Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 hræsni, 8 knapp- ur, 9 synja, 10 sefi, 11 skriki til, 13 talaði um, 15 kvenvargur, 18 kölski, 21 grænmeti, 22 augabragð, 23 hagnaður, 24 lyddan. Lóðrétt | 2 urtan, 3 á næsta leiti, 4 ránfuglar, 5 burðarviðir, 6 mikill, 7 opi, 12 tangi, 14 þjóta, 15 geð, 16 gamla, 17 sveðja, 18 ráin, 19 skaða, 20 skylt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 súgur, 4 kóngs, 7 ætlum, 8 ágóði, 9 súr, 11 tími, 13 eitt, 14 nefni, 15 skán, 17 ráða, 20 þró, 22 elfur, 23 skæni, 24 farga, 25 reiði. Lóðrétt | 1 skært, 2 gálum, 3 rúms, 4 klár, 5 njóli, 6 seigt, 10 úlfur, 12 inn, 13 eir, 15 skelf, 16 álfur, 18 áræði, 19 aðili, 20 þróa, 21 ósar.  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú munt ekki sjá eftir því að beina orku þinni að fjölskyldu og heimili á næstunni. Það er það sem þér er uppá- lagt. Þú þarft að treysta undirstöð- urnar í lífinu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Flutningar og breytingar á starfs- högum eru óhjákvæmilegar hjá naut- inu. Slíkar breytingar hafa þegar orðið í sumum tilvikum og mun fjölga árið 2005. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Eigur þínar eru í brennidepli um þess- ar mundir og þú verður að gera upp við þig hvað þú vilt eiga og hverju þú þarft að henda. Ekki ríghalda í hluti af gömlum vana. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbar sem finna til stífleika í liða- mótum munu að líkindum jafna sig síð- ari hluta ársins. Satúrnus hefur verið í krabba síðastliðin 4 ár og hefur m.a. áhrif á bein líkamans. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú kemst ekki hjá því að hagræða í lífi þínu á næstunni. Búðu þig undir að þurfa að losa þig við óþarfa og halda áfram þaðan sem frá var horfið. Nýr heimur opnast þér innan tíðar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Mikilvægt tímabil í lífi meyjunnar held- ur áfram, hún áttar sig á því hvar henni gengur vel og hvað í lífinu er ófullnægjandi. Slepptu því sem er ekki að virka. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Næstu mánuðir eru svo sannarlega tími einhvers konar áfanga í lífi vog- arinnar. Hún nær árangri þar sem hún leggur sig fram. Uppskerutími er fram- undan. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ekki hika við að horfa björtum augum á framtíðina. Það besta á eftir að fara í hönd. Árangurinn sem þú nærð verður öllum sýnilegur í lok þessa árs. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur ekki notið utanaðkomandi stuðnings að undanförnu. En margt bendir til þess að sú vöntun renni sitt skeið á enda í árslok. Hertu upp hug- ann á meðan. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Óhætt er að segja að næstu 14 ár í ævi steingeitarinnar verði á margan hátt viðburðarík. Síðastliðin 15 ár voru und- irbúningur fyrir tímana sem senn fara í hönd. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Allt sem þú hefur lagt á þig að und- anförnu er að byrja að skila árangri. Sýndu þolinmæði. Þú verður óstöðvandi í árslok. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hugsar mikið um starfsframann þessa dagana. Þig langar til þess að gegna hlutverki sem er innihaldsríkt, ánægjulegt og ábatasamt allt í senn. Stjörnuspá Frances Drake Vatnsberi Afmælisbarn dagsins: Þú ert hlýleg manneskja með stórt hjarta og ert skemmtilega hvatvís. Einnig áttu gott með að taka skjótar ákvarðanir. Þú leikur hratt af fingrum fram ef aðstæður breytast skyndilega. