendur skulu greiða í sjúkrasjóð viðkomandi fé- laga eða sambanda sem svarar til 1% af útborguðu kaupi starfs- manna, til að standa straum af veikindum og sjúkrakostnaði.“ Afl undirbýr stefnu á hendur Impregilo og portúgölskum starfsmannaleigum Ætla að innheimta vangoldin sjúkrasjóðsiðgjöld Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Portúgalskir starfsmenn við Kárahnjúka Afl ætlar að stefna Impregilo og portúgölskum starfsmannaleigum vegna vangoldinna sjúkrasjóðsiðgjalda. Aðalbjörn Sigurðsson Stafdalur opnaður | Á laugardag- inn var gátu skíða- og brettamenn á Austurlandi glaðst, því þá var skíða- svæðið í Stafdal í Seyðisfirði opnað í fyrsta sinn þennan veturinn. Mjög góð mæting var í fjallið og mátti sjá fólk sem kom víða að. Stefnt er að því að fjallið verði opið virka daga frá kl. 15–19 og um helgar frá kl. 11– 17. Svæðið er rekið af Seyðis- fjarðarkaupstað og Fljótsdalshéraði í sameiningu.    Minnisvarði | Samþykkt hefur ver- ið að reisa minnisvarða vegna sjó- slysanna sem urðu fyrir um 50 árum, þegar tveir togarar Norðfirðinga, Egill rauði og Goðanes, fórust með minna en tveggja ára millibili. Minn- isvarðinn verður jafnframt til marks um fádæma þrekraun og kjark björgunarmanna sem stóðu að björguninni og virðingu sem íbúar sveitarfélagsins sýna þeim sjómönn- um sem farist hafa í og við sjávarsíð- una. Bæjarráð Fjarðabyggðar, sem samþykkti að minnisvarðinn skyldi reistur í vikunni, óskar eftir sam- vinnu við fyrirtæki, stofnanir og ein- staklinga sem vilja leggja málefninu lið. Vonast er til að unnt verði að af- hjúpa minnisvarðann á sjó- mannadaginn árið 2006.    Könnun | Niðurstöður skoð- anakönnunar sem IMG-Gallup vann fyrir Fjarðabyggð voru kynntar bæjarráði í vikunni. Í könnuninni var leitað eftir afstöðu íbúa til þess hvort selja ætti félagsheimilin í Fjarðabyggð og hvort sameina ætti nágrannasveitarfélög Fjarðabyggð. 62,7% íbúa Fjarðabyggðar vilja sam- einast nágrönnum sínum í Aust- urbyggð, Fáskrúðsfjarðarhreppi og Mjóafjarðarhreppi, en á móti eru 26,4%. Hins vegar eru íbúar andvíg- ir þeirri hugmynd að félagsheimilin verði seld eða 49,7% en hlynntir eru 39%. Um 11% tóku ekki afstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.