Morgunblaðið - 20.01.2005, Side 4

Morgunblaðið - 20.01.2005, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GH Gr af ís k Hö nn un Fjarðargata 13-15 Hafnarfirði 565 7100 FULLTRÚAR Alþjóðabygginga- sambandsins og þriggja ítalskra verkalýðsfélaga komu til landsins í gær og flugu beint austur á Eg- ilsstaði í gærkvöldi. Í dag heim- sækja fulltrúarnir virkjunar- svæðið við Kárahnjúka í fylgd Impregilo og aðaltrúnaðarmanns á staðnum og munu á morgun eiga fund með nokkrum tals- mönnum íslensku verkalýðshreyf- ingarinnar. Rafiðnaðarsamband Íslands hefur hins vegar afþakk- að boð um að hitta erlenda starfsbræður sína eða fara að Kárahnjúkum í dag. Á vefsíðu Rafiðnaðarsambands- ins segir að það geti vart flokkast undir annað en ókurteisi að senda „svona boð“ með skömmum fyrirvara. Starfsmenn sambands- ins hafi allir ráðstafað sér til annarra verkefna. Þorbjörn Guðmundsson frá Samiðn, sem á sæti í samráðs- nefnd vegna virkjunarsamnings, hittir Ítalina að máli á morgun og að sögn Halldórs Grönvold munu fulltrúar frá ASÍ einnig funda með hinum erlendu gestum. Ekki hefur verið ákveðið hvort boðað verði til blaðamannafundar á morgun, að loknum fundi verkalýðsforkólfanna. Vinnu- málastofnun og félagsmálaráðu- neytinu var einnig boðið til þess fundar, samkvæmt upplýsingum frá Impregilo. Fulltrúar alþjóðlegra verkalýðsfélaga að Kárahnjúkum í dag Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður við Kárahnjúkavirkjun, spjallar við þá Romano Baldo og Pompeo Naldi frá ítölsku verkalýðshreyfingunni á Egilsstaðaflugvelli í gærkvöldi. Fjær standa Claudio Sottile frá ítölsku verkalýðs- hreyfingunni og Marion Hellmann sem stýrir Alþjóðasambandi byggingamanna í Genf (t.h.). Hitta íslenska verkalýðsfor- ingja á morgun SKÁKMEISTARINN Bobby Fischer hefur skrifað bréf sem sent verður Alþingi Íslendinga, þar sem skákmeist- arinn sækir um íslenskt ríkisfang. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, staðfestir þetta, en hann ræddi við Fischer í gær. Þó það kunni að flækja málið að Fischer er skráður bandarískur ríkisborgari er í lögum gert ráð fyrir þeim möguleika, að útlendingar sem fá íslenskt ríkisfang með lögum frá Alþingi beri tvöfalt ríkisfang. Í kynningu dómsmálaráðuneytisins á reglum um ís- lenskan ríkisborgararétt segir meðal annars: „Þegar útlendingi er veittur íslenskur ríkisborg- araréttur með lögum frá Alþingi er ekki gerð krafa til þess að hann afsali sér fyrri ríkisborgararétti sínum til þess að fá íslenska ríkisborgararéttinn. Hins vegar getur verið að lög ríkis þess sem útlendingurinn átti ríkisborg- ararétt í kveði á um að ríkisborgararéttur hans í því ríki falli niður er hann fær ríkisborgararétt í öðru ríki.“ Dómari féllst ekki á beiðni um flutning til Íslands „Fischer er skráður ríkisborgari í Bandaríkjunum, þó búið sé að taka af honum vegabréfið og eyðileggja það. Hann er því vegabréfslaus. Ef honum er bæði veitt land- vist hér og íslenskt vegabréf þá er hann í sömu stöðu og margir aðrir sem geta verið með tvö vegabréf,“ segir Sæmundur. Að sögn hans má búast við að það liðið geti nokkur tími áður en bréfið frá Fischer berst hingað til lands, þar sem það fer fyrst um hendur yfirvalda í búðunum þar sem Fischer er í varðhaldi. Fischer uppfyllir ekki almenn lagaskilyrði um veitingu ríkisborgararéttar en Alþingi getur veitt undanþágur frá skilyrðunum og veitt ríkisborgararétt með lögum. Á síð- asta ári var t.d. 17 íþróttamönnum veitt ríkisfang með þessum hætti Dómari í Japan féllst ekki á beiðni um flutning Bobby Fischers til Íslands þegar mál hans kom fyrir dómara í gærmorgun. Lögfræðingar Fischers lýstu því í gær að hann myndi sækja um ríkisborgararétt á Íslandi til að auka möguleika sína á að fá sig fluttan til landsins. Verð- ur málið næst tekið fyrir í réttinum 1. febrúar. Þjáist af svima og höfuðverk Miyoko Watai, heitkona Fischers, sagði á fréttamanna- fundi í Japan í gær að Fischer liði illa í fangelsinu í Japan og hann hrópaði á þá sem heimsækja hann að hjálpa sér þaðan út. Sæmundur tekur undir þetta og segir Fischer kvarta um það í samtölum við sig að hann þjáist af