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Café Rosenberg | Hljómsveitin Ampop heldur tónleika kl. 22 í kvöld. Grand rokk | Hljómsveitirnar Sign og Noise leika í kvöld kl. 22. Sunnusalur Hótel Sögu | Vinafélag Sin- fóníuhljómsveitar Íslands býður til sam- verustundar fyrir sinfóníutónleika kvölds- ins kl. 18 í Sunnusal Hótel Sögu. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur mun ræða um 6. sinfóníu Shostakovich með hjálp hljóðfæris og hljómtækja. Að- gangseyrir er 1000 krónur, boðið upp á súpu og kaffi. Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sigurbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíu- málverk. Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnu- mót lista og minja. Gallerí 101 | Egill Sæbjörnsson – Herra Píanó & Frú Haugur. Gallerí Banananas | Baldur Björnsson – Hefur þú upplifað geðveiki? Gallerí Dvergur | Sigga Björg Sigurð- ardóttir – Lappir, línudans og fórnarlamb í gulri peysu. Gallerí I8 | Finnur Arnar sýnir ýmis myndverk. Gallerí Sævars Karls | Hulda Vilhjálms- dóttir – Hver er að banka á hurðina? Kannski barnið í landslaginu? Gallerí Tukt | Kristjana Rós Guðjohnsen sýnir abstrakt olíumálverk. Gerðuberg | Rosemarie Trockel sýnir ljósmyndir, skúlptúra, teikningar og myndbönd. Hafnarborg | Rafmagn í 100 ár – sýning í tilefni af 100 ára afmæli fyrstu almenn- ingsrafveitunnar. Svart á hvítu, þrívíð verk, málverk, teikningar og grafík eftir íslenska og erlenda listamenn í Sverrissal og Apóteki. Sigrún Guðmundsdóttir er myndhöggvari janúarmánaðar. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný ol- íumálverk í forkirkju Hallgrímskirkju. Kaffi Sólon | Sigríður Valdimarsdóttir – Snjókorn. Kling og Bang gallerí | Heimir Björgúlfs- son – Alca torda vs. rest. Kunstraum Wohnraum | Alda Sigurð- ardóttir – Landslagsverk. Listasafn ASÍ | Valgerður Guðlaugsdóttir – Á skurðarborði Augans. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Birgir Snæbjörn Birgisson – verk úr tveimur myndröðum, Snertingar og Ljóshærðar starfstéttir. Elías B. Halldórsson – Olíu- ljós. Verk úr einkasafni Þorvaldar Guð- mundssonar og Ingibjargar Guðmunds- dóttur á neðri hæð. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verk- um Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Þórður Ben Sveinsson – Borg náttúrunn- ar. Bjargey Ólafsdóttir – Láttu viðkvæmt útlit mitt ekki blekkja þig. Erró – Víðáttur. Brian Griffin – Áhrifavaldar. Nýlistasafnið | Hlynur Helgason – Geng- ið niður Klapparstíg. Ævintýralegir fem- ínistar – Carnal Knowledge. Slunkaríki | Ívar Brynjólfsson – Bardaga- vellir. Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur | Sören Solsker Starbird – Er sálin sýnileg? Ljósmyndasýning. Þjóðmenningarhúsið | Bragi Ásgeirsson, grafíklistamaður, listmálari, myndlist- arkennari og listgagnrýnandi er myndlist- armaður mánaðarins. Yfirlitssýning á verkum Braga í veitingastofu og í kjall- ara. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Sýningaröðin Tón- listararfur Íslendinga. Kynntar eru nýjar rannsóknir á tónlistararfinum og útgáfa efnis á geisladiskum. Fyrsta sýningin fjallar um Silfurplötur Iðunnar sem Kvæðamannafélagið Iðunn og Smekk- leysa gaf nýlega út á 4 geisladiskum ásamt veglegu riti. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. Opið frá kl 11–17 í dag. Bækur Bókasafn Kópavogs | Jón Yngvi Jó- hannsson bókmenntafræðingur heldur erindi í Kórnum, fjölnotasal á 1. hæð Bókasafns Kópavogs kl. 17.15 í dag. Þar mun hann fjalla um nýútkomnar bækur og svara fyrirspurnum. Einnig verður skipst á skoðunum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Mannfagnaður Félagsheimilið Leikskálar | Þorrablót Víkurbúa verður haldið í Leikskálum laug- ardaginn 22. janúar. Nánari upplýsingar veita Guðrún (8471359), Soffía (4871477), Anna (8630307), Ragnhildur (4871474), Sigrún (4871191). Fundir Café Riis | Sjálfstæðisflokkurinn heldur stjórnmálafund kl. 20. Yfirskrift fund- arins er: Með hækkandi sól – lægri skatt- ar – aukin hagsæld. Framsögumenn: Sig- ríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra og Einar Oddur Krist- jánsson alþingismaður. Félagsheimilið Klifi Ólaflsvík | Þingmenn Vinstri–grænna halda opinn fund í Snæ- fellsbæ kl. 20. Á fundinum verða alþing- ismennirnir Jón Bjarnason og Stein- grímur J. Sigfússon ásamt Árna Steinari Jóhannssyni og Hildi Traustadóttur. M.a. er rætt um væntanlega endurskoðun stjórnarskrárinnar o.fl. Hótel Ísafjörður | Sjálfstæðisflokkurinn heldur stjórnmálafund kl. 20.30. Yf- irskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Fram- sögumenn: Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra og alþing- ismennirnir Einar K. Guðfinnsson og Birgir Ármannsson. Hótel Örk, Hveragerði | Sjálfstæðisflokk- urinn heldur stjórnmálafund kl. 20. Yf- irskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Fram- sögumenn: Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra og alþingismennirnir Drífa Hjartardóttir og Sólveig Pétursdóttir. Fyrirlestrar Lögberg, stofa 101 | Helga Björnsdóttir mannfræðingur flytur erindið „Í kynlegu rými götunnar: Um heimilislaust fólk“ á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum kl. 12.05–13, í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirspurnir og umræður að loknu erindi, aðgangur ókeypis. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur | Nigel Watson leikari og fræðimaður heldur fyr- irlestur í Öskju, HÍ, stofu 132, kl. 16. Rætt verður um textaval, einkenni nýlegra uppfærslna á verkum Shakespeares m.t.t. málefna sem mikil áhrif hafa haft á breska þjóðfélags– og menningar- umræðu, s.s. stríðið í Írak. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku. Kynning Kópavogsdeild RKÍ | Við óskum eftir sjálfboðaliðum til þess að sinna marg- víslegum mannúðarverkefnum deild- arinnar. Kynningarfundur fyrir nýja sjálf- boðaliða verður haldinn í Hamraborg 11, 2. hæð kl. 20. Um er að ræða verkefni sem henta fólki á öllum aldri. Taktu þátt í gefandi starfi!. Maður lifandi | Viðskiptavinum er boðin ókeypis ráðgjöf um notkun hómópatíu kl. 13–15 í verslun Maður lifandi. Kristín Kristjánsdóttir hómópati aðstoðar og svarar spurningum. Málstofur Verkfræðideild HÍ | Hjörtur Þráinsson flytur erindi um: Reiknilíkön til að meta áhættu af völdum náttúruhamfara, kl. 16.15–17, í stofu 158, verkfræðideild Há- skóla Íslands við Hjarðarhaga 6. Í þessu spjalli verður farið yfir uppbyggingu slíkra líkana og rætt um vandamál sem að steðja við gerð þeirra. Námskeið Gigtarfélag Íslands | Hópþjálfun Gigt- arfélags Íslands er byrjuð aftur eftir jólafrí. Í boði eru mismunandi