Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 12
LJÓSMYNDIR sem sýna breska hermenn misþyrma íröskum föngum vöktu sterk viðbrögð breskra dag- blaða í gær. Flest stærstu blöð Bret- lands birtu nokkrar myndanna en það atferli sem þar getur að líta telja blöðin grafa mjög undan siðferðilegri réttlætingu innrásar Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. „Það finnst öllum þessar myndir hneykslanlegar, hræðilegar; það er einfaldlega ekki hægt að lýsa þeim með orðum,“ sagði Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, í breska þinginu í gær. Hann fullyrti að breski herinn myndi aldrei umbera hegðun sem þessa og sagði hann, að meiri- hluti breskra hermanna í Írak hefði komið vel fram. Myndirnar sem hér um ræðir voru gerðar opinberar í tengslum við her- réttarhöld sem nú fara fram í Þýska- landi yfir þremur breskum hermönn- um, sem sakaðir eru um að hafa misþyrmt íröskum föngum. Eiga brotin að hafa átt sér stað nálægt Basra í Suður-Írak 15. maí 2003, um mánuði eftir að stjórn Saddams Husseins var steypt. Einn hermannanna, Darren Lark- in, hefur játað á sig eitt brot, árás á mann í herbúðum Breta, en neitar öðrum. Hinir tveir, Daniel Kenyon og Mark Cooley, lýstu sig saklausa af öllum ákærum. Dómarinn í réttarhöldunum gerði 22 myndir af meintum afbrotum op- inberar. Þær koma fyrir augu al- mennings aðeins örfáum dögum eftir að bandarískur hermaður, Charles Graner, var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að misþyrma föngum í Abu Ghraib-fangelsinu í útjaðri Bagdad. Bresk stjórnvöld höfðu á sínum tíma fordæmt aðgerðir bandarísku hermannanna en myndirnar sem í gær komu fyrir sjónir bresks al- mennings þykja líklegar til að draga úr trú fólks á að breskir hermenn stundi meiri háttvísi en hinir banda- rísku. Þá þykja myndirnar líklegar til að magna enn upp gagnrýni á þá ákvörðun Blairs forsætisráðherra að fylkja á sínum tíma liði með Banda- ríkjamönnum í Íraksmálunum. Pyntingum ekki beitt skipulega Mike Jackson, yfirmaður breska heraflans, sendi frá sér yfirlýsingu í fyrradag þar sem hann „fordæmdi fullkomlega“ misþyrmingar eins og þær, sem sakborningarnir þrír í Þýskalandi eru sakaðir um. Vekur fréttaritari BBC sérstaka athygli á því að ekkert hafi enn komið fram, sem bendi til að einhvers konar mis- þyrmingum hafi skipulega verið beitt af hálfu breska hersins, líkt og virðist hafa verið raunin í Abu Ghraib. Líklegt er talið að réttarhöld yfir bresku hermönnunum þremur muni vara í þrjár til fjórar vikur. Þau eru haldin í herstöð Breta í Osnabrück, norðarlega í Þýskalandi. Verði her- mennirnir fundnir sekir eiga þeir yfir höfði sér fangelsisdóm og brottrekst- ur úr hernum. Óhugur í Bretlandi vegna mynda frá Írak Þrír hermenn fyrir rétti vegna misþyrminga á Írökum Reuters Breski liðþjálfinn Mark Cooley ógnar íröskum fanga, sem hefur verið kirfi- lega bundinn og er látinn liggja varnarlaus á gólfinu. London. AFP, AP. 12 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT GERT er ráð fyrir því að allt að tvær milljónir pílagríma muni verða í hinni helgu borg og fæðingarstað Múham- eðs, Mekka í Sádi-Arabíu, í dag til að taka þátt í mestu trúarhátíð múslíma, haj. Geysimiklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar, einkum til að reyna að koma í veg fyrir troðning sem oft hefur valdið dauða mörg hundruð manna. Mesta áfallið var 1990 en þá er talið að rúmlega 1.420 manns hafi látið lífið þegar skelfing greip um sig í undirgöngum. Einnig óttast menn hryðjuverk al-Qaeda og hafa um 50.000 liðsmenn öryggis- sveita tekið sér stöðu í Mekka og grennd. Í fyrra fórust um 250 manns í troðningi þegar kastað var að venju steinum í súlurnar þrjár í Al Jamarat en súlurnar tákna vald Satans. Nú hafa verið reistar nýjar og mun stærri súlur og götur breikkaðar, geta þá fleiri komist að í einu. Einnig hefur verið kom upp hundruðum stórra upplýsingaskilta með raf- eindabúnaði í tjaldbúðunum. Notaðir eru hátalarar til að leiðbeina fólki og það gert á sjö tungumálum. Haj-ferðirnar að Kaaba, þar sem steinninn dularfulli er varðveittur, eiga sér forsögu sem er eldri en nærri 14 alda skeið íslams. Íbúar á svæðinu sýndu þar Al Lah (orðið merkir Guðinn) lotningu og múslímar álíta að sjálfur Adam hafi reist mann- virkið í Kaaba að skipan Guðs, beðið og og grátið þar missi Paradísar en staðurinn hafi fallið í gleymsku. For- faðir araba (og gyðinga), Abraham og sonur hans og ambáttarinnar Hag- ars, Ísmael, hafi endurreist mann- virkið og gert Kaaba að helgasta stað hins eina, sanna Guðs. En enginn nema múslími má heim- sækja Mekka; villutrúarmönnum sem það gera er refsað með lífláti ef upp um þá kemst.                                    ! "##              ! "# $ %  & $  %   &   '    (   $   )%'( ) *  +' +,' "  - -,. *  )/). ) *  *  0  -,.) ," 0"$ " -" + , )2,() "#3 ",,. ,(. 4 5 &%    )%,(*),  . *$ 6#- $ * (  -  ),.  " ) 0 ","7$.,  6#- + ,  ," 8( 0 ,, #& * )2,() "#3 ",,. $$ ! 9 8(  * !    ,    *  %  %, -$( :0$ (0 -0) 7"$0  # ,' -   0 (1 2  -) *  ) ,," +' $$#;, 7"$0 *- *#3$3(. $3, . "<. 0 ! $ ) * 0 *;":8 !7 )" ":- ,,"1   ! " # (  $(" ). 0 !  "+: ). "+3. "$       !  . / 0 Guðinn tilbeðinn í Mekka SEXTÍU og sex ára gömul rúmensk kona, sem á sunnudag ól barn á sjúkrahúsi í Búkarest, blæs á full- yrðingar um að hún sé orðin of gömul til að eiga og ala upp barn. Adriana Iliescu, elsta móðir sem vitað vitað er um í heiminum, segir að hún muni helga líf sitt stúlku- barninu sem hún ól á sunnudag. „Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur,“ sagði Iliescu, sem er ellilífeyrisþegi, rit- höfundur og fyrrverandi háskóla- kennari, á fundi með blaðamönn- um í fyrradag. „Þetta er mitt vandamál,“ sagði hún og bætti við að litla stúlkan hennar, sem var að- eins tæpar sex merkur við fæð- inguna, ætti bjarta framtíð fyrir sér. Iliescu gekk með tvíbura en ákveðið var að gera keisaraskurð á henni sex vikum fyrir tímann eftir að annað barnið dó í móðurkviði. „Líf sérhverrar manneskju hefur tilgang og kannski er þetta mitt verkefni í lífinu,“ sagði Iliescu en hún hafði gengist undir frjósem- ismeðferð í níu ár og tæknifrjóvg- un. Hin aldna móðir sagðist ekki geta lýst þeirri tilfinningu sem fylgdi því að snerta fingur barns- ins í fyrsta sinn. „Það er allt annað en þegar þú kemur við börn ann- ars fólks. Ég varð mjög glöð er hún tók um fingur minn,“ sagði hún. Stúlkan hefur fengið nafnið Eliza-Maria. Sökuð um „sjálfselsku“ Forystumenn rétttrúnaðarkirkj- unnar í Rúmeníu hafa gagnrýnt Iliescu og Ciprian Campineanul biskup sagði á mánudag að ákvörð- un hennar, að eignast barn, hefði verið til marks um „sjálfselsku“. Hafa líka komið fram kröfur í Rúmeníu um að fram fari umræða um læknisfræðileg og siðfræðileg álitamál er tengjast tæknifrjóvg- unum. Iliescu gerði hins vegar lítið með þessa gagnrýni, sagði að „hvert barn sem í heiminn væri borið væri þangað komið fyrir vilja guðs“. Mircea Cinteza, heilbrigð- isráðherra Rúmeníu, hefur einnig látið í ljós álit sitt á barnsburðinum með því hvetja lækna í landinu til að hjálpa ekki konum, sem eru komnar úr barneign, til að eignast barn. Segist blása á allar áhyggjur Elsta móðir í heimi segir það hafa verið vilja guðs að hún fæddi barn Búkarest. AP. Reuters Adriana Iliescu ræðir við blaðamenn á þriðjudag. BRESKA útvarpið, BBC, hafði eft- ir talsmönnum Bandaríkjahers í gær að a.m.k. 26 manns hefðu beð- ið bana í hrinu sprengjutilræða í Bagdad í gær. Þá settu samtökin Ansar al-Sunna, sem eru fé- lagsskapur íraskra uppreisnar- manna, myndband á Netið sem sagt var sýna hvar tveir Írakar væru drepnir er unnið hefðu fyrir bandarískt fyrirtæki í tengslum við kosningarnar sem eiga að fara fram í Írak eftir tíu daga. Fimm bílsprengjur sprungu í Bagdad með fyrrgreindum afleið- ingum og hafa samtök Jórdanans Abu Mussabs al-Zarqawis lýst ábyrgð á fjórum þeirra á hendur sér. Árásirnar beindust annars vegar gegn ástralska sendiráðinu í Bagdad og hins vegar íröskum ör- yggissveitum bráðabirgðastjórnar- innar í landinu. Sjötta bílsprengjan varð suður af höfuðborginni og sú sjöunda í Mosul í Norður-Írak. Beinist gegn kosningunum Mest mannfall varð í sprengju sem sprakk nærri lögreglustöð í Karrada-hverfinu í Bagdad, þar dóu tólf manns og 23 til viðbótar særðust, að sögn íraskra embætt- ismanna. Skæruliðar í Írak, sem flestir koma úr röðum súnníta, hafa heitið því að trufla kosningarnar sem halda á 30. janúar og er ofbeldið í gær, sem var eitt það mesta á ein- um degi um nokkurt skeið, liður í áætlunum þeirra. Nefnd múslímskra fræðimanna, sem eru samtök sem m.a. innihalda helstu súnníta-klerkana í Írak, fór fram á það í gær að öllum gíslum í landinu yrði sleppt úr haldi. Sagði nefndin að við upphaf Eid al-Adha- trúarhátíðarinnar væri við hæfi að lina þjáningar írasks almennings sem og annarra með þessum hætti. Átta Kínverjar eru nú í haldi mannræningja í Írak en í gær sögðust kínversk stjórnvöld mundu gera hvaðeina til að fá þá lausa. Tugir manna fórust í árásum í Bagdad Bagdad, Dubai. AFP. Reuters Bandarískur hermaður stendur á verði nálægt ástralska sendiráðinu í Bagdad þar sem bílsprengja sprakk í gærmorgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.