höfuðverk og svima. Þetta hafi hann endurtekið nú síðast í samtali þeirra í gærmorgun. Bobby Fischer sækir um ríkisborgararétt til Alþingis Lög útiloka ekki tvöfalt ríkisfang Reuters Bobby Fischer hefur skrifað bréf til Alþingis Íslend- inga þar sem hann biður um íslenskt ríkisfang. FULLTRÚAR Félags eldri borgara munu funda með forætisráðherra og heilbrigðisráðherra í lok þessa mán- aðar til að ræða kjör eldri borgara, sem formaður félagsins segir afleit. Á síðustu 15 árum hafi ellilífeyris- þegar setið eftir hvað varðar tekjuþróun miðað við ýmsar stéttir í þjóðfélaginu. Þannig sé dæmigerður eldri borgari nú með 110 þúsund krónur á mánuði sem engan veginn sé nægjanlegt til framfærslu. 30% allra eldri borgara búi við þessi kjör, þ.e. að þeir hafa fullan ellilífeyri og tekjutryggingu en ekki tekjutrygg- ingarauka upp á rúmar 64 þúsund kr. auk greiðslna úr lífeyrissjóði upp á tæpar 46 þúsund kr. sem breytast eins og verðlag. Sem dæmi um tekjuþróun eldri borgara nefnir Ólafur Ólafsson, for- maður félagsins í Reykjavík, að frá árinu 1990 hafi launavísitala þeirra hækkað um 88 stig. Til viðmiðunar hafi launavísitala kennara hækkað um 232 stig, hjúkrunarfræðinga um 147 stig, ráðherra um 270 stig, þing- fararkaup um 240 stig og lágmarks- laun með eingreiðslum um 158 stig. Á fundi Félags eldri borgara á þriðjudag var samin ályktun þess efnis að kynna yfirvöldum þá nei- kvæðu kjaraþróun sem átt hefur sér stað hjá eldri borgurum. „Það eru um 10 þúsund ellilífeyr- isþega sem hafa ekkert annað fyr- ir sig að leggja en ellilífeyri og tekjutryggingu,“ segir Ólafur. „Þessi hópur hef- ur alls ekki fylgt almennum launa- hækkunum ann- arra þjóðfélags- hópa. Þarna hefur átt sér stað gliðnun á milli ellilífeyrisþega og t.d. lágmarkslauna sem ekki var til stað- ar fram til ársins 1995.“ Hækkandi verð á þjónustu veldur áhyggjum En það eru ekki eingöngu tekju- mál ellilífeyrisþega sem valda áhyggjum heldur hækkandi verð á þjónustu og ekki síst lyfjum á því tímabili sem um ræðir. „Við athugun á ýmsum þjónustu- liðum sem varða aldraða sérstaklega kemur í ljós að um umtalsverða hækkun er að ræða. Það eina sem ekki hefur hækkað að ráði er afnota- gjöld að RÚV og komugjöld á heilsu- gæslu, sem ber að fagna. En lyf hafa hækkað gríðarlega sem og síma- kostnaður, strætisvagnagjöld og heimilishjálp. Með tilliti til þessa er það því mikið forgangsmál að leið- rétta kjör eldri borgara.“ Segir bráða þörf á að leiðrétta kjör eldri borgara Ólafur Ólafsson ÞEIR notendur mbl.is sem sækja eða fá sendar SMS-fréttir fá nú einnig senda netslóð með sömu frétt. Þegar netslóðin er valin er hægt að skoða alla fréttina eins og hún birtist á fréttavef mbl.is í GSM-símanum. Í þessari útgáfu fréttarinnar birtast íslenskir staf- ir réttir og ef mynd tengist frétt- inni fylgir hún með. Til þess að geta nýtt sér þessa þjónustu þurfa GSM-símar við- komandi að styðja gagnasamband fyrir farsíma (GPRS) og hafa virka WAP-tengingu. Þeir símar sem ekki hafa yfir að ráða slíku gagnasambandi geta eftir sem áður lesið fréttir í SMS- formi. Verð þjónustunnar helst óbreytt. Samkvæmt upplýsingum sím- félaganna eru nú sífellt fleiri sím- ar í notkun sem geta nýtt sér tækni af þessu tagi. Meira en helmingur notenda OG Vodafone og Símans eiga slíka síma. Aukin SMS-frétta- þjónusta á mbl.is HINIR kínversku verkamenn sem lagðir voru af stað til Ís- lands til starfa við Kára- hnjúkavirkjun á vegum Imp- regilo bíða nú á hóteli í Peking eftir því hvort atvinnuleyfi fæst fyrir þá eða ekki. Ómar R. Valdimarsson, tals- maður Impregilo, segir að tek- ist hafi að stöðva för allra Kín- verjanna, eftir að í ljós kom misskilningur milli Útlend- ingastofnunar og Vinnu- málastofnunar um hvort öll til- skilin leyfi væru komin eða ekki. Voru Kínverjarnir komn- ir með vegabréfsáritun í hend- ur, sem þeir fengu í danska sendiráðinu í Peking. Ómar segir kínversku verka- mennina verða í Peking þar til mál skýrist. Ef veiting atvinnu- leyfa dragist á langinn verði ferðatilhögun starfsmannanna endurskoðuð. Kínverj- arnir bíða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.