hópar, s.s. róleg leikfimi, vefjagigtarhópar, bakleik- fimi fyrir karlmenn og jóga. Þjálfunin fer fram í húsi GÍ að Ármúla 5. Nánari upp- lýsingar hjá GÍ. Mímir–símenntun ehf | Jóhanna Krist- jónsdóttir heldur námskeið um Menning- arheim araba hjá Mími símennt. Þetta er fimm kvölda námskeið sem hefst 20. jan. Rætt er um islam, sögð saga Múhamm- eðs spámanns, fjallað um stöðu, mennt- un og klæðnað kvenna. Rætt um menn- ingartengd efni o.fl. Þá er einnig boðið upp á arabískan mat. Útivist Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin fer kl. 18 frá bílastæðinu þar sem Skógrækt- arfélag Reykjavíkur var í Fossvogi og gengið vestur með Öskjuhlíð, Nauthólsvík og út með Skerjafirði að norðan út undir Ægisíðu. Farið er sömu leið til baka og tekur gangan rúma klukkustund. Allir vel- komnir, ekkert þátttökugjald. Útivist verður með jeppaferð í Kerling- arfjöll 28.–30. janúar nk. Farið verður á föstudagskvöldi og ekið í Hrauneyjar. Daginn eftir er ekið um Sóleyj- arhöfðavað, inn í Setur og áfram í Kerl- ingarfjöll þar sem gist er. Þetta er ferð fyrir mikið breytta jeppa. Fararstjóri er Jón Viðar Guðmundsson. Laugardalurinn | Stafganga kl. 17.30 gengið er frá Laugardalslauginni. Nánari upplýsingar á www.stafganga.is og gsm: 6168595 og 6943571, Guðný Aradóttir og Jóna Hildur Bjarnadóttir. MYNDLISTARSKÓLINN Mynd-mál fagnar í ár 20 ára afmæli sínu, en þegar kennsla hófst í skólanum fyrir 20 árum nefndist hann Myndlistarskóli Rúnu Gísladóttur. Skólinn hefur frá upphafi haft aðsetur á Seltjarnarnesi og verið rekinn sleitulaust frá janúar 1985. Skólinn kennir jafnt byrj- endum sem lengra komnum allt frá grund- vallaratriðum litablöndun, efniskynningu, formfræði og myndbyggingu upp í það að styðja við einstaklingsframtak og sjálf- stæði í myndsköpun. Rúna Gísladóttir, stofnandi skólans, á að baki nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og er einnig menntaður kennari. Innritun á vorönn skólans stendur nú yfir. Skólinn Mynd-mál 20 ára SKÁLHOLTSSKÓLI er nú vettvangur sýningar á verkum Jóns Axels Björnssonar listamanns, en titill sýningarinnar er „Dagar og nætur II“. Verkin eru öll unnin árið 2003 með kolum, lakki og olíu á striga en þau bera engan titil. Í aðfararorðum Aðalsteins Ingólfssonar listfræðings að sýn- ingunni segir m.a.: „Verkin sem sýnd eru í Skálholti eiga sér hlið- stæður í fyrri sýningum Jóns; svarthvítar myndir af íslensku grjóti sem ofan á eru lagðir einlitir fletir í sterkum litum. Í verkum sínum opinberar Jón efasemdir sínar og vanmátt og eru þau gjarnan þrungin margáttaðri formrænni og listheimspekilegri merkingu.“ Jón Axel er fæddur í Reykjavík 2. febrúar 1956 og lauk námi frá Myndlistar- og handíðaskóla Íslands árið 1979. Hann hefur, samhliða því að leggja stund á list sína, kennt við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands, síðar Listaháskóla, Íslands og við Mynd- listarskóla Reykjavíkur. Ennfremur hefur hann unnið leikmynd fyrir leikhús, haldið um tuttugu einkasýningar og tekið þátt í á annan tug samsýninga víðsvegar um heiminn. Staðarlistamenn í Skálholti sýna verk sín í um það bil þrjá mánuði í senn en árið 2000 er riðið á vaðið með þetta sýn- ingahald. Sýning Jóns Axels var opnuð 4. janúar og stendur út marsmánuð. Jón Axel Björnsson sýnir Daga og nætur í Skálholti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.