Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Margar fasteignir,ekki síst hinarstærri á höfuð- borgarsvæðinu, hafa hækkað svo mikið í verði síðustu mánuðina að gjá hefur myndast á milli markaðsverðs og bruna- bótamats, sem m.a. hefur verið notað til viðmiðunar í lántökum hjá Íbúðalána- sjóði og fleiri lánastofnun- um. Dæmi eru um allt að helmingsmun á markaðs- virði og brunabótamati. Á það ekki síst við um stórar og gamlar fasteignir í góðu ásigkomulagi. Þannig eru húseignir að seljast í Hlíð- unum á 25–30 milljónir króna og brunabótamat sömu eigna er upp á 15–17 milljónir. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær er reglugerðar að vænta frá félagsmálaráðuneytinu þar sem bæta á við lóðamati fast- eigna í viðmiðunum í lántökum hjá Íbúðalánasjóði. Eftir að 90% lánin voru tekin upp hjá sjóðnum hafa starfsmenn hans orðið varir við það í meira mæli að lágt bruna- bótamat heftir möguleika fólks á lántökum og hið sama er að segja um bankana. Að bæta við lóðamat- inu kemur best út hvað varðar litl- ar og meðalstórar eignir. Er mark- miðið að færa brunabótamatið og viðmiðunina nær markaðsvirði í dag. Einnig er til skoðunar í fram- haldinu hvort brunabótamat sé yf- irhöfuð eðlileg viðmiðun í lánveit- ingum sjóðsins. Flestir bankar hafa í sínum lán- veitingum miðað við fullt bruna- bótamat fasteigna að viðbættu lóðamati. Að auki hafa þeir boðið fólki viðbótarbrunatryggingar á hagstæðum kjörum. Hvar eru mörkin? Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær var spurt hvar mörkin væru í hækkunum á fasteignaverði. Bent var á að verð á íbúð í sérbýli á höf- uðborgarsvæðinu hækkaði um 25% á síðasta ári og íbúð í fjölbýli um 17%. Bendir greiningardeild Íslandsbanka á að frá því að bank- arnir fóru að bjóða verðtryggð lán á svipuðum kjörum og Íbúðalána- sjóður hafa rúm 6% íbúða á höf- uðborgarsvæðinu skipt um eig- endur. Íslandsbankamenn telja þó ekki vera komið að þeim tíma- punkti að markaðurinn mettist. Gera megi ráð fyrir að væntingar um frekari hækkanir á húsnæðis- verði, góður aðgangur að lánsfjár- magni, lækkun langtímavaxta og vaxandi kaupmáttur heimilanna muni viðhalda mikilli veltu á fast- eignamarkaðnum á þessu ári hið minnsta og íbúðaverð hækki jafn- vel meira en á síðasta ári. Björn Þorri Viktorsson, formað- ur Félags fasteignasala, telur fast- eignaverð ekki vera að lækka í bráð en treystir sér ekki til að spá meiri hækkunum í ár en í fyrra. Frekar megi reikna með um 10% hækkun. Enn sé mikil eftirspurn í gangi en framboð lítið. Fagnar hann þeim áformum Íbúðalánasjóðs að bæta lóðamati við viðmiðun sína. Björn Þorri seg- ir markaðinn að hluta til hafa brugðist við þeim mun sem hafi verið orðinn á matsverði eigna og markaðsvirði þeirra. Þátttaka bankanna í íbúðalánum hafi skipt þar mestu. Þrýstingur á að brúa bilið enn meira sé reyndar minni nú en fyrir nokkrum mánuðum. Þá hafi mikill munur komið verst nið- ur á eigendum lítilla fasteigna í miðbæ Reykjavíkur. „Þegar kemur að útlánum veð- trygginga í fasteignum er miðað við hlutfall af brunabótamati. Þeg- ar brunabótamat lækkaði á sínum tíma voru fasteignir allt í einu ekki orðnar hæfar til að bera þau veð sem þær höfðu áður. Markaðurinn hefur nú að hluta til leyst þetta með því að lánveitendur miða við hærra hlutfall af brunabótamati, sleppa þeirri viðmiðun eða miða við fullt brunabótamat að viðbættu lóðamatinu.“ Eðlilegt að gjá myndist Mat á fasteignum í landinu er árlega tekið til endurskoðunar og um síðustu áramót hækkaði það víðast hvar um 10–30%, mest á Seltjarnarnesi og í Fjarðabyggð. Engin breyting varð þó víða á Vestfjörðum sem og á Siglufirði og Höfn í Hornafirði. Mánaðarlega tekur brunabótamat breytingum í takt við vísitölu byggingarkostn- aðar, að teknu tilliti til fyrningar- stuðla, en er ekki tengt við mark- aðsvirði fasteigna líkt og fasteignamatinu er ætlað að gera. Að sögn Hauks Ingibergssonar, forstjóra Fasteignamats ríkisins, er ekki óeðlilegt að þegar mikil og ör verðþróun verður á markaðnum geti myndast einhver gjá á milli matsverðs og markaðsverðs. Bendir Haukur á að Reykjavíkur- borg hafi nýlega beðið Fasteigna- mat ríkisins að endurmeta fast- eignamat alls íbúðarhúsnæðis í borginni. Fer sú endurskoðun fram á þessu ári, líkt og gert var árið 2001. Haukur segir tímabært að skoða þessa hluti á ný og kanna hvort eitthvað þurfi að lagfæra til að matið endurspegli gangverðið. Í svona hræringum geti innra ósam- ræmi átt sér stað, þannig að ákveðnar tegundir húsnæðis og staðir hækki meira í verði en aðrir. Ekki sé víst að sama verðþróun sé alls staðar á höfuðborgarsvæðinu. Fréttaskýring | Brunabótamat sem viðmið í töku fasteignalána Gjá milli mats og íbúðaverðs Fasteignasalar fagna áformum Íbúða- lánasjóðs um að bæta lóðamatinu við Fasteignir halda áfram að hækka í verði. Lóðamat upp á 381 millj- arð króna á síðasta ári  Heildarfasteignamat á öllu landinu var 2.300 milljarðar króna, samkvæmt fasteignaskrá frá 31. desember sl. Þar af var mat á húseignum 1.921 millj- arður og lóðamat 381 milljarður króna. Hækkaði fasteignamatið samtals um tæp 17% frá fyrra ári. Brunabótamat fasteigna nam alls 2.903 milljörðum króna í árslok 2004 og hækkaði um tæp 9% milli ára. Á sama tíma hækk- aði byggingarvísitalan um 5,8%. bjb@mbl.is Ertu nú farinn, ertu nú loksins farinn frá mér?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.